Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 14
DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 197,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 197,6 kr. Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 198,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 198,7 kr. BENSÍN Akureyri VERÐ Á LÍTRA 196,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,5 kr. Melabraut VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 197,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 197,6 kr. VILJA HÆKKA BÆTUR VERULEGA Neytendasamtökin leggja áherslu á sex atriði í tengslum við skulda- vanda heimilanna. Þau vilja að beitt verði eins sértækri skuldaaðlögun hjá fjármálafyrirtækjum og kost- ur sé. Þau vilja að greiðsluaðlögun verði gerð eins aðgengileg og tök eru á. Þau vilja að vaxta- og húsaleigu- bætur verði hækkaðar verulega í stað þess að lækka þær – eins og stefnt sé að í frumvarpi fjárlaga fyrir næsta ár. Samtökin vilja líka að ávallt verði miðað við eðlilegt og raunhæft neysluviðmið við greiðslumat hjá fjármálafyrirtækjum og að skýrar reglur verði settar um greiðslumat. Þá vilja samtökin að stjórnvöld hugi að nýjum valkostum í húsnæðismál- um. Nánar má lesa um þetta á ns.is. ÚTKROTAÐ SKIPTIBORÐ n Lastið fær Smáralind fyrir lélega skiptiaðstöðu á neðri hæð. Það fékk nýbökuð móðir að reyna: „Þetta er skiptiaðstaðan á neðri hæðinni fyrir utan Hagkaup. Fyrir það fyrsta er salernið svo lítið að maður kemur varla vagninum inn í herbergið. En aðalatriðið er kannski að skiptiborð- ið er alltaf sóðalegt, alla vega í þau skipti sem ég hef komið þangað; út- krotað og skítugt,“ segir móðirin sem hvetur rekstraraðila Smára- lindar til að bæta úr þessu. Hún tók þó fram að á efri hæð væri góð aðstaða til brjóstagjafar og bleiuskipta. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS BAUÐ FRÍTT KAFFI n Lofið fær veitingastaðurinn Metro. Viðskiptavinir keyptu sér mat á staðnum í síðustu viku og voru nokkuð sáttir. Þegar þeir höfðu lokið við máltíðina veittu þeir því athygli að eigandi staðarins gekk á milli borða og bauð fólki kaffi, því að kostnaðarlausu. Umræddir viðskiptavinir af- þökkuðu reyndar kaffið sjálfir en vildu koma því á framfæri að þetta væri þjónusta sem væri þeim að skapi. LOF&LAST 14 NEYTENDUR UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON baldur@dv.is 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR LEIÐBEININGARSTÖÐ HEIMILANNA Á vef Leiðbeiningarstöðvar heimilanna, leidbeiningarstod.is, geta neytend- ur aflað sér fróðleiks um allt milli himins og jarðar. Þar eru húsráð, ráð- leggingar ef halda skal veislu, þvottaleiðbeiningar og ótal uppskriftir, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að nálgast aðgengilegan innkaupalista sem kjörið er að fylla út áður en haldið skal í verslunarferð. Fræðast má um slysavarnir, gluggaþvott og raunar allt sem viðkemur heimil- inu. Óhætt er að mæla með vefnum enda ekki óþekkt að fólk lendi í vandræðum með ýmislegt sem snýr að heimilishaldi.E L D S N E Y T I Bónus var með lægsta vöruverðið í 34 tilvikum af 55 vörutegundum sem skoðaðar voru í lágvöruverðsverslun- um á höfuðborgarsvæðinu og Akur- eyri. Könnunin var gerð mánudaginn 22. nóvember. Fram kemur á vef ASÍ að afar lítill verðmunur hafi reynst á Krónunni og Bónus. Í 20 tilvikum var einnar krónu munur, tveggja krónu munur var í 3 tilvikum og sama verð var í 2 tilvikum. Þá kemur fram að Kostur hafi verið með hæsta verðið í 27 skipti eða í um helmingi tilvika. Fram kemur að mesti verðmun- urinn í könnuninni hafi verið í ódýr- ustu fáanlegu Basmati-grjónunum. Þau hafi kostað 298 krónur í Bónus en 678 í Nettó. Munurinn sé 128 pró- sent. Meira en tvöfaldur verðmunur reyndist einnig á Head & Shoulders- sjampói, nammibar, Nescafé Gull, sveskjusultu og Kjarna kókosolíu. Fram kemur einnig að verðmun- ur hafi verið minnstur á milli versl- ana í flokki mjólkurvara. Vörukarfa ASÍ samanstendur af 55 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvör- um, morgunkorni, grænmeti, kjöti, drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum og dósamat. Hilluverð var tekið niður eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni. „Þegar skýrt er gef- ið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð af- sláttarverð. Til að auðvelda verðsam- anburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mis- munandi eftir verslunum. Könnunin var gerð á sama tíma í Bónus Holta- görðum, Krónunni Granda, Nettó Akureyri og Kosti Kópavogi. baldur@dv.is Verðkönnun ASÍ á matvöru: Svipað verð í Bónus og Krónunni Mismikill verðmunur Minnsti verðmunurinn reyndist á mjólkurvörum. Helmings verðmunur er á mörg- um af vinsælustu bókunum fyr- ir þessi jól eftir því hvar verslað er. DV kannaði verð á 17 bókum sem komu út fyrir jólin í fimm af stærstu verslununum sem selja bækur fyr- ir jólin. Bónus reyndist í öllum til- vikum vera með lægsta verðið en Griffill fylgir þeim fast á eftir. Á nokkrum bókum reyndist um eða yfir helmings verðmunur, eða 50 prósent, samkvæmt verðkönn- un DV sem fór fram á föstudaginn á milli klukkan 13.30 og 15.00. Af þeim bókum sem athugaðar voru reyndist munurinn mestur á Lífs- leikni eftir Egil Einarsson, Þokunni eftir Þorgrím Þráinsson, Stelpur eftir Krístínu og Þóru Tómasdætur, Þú getur eldað eftir Annabel Karm- el og Walt Disney matreiðslubók- inni. Verðmunur á þessum bókum reyndist á bilinu 45 til 54 prósent þar sem hann var mestur. Örar verðbreytingar Könnunin var þannig framkvæmd að DV fór í fimm af stærstu verslun- unum sem selja bækur. Þær voru í þessari röð: Eymundsson Austur- stræti, Hagkaup Holtagörðum, Bón- us Holtagörðum, Grifill og Office 1 Skeifunni og loks Mál og menning Laugarvegi. Verðið sem tekið var er verðið sem birtist neytendum á þeim tíma sem DV var í verslunun- um. Því skal haldið til haga að verð- breytingar eru afar örar á bókum fyrir jólin. Þannig var verið að end- urverðsetja í einni versluninni þeg- ar DV bar að garði og þær upplýs- ingar fengust að verðin gætu breyst oft á dag. Verðin sem hér birtast eru því ekki endilega verð bókanna í dag, mánudag, en listinn gefur hins vegar sterkar vísbendingar um hver verðmunurinn getur verið og hvaða verslanir eru ódýrastar. Lækkandi verð fram að jólum Í verslun Máls og menningar lét HELMINGS VERÐMUNUR Á BÓKUM Meðalverðmunur á hæsta og lægsta bókaverði er 36 prósent, samkvæmt verðkönnun DV á vinsælum bókartitlum í fimm stórum verslunum sem selja bækur. Í nokkrum tilvikum reyndist verðmunurinn um eða yfir 50 prósent. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Verðin sem hér birtast eru því ekki endilega verð bókanna í dag. Mikill verðmunur Að jafnaði er ríflega 1.100 króna munur á bókum eftir því hvort verslað er þar sem þær eru ódýrastar eða dýrastar. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.