Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 29. nóvember 2010 FRÉTTIR 13 Alla föstudaga og laugardaga fram að jólum Jólamatseðill Thai Reykjavíkur er eitthvað sem unnendur thailenskrar matargerðar eiga ekki að láta fram hjá sér fara Pantið tímalega í síma 571-2222 Thai Reykjavík | Lækjargata 8 | 101 Reykjavík | Tel: 571 2222 | www.thaireykjavik.is Menu A: Fyllt krabbaskel með ýmsu góðgæti VængjabaunaSalat með fersku grænmeti, kjúkling í tamarindsósu Humar í panangkarrý og fersku grænmeti bökuð hrísgrjón með rúsínum í ananas Unaðslegur eftiréttur sem svíkur engann 4900 kr. fordrykkur fylgir Menu B: Fyllt krabbaskel með ýmsu góðgæti Humarsalat með greipaldin kókoshnetu sósu Steikt önd með thai reykjavík´s special sósu bökuð hrísgrjón með rúsínum í ananas Unaðslegur eftiréttur sem svíkur engann 4900 kr. fordrykkur fylgir Pantið tímalega í síma 571-2222www.thaireykjavik.is Restaurant | Bar | Take Away 255x200.indd 1 26.11.2010 21:27 „Þessar nýju upplýsingar um heild- arafskriftir skulda í sjávarútvegi vekja spurningar í ljósi frétta um umfangsmiklar afskriftir hjá ein- staklingum og fyrirtækjum í sjávar- útvegi að undanförnu,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Hún fékk fyrir helgi umbeðin svör efnahags- og við- skiptaráðherra um afskriftir í sjáv- arútvegi. Ólína undrast hversu litlar heildarafskriftirnar eru eða aðeins 6,4 milljarðar króna hjá öll- um stóru bönkunum þremur ásamt Byggðastofnun. Fjármálaeftirlitið safnaði upplýsingum um skulda- stöðu íslenskra útgerðarfyrirtækja frá Byggðastofnun, Arion banka, Landsbankanum (NBI) og Íslands- banka, en skuldir sjávarútvegsfyrir- tækja eru að mestu við þessar fjár- málastofnanir. Í svari ráðherra kemur fram að heildarskuldir sjávarútvegsfyrir- tækja eru nú tæpir 404 milljarð- ar króna. „Sú fjárhæð tekur mið af skuldum sjávarútvegsfyrirtækjanna en ekki bókfærðu virði fjármálafyrir- tækjanna. Bókfært virði fjármálafyr- irtækjanna er það verð sem þau telja lánið vera við núverandi aðstæður að frádregnum afföllum,“ eins og segir í svari ráðherra. Í fréttaskýringu DV fyrir réttu ári sagði að skuldir sjávarútvegs- ins hefðu á sjö árum hækkað fimm sinnum hraðar en tekjur greinar- innar. Heildarskuldir sjávarútvegs- ins námu þá um 550 milljörðum króna samkvæmt opinberum gögn- um. Samkvæmt upplýsingum ráð- herra eru skuldirnar því aðeins um 74 prósent af því sem þær voru fyr- ir ári. Þetta kann að einhverju leyti að skýrast af hækkandi gengi krón- unnar. Það dugar þó ekki til að skýra fall skuldanna úr 550 í 404 milljarða króna, jafnvel þótt megnið af skuld- um sjávarútvegsins væri í erlendri mynt. Óverulegar afskriftir? Fréttir hafa verið sagðar af mun meiri afskriftum fyrirtækja í sjávar- útvegi. Nefna má Nónu ehf.; skuldir þess voru færðar niður um 2,6 millj- arða króna í tengslum við endurfjár- mögnun. Afskrifaðir voru um eða yfir 3 milljarðar króna hjá Festi hf. Fleiri afskriftir mætti telja eins og hjá fyr- irtækjum sem tengjast Jakobi Val- geiri Flosasyni. Þar virðist vera um að ræða milljarða afskriftir. Þá er DV kunnugt um afskriftir meðal minni útgerða sem nema þó mörg hundr- uð millljónum króna í nokkrum til- vikum. „Skýringin á aðeins 6,4 milljarða króna heildarafskriftum skulda í sjávarútvegi er hugsanlega tengd því að umtalsverður hluti skuldanna er ekki dreginn í dilk sjávarútvegsfyrir- tækjanna sjálfra heldur eru þær fald- ar í eignarhaldsfélögum. Stím ehf. er til dæmis ekki sjávarúrtvegsfyrir- tæki. Þetta bendir til þess að hér sé um að ræða viðskiptagjörninga sem erfitt er að henda reiður á. Þetta ger- ir umræðuna um stöðu sjávarútvegs- ins óljósa og flókna og það er mik- ið áhyggjuefni. Hér ber allt að sama brunni. Þörf er á að koma á heið- arlegu og gagnsæju kerfi fiskveiði- stjórnunar þar sem ekki er ríkur hvati til þess að veðsetja aflaheimildir eða stunda áhættusöm og skuldsett við- skipti utan greinarinnar,“ segir Ólína. Lán í frystingu Í svörum ráðherrans, sem lögð voru fram á Alþingi fyrir helgina, kemur fram að bankar fylgi reglum um eftir- gjöf skulda óháð atvinnugreinum. Þá hafi aðilar að Samtökum fjármálafyr- irtækja gefið út sameiginlegar reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Ólína spurði einnig um það hvort lán sjávarútvegsfyrirtækja hefðu ver- ið fryst eftir bankahrunið hjá bönk- unum og Byggðastofnun. Í svörum ráðherra kemur fram að bæði Seðla- banki Íslands og FME hafi kannað þann þátt málsins. Í riti Seðlabank- ans um fjármálastöðugleika árið 2009 kemur til dæmis fram að liðlega fimmtungur skulda sjávarútvegs- ins hafði verið frystur. Nýleg og hlið- stæð könnun FME bendir til þess að nærri 140 milljarðar króna af skuld- um sjávar útvegsins hafi verið frystir. UNDRAST LÁGAR AFSKRIFTIR Sjávarútvegurinn hefur aðeins fengið 6,4 milljarða króna afskrifaða hjá stóru bönk- unum og Byggðastofnun samkvæmt nýj- um gögnum. Þá er að sjá sem skuldir hans hafi á einu árið lækkað um 140 milljarða króna. Upphæðin svarar til afskrifta hjá tveimur til þremur útgerðum. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Í svari ráðherra kemur fram að heildarskuldir sjávar- útvegsfyrirtækja eru nú tæpir 404 milljarðar króna. Spurningar vakna Ólínu Þorvarðardóttur sýnist sem afskriftirnar séu einkennilega litlar miðað við fréttir af milljarða afskriftum nokkurra útgerða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.