Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 24
Stórleikur fyrir norðan Annar þriðj-
ungur N1-deildarinnar í handbolta hefst í kvöld, miðvikudag,
með leik Hauka og Vals að Ásvöllum en leikurinn hefst klukkan
19.30. Á morgun, fimmtudag, klárast svo áttunda umferðin með
þremur leikjum en stórleikur umferðarinnar er viðureign Akur-
eyrar og HK í Höllinni. Akureyri er taplaust og HK hefur aðeins
tapað einum leik, einmitt fyrir Akureyri. Sá leikur hefst klukkan
19.00 en hálftíma síðar hefjast viðureignir Selfoss og Fram á Sel-
fossi og Aftureldingar og FH að Varmá.
ingi og Hrafn Stýra Stjörnu-
liðunum Stjörnuleikur KKÍ fer fram þann 11. desember en
þar sem áttundu umferðinni er lokið í Iceland Express-deildinni í
körfubolta er ljóst hvaða þjálfarar stýra stjörnuliðunum í ár. Ingi
Þór Steinþórsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Snæfells, stýrir
landsbyggðarliðinu og þar sem KR er efst allra liða af Stór-Reykja-
víkursvæðinu mun Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, stýra því liði.
Ingi Þór hefur þrisvar sinnum áður stýrt stjörnuliði en Hrafn Kristj-
ánsson mun upplifa það í fyrsta skipti þann 11. desember.
molar
Ronaldo hinn
nýi til aRsenal
n Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal
hefur gengið frá samningum við
sautján ára Japana, Ryo Miyachi,
undrabarn sem
sagður er hinn
nýi Cristiano
Ronaldo. Félaga-
skiptin ganga í
gegn í desember
og mun hann
í framhaldinu
flytjast til Lund-
úna fái hann
atvinnuleyfi. „Það er mikilvægt fyrir
okkur að hafa asískan leikmann í
leikmannahópnum,“ segir Arsene
Wenger, stjóri liðsins. Frakkinn
snjalli sá Miyachi í japönsku deild-
inni í sumar og heillaðist svo mikið
af honum að hann bauð Japananum
fimm ára samning.
ekki að eilífu
hjá Red Bull
n Heimsmeistaralið Red Bull í
Formúlu 1 stefnir á að halda heims-
meistaranum sínum, Sebastian
Vettel, hjá liðinu í að minnsta kosti
þrjú til fjögur ár.
Red Bull er þó
alveg tilbúið að
rifta samningn-
um við hann
geti liðið ekki
á einhverjum
tímapunkti
smíðað sam-
keppnishæfan
bíl. „Við skulum hafa það alveg á
hreinu að við erum ekki að fara
að gera neinn tíu ára samning við
Sebastian. Við getum einfaldlega
ekki lofað samkeppnishæfum bíl í
svo langan tíma. Við gerum við hann
þriggja til fjögurra ára samning aftur
á móti því við viljum halda honum
um sinn,“ segir Christian Horner,
liðstjóri Red Bull.
City veRðuR að sækja
n Mark Hughes, knattspyrnustjóri
Fulham, segir að Manchester City
sem hann stýrði áður geti alveg orðið
enskur meistari
en City valtaði
yfir Fulham á
sunnudaginn,
4–1. „Ef leik-
mennirnir hafa
trú á verkefninu
og liðið sækir
oftar og meira sé
ég ekkert því til
fyrirstöðu að Manchester City geti
barist um titilinn. Það á alveg jafn-
góðan möguleika og hvað annað lið
en það verður samt að þora að sækja
meira á heimavelli,“ segir Mark
Hughes sem aðeins fyrir nokkrum
dögum sagði að Manchester City
væri betra lið í dag hefði hann ekki
verið látinn fara.
oosthuizen á
PGa-mótaRöðina
n Suður-Afríkumaðurinn Louis
Oosthuizen, sem vann óvænt opna
breska meistaramótið í golfi í sumar,
mun keppa á
bandarísku
PGA-mótaröð-
inni árið 2011.
Það sama mun
landi hans, Charl
Schwartzel,
gera. Oosthuizen
er í 23. sæti á
heimslistanum
en hann tók risastökk í sumar þegar
hann landaði stærsta titli íþróttar-
innar á fæðingarstað hennar, St.
Andrews, í sumar. Síðan þá hefur
Oosthuizen átt við ökklameiðsl að
stríða og hefur ekki getað beitt sér að
fullu. Síðustu sjö mánuði hefur hann
aðeins unnið eitt mót.
24 Sport umSjóN: tóMAS þóR þóRðARSOn tomas@dv.is 24. nóvember 2010 miðvikudagur
Mike Gascoygne, tæknistjóri Lotus
Racing í Formúlu 1, finnst afskap-
lega sérkennilegt að Group Lotus-
hópurinn vilji ekki gefa liðinu gamla
og goðsagnakennda nafnið, Team
Lotus. Svo gæti farið að Lotus Racing
þurfi að gefa eftir nafn sitt á næsta ári
og heita eitthvað annað, en Group
Lotus, sem er í eigu Gérard Lopez,
íhugar nú að mæta til leiks á næsta
ári með sitt eigið Lotus-lið sem
myndi þá bera upprunalega nafnið.
Lotus er fornfrægt merki í For-
múlunni en á árum áður var liðið al-
gjörlega óstöðvandi. Það snéri aftur í
Formúluna í ár og þótt það hafi ekki
innbyrt nein stig kláraði það flestar
keppnir allra nýliðanna þriggja og
þótti standa sig mjög vel. Samningar
hafa náðst við Renault um að fá vél-
ar og gírkassa frá liðinu fyrir næsta
keppnistímabil þannig að Lotus Rac-
ing gæti komið mun sterkara til leiks
að ári.
„Við skiljum ekki hvers vegna
Group Lotus vill ekki styrkja okkur.
Okkur finnst við hafa unnið vel fyrir
Lotus-merkið. Alla vega hafa hluta-
bréfaeigendur fjárfest fyrir sam-
tals 80 milljónir punda í liðið og í
uppbyggingu þess. Það væri algjör
skömm fyrir alla í Norfolk að missa
liðið því Lotus er Norfolk-lið. Við
gerðum flotta hluti í ár og vorum
Lotus til sóma. Við einfaldlega skilj-
um ekki hvers vegna Group Lotus vill
ekki styðja okkur í þessu. En þetta er
ekki í mínum höndum. Sama hvað
liðið heitir á næsta ári veit ég allt-
af hvaða verk bíða mín og það sama
gildir um verkfræðingana,“ segir
Mike Gascoygne. tomas@dv.is
Lotus Racing vill heita Team Lotus:
Fá ekki gamla nafnið
„Það væri einfaldlega óeðlilegt að
taka þetta að sér ef tekið er mið
af hvaða málefnum þeir eru að
berjast fyrir,“ segir fremsti knatt-
spyrnudómari Íslands, Kristinn
Jakobsson, um möguleikann á að
hann dæmi í skosku úrvalsdeild-
inni um helgina. Skoskir dómarar
eru á leið í verkfall vegna gríðar-
lega mikillar neikvæðrar gagnrýni
í sinn garð og líflátshótanna.
Skoska knattspyrnusambandið
leitar nú logandi ljósi að dómur-
um til að dæma í efstu deildum
Skotlands um helgina og var haft
samband við félag deildardóm-
ara á Íslandi þar sem Sigurður Óli
Þorleifsson, FIFA-aðstoðardóm-
ari, er formaður. „Við höfum verið
að ræða þetta og ef okkur stend-
ur til boða að fara til Skotlands
og dæma þá er það í lagi samtak-
anna vegna. Við erum tilbúnir til
að hjálpa skoskri knattspyrnu. Við
höfum fengið grænt ljós frá KSÍ,“
segir Sigurður í viðtali við BBC.
Erum ekki að fara
Félag deildardómara gaf út þá yf-
irlýsingu í gærkvöldi að það ætl-
aði að styðja við bakið á kolleg-
um sínum í Skotlandi. „Það hefði
ekki verið rétt að fara, sérstak-
lega þar sem skosku dómararn-
ir eru að berjast fyrir réttindum
sínum og finnst sem vegið sé að
heiðri þeirra. Þetta hefur ekkert
að gera með peningamál eða neitt
slíkt. Ég held ég geti því talað fyr-
ir hönd flestra dómara í heimin-
um þegar ég segi að við munum
alltaf standa saman þegar vegið er
að okkar starfi,“ segir Kristinn sem
ákvað strax að neita boðinu bærist
það frá Skotlandi.
„Ég tók strax þann pól í hæð-
ina að ég ætlaði ekki að taka þátt
í þessu. Skotarnir eru að leita að
mönnum í Elite- og Premier-hóp-
unum [Tveimur efstu dómara-
flokkum heims] en þar held ég að
enginn muni taka þetta að sér,“
segir Kristinn sem hefði jafnvel
boðist að dæma stórleik Dundee
og Glasgow Celtic um helgina.
„Ég verð bara að vonast til að
dæma hjá þeim í Evrópukeppn-
inni,“ segir hann og hlær við.
Hækkun væri flottur
jólabónus
Kristinn hefur verið að dæma í
Evrópudeildinni í vetur og fengið
hæstu einkunn fyrir nánast hvern
einasta leik. Eldri dómarar eru að
detta út úr Elítu-hópnum um ára-
mótin og vonast Kristinn til að
færast upp í efsta flokk dómara en
það myndi þýða að hann dæmi
í Meistaradeildinni eftir ára-
mót. Þær hækkanir sem koma til
með að verða gerðar verða fram-
kvæmdar fyrir lok ársins.
„Í sjálfu sér er maður alltaf
að vonast eftir þessu, alveg frá
því maður byrjaði. Ef þetta gerist
verður það bara flottur jólabón-
us. Það eru samt klárlega tæki-
færi fyrir hendi þar sem topp-
dómarar eru að detta af lista.
Það hefur gengið vonum fram-
ar í Evrópudeildinni það sem af
er þannig að maður verður bara
að halda í vonina. Þetta er bara
eins og í boltanum. Maður von-
ast alltaf til þess að vera í liðinu,“
segir Kristinn Jakobsson milli-
ríkjadómari.
Dómarar
stanDa
saman
Skoska knattspyrnusambandið leitaði til íslenskra dómara
um að taka að sér leiki í skosku deildinni um helgina þar sem
skoskir dómarar eru á leið í verkfall. Kristinn Jakobsson,
fremsti dómari Íslands, sagðist alltaf hafa ætlað að standa við
bakið á kollegum sínum og ekki taka að sér svona starf undir
þessum kringumstæðum.
tóMAS þóR þóRðARSOn
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Það væri ein-faldlega óeðli-
legt að taka þetta að
sér ef tekið er mið af
hvaða málefnum þeir
eru að berjast fyrir.
Fer ekki fet Kristinn jakobsson
mun standa við bakið á kollegum
sínum í Skotlandi.
Mynd GunnAR GunnARSSOn
Gerðu fína hluti Engin stig í hús hjá Lotus í ár en nýliðarnir stóðu sig með sóma.
Mynd REutERS