Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR
2 dálkar = 9,9 *10
Opið: má-fö. 12:30 -18:00, lau 11:00-16:00
Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp.201
S: 517 7727 nora.is , facebook.com/noraisland
Fyrir bústaðinn og heimilið
Jóladúkar
bómullar, polyester og
„vaxdúkar“
BÚIÐ AÐ
VERA
MARTRÖÐ
Jónína Ben og börn Gunnars segja ásak-
anir á hendur honum ótrúverðugar en ótt-
ast að fólk muni trúa þeim. Síðustu dagar
hafa verið þeim erfiðir og börn Gunnars
eru bæði reið og sár út í frænkur sínar.
„Þú getur rétt ímyndað þér að það sé
erfitt hjá okkur núna. Það fara alls kon-
ar hugmyndir um hausinn á manni,“
sagði Jónína Ben þegar blaðamaður
ræddi við hana og eiginmann henn-
ar, Gunnar Þorsteinsson í Krossinum,
son hans Guðna og Sigurbjörgu dótt-
ur hans.
Efaðist í tvo daga
„Hann er svo myndarlegur þessi mað-
ur. Það er hans stærsta vandamál hvað
hann er myndarlegur. Hann er eins
og George Clooney.“ Hún segir að í
svona tvo til þrjá daga eftir að Gunnar
var sakaður kynferðisglæpi gegn fimm
konum hafi hún efast um sakleysi eig-
inmannsins. „Þá spurði ég sjálfa mig í
hverju er ég lent? En síðan bar ég sögur
þessara kvenna undir sérfræðinga og
vinur minn sem er geðlæknir sagði að
þær væru mjög ótrúverðugar. Ég upp-
lifði það líka þegar ég var að horfa á
viðtalið við þær systur í Kastljósinu að
það komu augnablik þar sem ég trúði
þeim en eftir að ég talaði við þennan
geðlækni horfði ég aftur á þetta og sá
að það var rétt hjá honum. Þær höfðu
öll einkenni þess sem lýgur. Fólk sem
hefur orðið fyrir ofbeldi hlær ekki þeg-
ar það segir frá því. Síðan hef ég hugs-
að þetta lengra. Það er svo margt skrýt-
ið sem kemur fram í máli þeirra. Eins
og þessi stelpa sem steig fram í dag og
sagði að Gunnar hefði strokið á henni
lærið þegar hún var 19 ára. Miðað við
lífsstílinn á þessari stelpu get ég ekki
skilið af hverju það veldur henni svona
miklum kvöldum. Ég er ekkert viss um
að ég væri alveg í sálarflækju ef ein-
hver hefði strokið á mér lærið þegar ég
var 19 ára. Ég hefði líklega bara lamið
hann utan undir. Þótt drottinn hefði
strokið á mér lærið hefði það ekki eyði-
lagt líf mitt.“
Gráti næst
Hún heldur áfram: „Fáránleikinn í
þessu er alveg rosalegur. Það er allt
bogið við þessar sögur. Ég er búin að
tala við hundruð kvenna sem hafa
verið misnotaðar í mínu starfi. Þessar
konur, fyrirgefðu að ég skuli segja það,
en ég er ekki viss um að það sé hægt að
misnota þær. Fólk sem getur blygðun-
arlaust logið í Kastljósi á þennan hátt,“
segir hún og hikar örstutt: „Það er eitt-
hvað mikið að.“
Guðni tekur undir það. „Ég þekki
þær og ég sá að þær voru að ljúga. Eft-
ir að ég horfði á Kastljósið þurfti ekki
meira til að sannfæra mig um sakleysi
pabba. Þú segir ekki hlæjandi frá erfið-
ustu tilfinningum lífsins.“
Sigurbjörg spyr líka af hverju þær
hafi valið þessa leið. „Af hverju komu
þær ekki með málið til okkar? Þær
ákváðu að fara þessa leið til að koma
höggi á Gunnar og særa okkur. Og til
að eyðileggja hjónaband þeirra. Ég
er búin að vera gráti næst alla vikuna.
Þetta er svo óvægið. Ég hefði aldrei trú-
að þessu.“
„Svona vinnur Guð“
Jónína segir að það hafi greinilega
átt að rústa kirkjunni og hjónabandi
þeirra Gunnars. „Við skínum rosa-
skært. Við erum svo hamingjusöm.
Við þurfum bara að hætta að vera
hamingjusöm á Facebook. Þú sérð það
í máli Hönnu Rúnar á Pressunni í dag,
þar sem hún talar um bókina mína
sem bókarlufsu, að þær þola mig ekki.
En Guð minn góður, við erum ekkert
hamingjusöm með þetta mál. Það er
orðið langt síðan ég svaf heila nótt.“
Gunnar segir að þau séu van-
svefta en „við vitum að hinum megin
við þetta mál er eitthvað gott. Það er
þannig sem við horfum á þetta. Tím-
inn græðir sár. En ég trúi því að þetta
muni með einhverjum hætti falla um
sjálft sig. Þótt að það séu einhverjar
konur sem stíga fram verður þeim ör-
ugglega eitthvað ágengt en ég trúi því
ekki að fólk trúi þessu.“ „Svona vinnur
Guð,“ segir Jónína. „Því meira mótlæti
því stærri sigur.“
Verður að sanna sakleysi sitt
Jónína tekur það líka fram að það sé
óheppilegt að þetta mál komi upp
núna þegar biskupsmálið sé nýaf-
staðið og Gunnar tekur undir það.
„Jarðvegurinn er sá að það er pólitísk
rétthugsun að rengja ekki konu sem
ber þessar sakir á mann. Femínism-
inn hefur komið þessu til leiðar. Ég
furða mig bara á því að það sé hægt
að mannorðsmyrða menn án dóms
og laga,“ sagði Gunnar og Guðni tók
undir það. Gunnar hefur hótað Press-
unni málsókn vegna málsins og seg-
ist enn vera að skoða réttarstöðu sína.
„Ég verð að sanna sakleysi mitt. Ef ég
get ekki gert það þá er ég dauður. Það
á ekki að vera hægt að taka menn af lífi
án dóms og laga. Við viljum ekki búa í
þannig samfélagi.“
Hefði hagað sér öðruvísi
Ekkert þeirra telur nokkuð hæft í þess-
um ásökunum. „Gunnar vanmat þetta
rof sem varð í fjölskyldunni. Hún [Sig-
ríður] er að leita eftir viðurkenningu
frá Gunnari allt sitt líf og leit á hann
sem föður sinn en síðan þegar við
kynnumst varð hún svo rosalega reið.
En ég vissi það ekki. Ég leit á hana bara
sem fjörutíu ára gamla mágkonu hans.
Ég hefði hagað mér öðruvísi ef ég
hefði vitað það að hann var henni föð-
urímynd.
Þessi í Vestmannaeyjum sem seg-
ir Gunnar hafa kysst sig áður en hún
gekk niður kirkjugólfið. Við sem þekkj-
um Gunnar vitum að það er ekkert
inni í myndinni."
Fleiri kjaftasögur
Öll segja þau að málið hafi tekið rosa-
lega mikið á þau. „Þetta er ofboðs-
lega sárt,“ segir Guðni. „Þetta er bara
hræðilegt,“ sagði hann og endurtók
það. „Þetta kom alveg gjörsamlega
sem þruma úr heiðskíru lofti.“ Sigur-
björg systir hans tekur undir það. Hún
sagði að málið hefði farið rólega af stað
en undið hægt og rólega upp á sig:
„Þetta hófst með einhverri kjaftasögu
sem fór í hring og var leiðrétt. Síðan
kom önnur saga sem sagði að hann
hefði byrjað með Jónínu Ben áður
en hann skildi við mömmu. Þetta er í
raun fjórða kjaftasagan sem kemur frá
Siggu. Brúðkaupið þeirra er klárlega
rótin að þessu. Þá varð einhver vendi-
punktur sem snéri málinu öllu í þenn-
an farveg. Þá var farið út um allt og
fólk beðið um að tjá sig um þessi mál
og ef það hafði ekkert til að tjá sig um
átti fólk bara að finna eitthvað. Það er
mjög alvarlegt.“
Ein martröð
Hún segir jafnframt að saga Sigríð-
ar hafi breyst frá því að hún kom fyrst
fram. „Saga hennar byrjaði öðruvísi.
Hún byrjaði á því að segja stelpu suður
með sjó frá því að pabbi hefði strokið á
sér bakið en þegar hún uppgötvaði að
hún myndi ekki ná að hafa áhrif með
því bætti hún í söguna.“
Gunnar segir að Sigga sé í öðru trú-
félagi. „Þar er hún bara komin í hetju-
hlutverk. Hún er búin að uppgötva það
að því hræðilegri hluti sem hún segir
því meiri hetja er hún. Hún er líka að
lýsa atburðum sem eiga að hafa gerst
þegar hún var fjórtán ára í húsi sem ég
byggði ekki fyrr en hún varð nítján ára.
En ég vil ekki vera að berja á þeim. Mér
hefur alltaf þótt vænt um þessar stelp-
ur. Þess vegna er þetta svo sárt. Aðal-
málið er að fólk virðist geta gengið inn
á fjölmiðla og sakað menn um hvað
sem er og það er birt þótt ásakanirn-
ar séu ekki byggðar á sterkari grunni
en þetta. Fólk getur framið mannorðs-
morð án fyrirhafnar.“
„Þetta er bara búið að vera martröð“
segir Jónína og þau hin taka undir það.
Sigurbjörg segir: „Þetta er bara kúg-
un.“ Og Gunnar segir að þetta hafi ver-
ið veiðiaðferð til þess að ná fólki út úr
söfnuðinum. Sigurbjörg bendi á að oft
hafi verið átök í Krossinum og margir
hafi farið sárir þaðan. „Hér er fullt af
heilbrigðu og sterku fólki en hingað
leita líka brotnir einstaklingar sem eru
sárir. Við tökum opnum örmum á móti
þeim. En stundum eru þeir enn í sár-
um þegar þeir fara héðan.“
Hefur farið í gegnum erfiðara mál
Guðni segist hafa spurt Sólveigu að því
hvort hún hefði lent í einhverju varð-
andi Gunnar og hún hafi neitað því.
„En hún sagðist samt ætla að standa
með systur sinni.“
Jónína grípur orðið og segir að hin-
ar stelpurnar hefðu espast upp í þessu.
„Þetta er bara múgsefjun. Þær eru að
hringja út og finna fleiri konur.“
Hún dáist að styrk eiginmannsins.
„Ég skil bara ekki hvernig hann getur
horft framan í fólk. Hann hefur ein-
hvern styrk sem ég hef ekki.“ „Auð-
vitað er það erfitt,“ segir hann. „Ég
hef einu sinni farið í gegnum erfiðara
mál. Það var þegar fjölmiðlar töldu
sig hafa upplýsingar um að ég væri
ábyrgur fyrir morði móður minnar, að
hún hefði verið myrt vegna mín. Það
var rosalega erfitt. Það var erfiðara en
þetta. Ég bað þá um að bíða með að
birta þær fréttir fram yfir jarðaförina
og áður en það gerðist kom í ljós að
þetta var bara tilviljunarkennt morð.
Ég hef alveg hugsað um að gefast
upp. En ég er ekki að fara neitt. Þetta er
minn söfnuður. Ég verð hér á meðan
hjartað slær. Minn styrkur er drottinn
og þetta yndislega fólk sem er í kring-
um mig. Það verður enginn óbarinn
biskup. Þetta er kannski ekki viðeig-
andi orðalag,“ segir hann og hlær. „En
ég biðst undan því að vera í stríði við
systkini mín.“
Í Krossinum á meðan hjartað
slær
Jónína segir að lokum að þau taki
þessar ásakanir alvarlega og að þau
vilji að þessar konur fái áheyrn. „Við
þurfum að finna leiðir til þess að mæta
þessu. Hann þarf að svara fyrir þessar
ásakanir. Hann getur aldrei hreinsað
mannorð sitt.“ Hann tekur undir það
og segir að þau séu skoða hvað hann
þurfi að gera bæði í einkalífi og sem
forystumaður Krossins.
Þau óttast vantrú og það að fólk
trúi þessum ásökunum. Guðni seg-
ir að hann óttist að mannorð manns
sem hefur verið byggt upp á áratug-
um sé horfið að eilífu núna á einni
viku. Að honum takist ekki að hreinsa
mannorð sitt. Hann hefur staðið fast-
ur fyrir í gegnum alls konar bull. Hann
hefur alltaf sagt sannleikann. Þetta má
ekki kosta svona mikið.“
Dóttir hans tekur orðið og segir að
það sé ekki nokkur leið fyrir hann að fá
uppreisn æru sinnar. „Það er það sem
er svo sárt. Kirkjan hefur farið í gegn-
um erfiða tíma, átök og klofninga.
Pabbi hefur kannski haft uppi stór orð
og nú vill fólk hefna sín. En það er ljós
við enda ganganna. Það er svo sérstakt
að í svona kringumstæðum þá kem-
ur í ljós hvað trúin skiptir gríðarlega
miklu máli.“
INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
KROSSINN LOGAR – FJÖLSKYLDAN TALAR:
Halda í trúna Fjölskyldan segist hvorki hafa sofið né borðað síðustu viku út af
ásökunum um kynferðisbrot Gunnars. Trúin hjálpar þeim þó og þau trúa því að þau
muni koma -sterkari frá þessu máli. Frá vinstri: Jóhanna Gunnarsdóttir, Rúnar Ólafs-
son, eiginmaður hennar, Gunnar Þorsteinsson, Jónína Benediktsdóttir, Aðalsteinn
Scheving og Sigurbjörg Gunnarsdóttir, kona hans, Gunnar Ingi Gunnarsson og
Svava Ómarsdóttir, eiginkona hans. MYND RÓBERT REYNISSON