Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 24. nóvember 2010 miðvikudagur Rekstrarfélag Dominos fékk milljarð króna lánaðan út á viðskiptavild félagsins árið 2005. Lánið, sem var upphaf- lega fengið hjá Straumi en var endurfjármagnað af Landsbankanum, stendur eftir í dag og er komið upp í um tvo milljarða. Viðskiptavildin var tilkomin út af ætlaðri útrás til Norðurlandanna sem lítið varð úr. Landsbankinn hefur enn ekki formlega tekið yfir Dominos vegna samninga við móðurfyrirtæki Dominos í Bandaríkjunum. Móðurfélag Dominos á Íslandi, Pizza- Pizza, sem þá hét Futura ehf., fékk lánaðan tæpan einn milljarð króna frá Straumi-Burðarási út á aukna við- skiptavild árið 2005. Viðskiptavild fyr- irtækisins nam þá nærri 1,3 milljörð- um króna en hafði numið 0 krónum árið áður. Skuldir félagsins við lána- stofnanir numu nærri milljarði króna en höfðu numið rúmlega 74 millj- ónum árið áður. Heildarskuldirnar hækkuðu um rúman milljarð á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2005. Líkt og DV greindi frá á mánu- daginn er þessi skuld Pizza-Pizza nú komin upp í nærri tvo milljarða króna eftir endurfjármögnun í Landsbank- anum og breytingu úr íslenskum krónum yfir í erlenda mynt. 800 millj- óna króna viðskiptavild félagsins var sömuleiðis færð niður í 0 krónur í árs- reikningi ársins 2009. Viðskiptavild félagsins er því ekki metin á neitt í dag en eftir sitja skuld- irnar upp á nærri tvo milljarða sem líklega þarf að afskrifa að mestu. Viðskiptavild vegna Skandinavíu-markaðar Í ársreikningi Pizza-Pizza frá árinu 2005 kemur fram að fyrirtækið Trað- arkot ehf., sem var skráð í höfuðstöðv- um Baugs á Túngötu 6, hafi runnið inn í félagið árið 2005. Það félag var í eigu Baugs, Birgis Þór Bieltvedt, stofn- anda og eiganda Dominos á Íslandi, og Magnúsar Kristinssonar, útgerð- armanns í Vestmannaeyjum. En með viðskiptunum urðu Baugur og Magn- ús hluthafar í Dominos á Íslandi. Við þessa færslu Traðarkots inn í félagið urðu 90 prósent hlutafjár í danska félaginu The Scandinavian Pizza Company að eign Pizza- Pizza. Birgir Þór Bieltvedt hafði verið forvígismaður þess félags. The Scandi navian Pizza Company átti og rak Dominos í Danmörku. Við færsl- una á Traðarkoti in í Pizza-Pizza yf- irtók síðarnefnda félagið skuldir þess fyrrnefnda. Viðskiptavild og skuldir Pizza-Pizza voru upphaflega inni í Traðarkoti og færðust þaðan yfir í rekstrarfélag Dominos. Í ársreikn- ingnum segir um þetta: „Traðarkot ehf. var eigandi alls hlutafjár Futura ehf. frá 9. júní 2005 og yfirtók Futura ehf. við samrunann langtímaskuld- ir sem tengdust þeirri fjárfestingu.“ Einnig segir í ársreikningnum: „Við- skiptavildin myndast upphaflega við kaup Traðarkots ehf. á dótturfélög- um og vegna kaupa á verslun í Dan- mörku.“ Birgir ræddi um aðdraganda þessara viðskipta í viðtali við Við- skiptablaðið sumarið 2005: „Ég er ekki búinn að selja neitt en er búinn að fá með mér inn í þetta nýja hlut- hafa,“ en á þessum tíma var Dominos með um 60 prósenta markaðshlut- deild á Íslandi. Eignastaðan svipuð og skulda- staðan Viðskiptavildin var því tilkomin út af því að The Scandinavian Pizza Company ætlaði sér að opna fleiri pítsustaði á miklu stærra mark- aðssvæði en Íslandi. Traðarkot var brottfellt úr fyrirtækjaskrá skömmu eftir þessa færslu á eignum þess og skuldum inn í Pizza-Pizza. Traðarkot skilaði aldrei ársreikningi áður en fé- laginu var slitið. Viðskiptavildin var svo bókfærð sem eign í ársreikningnum sem gerði það að verkum að skulda- og eigna- staða félagsins var nokkurn veginn sú sama þetta árið. Þess skal þó getið að hvorki eigna- né skuldahliðin snerti starfsemi Dominos að neinu leyti á þessum tíma en rekstrarhagnaður fé- lagsins nam 135 milljónum þetta ár og tap var á rekstrinum upp á 15 millj- ónir. Skuldbindingarnar vegna láns- ins frá Straumi voru því miklu meiri en rekstrarfélagið á Íslandi hefði nokkru sinni getað staðið undir. Sókn íslenska félagsins á hinum Norður- löndunum gekk svo ekki eftir eins og ráðgert var. Pizza-Pizza seldi tæplega 90 pró- senta eignarhlut sinn í The Scandi- navian Pizza Company á fyrri hluta árs 2007 aftur til Birgis Þórs með 70 milljóna króna tapi, samkvæmt árs- reikningi ársins 2006. Fyrirtækið sem hafði gert Pizza-Pizza kleift að keyra upp viðskiptavild sína og fá lánað út á hana hjá Straumi var þar með komið út úr félaginu. Lánið varð eftir Ekkert í ársreikningnum bendir til að fjármunirnir frá Straumi sem voru inni í Traðarkoti hafi runnið með við- skiptavildinni og skuldunum inn í Pizza-Pizza með samrunanum árið 2006. Skuldin fór hins vegar með og stendur nú eftir inni í rekstrarfélagi Dominos. Hún verður afskrifuð án nokkurs vafa. Enn liggur ekkert fyr- ir um í hvað peningarnir frá Straumi voru notaðir en núverandi stjórnar- formaður Pizza-Pizza, Úlfar Stein- dórsson, segir fjármunina ekki hafa verið notaða í rekstur Dominos hér á landi. Birgir Bieltvedt er einn núverandi eigenda olíufélagsins Skeljungs. Fyrr á árinu var jafnframt greint frá því að hann væri að opna Dominos-staði í Þýskalandi. Út frá því sem vitað er um umrædda skuldsetningu á rekstrar- félagi Dominos virðist afar líklegt að fjármagnið frá Straumi hafi verið not- að í aðrar fjárfestingar. Einkennileg staða Staða Dominos á Íslandi er nokkuð sérstök um þessar mundir. Móðurfé- lagið er mjög skuldsett og Landsbank- inn á veð í eignum félagsins. Dominos á Íslandi er hins vegar ekki eins mik- ils virði ef móðurfyrirtækið Dominos International í Bandaríkjunum mun rifta samningum við íslenska rekstr- arfélagið í kjölfar yfirtöku bankans á fyrirtækinu. Dominos International vill hafa puttana í því hver það verður sem fær að eignast og reka Dominos hér á landi. Fyrirtækið hefur því það tromp á hendi að geta rift samning- um við Pizza-Pizza ef svo ber undir. Þá stendur ekkert eftir inni í félaginu annað en eignir eins og fasteignir og tæki og tól sem eru í eigu rekstrarfé- lagsins hér á Íslandi. Landsbankinn væri því að selja rekstrareiningu sem væri hentug til pítusrekstrar ef Dom- inos International rifti samningum við íslenska félagið en ekki Dominos á Íslandi. Afleiðingin af þessari stöðu er sú að Landsbankinn á í nokkrum erfið- leikum með að selja félagið vegna þess að bankinn þarf að hafa Dom- inos International með í ráðum þegar félagið hér heima verður selt. Á sama tíma er alls ekkert víst að Dominos International kæri sig um að eignar- haldið á Dominos á Íslandi breyt- ist því nú er það ríkisbanki á Íslandi, Landsbankinn, sem í raun ábyrgist greiðslur til fyrirtækisins í Bandaríkj- unum fyrir leyfinu á Dominos-vöru- merkinu. Því má búast við því að umræðum um eignarhaldið á Dom- inos á Íslandi sé hvergi nærri lokið. Í millitíðinni er núverandi stjórnarfor- maður Pizza-Pizza skráður eigandi félagsins en heimildir DV herma að hann sé jafnframt einn af þeim sem vilji tryggja sér það í framtíðinni með samningum við Dominos í Bandaríkj- unum. FÉKK MILLJARÐ LÁNAÐAN ÚT Á VIÐSKIPTAVILDINA ingi f. ViLhjáLmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Traðarkot ehf. var eigandi alls hluta- fjár Futura ehf. frá 9. júní 2005 og yfirtók Futura ehf. við samrunann lang- tímaskuldir sem tengd- ust þeirri fjárfestingu. „ÁKaupmannahafnarflugvellihefur BjörgólfurThorhnepptniðurskyrtunni, heldurábindinuíhendinniogræðirvið BirgiÞórBieltvedtvinsinnogviðskiptafé- laga.Einaástæðanfyrirþvíaðhannheldur ekkiásímanumersúaðsíminnvarðeftirí Kaupmannahöfnogeráleiðinnimeðbíl. SvovísarBjörgólfurThorframvegabréfi íbrúnuleðri,semtelstvarlaóvenjulegt þegarhafteríhugaaðfólklæturgjarnan bindainnþærbækursemþaðflettiroftast.“ Úr viðtali við Morgunblaðið 2006: Erfið staða StaðaDominosáÍslandier nokkuðerfiðídagenviðskiptabankiveit- ingastaðarins,Landsbankinn,geturekkitekið félagiðogseltþaðhæstbjóðandavegnaþess aðþágætusamningarviðmóðurfyrirtækið DominosInternationalkomistíuppnám. Einkennileg viðskipti Viðskiptiníkring- umDominosáÍslandisíðastliðinfimmár erunokkuðeinkennileg.Svovirðistsem byrjaðhafiaðsígaáógæfuhliðinaárið 2005þegarskuldirrekstrarfélagsDominos jukustummilljarð.BirgirÞórBieltvedtvar einieigandiDominosfyrirþettaogseldi sigendanlegaútúrfélaginuárið2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.