Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 24. nóvember 2010 miðvikudagur Hagstofa Íslands: Samdráttur í lands- framleiðslu Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um þrjú prósent árið 2010 en vaxi um tæp tvö prósent árið 2011. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands fyr- ir árin 2010 til 2015. Samdráttur í einkaneyslu virðist lítill 2010 en samkvæmt spánni mun einkaneysla aukast næstu árin. Samdrátt- ur í samneyslu mun halda áfram næstu ár og verður nokkur aukning í atvinnuvegafjárfestingu, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík fyrr en 2012. Afgangur af vöru- og þjónustu- viðskiptum verður umtalsverður út spátímann enda verður gengi krónunnar áfram veikt þó að raun- gengið styrkist lítillega. Verðbólga hefur hjaðnað árið 2010 og verður við verðbólgumarkmið Seðlabank- ans árið 2011. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 2,5 prósent út spátímann. Þá er reiknað með að kjarasamn- ingum ljúki fyrir árslok 2010 án verulegra launahækkana. Atvinnu- leysi muni minnka jafnt og þétt frá árinu 2011 á meðan hagvöxtur varir. Már guðmundsson Árekstur á Akureyri Tveir bílar skullu saman á Akur- eyri skömmu fyrir hádegið á þriðjudag og var annar ökumað- urinn fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Meiðsli hans munu þó ekki vera mikil, að sögn lögreglu. Hinn ökumaðurinn slapp án meiðsla. Talið er að ökumaður annarr- ar bifreiðarinnar, jepplings, hafi misst stjórn á henni þegar hann var að beygja út úr hringtorgi á Hlíðarbraut við Merkigil. Bifreið- in fór yfir umferðareyju, á snjó- skafl sem var á umferðareyjunni þaðan sem hún kastaðist á fólks- bíl á suðurleið. Jepplingurinn valt út af veginum og þurfti að beita klippum til að ná ökumanninum út. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni á Akureyri eru báðar bifreið- arnar gjörónýtar. Hasim Ægir fær starfið sitt aftur hjá Hreinsibílum: farsæll endir „Daginn eftir að ég ræddi við blaða- mann hafði framkvæmdastjóri Frum- herja, Orri Vignir Hjörleifsson, sam- band við mig og vildi ræða málin,“ segir Hasim Ægir Kahn. DV sagði frá því fyrir skömmu að Hasim stæði í deilum við Frumherja um ógreidd veikindalaun en hann er starfsmað- ur Hreinsibíla, dótturfyrirtækis Frum- herja. Hann var óvinnufær vegna háls- og bakmeiðsla eftir slys sem hann lenti í á vinnutíma. Fyrirtækið hélt því fram að hann hefði ekki látið vita af veik- indunum og þar sem hann hafði ekki mætt í vinnu töldu forsvarsmenn þess að hann hefði hætt störfum. „Ég hitti framkvæmdastjórann og við áttum gott samtal og hann sagðist harma það sem hefði gengið á,“ segir Hasim. Daginn eftir að blaðið kom út fékk Hasim greitt það sem hann átti inni hjá fyrirtækinu. Eins var honum boðið að hitta trúnaðarlækni fyrir- tækisins sem staðfesti meiðsl hans og hvatti hann til að fara til sjúkraþjálfara. „Ég get það ekki eins og er því að ég var kominn í mikinn mínus fjárhags- lega sem ég verð að laga,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Frumherja bauð honum einnig að leita til sjúkraþjálfara á vegum fyrirtækisins sem hann mun að öllum líkindum nýta sér. Hasim vildi koma því á framfæri að Orri hefði verið afar almennileg- ur í alla staði og að málið hefði endað farsællega. Að loknu veikindaleyfi hef- ur Hasim verið boðið að koma aftur til vinnu hjá Hreinsibílum. gunnhildur@dv.is Endaði vel Hasim ásamt fjölskyldu sinni. Honum hefur verið boðið að koma aftur til vinnu hjá Hreinsibílum. Mynd sigtryggur ari Árna Mathiesen fjármálaráðherra fannst ekki skynsamlegt hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra að bjóða Davíð Oddssyni seðlabankastjóra á fund með ríkisstjórninni í banka- hruninu þann 30. september 2008. Fundurinn var haldinn á þriðjudegi, daginn eftir þjóðnýtingu Glitnis, þegar allt lék á reiðiskjálfi í íslensku samfélagi. Þetta kemur fram í bók Árna og fréttamannsins Þórhalls Jós- epssonar um tímabilið í ráðherra- tíð Árna frá bankahruninu til bús- áhaldabyltingarinnar í janúar 2009. Bókin heitir Árni Matt – Frá banka- hruni til byltingar. Þessi ríkisstjórnarfundur er orð- inn frægur eftir hrunið, aðallega út af því að Davíð kom á hann. Á fund- inum var rætt um hvernig bregðast ætti við þjóðnýtingu Glitnis á pól- itíska og efnahagslega sviðinu. „Ég held að það hafi ekki verið skynsam- legt að bjóða Davíð inn á þennan fund. Honum var augljóslega mikið niðri fyrir og það smitaði út frá sér,“ er haft eftir Árna í bókinni. Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskipta- ráðherra, ræðir einnig um komu Davíðs á þennan mikilvæga fund í sinni bók um hrunið. „Það var raf- magni og spennu hlaðið augnablik þegar Davíð gekk inn í ríkisstjórnar- herbergið. Hann var greinilega undir miklu álagi og virkaði lítt hvíldur og tættur útlits.“ Árni ræðir einnig um það í bók- inni á hvaða forsendum Davíð var boðaður á fundinn með ríkisstjórn- inni. geir bauð davíð Árni segist telja að Geir H. Haarde hafi einfaldlega boðið Davíð á fund- inn vegna þess að hann hafi búið yfir þekkingu á málefnum íslensku bankanna og vegna þess að forsæt- isráðherrann hafi ekki viljað að Sam- fylkingin teldi að hann væri í bak- tjaldamakki með Davíð. „Ég held að Geir hafi einfaldlega boðið honum að koma inn. Hann vissi að Davíð bjó yfir miklum upplýsingum um ástand bankanna og efnahagskerfisins. Geir skynjaði vel óróleikann í ráðherrum Samfylkingarinnar og ég held að fyr- ir honum hafi einfaldlega vakað að sýna þeim að hann hefði allt uppi á borðum, væri ekki að makka neitt með Davíð sem ráðherrarnir gætu ekki sjálfir rætt við hann beint þarna. Davíð færði okkur sannarlega engin gleðitíðindi, sagði hreint út að inn- an skamms tíma yrðu allir bankarn- ir fallnir.“ Andrúmsloftið á fundinum varð því alls ekki gott þegar Davíð varpaði sinni næstu sprengju. Þjóðstjórnarbomban Davíð sagði ríkisstjórninni að hann teldi hugsanlega heppilegt að ríkis- stjórnin hyrfi frá völdum og að þjóð- stjórn allra flokka tæki við. Árni segir í bókinni að þessi tillaga Davíðs hafi grafið undan honum í Seðlabankan- um þar sem Samfylkingin vantreysti honum í kjölfarið. Inn í vantraust Samfylkingarinnar spilaði líka ára- langt stríð flokksins við Davíð sem meðal annars hafði leitt til þess að Davíð var mótfallinn ríkisstjórnar- samstarfinu við flokkinn. Árni lýsir þessu á eftirfarandi hátt í bókinni: „Svo kemur bomb- an: Hann fer að tala um þjóðstjórn! Össur brást strax illa við fyrir hönd Samfylkingarinnar og ég er viss um að þetta útspil Davíðs varð til þess að andstaðan varð svona hörð gagnvart Seðlabankanum og hlutverki bæði bankans og Davíðs næstu vikurnar. Í framhaldinu vantreysti Samfylk- ingin Seðlabankanum og forystan í efnahagsmálum og varnaraðgerð- um gegn áföllunum fluttist alfarið til forsætisráðuneytisins og svo þaðan yfir í Fjármálaeftirlitið. Það varð svo til þess að Seðlabankinn nýttist ekki í þeirri baráttu sem framundan var við hrun efnahagskerfisins.“ Árni leit á tillöguna um þjóðstjórn sem yfirlýsingu um að ríkisstjórnin réði ekki við verkefnin og að þar með væri Davíð að lýsa því yfir að hann vantreysti ríkisstjórninni. taldi hugmyndina ranga Árna fannst þessi hugmynd Davíðs, á þessum tíma og á þessum vettvangi, vera röng og var ósammála henni. „Það að leggja til myndun þjóð- stjórnar eða jafnvel bara að kasta því fram sem hugmynd á þessum vett- vangi var einfaldlega rangt, sama hvernig á það er litið. Þetta var ríkis- stjórnarfundur og hann var gestur á fundinum til að fjalla um mál á verk- sviði Seðlabankans. Það var ekkert að því að hann hefði þessa skoðun og kæmi henni á framfæri við forystu- menn stjórnarflokkanna en það mál var einfaldlega ekki á dagskrá þarna.“ Í stað þjóðstjórnar taldi Árni að ríkisstjórnin hefði burði til að koma sér saman um aðgerðir til að bregð- ast við ástandinu. „Ég var ekki sam- mála því að þörf væri á þjóðstjórn. Mér leist ekki á að auðveldara væri að ná samkomulagi fjögurra flokka á Alþingi um aðgerðir sem tveir ættu að geta komið sér saman um. Stór meirihluti ríkisstjórnarflokkanna hefði átt að duga.“ Ekkert varð úr hugmyndinni um þjóðstjórn en Árni segir þó frá því í bókinni að Geir hafi meðal ann- ars leitað til Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns Vinstri grænna, eftir stuðningi við hugmyndina. Steingrímur setti hins vegar fram mjög ströng skilyrði ef hugmyndin ætti fram að ganga samkvæmt Árna, meðal annars að boðað yrði til þing- kosninga skömmu eftir þetta. Gagnrýni Árna á þátttöku Davíðs á þessum ríkisstjórnarfundi er því tvíþætt í bókinni. Annars vegar gagn- rýnir hann að Geir hafi boðað Dav- íð á fundinn til að byrja með og hins vegar gagnrýnir hann þær tillögur sem Davíð setti fram á fundinum. „EKKI SKYNSAMLEGT AÐ BJÓÐA DAVÍГ Honum var aug-ljóslega mikið niðri fyrir og það smit- aði út frá sér. Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, er gagnrýninn á þátttöku davíðs oddssonar seðlabankastjóra á fundi ríkisstjórnarinnar í aðdraganda efnahagshruns- ins haustið 2008. Þetta kemur fram í nýrri bók sem Árni skrifar ásamt Þórhalli Jós- epssyni. Árni segir Geir hafa boðið Davíð á fundinn vegna þekkingar hans. ingi f. vilHJÁlMsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Bomban Árni segir að Davíð hafi varpað sprengju inn í ríkisstjórnarsamstarfið þegar hann stakk upp á því að hugsanlega væri þjóðstjórn góður kostur í aðdraganda hrunsins. Með þessari tillögu telur Árni að Davíð hafi fengið Samfylkinguna upp á móti sér. Verð aðeins 17.950 krónur Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is • Shiatsu nudd • Infrarauður hiti • Titringur • Fjarstýring Fjölnota nuddpúði Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.