Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 20
Það er einhver sérkenni-leg árátta embættismanna að reyna að hafa vit fyrir góðum stjórnmálamönn-
um sem hafa marga fjöruna sopið í
öllum kjördæmum. Hver kaus eig-
inlega þessa freku embættismenn?
Hvað eru þeir að vilja upp á dekk?
Svarthöfði hefur alltaf litið svo á að
embættismenn eigi að hlýða því
sem ráðherrar og aðrir kjörnir yf-
irmenn þeirra segja. Þess vegna er
líka sjálfsagt að gera vel við þá emb-
ættismenn sem hlýða og reynast
ljúfir í taumi ráðherra. Slíka menn á
hiklaust að hefja til æðstu metorða
innan stjórnkerfisins. Það segir sig
sjálft að það er ekki hægt að stjórna
landinu með nöldrandi embættis-
menn allt í kringum sig. Það er óhætt
að láta frekjurnar finna til tevatnsins
af og til, sýna þeim hver ræður. Geri
menn þetta rétt verður stjórnkerfið
eins og smurð vél í höndum þeirra.
Einhverjir nöldurseggir hafa hins vegar sagt að stjórnmálamenn og stjórnmálaflokk-
arnir hafi með þessu
móti tekið stjórnkerf-
ið herfangi og noti
stöðuveitingar og
stöðuhækkanir til
þess að útdeila al-
mannafé til flokks-
hesta og annarra
leiðitamra taglhnýt-
inga. Fyrir Svart-
höfða er þetta eins og
hver önnur móð-
gandi aðdróttun.
Hvernig telja menn
að ástatt væri í þjóðfé-
laginu hefði til dæmis
Davíð Oddsson, mesti
leiðtogi þjóðarinnar á
síðari tímum, ekki agað
stjórnkerfið með þessum
hætti? Svarthöfði tekur
undir það með herr dokt-
or Hannesi Hólmsteini
að engu hafi munað að
Davíð kæmi einnig bönd-
um á fjandans útrásar-
víkingana sem drógu
þjóðfélagsbyggingu
hans niður í svaðið með
bankahruni.
Svarthöfði hefur kynnst mörgum héraðshöfð-ingjum
sem fórnað hafa
sér fyrir fólk sitt
á þingi. Einkenni þeirra flestra er að
vilja láta gott af sér leiða heima í hér-
aði. En til þess þurfa þeir stuðning
og hann fá menn ekki nema eitthvað
komi fyrir. „Glík skulu gjöld gjöfum,“
eins og segir í Hávamálum.
Gömlu fyrirgreiðslustjórn-málin voru gagnsæ og óspillt. Það er þyngra en tárum taki að horfa á eftir
þeim inn í svartnætti gleymskunnar.
Svarthöfði minnist enn frambjóð-
anda austur á landi á síðustu öld sem
kunni siðaboð
Hávamála.
Skömmu
fyrir kosn-
ingar fór
hann á
milli hús-
mæðra í sjávarplássi eystra og lofaði
þeim saumavélum ef þær kysu sig á
þing. Vitanlega studdu húsmæðurn-
ar frambjóðanda sem lofaði ókeypis
saumavélum.
Því miður eru þessir góðu og gegnsæju fyrirgreiðslu-stjórnmál að líða undir lok. Því lyftist brúnin ögn
á Svarthöfða þegar hann heyrði að
Halldór Blöndal, Steingrímur og
aðrir héraðshöfðingar í Norðaust-
urkjördæmi hefðu komið smæl-
ingjum í héraði til hjálpar rétt eins
og héraðshöfðingar á þjóðveldisöld
sem komu ómögum fyrir á sveitinni.
Ein- hver embættismaður að
sunnan hafði veifaði
samningum og reglum
og vildi leggja niður með-
ferðarheimili í héraði nánast
bótalaust. Var þetta nú ekki
of mikið þegar búið var að
hafa allan kvótann af smæl-
ingjunum í landshlutanum,
rústa sjúkrahúsinu á Húsavík,
stöðva Vaðlaheiðargöng í tví-
gang og setja álver nyrðra
á ís?
Þ
að er
aðeins
eitt
sem hef-
ur staðið
svolítið í
Svarthöfða.
Sem sé það, að Blönd-
ælir þessa lands, og
nú Steingrímur, hafa
til skamms tíma
samið lögin á þingi
sem embættismönn-
um og allri þjóðinni er
ætlað að fylgja.
Svarthöfða finnst því upplagt að láta þessa
góðu stjórnmála-
menn standa ögn
ofar lögunum og
að þeir fái tækifæri
til að framfylgja
réttlætinu þegar
bókstafstrúaðir
embættismenn
ríða um héruð og
veifa samningum
og reglum.
HéraðsHöfðingjar „Fyrir mér var
þetta bara eins og
að hitta Ólaf Ragnar
eða forseta BYKO eða
eitthvað.“
n Grínistinn Steindi Jr. hitti forseta UFC, stærsta
bardagaíþróttasambands heims, ásamt félögum
sínum, Bent og Dóra DNA. - DV
„Það er alltaf glatað
að tapa.“
n Sigurður Ingimundarson,
þjálfari Njarðvíkur, þurfti að horfa
upp á sína menn tapa enn einum
leiknum í Iceland Express-deildinni, í þetta skiptið
gegn erkifjendunum í Keflavík - Fréttablaðið
„Gætirðu flýtt þér?
Leikurinn byrjar
eftir 5 mínútur.“
n Hlín Einars, kennir karlmönnum
hvað þeir mega ekki segja í rúminu í pistli sínum á
Pressunni. - Pressan
„Eftir að hafa
borðað sjö gúmmí-
typpi frá Bretlandi
leið sykurkastið hjá
og ég skammaðist mín
hryllilega.“
n Fjölmiðlakonunni Tobbu Marinós langaði mikið í
nammi og það eina sem hún átti heima hjá sér voru
gúmmítyppi. - Bloggsíða Tobbu
„Þetta er bara ekki rétt.“
n Björn I. Stefánsson, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Krossins, um frétt Pressunnar þar sem segir að
Gunnar í Krossinum hafi brotið á konum í
söfnuðinum. - DV.is
Hagsmunir Marinós
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, til-kynnti á Facebook-síðu sinni á mánu-dag að hún hefði sagt upp áskrift sinni að DV í mótmælaskyni við að blað-
ið birti upplýsingar. Birgitta Jónsdóttir, þing-
maður Hreyfingarinnar og fyrrverandi tals-
maður Wikileaks, fullyrti á sama stað að hún
hefði sagt upp blaðinu ef hún hefði verið áskrif-
andi. Ástæðan var að DV birti upplýsingar sem
blaðið hafði undir höndum um skuldastöðu
Marinós G. Njálssonar, opinbers talsmanns
fyrir lækkun húsnæðisskulda.
Fólk hefur mismunandi skoðanir á því
hvort það skipti máli að baráttumaður fyr-
ir niðurfærslu skulda sé svo langt frá hinum
venjulega skuldara að skuldir hans hafi farið
upp í 150 milljónir, fyrir tvær fasteignir upp á
samtals 600 fermetra. Í umfjöllun DV var ekki
lagt mat á það, heldur voru birtar upplýsing-
ar. Barátta Lilju, Birgittu og Marinós gegn fjöl-
miðlinum snýst hins vegar um að koma í veg
fyrir að fólk geti fengið upplýsingarnar sem
slíkar og þar með svipta það möguleikanum á
að mynda sér skoðun.
Með því að fólk viti skuldastöðu baráttu-
mannsins fyrir afskriftum húsnæðisskulda
hefur fólk viðbættar upplýsingar sem hjálpa
því að skilja hagsmunina sem eru að veði.
Hagsmunirnir eru ekki aðeins almennir. Í
tilfelli Marinós hefur hann ekki aðeins hags-
muni af því að hagkerfið gangi upp, heldur
einnig ríka einkahagsmuni af þessari baráttu.
Fréttin um Marinó hafði upplýsingagildi fyr-
ir marga. Auk þess felast almannahagsmunir
í gagnsæi og upplýstri umræðu. Marinó telur
einkahagsmuna sinna gætt með því að koma
í veg fyrir að almenningur viti um skuldastöð-
una sem hann berst fyrir að leiðrétta.
Vandamálið á Íslandi hefur ekki verið að
fjölmiðlar gefi of miklar upplýsingar. Það
verður ekki vandamál í bráð. Þægilegast hefði
verið fyrir DV og starfsmenn blaðsins að birta
ekki upplýsingarnar undir hótunum Marin-
ós og fyrirsjáanlegu áhlaupi frá þeim sem eru
honum tengdir. Hins vegar hefði DV um leið
tekið þá ákvörðun fyrir hönd almennings að
fólk ætti ekki rétt á að meta þessar viðbættu
upplýsingar. Lilja Mósesdóttir og Birgitta Jóns-
dóttir eru hins vegar tilbúnar að beita afli gegn
fjölmiðlunum til þess að halda upplýsingun-
um um skoðanabróður þeirra leyndum.
Hlutverk DV er að veita upplýsingar, en
ekki að grafa þær. Fjölmiðlar hafa verið harð-
lega gagnrýndir fyrir að sitja á upplýsingum.
Svo virðist sem krafa rísandi valdastéttar um
harða fréttamennsku og upplýsingar gildi
hins vegar aðeins um suma. Þegar mál útrás-
arvíkinganna verður gert upp að fullu sitjum
við eftir með endurnýjaða kröfu um þöggun í
samfélaginu. Og nýi valdahópurinn er jafn til-
búinn og sá gamli til að refsa fjölmiðlum fyrir
að segja fréttir af skoðanabræðrum þeirra.
Svona byrjar þetta. Fyrst má ekki segja
frétt af skuldum vinsæls baráttumanns fyr-
ir skuldaniðurfærslu. Næst má ekki fjalla um
fjármál vinsælla athafnamanna í samfélag-
inu.
Undir leiðsögn Lilju, Birgittu, Marinós og
skoðanasystkina þeirra stefnum við hraðbyri í
sama sjúka samfélagið og var árið 2007, þegar
hinir þóknanlegu voru undanþegnir grund-
vallaratriðum lýðræðissamfélaga.
jón TrausTi reynisson riTsTjóri skrifar. Vandamálið á Íslandi hefur ekki verið að fjölmiðlar gefi of miklar upplýsingar.
leiðari
svarthöfði
20 umræða 24. nóvember 2010 miðvikudaGur
Messufall
bláManna
n Svo virðist sem hinn almenni
sjálfstæðismaður á hinu helbláa
Seltjarnarnesi sé í fýlu út í flokkinn.
Þann 11. nóvem-
ber boðuðu al-
þingismennirnir
Jón Gunnarsson,
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
og Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
til fundar. Venj-
an er sú að 40 til
60 manns mæti á slíka fundi En í
þetta sinn kvað við nýjan tón. Hermt
er að einungis hafi 6 manns mætt á
fundinn. Einhverjir skýra messu-
fallið sem svo að Þorgerður sé ekki
mjög vinsæl hjá blámönnunum á
Nesinu.
skuldir
opinberaðar
n Umræðan um skuldir Marinós
Njálssonar þykir um margt merki-
leg. Á föstudag lýsti Steingrímur
Sævarr Ólafs-
son, ritstjóri
Pressunnar, því
að eðlilegt væri
að kalla eftir
slíkum upplýs-
ingum frá þeim
sem standa í eld-
línunni. Pressan
fór síðan mik-
inn þegar DV birti upplýsingarnar
og gerði hótun Marinós um kæru
til siðanefndar að útgangspunkti
fréttar. Glittir þar í fingraför Björns
Inga Hrafnssonar útgefanda sem
burðast með himinháar skuldir.
kennitöluhopp í WC
n Óljóst er hvort Björn Leifsson,
kenndur við World Class, kemst upp
með að færa til sín eignir fyrir slikk
og skilja síðan
móðurfélagið,
Þrek, eftir í gjald-
þroti. Skiptastjóri
Þreks fullyrð-
ir að eignir sem
Björn keypti í
kennitöluhopp-
inu á 25 milljónir
væru 500 millj-
óna króna virði. Gárungarnir leggja
til að búið verði til nýtt æfingapró-
gramm sem mætti heita kennitölu-
hopp. Ekki þykir ólíklegt að Björn,
sem er einstaklega gamansamur í
erfiðleikum sínum, taki þá á orðinu.
Mogga
vantar pening
n Fullyrt er að enn einu sinni standi
nú yfir leit að peningum til að halda
áfram útgáfu Morgunblaðsins sem
glímir við gríð-
arlegt tap. Hermt
er að Gunn-
laugur Sævar
Gunnlaugsson,
fjárhaldsmað-
ur Guðbjargar
Matthíasdóttur
athafnakonu í
Vestmannaeyj-
um, gangi með betlistaf á fund út-
gerðarmanna. Sagan segir að undir-
tektir séu einstaklega dræmar. Þykir
mörgum sem nóg sé komið af til-
gangslausum peningaaustri í hítina.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
umSjón helgarblaðS:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
umSjón innblaðS:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
bókstaflega
„Já, ég er hreinn í framan og þvæ mér
reglulega. Það er enginn skítur og
enginn farði, bara blóð, sviti og tár,“ seg-
ir MöRðuR ÁRNaSoN, þingmaður
Samfylkingarinnar. Hann steig í
ræðustól alþingis í gær og hvatti
þingmenn til að læra heima, hugsa sig
um og þvo sér í framan
áður en þeir kæmu í
ræðustól. Hann er
ósáttur við að
þrátt fyrir hrun á
trausti til alþingis
haldi þingmenn
áfram að tala úr
skjóli hinnar meintu
samtryggingar.
erT þú Hreinn
í framan?
spurningin
SaMSett MyNd