Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 29. nóvember 2010 mánudagur no5 - st. 41-46 kr. 4195 no4 - st. 37-42 kr. 4195 no6 - st. 37-42 kr. 4560 Tilvalin jólagjöf Grensásvegi 8 S: 517-2040 www.xena.is Opnunartími virka daga 12-18 laugardag 12-16 no3 - st. 37-42 kr. 4560 no2 - st. 37-42 kr. 4195 no1 - st. 41-46 kr. 3350 Hagsmunasamtök heimilanna þurfa ekki að skila ársreikningi: Ekki ársreikningsskyld „Það er ekki krafa frjálsra félaga- samtaka en við skilum inn ársreikn- ingi. Hann var lagður fram á aðal- fundi sem var haldinn í apríl, “segir Friðrik Ó. Friðriksson, stjórnarfor- maður Hagsmunasamtaka heimil- anna. Samkvæmt upplýsingum hjá ríkisskattstjóra eru hagsmunasam- tök sem slík ekki skyld til að skila inn ársreikningi. Marinó G. Njáls- son stjórnarmaður sagði sig úr stjórn samtakanna fyrir skömmu vegna umfjöllunar um skuldastöðu hans en varamaður hefur tekið við stöðu hans. Aðspurður um laun stjórnar- manna segir Friðrik að þau séu eng- in og að þetta sé verk sem unnið sé í sjálfboðavinnu. „Hér er einnig gríð- arlega mikið af fólki sem ráðstafar miklum tíma í sjálfboðavinnu og missir jafnvel af launum við að reyna að koma kerfinu í lag,“ bætir hann við. Í samþykktum samtakanna seg- ir að gjaldkera sé heimilt með fyr- ir fram samþykki stjórnar að endur- greiða stjórnarmönnum eða nefndarmönnum sannanlega út- lagðan kostnað vegna sérstakra verk- efna í þágu félagsins. Friðrik segir að það séu ákveðnir hlutir sem stjórn- in hefur samþykkt að endurgreiða. Nefnir hann sem dæmi ef stjórnar- eða nefndarmaður hefur verið beð- inn um að mæta á fund úti á landi. Þá leggur hann sjálfur út fyrir ferða- kostnaði ef fundarhaldari tekur ekki þátt í kostnaðinum og getur svo feng- ið endurgreitt frá samtökunum. Á heimasíðu samtakanna seg- ir að N1 hafi styrkt þau um rúmar tvær milljónir króna. Friðrik segir ekkert óeðlilegt við það og spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir að fyrirtæki eða einstaklingar sem veita styrki eigi einhverra hagsmuna að gæta segir hann: „Það hafa ekki ver- ið gerðar neinar kröfur og ekki nein skilyrði sett af þeim sem veita. Þeir sem veita þessa styrki, hvort sem um háar eða lágar upphæðir er að ræða, veita þá sjálfviljugir og algjörlega skilyrðislaust. Upphæðunum er síð- an ráðstafað fullkomlega án samráðs við styrkveitendur.“ Friðrik Ó. Friðriksson ásamt Marinó G. Njálssyni og Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur Hagsmunasamtök heimilanna lögðu fram ársreikninga á aðalfundi í vor. EIGNALAUST EN FÉKK MILLJARÐA Embætti ríkissaksóknara hefur sent mál eignarhaldsfélagsins Cons- ensus til embættis sérstaks sak- sóknara, samkvæmt heimildum DV, vegna rökstudds gruns um lögbrot. Rannsóknarnefnd Alþingis benti ríkissaksóknara á að skoða Con- sensus-málið, auk fjölda annarra, í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í apríl síðastliðnum. Ástæð- an var sú að nefndin taldi að fjárfest- ing félagsins í framvirkum skulda- bréfum FL Group í gegnum Glitni fyrir 8 milljarða króna á árinu 2008 gæti flokkast sem refsiverð hátt- semi. FL Group var, sem kunnugt er, stærsti hluthafinn í Glitni árið 2008. Sú staðreynd að ríkissaksóknari hefur vísað málinu áfram til ákæru- valds rennir því stoðum undir að fjárfesting félagsins í skuldabréfum FL Group teljist refisverð háttsemi. Eigendur Consensus voru Kjart- an Broddi Bragason og Aðalheiður Björt Guðmundsdóttir, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2007. Kjartan og Aðalheiður, sem voru gift, skildu árið 2007 og varð Kjartan eini hlut- hafi félagsins í kjölfarið. Kjartan er eini stjórnarmaður félagsins, sam- kvæmt Lánstrausti. Varamaður í stjórninni er Knútur G. Hauksson. Tilgangur félagsins er skráður við- skiptaráðgjöf og önnur rekstrarráð- gjöf í hlutafélagaskrá. Samkvæmt ársreikningi félags- ins fyrir árið 2007 nam tapið á rekstri þess tæpum sextíu þúsund krónum. Félagið fór því frá því að tapa sex- tíu þúsund krónum árið 2007 yfir í að fjárfesta fyrir 8 milljarða króna í bréfum FL Group. DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Kjartani vegna málsins en án ár- angurs. Gátu fengið meira lánað Hugsanlegt er að fjárfesting félags- ins hafi verið til þess gerð að sneiða hjá reglum fjármálamarkaðarins um hámarkslánveitingar til einstakra aðila. Samkvæmt skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis var Glitnir bú- inn að lána FL Group svo mikið að bankinn átti í erfiðleikum með að lána félaginu meira vegna þessara reglna um stórar áhættuskuldbind- ingar. Fjárfesting Consensus, og annarra félaga, í skuldabréfum FL Group gerði það hins vegar að verk- um að Glitnir gat þar með lánað FL Group þá 12 milljarða sem félögin höfðu fjárfest fyrir í FL. Þar af keypti Consensus fyrir átta milljarða. „Með því að fá viðskiptavini sína til þess að gera framvirka kaupsamninga um skuldabréf Glitnis var hægt að lána FL Group þessa 12 milljarða þar sem áhættan var formlega á félögunum sem gerðu framvirku samningana við bankann,“ segir í skýrslunni. Fjárfesting Consensus kom sér því vel fyrir FL Group því vegna hennar gat félagið fengið meiri lán hjá Glitni. Ætla má að eitt atriðanna sem rannsakað verður í viðskipt- unum er hvort þau hafi verið liður í meintri markaðsmisnotkun Glitnis og FL Group. Eignalaust félag fær 8 milljarða lán Ályktunin sem rannsóknarnefndin dregur af Consensus-málinu er hins vegar sú að ef áhættan af viðskipt- unum hefði í raun og veru ekki átt að hvíla á bankanum, líkt og ef lán- in hefðu borist til FL Group án þátt- töku Consensus og annarra félaga sem fjárfestu í framvirkum skulda- bréfum FL Group, hefðu þessi fé- lög þurft að vera nægilega sterk til að þola greiðslufall FL Group. Þetta var vitanlega ekki raunin með Con- sensus, líkt og áður segir, þar sem fé- lagið var „... skráð án eigna og með 117 þúsund króna skuldir í lok árs 2007 samkvæmt rekstrarframtali“, eins og segir í skýrslunni. Áhættan hvíldi því öll á bankanum hvort sem er þar sem hann lánaði til viðskipt- anna með skuldabréfin. Í skýrslunni snýst einn angi gagnrýninnar á viðskipti Consensus með skuldabréfin í FL Group um þessa staðreynd: Félagið var eigna- laust en tók þátt í milljarða króna viðskiptum. Þar er enn fremur rætt um hvernig Consensus fjármagn- aði eiginfjárframlag sitt í viðskiptun- um með skuldabréfin. Þetta var gert með víxli frá Icebank upp á tæpar 600 milljónir króna. Vitnað er í útlánaskýrslu frá Ice- bank í skýrslunni þar sem sýnt er fram á þetta. Í útlánaskýrslunni frá Icebank segir: „Lánið notaði Cons- ensus til að kaupa víxla útgefna af bankanum. Consensus lagði víxl- ana síðan fram sem tryggingu vegna framvirks samnings um kaup á skuldabréfum FL Group sem félagið gerði við Glitni.“ Ályktunin sem rannsóknar- nefndin dregur af þessu er sú að Ice- bank hafi fjármagnað eiginfjárfram- lag Consensus í viðskiptunum. Þetta þýðir að Icebank lánaði eignalausu félagi 600 milljónir til að kaupa skuldabréf FL Group. Ekki er greint frá því í skýrslunni hvaða veð Con- sensus lagði fram í viðskiptunum við Icebank. Staða rannsóknarinnar á Cons- ensus-málinu hjá sérstökum sak- sóknara er ókunn. Mál eignarhaldsfélagsins Consensus hefur verið sent frá ríkissaksóknara til sér- staks saksóknara vegna rökstudds gruns um refsiverða háttsemi. Félagið fékk 8 milljarða króna lánaða hjá Glitni til að kaupa skuldabréf FL Group árið 2008. Fyrir vikið gat FL Group fengið hærri lán hjá Glitni. iNGi F. vilhJálMssoN fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is ástæðan óljós DV hefur ekki náð í Kjartan Brodda Bragason hagfræðing til að spyrja hann út í lánveitinguna. Til Ólafs Consensus- málið hefur verið sent frá ríkissaksókn- ara til embættis sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar. KJÚKliNGUR iNNKAllAÐUR: Grunur um salmonellu Grunur leikur á að salmonellusmit hafi komið upp í ferskum kjúklingi frá Matfugli. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta þennan grun, en ákveðið hefur verið að innkalla kjúklinginn. Í tilkynningu frá fyr- irtækinu segir að um sé að ræða kjúkling með rekjanleikanúmer- um 011-10-42-2-01 og 215-10-42- 1-04. „Í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins og í samráði við heil- brigðisyfirvöld hefur verið unnið að innköllun vörunnar. Hafi fólk ferska kjúklinga heima hjá sér er það beðið um að gæta að rekjan- leikanúmerinu, sem er að finna á umbúðunum, og skila kjúkl- ingnum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ. Til að varast óróleika hjá neytendum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættu- laus fari neytendur eftir leiðbein- ingum um eldun kjúklinga, steiki í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru,“ segir í tilkynn- ingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.