Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 17
Vinningsbjórinn tekinn úr hillum Viking Jóla
Bock, bjórinn sem varð hlutskarpastur í árlegri jólabjórsmökkun DV, var óvænt
tekinn úr hillum vínbúða ÁTVR fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR kom
upp vandamál með umbúðir á vörunni. Viðskiptavini, sem DV ræddi við, var sagt
af starfsmanni að borið hafi á því að glerið hefði molnað. Samkvæmt upplýsing-
um frá ÁTVR leiddi nánari eftirgrennslan í ljós að um tilviljun hafi verið að ræða
og að flöskurnar væru á engan hátt varasamar. Bjórnum var því raðað aftur upp
í hillu um leið og þetta lá ljóst fyrir. Bjórþyrstir neytendur geta því nálgast sigur-
bjórinn í næstu vínbúð en hann þótti bera af í bragðkönnun DV.
lopapeysan jólagjöfin í ár Rannsóknarsetur verslunarinnar
segir að neyslumynstur Íslendinga hafi breyst í þá átt að meiri hagkvæmni og ráðdeild
ríki í innkaupum heimilanna en fyrir hrun efnahagskerfisins. Þess vegna megi gera ráð
fyrir að fólk versli frekar ódýrari vörur fyrir þessi jól og að heimagerðar vörur verði al-
gengari en áður. Að þessu sinni varð íslenska lopapeysan fyrir valinu sem jólagjöf árs-
ins 2010. Rökstuðningur dómnefndarinnar er að lopapeysa sé vara sem hefur gengið í
endurnýjun lífdaga og sé í raun orðin meiri tískuvara en nokkru sinni fyrr. „Lopapeysa er
ekki aðeins algeng hversdagsflík heldur er sífellt algengara að fólk mæti í lopapeysum á
mannamótum. Lopi og lopapeysur seljast sem aldrei fyrr,“ segir í rökstuðningnum.
miðvikudagur 24. nóvember 2010 neytendur 17
Hjón sem hyggjast réttlæta jólainn-
kaupaferð til London með því að þar
sé verðlag mikið lægra en á Íslandi
þurfa að eyða meira en 900 þúsund
krónum í gjafir og annan jólavarning.
Að öðrum kosti borgar það sig fyrir
þau að gera jólainnkaupin á Íslandi.
DV reiknaði út verðlag í Kaupmanna-
höfn og London miðað við núver-
andi gengi krónunnar. Einstaklingur
þyrfti að eyða 450 þúsund krónum til
að ferðin beinlínis borgaði sig.
Enginn verðmunur
Algengt er að Íslendingar fari í helg-
arferðir til London eða Kaupmanna-
hafnar í aðdraganda jólanna – til að
kaupa jólagjafir og annan varning
fyrir jólin. DV kannaði hvað flugfar
til þessara borga og til baka kostar, ef
farið er um eða fyrir miðjan desem-
ber. Nánast enginn verðmunur er
milli flugfélaga á flugfari til Kaup-
mannahafnar og London – ef ódýr-
asti kostur er valinn. Ferð fyrir tvo til
og frá Kaupmannahöfn kostar yfir-
leitt 75 til 80 þúsund krónur með
Iceland Express og Icelandair. Þetta
miðast við að ferðast sé dagana 10.–
14. desember. Heldur meira kostar
að fljúga til og frá London, eða rétt
um eða yfir 80 þúsund krónur. Aftur
er nánast enginn verðmunur á milli
flugfélaga ef ódýrasti kostur er val-
inn.
Bara miðað við flugfarið
DV gefur sér þær forsendur að sá
sem ferðast til þessara borga eigi
ættingja eða vini til að gista hjá – þó
vitanlega séu ekki allir ferðalangar í
þeirri stöðu. Kostnaðurinn við flug-
ið sé einu útgjöldin sem leggja þarf
út aukalega; maturinn sé álíka dýr
og á Íslandi og að ferðir innan borg-
anna kosti ekki meira en ferðir á Ís-
landi.
DV studdist við gögn frá Hag-
stofu Íslands sem sýna verðlag á
milli landa. Eftir að tekið hefur ver-
ið tillit til gengis krónunnar gagnvart
dönsku krónunni og breska pundinu
kemur í ljós að Danmörk er dýrari
en Ísland en Bretland er aftur heldur
ódýrara. Þetta miðast við flokkana
„föt og skór“, „húsgögn og heimil-
isbúnaður“ og svo „aðrar vörur og
þjónusta“. Þessir flokkar eru vald-
ir vegna þess að líklegt er að flestar
jólagjafir falli undir þá.
11 prósentum ódýrara í London
Sá sem eyðir 10.000 krónum á Íslandi
sparar sér 890 krónur ef hann kaupir
sömu vöru í Bretlandi. Þar er verðlag-
ið 11 prósentum lægra en á Íslandi
en ekki eru til tölur yfir London eða
Reykjavík sérstaklega. Til þess að það
borgi sig fjárhagslega að gera inn-
kaup í London fyrir jólin – það er að
segja að 80 þúsund króna kostnaður
við flugið borgi sig upp – þurfa hjónin
að kaupa vörur fyrir um 900 þúsund
krónur. Þess má til gamans geta að
Rannsóknarsetur verslunarinnar við
Háskólann á Bifröst spáir því að hver
Íslendingur verji að meðaltali 39.500
krónum til innkaupa sem rekja megi
til jólahalds fyrir þessi jól.
Þeir sem hafa hugsað sér gott til
glóðarinnar að ferðast til Danmerk-
ur fyrir jólin ættu ekki að gera það
fjárhagsins vegna. Föt, skór, hús-
gögn og heimilisbúnaður er nefni-
lega nokkuð dýrari í Danmörku en
á Íslandi. Sá sem eyðir 10.000 krón-
um á Íslandi þarf að leggja út 13.443
krónur ef hann kaupir sömu vörur
í Danmörku. Tiltölulega lágt gengi
krónunnar gerir þetta að verkum.
Að lokum má benda á að vitan-
lega má ætla að þeir sem fara í inn-
kaupaferðir til útlanda fyrir jólin
hafi ánægju af því að veita sér slíkan
munað. Erfitt er að meta slíkan mun-
að til fjár.
Ferð fyrir tvo til og frá Kaup-
mannahöfn kostar yf-
irleitt 75 til 80 þúsund
krónur með Iceland Ex-
press og Icelandair.
Þyrftu að eyða
900 Þúsundum
Þó að verðlag á jólagjöfum í Bretlandi sé 11 prósentum lægra en á Íslandi lætur nærri
að hjón þyrftu að eyða milljón krónum til að vinna upp flugfargjöldin. Það borgar sig
ekki að fara í verslunarferð til Danmerkur.
BaLdur guðmundsson
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Tóm gleði? Afar hæpið er að fólk geti
sparað með því að skreppa í helgarferð
til London til að gera „ódýr“ innkaup.
mynd PhoTos.com
að frumur líkamans starfi rétt. Nýr-
un nota hárfína blöndu af kalíum og
sódíum (matarsóda) til að sía vökva
úr blóðfrumunum. Saltneysla eykur
magn sódíum og riðlar jafnvæginu á
milli þessara efna að því er fram kem-
ur á vef bresku blóðþrýstingssam-
takanna. „Með því að borða meira af
ávöxtum og grænmeti færðu meira
kalíum í líkamann og það hjálpar
nýr unum að ná jafnvæginu upp aft-
ur. Við það lækkar blóðþrýstingur-
inn og heilsan batnar,“ segir þar. Þó
er fólki bent á að fara ekki offari og
að forðast fæðubótarefni. „Hæfilegt
magn af ávöxtum eða grænmeti eru
fimm hnefastórir skammtar á dag.
Það mun ekki bara lækka blóðþrýst-
inginn heldur getur einnig komið í
veg fyrir krabbamein, ristilvanda-
mál og jafnvel hjartaáföll,“ segir enn
fremur. Bent er á að bananar, sætar
kartöflur, tómatsósa, ávaxtasafar,
túnfiskur, kartöflur, fitusnauð mjólk
og jógúrt séu á meðal þeirra afurða
sem séu ríkar af sódíum.
sannleikurinn
um saltið
Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB,
segir að gagnrýni félagsins á tilhæfu-
lausar eldsneytishækkanir í síðustu
viku hafi gert það að verkum að olíu-
félögin lækkuðu verðið aftur um þær
tvær krónur sem hækkunin nam. FÍB
hafði gagnrýnt hækkanirnar og sagt að
þær væru algerlega úr takti við þróun
á heimsmarkaðsverði á eldsneyti og
gengi dollars gagnvart krónunni. „Sú
gagnrýni sem félögin með réttu fengu
á sig fyrir þessar tilefnislausu hækk-
anir hefur greinilega náð eyrum ráða-
manna félaganna því þau hófu eitt af
öðru að draga hækkanirnar til baka
upp úr kl. 15.00 í dag,“ sagði á heima-
síðu FÍB á föstudaginn. Fram kemur
að Orkan hafi riðið á vaðið og lækkað
verðið hjá sér niður í 198,30 krónur.
Rifja má upp að í kjölfar hækk-
unarinnar ræddi DV við Hermann
Guðmundsson, forstjóra N1. Hann
vísaði því á bug að hækkunin væri
tilefnislaus. Hann sagði að þó hráol-
íuverð lækkaði einn daginn þá kæmi
sú lækkun ekki strax fram í verði á því
fullunna bensíni og dísilolíu sem N1
keypti af olíuhreinsistöðvum. Verð-
lagið fylgdist að til lengri tíma en ekki
frá degi til dags.
Hann spáði því enn fremur að
bensínið myndi kosta meira en 200
krónur á komandi misserum. „Ef ég
ætti að leggja pening undir þá myndi
ég veðja á hækkanir. Til lengri tíma
miklar hækkanir en til skemmri tíma
minni,“ sagði hann en hann vonaðist
þó til að heimsmarkaðsverðin héld-
ust í jafnvægi fram eftir vetri. Hann
benti á að ríkisstjórnin ætlaði enn
að auka álögur á eldsneyti um ára-
mótin. „Ég minni á að hlutur ríkis-
sjóðs í útsöluverðinu er 52 prósent,
38 prósent fara til þeirra olíuhreinsi-
stöðva sem við verslum við og 10 til
11 prósentur eru okkar hlutur af út-
söluverðinu,“ sagði hann. Bensín- og
dísilverðið hjá N1 lækkaði á fimmtu-
daginn niður í 196,8 krónur á lítra.
baldur@dv.is
FÍB segir gagnrýni á verðhækkanir hafa virkað:
hækkanir dregnar til baka
Lækkuðu verðið FÍB segir hækkanirnar hafa verið tilefnislausar.