Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR
TÓLF ÁRA STÚLKA
BERST FYRIR LÍFINU
„Það er kannski ekki stór séns en
hann er til staðar. Ég margspurði
læknana hvort þeir væru að fara
með hana til Svíþjóðar ef það
væri ekki séns og þeir sögðu að
það myndu þeir ekki gera. Mað-
ur huggar sig við það,“ segir María
Egilsdóttir, móðir Helgu Sigríðar
Sigurðardóttur, 12 ára stúlku sem
hneig niður í sundtíma á Akur-
eyri á miðvikudaginn. Hún berst
nú fyrir lífi sínu á Sahlgrenska-há-
skólasjúkrahúsinu í Gautaborg en
þangað var hún flutt með sjúkra-
flugi frá Reykjavík í gær, sunnudag.
Þar er hún í hjarta- og lungnavél.
Var í sundi
Lítill sem enginn aðdragandi var
að því að Helga hneig niður. Hún
var í sundi á skólatíma en eft-
ir að hafa synt tvær ferðir í sund-
lauginni bað hún um leyfi til að
fara upp úr lauginni. Inni í bún-
ingsklefanum kastaði hún upp
og missti í kjölfarið meðvitund.
Þetta var á miðvikudaginn. Hún
fékk aðhlynningu fljótt og var flutt
á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri áður en hún var flutt suður til
Reykjavíkur þar sem hún dvaldist
fram á sunnudag. Þá var hún var
flutt með sérút búinni gjörgæslu-
vél frá Reykjavík til Gautaborgar.
Foreldrar hennar, þau María Eg-
ilsdóttir hjúkrunarfræðingur og
Sigurður Bjarnason svæðisstjóri
fóru í gær með áætlunarflugi til
Kaupmannahafnar þaðan sem
þau héldu til Svíþjóðar til að vera
með dóttur sinni.
DV náði tali af Maríu þar sem
þau biðu á Kastrup-flugvellinum
í Danmörku eftir flugi til Svíþjóð-
ar. Þá höfðu þau fengið þær upp-
lýsingar að flutningurinn á Helgu
hefði gengið vel og að hún væri á
leið í aðgerð. Hún var þá ekki alveg
viss um hvort í aðgerðinni ætti að
tengja gervihjarta við dóttur sína
eða hvort einhvers konar æð væri
komið fyrir til bráðabirgða. „En
það verður að drífa í þessu skilst
mér, til þess að hægt sé að hvíla
hjartað og lungun,“ segir hún.
„Getur ekki orðið veikari“
María, sem er hjúkrunarfræð-
ingur að mennt, segir engan vita
enn hvað orsakaði rofið sem varð
í stórri æð við hjartað. „Hún fékk
ekki tappa eða hefðbundið hjarta-
áfall. Það kom rof á æðina þannig
að hjartað fékk ekki blóð frá henni
og það kom drep. Það er ekki vit-
að hvað orsakar það; hvort það er
áverki, sjaldgæfur galli eða eitthvað
annað,“ segir María sem segir að
Helga hafi aldurinn með sér auk
þess sem hún sé fílhraust og sterk.
„Hún getur ekki orðið veikari, er
okkur sagt,“ segir María.
Hún segir aðspurð að reynt
verði til þrautar að fá líffæri henn-
ar; hjartað og lungun, til að starfa
eðlilega áður en hjartaígræðsla
verður reynd. Eins og staðan sé
núna séu lungu svo illa farin vegna
bólgumyndunar og vökva að ekki
dugi að fá nýtt hjarta. „Að fá gjafa-
hjarta er síðasta hálmstráið,“ seg-
ir hún og bætir við að lungun hafi
fyllst af vökva og auk þess líklegt
að hluti af magainnihaldinu hafi
komist í lungun líka – þegar hún
kastaði upp áður en yfir hana leið.
María segir enn fremur að síðasta
lungnamyndin sem tekin hafi ver-
ið í gær, sunnudag, hafi verið betri
en sú sem tekin var á undan. „Það
er ákveðinn sigur, þó hann sé lítill,“
segir hún af aðdáunarverðu æðru-
leysi.
Þess má geta að fram kom í fjöl-
miðlum í gær að allt benti til þess
að önnur líffæri Helgu, svo sem
heilinn, starfi eðlilega. Þannig hafi
hún á einum tímapunkti kinkað
kolli til pabba síns þegar hann
spurði hvort hún heyrði til sín.
Kraftmikil stelpa
Vinafólk fjölskyldunnar; hjónin
Hans Rúnar Snorrason og Málfríð-
ur Þórðardóttir, hefur hrundið af
stað söfnun handa fjölskyldunni.
Þar segir að fyrir liggi að fjölskyld-
an verði lengi frá vinnu og að slíkt
feli í sér mikinn tekjumissi. „Þess
vegna viljum við sýna hug okkar í
verki og koma af stað söfnun. Það
síðasta sem fjölskyldan þarf er að
hafa áhyggjur af fjármálum. Það
skiptir engu máli hve lítið þið gef-
ið, margt smátt gerir eitt stórt,“ seg-
ir á síðunni. „Sýnum þessari góðu
fjölskyldu að hún búi á Íslandi þar
sem ríkir samkennd og samhug-
ur, þar sem hjálpast er að á erfið-
um tímum,“ segir þar enn fremur.
Þeim sem vilja leggja fjölskyldunni
lið er bent á upplýsingar um reikn-
inginn hér neðar á síðunni. María
og Málfríður eru nánar vinkon-
ur og samstarfskonur en dæt-
ur þeirra eru vinkonur. Hún seg-
ir að heilarit Helgu séu eðlileg og
því séu blessunarlega engar heila-
skemmdir. „Hún er ofsalega kraft-
mikil stelpa, algjör sólargeisli; já-
kvæð, skemmtileg og alltaf fjör og
líf í kringum hana, hvar sem hún
er. Hún er mikil íþróttastelpa og
stundaði fimleika með Fimleikafé-
lagi Akureyrar árum saman,“ segir
hún um Helgu.
Rússíbanareið
María segist aðspurð slegin yfir
þeim stuðningi sem þeim hafi
verið sýndur, meðal annars fram-
taki Hans og Málfríðar. „Við eig-
um góða að og þetta hjálpar okkur.
Maður veit ekkert út í hvað maður
er að fara, hvort maður sé kominn
til að vera hér í vikur eða mánuði.
Okkur er sagt að þetta geti tekið
margar vikur að jafna sig,“ segir
hún og bætir við að þolinmæði sé
það eina sem gildi nú.
Aðspurð hvernig þeim hjón-
um gangi að takast á við þess-
ar breyttu aðstæður segir hún að
það sé engu líkt. „Þetta er rússí-
banareið og maður þorir ekki að
gleðjast yfir litlum áfangasigrum.
En við höfum gott fólk allt í kring-
um okkur,“ segir hún.
Þegar hún er beðin að lýsa
dóttur sinni stendur ekki á svör-
um. „Hún er fyrst og fremst ákaf-
lega félagslynd og umhugað um
alla í kringum sig. Hún er ofboðs-
lega skapandi, hugmyndarík og
frjó. Hún er listatýpan í fjölskyld-
unni og ofboðslega góðhjörtuð.
Hún er opin en rosalega mikil fjöl-
skyldumanneskja,“ segir María en
þau hjónin eiga tvö önnur börn:
Herdísi Maríu 20 ára og Sigmar
Bjarna 17 ára. „Þau eru heima
hjá ömmu sinni og afa sem ætla
að halda heimili fyrir þau á með-
an við erum úti. Þau eru í góðum
höndum,“ segir hún að lokum.
Helga Sigríður Sigurðardóttir, 12 ára stúlka frá Akureyri, hneig niður í sundtíma í skólanum á mið-
vikudaginn vegna rofs á æð við hjartað. María Egilsdóttir, móðir hennar, segir engan vita hvað orsakaði
rofið. Hún segist ekki vita hvort eða hversu lengi dóttir sín verði að ná sér. Vinafólk þeirra hefur hafið
söfnun fyrir Helgu og fjölskyldu hennar.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Hún getur ekki orðið veikari, er
okkur sagt.
Yfirmaður hjartaígræðsludeild-
ar Sahlgrenska-sjúkrahússins í
Gautaborg er Íslendingurinn Vil-
borg Þórunn Sigurðardóttir. Í við-
tali við DV segist Vilborg þekkja
mál íslensku stúlkunnar í gegnum
fjölmiðla en vegna aldurs stúlk-
unnar munu læknar barnadeildar
Sahlgrenska-sjúkrahússins annast
hana.
„Hjartaskipti eru eiginlega ekki
bráðaaðgerðir. Það sem gerist í
tilfelli eins og ungu stúlkunnar,
er að sjúklingur er settur í hjarta-
og lungnavél. Hugsanlegt er að
hjartað lagist án frekari aðgerða.
Hjarta- og lungnavélin er notuð
til þess að vinna tíma og ákveða
um frekara framhald með hjálp-
arhjarta sem er eins konar brú til
hjartaskipta,” segir hún.
Að sögn Vilborgar er tíminn
sem fólk er í hjarta- og lungna-
vél alla jafna um tvær vikur 2 vik-
ur. „Eftir það fá sjúklingar hjálpar-
hjarta sem gerir þeim kleift að vera
vakandi og hreyfa sig um og lifa
nokkuð eðlilegu lífi á meðan beðið
eftir hjartaígræðslu”, segir hún.
baldur@dv.is
Hjartavél til að vinna tíma
Yfirmaður hjartaígræðsludeildar í Gautaborg:
Þeir sem vilja styrkja fjölskyldu
Helgu Sigríðar geta lagt inn á eftir-
farandi reikning:
0565-26-110378
Kennitala 180470-3449
Yfirmaður hjartaígræðsludeildar
VilborgÞórunnSigurðardóttirsegir
hugsanlegtaðhjartaðlagistánfrekari
aðgerða.
Kraftmikil og hraust Helgu
Sigríðierlýstsemjákvæðriog
skemmtilegristúlku.
Samheldin fjölskylda MaríaogSigurðureigaþrjúbörn,Helgu,Herdísiog
Sigmar.