Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 24. nóvember 2010 miðvikudagur Á fundi með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og nokkrum af starfsmönnum bankans í október var lagt að Heiðari Má Guðjónssyni, fjárfesti og eins þeirra sem lagt hafði fram tilboð í tryggingafélagið Sjóvá, að draga sig út úr kaupendahópnum, samkvæmt heimildum DV. Már mun hafa lagt fram gögn á fundinum sem sýndu fram á viðskipti Heiðars með um hálfan milljarð af aflandskrónum síðastliðið sumar en þær tók hann til landsins í gegnum eignarhaldsfélag sitt Ursus, líkt og DV greindi frá í síð- asta mánuði. Aflandskrónurnar voru notaðar til að kaupa skuldabréf sem útgefin voru af Ursus. Seðlabankinn hefur verið með það til skoðunar síð- an í sumar hvort viðskipti Heiðars Más hafi verið brot á gjaldeyrishafta- lögum Seðlabankans. Heiðar Már vildi ekki verða við þessari beiðni en tilgangur fund- arins af hans hálfu var að ganga frá sölunni. Ástæðan fyrir þeirri tregðu Seðlabankans að selja Heiðari og viðskiptafélögum hans Sjóva, en með honum að tilboðinu stóðu með- al annars Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Stefnir, eignastýringarfyrirtæki Ar- ion banka, Ársæll Valfells og systkin- in Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir sem kennd eru við út- gerðarfyrirtækið Sjóla í Hafnarfirði, var líklega sú athugun á viðskiptum Heiðars Más með aflandskrónur sem farið hafði fram í bankanum. Seðlabanki Íslands á 73 prósenta hlut í Sjóvá í gegnum eignarhalds- félag sitt, Eignasafn Seðlabanka Ís- lands, og þurfti Már að skrifa undir söluna á Sjóvá fyrir hönd bankans. Líklegt þykir að Heiðar Már hafi ætl- að að nota aflandskrónurnar til að greiða fyrir hlut sinn í Sjóvá. Efnahagsbrotadeildin gæti haft áhuga Heiðar Már og meðfjárfestar hans hafa nú gefið það út að þeir hafi hætt við kaupin á tryggingafélaginu. Í til- kynningu frá Seðlabanka Íslands á mánudaginn kom fram að ekki hafi verið mögulegt að taka afstöðu til tilboðs fjárfestahóps Heiðars Más fyrir 22. október síðastliðinn en það var fresturinn sem kaupendahóp- ur Heiðars Más hafði gefið Seðla- bankanum. Í tilkynningunni stað- festi Seðlabankinn að fundur Más og Heiðars Más hefði átt sér stað: „Áður en fresturinn rann út voru lögmaður kaupendahópsins og einn meðlima hans upplýstir um þessa niðurstöðu og ástæðu hennar á fundi í Seðla- banka Íslands.“ Í tilkynningunni kom jafnframt fram að Seðlabankinn gæti ekki greint frá því af hverju bankinn gat ekki gefið fjárfestahópi Heiðars Más svör um söluna á Sjóvá fyrir um- ræddan tímafrest. Hins vegar má nánast fullyrða að ástæðan fyrir því hafi verið viðskipti Heiðars Más með aflandskrónur. Eftir því sem DV kemst næst kom það meðal annars fram á fundinum, sem var dramatískur í meira lagi þar sem Heiðar Már ætlaði að ganga frá viðskiptunum en án árangurs, að efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra kynni að hafa áhuga á viðskipt- um Heiðars Más og Ursus. Heiðar bakkaði ekki Þrátt fyrir þennan átakafund, og það sem fór á milli Heiðars Más og seðlabankamanna, bakkaði Heiðar ekki út úr hópnum. Enda er alls óvíst að Heiðar Már hefði getað það þar sem ráðgert var að hann ætti nokk- uð stóran hlut í Sjóvá. Hugsanlegt er að brottför Heiðars Más úr fjár- festahópnum hefði því sett kaupin í uppnám hvort sem var. Ljóst er hins vegar að áframhaldandi vera Heið- ars Más í hlutahafahópnum gerði það hugsanlega að verkum að tefja ákvarðanatöku Seðlabankans vegna skoðunar bankans á aflandskrónu- viðskiptum Heiðars Más. Seðlabank- inn hefur einfaldlega ekki talið sig geta gengið að kauptilboði hóps sem Heiðar Már fór fyrir. Íslandsbanki hefur séð um sölu- ferli Sjóvár og er alls ekki ljóst hver næstu skref verða í söluferli fyrir- tækisins. Þó er ljóst að nokkur bið mun verða að því að Sjóvá verði selt til nýrra eigenda þar sem söluferli tryggingafélagsins, sem leiddi það af sér að Heiðar Már og viðskiptafélag- ar hans stóðu einir eftir, hefur tekið meira en ár. Sjóvá verður þó væntan- lega boðið út aftur með tíð og tíma. LAGT AÐ HEIÐARI AÐ HÆTTA VIÐ Á fundi með Heiðari Má Guðjónssyni í Seðlabanka Íslands í síðasta mánuði var lagt til að hann myndi draga sig út úr fjárfestahópnum sem falaðist eftir Sjóvá. Heiðari Má voru sýnd gögn um viðskipti hans með aflandskrónur. Sagt var að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra kynni að hafa áhuga á viðskiptum hans. inGi f. vilHjálMsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Efnahagsbrotadeildin nefnd Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóravarnefndánafnáfundisemHeiðar MárGuðjónssonáttimeðstjórnendumSeðlabanka Íslandsísíðastamánuði.Taliðvarhugsanlegtaðhún gætihaftáhugaáaflandskrónuviðskiptumHeiðars. nUndanþágavaríreglunumumgjaldeyrismál,semsettar voruíkjölfarefnahagshrunsins2008,semgerðierlendum fjármálafyrirtækjumheimiltaðkaupaskuldabréfíslenskra fyrirtækjameðaflandskrónumsemteknarvoruútaf reikningumsemkallastVostro.Íslenskiraðilar,semerumeð starfsemierlendis,byrjuðuhinsvegaraðnotfærasérþessa undanþáguíauknummælimeðþvíaðkaupaskuldabréf innlendrafyrirtækjameðaflandskrónum.Seðlabankinn fékkveðurafþessuoghertireglurnarumgjaldeyrismálí kjölfariðþarsemslíkviðskiptifaragegnandareglnanna. ViðskiptieignarhaldsfélagsHeiðarsMásmeðkrónurvoru afþessummeiði.Seðlabankinnhefurveriðaðskoðaþessi viðskiptiÚrsusar,ogannarraeignarhaldsfélaga,fráþvíþauáttusérstaðfyrrá árinu.MeðalþesssemörugglegaereittafaðalatriðumrannsóknarSeðlabankans eraðathugahvortaflandskrónurnarsemHeiðarMárnotaðitilaðkaupaskulda- bréfUrsushafiveriðlöglegareðaólöglegar.Löglegaraflandskrónureruþærsem keyptarvorufyrirsetningugjaldeyrishaftalagannaíkjölfarefnahagshrunsins2008 ámeðanólöglegaraflandskrónureruþærsemkeyptarvorueftirþennantíma. viðskipti með aflandskrónur Már Guðmundsson Salmonella greindist Salmonellusýking greindist ný- lega í kjúklingi frá Reykjagarði. Fyrirtækið hefur nú þegar inn- kallað afurðir merktar 002, 10, 41, 3 og 05. Þeir sem hafa keypt kjúklinga með þessari merkingu eru beðnir um að skila þeim í verslanirnar þar sem þeir voru keyptir eða til Reykjagarðs að Fosshálsi 1 í Reykjavík. Í tilkynningu frá Reykjagarði segir að salmonellusýkingin hafi fundist við reglubundið eftirlit við slátrun. Kjúklingarnir voru einnig rannsakaðir áður en þeim var slátrað en þá voru þeir ekki sýktir. Sýni úr kjúklingunum eru til greiningar hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Sýnin verða einnig send til staðfestingar á sýkladeild Landspítalans. storMur sEafood: Kínverjar kaupi Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur skilað ráðherra áliti vegna kaupa Nautilus Fisheries Ltd. á 43,75 pró- senta hlut í Stormi Seafood ehf. sem nefndin hefur haft til umfjöllun- ar. Mat nefndarinnar er að kaupin gangi ekki gegn ákvæðum laga um erlenda fjárfestingu. Í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu er vísað í að í lögum númer 34 frá 1991 komi fram að skilyrði fyrir erlendu eignarhaldi í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um séu að slíkt fyrirtæki sé und- ir íslenskum yfirráðum og beint og óbeint eignarhald erlends aðila megi vera uppsafnað allt að 49 prósent. „Einnig er skilyrði að meirihluti stjórnar fyrirtækisins sé búsettur á Íslandi svo og framkvæmdastjóri þess. Þessum skilyrðum er fullnægt varðandi hið erlenda eignarhald í Stormi Seafood ehf.,“ segir í tilkynn- ingunni en Nautilus er í eigu kín- verskra aðila. „Já, þetta er klárlega fótanuddtæki árs- ins,“ segir Hilmar Már Aðalsteinsson, rekstrarstjóri Rammagerðarinnar, um það hvort hann telji að lopapeysan verði algeng jólagjöf í ár. Rannsókn- arsetur verslunarinnar spáir fyrir hver jól hvaða vara muni verða algengust í jólapökkum landsmanna og í ár varð íslenska lopapeysan hlutskörpust. Hilmar segir að þessi árlega spá Rannsóknarseturs verslunarinnar hitti oft ágætlega í mark en hann veit ekki til þess að íslenska lopapeysan hafi áður fengið þennan titil. Hann hefur fundið fyrir mikilli aukningu í sölu lopapeysunnar eft- ir hrun og ekki síst hjá Íslendingum. Lopa peysan hafi alltaf verið mikil ferðamannavara en það hafi breyst. „Ég held að fólki líti sér nær og það er eitt af því jákvæða við hrunið,“ segir Hilmar. Til marks um hugarfarsbreyt- inguna frá hruni var jólagjöfin árið 2007 GPS-staðsetningartæki en hrun- árið 2008 var það íslensk hönnun. Mörgum getur reynst erfitt að finna hina réttu gjöf handa sínum nánustu og ætla má að spá þessi geti dregið úr þeim hausverk. Einnig geta hundaeig- endur glaðst því fjölmargar verslanir og einstaklingar hafa handprjónaðar lopapeysur á þá ferfættu til sölu. Samkvæmt spá Rannsóknarseturs verslunarinnar verður jólaverslunin svipuð að raunvirði og fyrir síðustu jól. Veltan verður fjórum prósentum meiri í krónum talið vegna verðhækkana sem orðið hafa frá síðasta ári. gunnhildur@dv.is Íslenska lopapeysan er jólagjöfin í ár: Einsogfótanuddtækið jákvæð breyting Hilmar Márbýstviðgóðrisöluá lopapeysumfyrirjólin. Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA skór í miklu úrvali í s tærðum 35 -36 www.xena.is Áður en frestur-inn rann út var lögmaður kaupenda- hópsins og einn með- lima hans upplýstir um þessa niðurstöðu og ástæðu hennar á fundi í Seðlabanka Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.