Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 17
mánudagur 29. nóvember 2010 erlent 17
Menntamálaráðherra Danmerkur er orðinn leiður á því að börn geti beitt kennara sína ofbeldi:
Vill meiri aga í skólastofur
Bílasmiðurinn hf, Bídshöfða 16, 110 R. S-5672330 www.bilasmidurinn.is
Nýtt
Nýr Recaro Young Sport
9–36 kg
Friðrik prins og María prinsessa Ræða við dönsk skólabörn.
„HNEYKSLANLEG“
MÆTING MUGABES
Tsvangirai og haldið áfram að ferðast
um allan heim. Það kemur ekki á óvart
hve illa gengur að ná fram breytingum
í Simbabve þegar ríki Afríku fá svona
misvísandi skilaboð frá Brussel.“
Mugabe hefur löngum sakað Evr-
ópusambandið um að reyna að hrekja
hann frá völdum með því að skipta sér
af innanríkismálum Simbabve og með
beinum stuðningi við helsta keppi-
naut hans, Morgan Tsvangirai.
Það kemur ekki á óvart hve illa
gengur að ná fram breyt-
ingum í Simbabve þeg-
ar ríki Afríku fá svona
misvísandi skilaboð frá
Brussel.
Kínverjar hafa óskað eftir neyðar-
fundi með leiðtogum Norður-Kór-
eu vegna mögulegra átaka á Kór-
euskaganum. Á þriðjudag í síðustu
viku gerði norðurkóreski herinn
stórskotaliðsárás á eyjuna Yeon-
pyeong, sem tilheyrir Suður-Kóreu.
Í árásinni féllu fjórir og 18 særðust
alvarlega, auk þess sem fjölmörg
hús á eyjunni eyðilögðust – en þar
búa um 1.300 manns. Í kjölfarið
hefur ríkt gífurleg spenna á Kór-
euskaganum og hafa íbúar Suð-
ur-Kóreu krafist harðari viðbragða
af hálfu stjórnvalda. Hefur al-
menningur fylkt liði á götum úti og
brennt myndir af Kim Jong-Il, leið-
toga Norður-Kóreu, og gengið um
með skilti þar sem stjórnvöld eru
hvött til að ráðast á Norður-Kóreu.
Vonast eftir sex ríkja viðræð-
um
Undanfarin sjö ár hafi staðið yfir
sex ríkja viðræður um ástand-
ið á Kóreuskaga, þó aðallega um
kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu.
Þar hafa Kóreuríkin tvö hitt fyrir
Bandaríkin, Rússland, Kína og Jap-
an – en nú eru liðin tvö ár síðan síð-
asti fundur var haldinn. Þá gengu
Norður-Kóreumenn á dyr þar sem
þeir voru ekki sáttir við gang við-
ræðna. Nú hefur Wu Dawei, að-
stoðarutanríkisráðherra Kína, ósk-
að eftir því að þessar viðræður verði
teknar upp að nýju, en því hafa Suð-
ur-Kóreumenn hafnað. Sagði í yfir-
lýsingu frá skrifstofu forseta Suður-
Kóreu að slíkar viðræður væru ekki
tímabærar að svo stöddu.
Hittast á þriðjudag
Þrátt fyrir að ólíklegt verði að telj-
ast að sex ríkja viðræðurnar verði
teknar upp á næstunni er ljóst að
fulltrúar frá Norður-Kóreu muni
funda með Kínverjum. Á þriðjudag
er væntanlegur til Beijing Che Thae
Bok, en hann gegnir stöðu forseta
norðurkóreska þingsins. Mun hann
þar hljóta áheyrn æðstu embættis-
manna í Kína, meðal annars forseta
Kína – Hu Jintao. Stjórnmálaskýr-
endur telja viðræðurnar mikilvægt
skref til að róa öldurnar, en Kína
hefur löngum verið talinn eini
bandamaður Norður-Kóreu og eina
ríkið sem getur haft áhrif á leiðtoga
Norður-Kóreu, Kim Jong-Il.
Heræfingar og gífuryrði
Í gær hófust sameiginlegar her-
æfingar suðurkóreska hersins
og Bandaríkjahers á Gulahafi,
um 150 kílómetrum fyrir sunnan
Yeonpyeong. Stjórnvöld í Norður-
Kóreu hafa fordæmt heræfingarnar
og segja þær vera greinilegt merki
um ögrun af hálfu Suður-Kóreu-
manna, að þeir séu „að reyna að
hefja stríð, hvað sem það kosti.“ Í
yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Norð-
ur-Kóreu var því ennfremur hótað
að „banvænum og skelfilegum eldi
verði látið rigna yfir varnargarða
óvinarins, vogi hann sér að troða
virðingu og fullveldi Norður-Kóreu
um tær, jafnvel hið minnsta.“ You
Nak-jun, hershöfðingi í suðurkór-
eska hernum var heldur ekki spar
á stóru orðin, en hann hélt ræðu í
minningarathöfn sem haldin var
til heiðurs þeim sem létust á Yeon-
pyeong. „Hermenn okkar munu
svara fyrir sig hundraðfalt, þúsund-
falt. Við munum taka tilfinningar
okkar, reiði og hatur, alveg inn að
beini og við munum hefna okkar á
Norður-Kóreu.“
GífUrLEG SpENNA
á KórEUSKAGA
Gífurleg spenna ríkir um þessar mundir á Kóreuskaga. Bæði Norður- og Suður-Kóreu-
menn hafa blásið í herlúðra en sameiginlegar heræfingar bandaríska og suðurkór-
eska hersins hófust í gær. Kínverjar hafa nú óskað eftir viðræðum við Norður-Kóreu
um friðsamlega leið úr deilunni.
Við munum taka tilfinningar okk-
ar, reiði og hatur, alveg
inn að beini og við mun-
um hefna okkar á Norð-
ur-Kóreu.
björn teitsson
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Heræfingar hafnar Bandaríska
flugmóðurskipið USS George Washinton
er nú á Gulahafi.
Wu Dawei Aðstoðarutanríkisráðherra
Kína og sérstakur erindreki í málefnum á
Kóreuskaga.