Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 29. nóvember 2010 SVIÐSLJÓS 29 Afklædd með tölvutækni Irina Shayk Segist hafa verið háttuð með tölvutækni. CHRISTINA OG KÆRÓ Christina Aguilera og Matthew Rutler: Aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að Christina Agui- lera skildi við eiginmann sinn, Jordan Bratman, er hún komin með nýjan kærasta. Sá heitir Matthew Rutler  og hafa þau verið saman í um mánuð. Parið skellti sér út á lífið í síðustu viku. Þau fóru hinn fræga stað The Abbey í Holly- wood. Þau leiddust og Christina hélt á rauðri rós sem Matthew hafði fært henni. Christina leikur aðalhlutverkið í væntanlegri söngvamynd sem heitir Burlesque. Í myndinni leika einnig Cher,  Kristen Bell,  Juli- anne Hough, Stanley Tucci og Cam Gigandet. Christina og Matthew Á leiðinni á The Abbey. Bikiní- bombur í Mexíkó Jennifer Aniston og Chelsea Handler: Vinkonurnar Jennifer Aniston og Chelsea Handler fögnuðu þakk-argjörðardeginum sam- an með því að skella sér til Mex- íkó. Þær skelltu sér til Los Babos þar sem þær böðuðu sig í sólinni við sundlaugarbakkann og gæddu sér á litríkum kokteilum. Chelsea Handler er rísandi stjarna í Bandaríkjunum en hún er grínisti og spjallþáttarstjórn- andi. Hún setti inn Twitter-færslu af sundlaugarbakkanum í Mexíkó þar sem hún sagði: „Í dag er þakk- argjörðardagurinn og ég er þakk- lát fyrir hundinn minn, tútturnar mín og líf mitt. Gleðilegan þakk- argjörðardag fyrir þig og tútturn- ar þínar.“ Allur að hressast Leikarinn Michael Douglas er óðum að jafna sig eftir að hafa fengið krabbamein í háls. Doug- las leit vel út þegar hann heimsótti Disney World í Flórída með fjölskyld- unni í síðustu viku en áður en lyfja- meðferðin hófst var Douglas orðinn mjög veikur og var það farið að sjást á útliti hans. Dougals, sem er 66 ára, var þar ásamt eiginkonu sinni, Catherine Zeta-Jones, sem er 41 árs, og börnun- um þeirra tveimur. Þeim Dylan sem er tíu ára og Carys sem er sjö ára. Kirk Douglas, faðir leikarans, lét hafa eftir sér nýlega að sonur sinn væri allur að hressast. Michael Douglas og fjölskylda Michael er allur að hressast að sögn föður hans. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.