Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 19. janúar 2011 Miðvikudagur Arsenal horfir til Mexes n Það er meira en nóg af félaga- skiptaslúðri í gangi á Englandi enda aðeins tólf dagar eftir af janúarglugg- anum. Arsenal vantar miðvörð til að leysa af Belgann Thomas Vermaelen sem verður frá alla vega fram í mars. Arsene Wenger vill helst ekki kaupa leikmenn í janúar en gæti séð sig tilneyddan ætli liðið að vera í toppbaráttunni allt til enda. Hefur franski miðvörðurinn Philipe Mexes verið orðaður við Arsenal en hann hefur leikið með Roma síðustu ár. Suarez til Liverpool n Kenny Dalglish ætlar, og verður, að styrkja Liverpool-liðið í janúar. Liðið hefur sýnt baráttuanda undir hans stjórn en það hefur ekki dugað til og er liðið enn án sigurs undir hans stjórn. Vill Dalglish bólstra fram- línuna og vill fá Úrúgvæjann Luis Suarez til að hjálpa Fernando Torres í framlínunni. Suarez hefur spilað með Ajax í Hollandi undanfarin ár og skorað þar að vild. Hann fór einnig á kostum á heimsmeistara- mótinu í Suður-Afríku í fyrrasumar en hann skoraði meðal annars sigurmark liðsins í 16 liða úrslitum gegn Suður-Kóreu. Enginn virðist á förum n Roy Hodgson keypti nokkra menn til Liverpool sem hafa verið langt frá því að slá í gegn. Paul Konchesky, Joe Cole og Christian Poulsen hafa verið skelfilegir og var talið líklegt að Kenny Dalglish vildi losa þá frá félaginu strax í janúar. Svo er þó ekki. „Það eru nokkrir leik- menn hjá okkur sem stuðningsmennirnir eru ekki alveg sáttir við. Við þurfum núna að reyna koma þeim almennilega í gang,“ segir Dalglish. Sjálfur veit hann ekki hversu mikinn pening hann fær til leikmannakaupa en hann hitti eigendur félagsins í gær. O‘Neill tekur ekki við West Ham n Síðastliðinn laugardag var talið alveg öruggt að Avram Grant væri að stýra West Ham í síðasta skiptið. Átti Írinn eldklári Martin O‘Neil að taka við liðinu um leið og Grant yrði rekinn. Grant er þó enn við störf og er það líklega áhuga- leysi O‘Neill að þakka. Hann hætti við að taka við West Ham, er talið, á síðustu stundu. O‘Neill hætti sem þjálfari Aston Villa í byrjun leiktíðar en þar var hann orðinn þreyttur á að allar helstu stjörnur félagsins væru seldar frá honum. Nú er talið að hollensk félög horfi til reynslu og kunnáttu Írans. Molar Hjörtur Logi samdi við Gautaborg Vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson úr FH er genginn í raðir sænska stórliðsins IFK Gautaborg. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning en IFK kaupir hann frá bikarmeisturum FH. Hjörtur er 22 ára og hefur leikið alla sína tíð með FH. Hann á að baki 78 deildarleiki fyrir FH en í þeim hefur hann skorað fjögur mörk. Hjörtur Logi er einnig hluti af U21 árs liði Íslands sem tryggði sér sæti á lokakeppni EM í Danmörku. Hjörtur er nú þegar kominn til Svíþjóðar og hóf æfingar með liðinu í dag. Alexander til Löwen 2012 Landsliðsmaðurinn í handbolta og íþróttamaður ársins, Alexander Petersson, mun ganga í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen fyrir keppnis- tímabilið 2012. Löwen er þjálfað af Guðmundi Guðmundssyni en með liðinu leika þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson. Alexander leikur í dag með Füchse Berlín sem hefur komið gríðarlega á óvart í þýsku deildinni og er í 2. sæti. Hann mun klára samning sinn við Berlínarliðið og ganga svo í raðir Löwen sumarið 2012. Fimmtán manna hópur keppir í undankeppni EM um helgina: Fyrsta íslenska futsal-landsliðið Fyrsti landsliðshópur Íslands í futsal var tilkynntur í gær en Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í futsal, valdi þá fimmtán leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM um næstu helgi. Á sama tíma tilkynnti hann að Ejub Puricevic, þjálfari Víkings frá Ólafsvík, og Zoran Daníel Ljubicic verði aðstoðarmenn hans. Undanriðillinn sem Ísland tek- ur þátt í fer fram hér heima en hann verður spilaður að Ásvöllum í Hafn- arfirði. Ísland mætir Lettlandi á föstudagskvöldið klukkan 19.00, Ar- menum á laugardag klukkan 17.00 og lokaleikurinn er gegn Grikklandi á mánudagskvöldið klukkan 19.00. Átta lið tóku þátt í Íslandsmótinu í futsal í ár en þar urðu Fjölnismenn meistarar. Léku þeir gegn Víkingi frá Ólafsvík í úrslitaleik. Fjórir Fjölnis- menn eru í lokahópnum og þrír Óls- arar. Leikmenn úr tveimur öðrum liðum eru í hópnum, Keflavík og ÍBV. Má geta þess að Tryggvi Guðmunds- son, leikmaður ÍBV, er í hópnum en hann á að baki fjörutíu og tvo lands- leiki í hefðbundinni knattspyrnu. Frítt er inn á alla leikina að Ásvöll- um um helgina. Fyrsti landsliðshópurinn í futsal: Markverðir: n Steinar Örn Gunnarsson, Fjölnir n Albert Sævarsson, ÍBV n Einar Hjörleifsson, Víkingur Ó. Aðrir leikmenn: n Guðmundur Steinarsson, Keflavík n Magnús Þorsteinsson, Keflavík n Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík n Illugi Þór Gunnarsson, Fjölnir n Aron Sigurðarson, Fjölnir n Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir n Þorsteinn Már Ragnarsson, Víkingur Ó. n Heimir Þór Ásgeirsson, Víkingur Ó. n Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV n Tryggvi Guðmundsson, ÍBV n Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV n Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV Landsliðshópurinn Landsliðsmaður Tryggvi Guðmundsson er í landsliði Íslands í futsal. MyND TOMASz KOLODzieJSKi Ísland er komið í milliriðilinn á HM í handbolta eftir frábæran sigur á Austurríki, 26-23. Því er ljóst að Ís- land tekur að minnsta kosti með sér tvö stig í milliriðilinn en hin tvö verða í boði þegar liðið leikur lokaleikinn í riðlinum gegn Noregi á fimmtudags- kvöldið. Eftir fyrri hálfleikinn gegn Austurríki voru engin teikn á lofti um íslenskan sigur en gjörsamlega frábær seinni hálfleikur þar sem Ís- land skoraði meðal annars sex fyrstu mörkin lagði grunninn að sigrinum. Þessi litla austurríska grýla sem varð til á síðasta ári með tveimur slæmum úrslitum var svo sannarlega jörðuð í Linköping í Svíþjóð í gær. Sagt er að hefndin svo sæt og það var hún svo sannarlega í gærkvöldi. Ekki nóg með að Austurríki var lagt að velli var það sent heim enda liðið úr leik. Íslenskt gatasigti Aðalsmerki íslenska liðsins til þessa hefur verið hin frábæra vörn sem ekkert lið til þessa hefur getað spól- að sig í gegnum. Austurríkismenn virtust þó hafa svör við varnarleik Íslands til að byrja með og fór þá að reyna á Björgvin í markinu. Mark- varsla íslenska liðsins hefur ekkert verið neitt stórkostleg fram til þessa á mótinu. Hefur það þó ekki kom- ið að sök vegna varnarinnar. Eins og í leiknum í október í undankeppni EM var Björgvin þó engan veginn að finna sig og lá nánast hvert einasta skot Austurríkis í netinu. Hreiðar Levy kom inn en fann sig heldur ekki. Í sókninni hélt Alexander Pet- ersson íslenska liðinu á floti. Frétt- ir bárust í gær að hann hefði samið við Rhein-Neckar Löwen og sendi þjálfari hans, fyrrverandi landsliðs- maðurinn Dagur Sigurðsson, hon- um kaldar kveðjur í sjónvarpsviðtali. Ekki besta veganestið inn í mikilvæg- an leik. Járnmaðurinn Alexander lét þetta þó ekkert á sig fá. Hann bar uppi sóknarleikinn þrátt fyrir að vera barinn eins og harðfiskur af varnar- mönnum Austurríkis. Staðan þó 16- 11 í hálfleik og útlitið ekki gott. Sex núll og allt í lás Þrátt fyrir að klúðra víti og tveim- ur dauðafærum skoraði Ísland sex fyrstu mörk seinni hálfleiks og komst yfir, 17-16. Var heldur betur kveiknað á vörninni og Björgvin fór að finna sig í markinu. Var hreinn unaður að sjá íslenska liðið í seinni hálfleik. Þar var kom- ið aftur allt sem vant- aði í fyrri hálfleik: Kraft, áræðni, dug, þor og fyrst og fremst leikgleði. Hálfleik- arnir voru einfaldlega eins og svart og hvítt. Austurríki skoraði ekki nema sjö mörk í seinni hálfleik sem eru hreint ótrúleg- ar tölur. Má fastlega reikna með að hálf- leiksræða Guðmund- ar Guðmundssonar hafi verið bönnuð inn- an átján. Ef einhver maður fékk uppreisn æru í leiknum var það Björgvin Páll Gústavsson. Hann varði ekki skot í Austurríki fyrir þremur mánuðum síðan og fann sig hvergi í fyrri hálf- leik. En í seinni hálfleiknum fór hann gjörsamlega á kostum og fagnað hverri markvörslu eins og hún væri hans síðasta. Björgvin varði fimmt- án bolta, bara í seinni hálfleik. Fékk hann þó mikla hjálp frá vörninni sem var upp á sitt allra besta í seinni hálf- leiknum. Þögla hetjan Þórir Auk Björgvins Páls sem var valinn maður leiksins í gær verður að hrósa Alexander Petersson. Íþróttamað- ur ársins lét truflun fyrir leikinn ekk- ert á sig finna og dró vagninn lengi vel í sókninni til að byrja með og var svo aftur allt í öllu undir lokin. Skila- boðin frá Magnus Anderson þjálfara Austurríkis var greinilega að berja Alexander í spað. Í þrígang var hann Hefndin er sæt! n Lok, lok og læs hjá vörninni og Björgvini í seinni hálfleik n Austur- ríska grýlan jörðuð n Ísland í millirið- ilinn með að minnsta kosti tvö stig Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Þögla hetjan Þórir Ólafsson skoraði fimm mörk og var alveg frábær. Kátt í höllinni Íslensku stuðningsmennirnir lé tu í sér heyra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.