Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 19. janúar 2011 Miðvikudagur
Neytendasamtökin gera athugasemd við fréttaflutning:
Sáttavilji fyrirtækja mikilvægur
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
AIR-O-SWISS
rakatækin
Bæta rakastig og vinna gegn:
• Slappleika og þreytu
• Höfuðverkjum
• Augnþurrki
• Astma
Auka vellíðan og afköst
Verð 23.950 kr.
Aðalmeðferð í máli níumenning-
anna:
Glefsaði í löggu
í ofsahræðslu
„Ég flaug inn á vængjum ástarinnar,“
sagði Jón Benedikt Hólm, einn níu-
menninganna sem ákærðir eru fyrir
árás á Alþingi og fleiri sakir þann
8. desember 2008. Við vitnaleiðsl-
ur við aðalmeðferð málsins voru
sakborningarnir spurðir af saksókn-
ara hvernig þeir hefðu komist inn
í bygginguna. Jón Benedikt bætti
síðan við, eftir að svör hans höfðu
vakið kátínu viðstaddra í réttarsal,
að vissulega hefði hann bara gengið
inn í þinghúsið.
Aðalmeðferð í máli þeirra níu
sem ákærðir eru fór fram á þriðju-
dagsmorgun. Níumenningarnir
báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur og var fjölmenni í salnum.
Nokkrir sakborninganna neituðu
alfarið að tjá sig um spurningar
ákæruvaldsins.
Nær öll voru þau sammála um að
þau teldu sig ekki hafa verið í heim-
ildarleysi í þinghúsinu þennan ör-
lagaríka dag. Ekkert þeirra kannaðist
við að hafa heyrt eða séð einhverja
tilkynningu þess efnis að þingpöll-
um væri lokað þegar þau fóru þar
um.
Enginn sakborninganna kvaðst
hafa beitt ofbeldi gagnvart lögreglu
eða þingvörðum heldur hafi þeir
frekar sætt ofbeldi lögreglu. Nær allir
voru sakborningarnir því sammála
að þeir hafi ekki verið upplýstir um
hverjar sakargiftir væru þegar þeir
voru handteknir og færðir til yfir-
heyrslu hjá lögreglu.
Andra Leó Lemarquis er gefið
að sök að hafa bitið lögreglumann
í höndina og bitið lögreglukonu í
öxlina. Andri Leó vildi ekki kann-
ast við að hafa bitið en hann kunni
að hafa glefsað frá sér. Þar hafi verið
um ofsahræðsluviðbrögð að ræða.
Lögreglumaðurinn hafi gripið um
andlit hans þegar hann hugðist að-
stoða unga stúlku sem vildi komast
út vegna innilokunarkenndar. Hann
sakaði lögreglumanninn um að hafa
hrint sér á andlitið niður stigann og
þar hafi lögreglukona, að honum
sýndist,sparkað á eftir honum með
það fyrir augum að koma honum
niður stigann.
Sakborningarnir neituðu því
aðspurðir að hafa verið vopnaðir
og fæstir könnuðust við fyrirmæli
þingvarða eða lögreglumanna um
að fara ekki upp á þingpallana eða
að yfirgefa svæðið. mikael@dv.is
n Ríkisstjórnin velur aðila sem þurfa ekki að greiða áfengisgjald
n Borga 3.352 krónum minna fyrir vodkaflösku en almenningur n „Eðli-
legt þótti að biskup hefði sömu heimildir og ráðherra til kaupa á víni.“
Guðaveigar fást á sérkjörum fyrir út-
valda hjá Áfengis- og tóbaksversl-
un ríkisins, en í lögum um gjald af
áfengi og tóbaki segir meðal annars
að áfengisgjald skuli fellt niður eða
endurgreitt við innflutning og sölu
áfengis til aðila sem njóta skattfrels-
is hér á landi samkvæmt alþjóða-
samningum og aðila sem ríkisstjórn-
in ákveður.
Þeirra á meðal er Biskupsstofa,
sem fékk árið 1990 heimild frá dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu til að
kaupa vín á svokölluðum ráðherra-
kjörum. Ragnhildur Benediktsdótt-
ir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, segir
að það hafi komið til vegna þess að:
„Biskupsstofa er að hluta opinber
stofnun og eðlilegt þótti að biskup
hefði sömu heimildir og ráðherra til
kaupa á víni hjá ÁTVR.“
Þar með þarf Biskupsstofa ekki
að greiða áfengisgjald, sem ræðst
annars af styrk alkóhóls, og getur því
fengið áfengi á mun betri kjörum en
almennir borgarar.
Áfengisgjaldið ræðst af
styrk alkóhóls
Eins og fyrr segir þá ræðst áfengis-
gjaldið af styrk alkóhóls þannig að
áfengisgjald af rauðvíni sem inni-
heldur 13 prósent alkóhól er lægra en
af rauðvíni þar sem alkóhólinnihald-
ið er 14 prósent. Samkvæmt lögum
leggjast 86,90 krónur ofan á hvern
sentilítra umfram 2,25 sentilítra á
verð með virðisauka þegar um er að
ræða öl eða blöndu af öli og áfengum
drykk. Ofan á verð með virðisauka
á víni og gerjuðum drykkjarvörum
leggjast 78,15 krónur ofan á hvern
sentilítra umfram 2,25 sentiltítra svo
fremi sem alkóhólmagnið sé undir
15 prósentum. Ofan á verð með virð-
isauka á öðru áfengi leggjast 101,74
krónur á hvern sentilítra.
Árshátíð í vændum
Nú er áætlað að halda árshátíð Bisk-
upsstofu í febrúarlok og er ætlunin
að gera eitthvað kreppuvænt líkt og í
fyrra. Þá bauð Biskupsstofa engu að
síður upp á vínið, en starfsmannafé-
lagið greiddi niður matinn þó að hver
starfsmaður hafi samt sem áður þurft
að greiða lága upphæð fyrir kvöldið,
eins og gengur. Starfsmenn greiddu
2.000 krónur en makar 3.000 krónur.
Árshátíðin var haldin 6. mars 2010 í
Garðaholti, sem kvenfélag Garða-
bæjar rekur. „Í boði voru tveir pott-
réttir frá Múlakaffi, annar kjúklinga
en hinn lamba og með þeim voru
borin fram hrísgrjón svo og salat. Í
desert voru franskar súkkulaðikökur
sem starfsfólkið bakaði sjálft. Í for-
drykk var freyðivín og hvítt og rautt
með mat,“ segir Ragnhildur.
Prestar drukku í boði
Biskupsstofu
Síðast keypti Biskupsstofa vín í nóv-
ember og þá fyrir móttöku í Bisk-
upsgarði sem haldin var í lok kirkju-
þings. Gestir voru um sextíu talsins
og flestir þeirra kirkjuþingsmenn.
Keyptar voru um fjörutíu flöskur
af léttu víni fyrir boðið.
Þess má geta að fjárveiting-
ar ríkisins til Biskupsstofu árið
2010 námu rúmum 1.400
milljónum króna samkvæmt
fjárlögum. Var þessum fjár-
munum ætlað að greiða
rekstur Þjóðkirkjunnar,
laun biskups, presta og
annarra starfsmanna
Þjóðkirkjunnar.
Borga mun minna en
almenningur
Tökum dæmi: Rauð-
vín kostar 1.799 krón-
ur í verslunum ÁTVR.
Biskupsstofa og
aðrir sem þurfa
ekki að borga
áfengisgjald-
ið fá rauðvín-
ið aftur á móti
á 971 krónu.
Mismunur-
inn á verðinu
sem Biskups-
stofa greiðir
fyrir flöskuna
og hinn al-
menni borgari
er því 828 krón-
ur. Verðmunur-
inn eykst ef um
sterkara vín er
að ræða.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Biskupsstofa er
að hluta opinber
stofnun og eðlilegt þótti
að biskup hefði sömu
heimildir og ráðherra til
kaupa á víni hjá ÁTVR.
Guðaveigar
á sérkjörum
Verð með vsk. og áfengisgj. Áfengisgjald Verð með vsk.
Rauðvín 1.799 kr. 828 kr. 971 kr.
Bjór 319 kr. 150 kr. 169 kr.
Vodka 4.699 kr. 3.352 kr. 1.347 kr.
Koníak 8.299 kr. 3.575 kr. 4.724 kr.
Sérkjör Biskupsstofu miðað við almennt verð
Heimild frá ríkinu Lög heimila
ríkinu að velja þá sem fá áfengis-
gjöldin niðurgreidd. Biskupsstofa
er þar á meðal og fær vín því á mun
betri kjörum en almennir borgarar.
Neytendasamtökin gera athuga-
semd við frétt sem birtist í blaðinu á
mánudaginn var og bar yfirsögnina
„Leynd yfir svörum lista.“ Þar segir
frá árlegri skýrslu Neytendasamtak-
anna þar sem teknar eru saman upp-
lýsingar um fyrirspurnir og kvartan-
ir neytenda. DV óskaði upplýsinga
um hvaða fyrirtæki væru þar efst á
lista yfir kvartanir en þau svör feng-
ust að slíkar upplýsingar væru ekki
uppgefnar. Geta má þess að rætt var
við Gísla Tryggvason, talsmann neyt-
enda, sem sagði að það væri ákveð-
ið sjónarmið að koma upp svörtum
lista og það gæti verið gagnlegt fyrir
neytendur.
Í athugasemd frá Neytendasam-
tökunum segir að engur slíkur listi
sé til og því vandséð hvernig hægt
væri að afhenda fjölmiðlum hann.
Eins og tekið var fram í frétt DV telja
samtökin að slíkar upplýsingar gætu
gefið skakka mynd þar sem til dæm-
is mætti gera ráð fyrir að fyrirtæki
sem flestar kvartanir fá séu stærst
á markaði. Fara þyrfti fram ítarleg
greining á kvörtunarmálum því við-
komandi fyrirtæki hafi í mörgum
tilvikum ekki gert neitt rangt. Eins
segir að í flestum tilvikum takist að
leysa kvörtunarmál með sátt á mill-
li samtakanna og viðkomandi fyr-
irtækis og hætta er á að sáttaviljinn
fari fyrir lítið verði birtur ítarlegur
listi yfir öll þau fyrirtæki sem kvart-
að er yfir.
Neytendur Neytendasamtökin: flest kvörtunarmál leysast á milli samtakanna og
viðkomandi fyrirtækis.