Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 18
18 erlent 24. nóvember 2010 miðvikudagur Írska ríkisstjórnin, með þá Brian Co- wen forsætisráðherra og Brian Len- ihan fjármálaráðherra í broddi fylk- ingar, hafa loksins játað sig sigraða og samþykkt að þiggja efnahagslega neyðaraðstoð frá Evrópusamband- inu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í síðustu viku neituðu þeir staðfastlega að Írland þyrfti á efnahagsaðstoð að halda, og sögðu að ríkið væri fjár- magnað að fullu fram á næsta vor. Á sunnudag barst Evrópusambandinu hins vegar formleg beiðni frá írsku ríkisstjórninni um efnahagsaðstoð og var hún samþykkt á símafundi fjármálaráðherra aðildarríkjanna að kvöldi sama dags. Á sunnudag sagði Brian Lenihan í viðtali að írska ríkið glímdi við fjárlagahalla sem næmi um 19 milljörðum evra og að ríkinu hefði reynst ómögulegt að endurfjár- magna þá upphæð á fjármálamörk- uðum. Því hafi efnahagsaðstoð verið óumflýjanleg. Stjórnin fallin og markaðir ókyrrast Að morgni mánudags hafði evran tekið að auka gildi sitt og fjármála- markaðir virtust vera að hressast. En eftir langan dag í Dyflinni er nú ljóst að ríkisstjórn Cowens mun ekki lifa mikið lengur. Samsteypustjórn flokks Cowens, Fianna Fáil, og Græn- ingja er nú í andarslitrunum eftir að Græningjar lýstu því yfir að þeir myndu draga sig úr ríkisstjórninni. Ákvörðun Græningja kom í kjölfar gífurlegra mótmæla fyrir utan írska þingið, en almenningur á Írlandi tel- ur að björgunaraðgerðum Evrópu- sambandsins og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins hafi verið þröngvað upp á landið – án þess að þeir hafi haft nokkuð um málið að segja. Brian Co- wen varðist því þó að segja af sér, og hefur sagt að ríkisstjórnin muni sitja áfram uns björgunaraðgerðirnar verði afgreiddar. Hann hefur boðað til kosninga í byrjun næsta árs. Staðan væri lakari utan ESB DV hafði samband við Þorvald Gylfa- son, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur fylgst vel með gangi mála á Írlandi og stöðu evr- unnar í Evrópusambandinu. Að- spurður um hvort staðan á Írlandi væri ef til vill betri ef landið væri ekki aðildarríki að Evrópusambandinu og sameiginlega myntbandalaginu sagði Þorvaldur svo ekki vera. „Stað- an væri trúlega enn lakari, væri Ír- land enn með eigin mynt en ekki evru, því þá hefði agaleysið í hag- stjórninni og bankamálunum ver- ið en meira en raun varð á. Evran er engin allra meina bót, fjarri því. En áskrift að evrunni heldur aftur af hag- stjórnendum, bönkum og einkafyr- irtækjum með því að binda hendur þeirra, enda er það einmitt tilgang- urinn með sameiginlegri mynt. Írar sáust ekki fyrir. Við skulum þó ekki heldur horfa fram hjá þeim miklu umskiptum, sem hafa orðið á Írlandi. Bláfátækt bændasamfélag breyttist á fáeinum áratugum í allsnægtasamfé- lag í fremstu röð. En sumir gengu of hratt um gleðinnar dyr. Það er gömul saga, miklu eldri en evran og kemur henni ekki við.“ Írland og Ísland En hvernig metur Þorvaldur umfang kreppunnar á Írlandi, í samanburði við kreppuna á Íslandi? „Vandi Ír- lands er að ýmsu leyti minni, sýnist mér, því að brestirnir í innviðunum þar eru ekki eins djúpir og á Íslandi. Evrópusambandið og Alþjóðagjald- eyrissjóðinn munar ekki mikið um að hysja buxurnar upp um írsku bankana. Og þá þarf auðvitað að skipta um mannskap í brúnni. Þeir, sem teymdu írsku bankana út á yztu nöf, þurfa að sjálfsögðu að víkja fyr- ir nýjum stjórnendum.“ Vernda stöðugleikann Ollie Rehn er framkvæmdastjóri efnahagsmála í Evrópusamband- inu. Hann tók þátt í símafundinum á sunnudagskvöld ásamt fjármála- ráðherrum aðildarríkjanna. „Við tókum beiðni írsku ríkisstjórnar- innar um efnahagsaðstoð frá Evr- ópusambandinu og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum fagnandi. Það er nauðsynlegt að veita Írlandi aðstoð til að vernda fjárhagslegan stöðug- leika í Evrópu.“ Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, tók í sama streng: „Við erum ekki að vernda aðeins einn aðila að evru- svæðinu, við erum að vernda stöð- ugleika sameiginlegu myntarinnar.“ Rehn sagði að nú myndu sér- fræðingar frá Evrópusamband- inu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Evrópu setjast niður og útbúa áætlun lánagreiðslna fyrir næstu þrjú ár. Sú áætlun á að vera tilbúin í lok nóvember og á að „bæta lausafjárstöðu írska efnahagskrefis- ins og auka eiginfjárstöðu banka- kerfisins á afgerandi hátt.“ Brugðust við þrýstingi Írsk stjórnvöld hafa þurft að mæta miklum þrýstingi frá leiðtogum aðildarríkja Evrópusambandsins að undanförnu. Aðildarríki sem standa illa fjárhagslega, eins og Spánn, Portúgal og Grikkland, hafa þurft að súpa seyðið af smitunar- áhrifum frá Írlandi vegna hækk- andi vaxta á ríkisskuldabréfum. Evran hefur einnig lækkað í verði en eftir að fréttir bárust af björg- unaraðgerðunum handa Írum tóku markaðir í Evrópu að hress- ast strax á mánudagsmorgun og evran jók gildi sitt. Eftir fréttir af óstöðugleika í írsku ríkisstjórn- inni um kvödið var því ekki lengur að skipta. Því óttast fjármálaskýr- endur að fleiri lönd á evrusvæðinu gætu þurft á hjálp að halda og er Portúgal þar talið líklegast. Þetta er í annað sinn sem Evrópusamband- ið þarf að veita aðildarríki efna- hagslega neyðarhjálp á þessu ári, en í maí fengu Grikkir lán sem nam 110 milljörðum evra. Evran ekki í hættu Blaðamaður DV spurði Þorvald hvort þetta þýddi að evran væri í hættu, en þrátt fyrir efnahagslega neyðaraðstoð Evrópusambands- ins til Grikklands og Írlands, hefur ekki tekist að róa markaði og þar með skuldaálag á ríkisskuldabréf- um. „Evrunni stafar engin umtals- verð hætta af ástandi Írlands eða Grikklands. Þessi tvö lönd eru of lít- il, það er að segja of fámenn, til að velta svo þungu hlassi sem sameig- inlegt mynt Evrópusambandsins er. Ef Frakkland eða Þýzkaland kæm- ust í sams konar kröggur, gæti evr- an séð sína sæng upp reidda, en það gerist varla. Í Evrópusamstarfinu er miklu meira í húfi en svo, að stór- þjóðir álfunnar leyfi sér að kippa einum helzta stólpanum, evrunni, undan samstarfinu. Evran er kom- in til að vera nema eitthvað alveg óvænt gerist.“ Við erum ekki að vernda aðeins einn aðila að evrusvæð- inu, við erum að vernda stöðugleika sameigin- legu myntarinnar. Írska ríkisstjórnin bað Evrópusambandið formlega um fjár- hagslegar björgunaraðgerðir á sunnudag. Írar munu fá lán sem gæti numið allt að 90 milljörðum evra. Mótmæli brutust út í Dyflinni í kjölfarið og hafa Græningjar yfirgefið ríkisstjórn Brians Cowens. Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor segir að írska kreppan sé minni að umfangi en sú íslenska. Íslenska kreppan stærri en sú Írska Björn tEitSSon blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Cowen og Lenihan Forsætisráðherrann ogfjármálaráðherrann segjafráákvörðunírskra stjórnvaldaásunnudag. Þorvaldur Gylfason prófessor Fylgist granntmeðástandinuáÍrlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.