Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Page 6
6 | Fréttir 19. janúar 2011 Miðvikudagur
Ritstjóri gerir lítið úr málflutningi handknattleiksþjálfara:
Karl Th. leiðréttir Alfreð
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
„Það verður lögð fram kæra á
hendur þessum starfsmanni og
farið fram á bætur,“ segir Ágústa
Hrund Steinarsdóttir, forstöðu-
maður markaðsdeilar Íslandspósts.
Um 300 viðskiptavinir fyrirtækisins
fengu í síðustu viku bréf og talsvert
magn af óútbornum pósti frá því í
maí í fyrra. Þá hafði komist upp að
bréfberi hafði haldið eftir pósti og
aldrei borið hann út.
Meiri póstur fannst fyrir
tilviljun
Að sögn Ágústu var viðkomandi
starfsmanni sagt upp í maí í fyrra
eftir ítrekaðar kvartanir þess efnis
að hann stæði sig ekki í starfi. „Þá
hafði hann haldið eftir pósti. Þá var
gengið á hann og hann látinn skila
öllum þeim pósti sem hann hafði
haldið eftir. Sem hann og gerði og
lofaði að þetta hefði verið allt,“ seg-
ir Ágústa en svo reyndist aldeilis
ekki vera. Síðan liðu sjö mánuðir og
var það ekki fyrr en í desember sem
meiri óútborinn póstur viðkom-
andi bréfbera fannst fyrir tilvilj-
un. „Það var núna í desember sem
það kom í ljós við sölu á bíl að það
fannst póstur í skottinu og þá var
það þessi sami bréfberi. Þá kom í
ljós að hann hafði ekki skilað öllum
þeim pósti sem hann hafði lofað að
gera,“ segir Ágústa. Ekki var þó um
að ræða bifreið bréfberans held-
ur virðist hann hafa falið hann í
skotti umræddrar bifreiðar. Óvænti
glaðningurinn í skottinu var því
óútborinn póstur frá því í maí.
Átta mánaða gamall
póstur kemst til skila
Viðskiptavinirnir sem fengu
aldrei póstinn sinn vegna
vanrækslu þessa starfsmanns fengu
afsökunarbréf frá Íslandspósti í síð-
ustu viku auk póstsins sem komst
ekki til skila átta mánuðum áður.
Þar eru þeir beðnir innilegrar af-
sökunar á þessu leiðindaatviki. Að-
spurð hvort eitthvað af hinum óút-
borna pósti hafi verið opnað segir
Ágústa að svo hafi ekki verið. DV
fékk afsökunarbréf Íslandspósts frá
konu sem býr í hverfi í 112 Reykja-
vík og virðist starfsmaðurinn hafa
verið að bera út póst á þeim slóð-
um. Meðal þess pósts sem aldrei
barst henni var innheimtubréf frá
tryggingafélagi og boðskort í út-
skriftarveislu auk hins hefðbundna
gluggapósts.
Ekki algengt
„Þetta er sem betur fer ekki al-
gengt, en það hefur alveg komið
fyrir í gegnum árin að starfsmenn
standa sig ekki og bregðast starfs-
skyldum sínum. En sem betur fer
er ekki mikið um svona tilfelli,“
segir Ágústa og bætir við að við-
eigandi ráðstafanir hafi verið gerð-
ar til að reyna að koma í veg fyrir
að svona endurtaki sig. Aðspurð
hverjar þær ráðstafanir séu segir
hún að brýnt verði fyrir starfsfólki
hverjar skyldur þeirra séu, þær
reglur sem gildi varðandi útburð-
inn og þær afleiðingar sem það
geti haft ef þeim er ekki fylgt.
Týndur póstur
fannst í bílskotti
n Íslandspóstur ætlar að kæra fyrrverandi starfsmann sem hélt eftir pósti n 300
einstaklingar fengu í síðustu viku póst sem átti að berast í maí í fyrra n Hluti
póstsins fannst fyrir tilviljun í skotti bifreiðar í desember þegar átti að selja hana
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
„Það var núna í
desember sem
það kemur í ljós við sölu
á bíl að það finnst póstur
í skottinu og þá var það
þessi sami bréfberfi.
Afsökunarbeiðni Íslandspóstur biður hundr-uð viðskiptavina sinna afsökunar á atvikinu.
Heimamenn héldu mordýrin
koma af himnum ofan:
Pöddu-
svartur snjór
Á Siglufirði hefur verið hvítt yfir að
líta síðustu daga, enda snjórinn þakið
bæinn. Snjórinn er þó ekki alhvítur
eins og glöggir vegfarendur hafa tekið
eftir. Og það er vissara fyrir börnin að
stinga honum ekki upp í sig. Snjórinn
er nefnilega fullur af litlum svörtum
pöddum sem kallast mordýr eða
stökkmor. Dýrin eru mjög smá jarð-
vegsdýr, 0,5 – 5 mm á lengd, ýmist
kúlulaga eða staflaga. Aftarlega á aft-
urbolnum hafa flest þeirra stökkgaffal
sem þau nota til að stökkva með.
Á heimasíðunni siglfirdingur.is
má sjá umfjöllun um pöddurnar í
snjónum en þar segir meðal annars
að heimamenn hefðu jafnvel talið að
þessum pöddum rigndi af himnum
ofan, enda birtist þetta skyndilega
eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Af því tilefni var haft samband við
skordýrafræðing sem taldi víst að
um mordýr væri að ræða sem kæmu
úr jarðveginum. Hann sagði ekki
vitað hvaða skilyrði þyrftu að vera
fyrir hendi til að dýrin færu á stjá en
vafalaust spiluðu hlýindi og raki þar
inn í.
Mordýrin finnast í alls kyns far-
vegi og gróðri, jafnvel innanhúss í
blómapottum. Þau gegna mikilvægu
hlutverki við niðurbrot jurtaleifa.
Alls kyns mordýrategundir eru hér
á landi og eru þær mismunandi að
lit og lögun en alls hafa 124 teg-
undir verið nafngreindar á Íslandi.
Tegundirnar tilheyra alls 14 ættum.
Þeirra stærst er ættin Isotomidae
með 43 tegundir.
Alfreð Gíslason, handknattleiksþjálf-
ari hjá þýska liðinu Kiel, var gestur
Þórhalls Gunnarssonar í þættinum
Návígi 11. janúar. Til umræðu var af-
staða þjálfarans til mögulegrar að-
ildar Íslands að Evrópusamband-
inu. Fór Alfreð þar um víðan völl en
óhætt er að segja að honum hugnist
alls ekki að Ísland gangi í hóp aðild-
arríkja sambandsins. Í viðtalinu lýsti
Alfreð meðal annars áhyggjum sín-
um af því að erlent vinnuafl myndi
flæða yfir íslenskan vinnumarkað ef
Ísland gengi í sambandið. Eitthvað
virðist hafa skolast til hjá Alfreð því
frjálst flæði vinnuafls hefur verið
leyfilegt á Íslandi í 16 ár, síðan samn-
ingurinn um Evrópska efnahags-
svæðið gekk í gildi.
Málflutningur Alfreðs var slík-
ur að Karl Th. Birgisson, þáttastjórn-
andi og fyrrverandi framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar, sá sig knúinn til
að birta pistil á vefritinu Herðubreið
– sem hann ritstýrir einmitt sjálfur. Í
grein sinni um um þáttinn, segir Karl:
„Þar tókst honum að fara svo rangt
með staðreyndir um Ísland og ESB á
svo skömmum tíma að undrum sætir.“
Alfreð var þess til að mynda full-
viss að Íslendingar myndu hætta
að vera Íslendingar, gengju þeir til
liðs við ESB. Karl skrifaði því í létt-
um dúr að Íslendingar gætu „vit-
anlega lært sitthvað af hremming-
um Þjóðverja, sem eru ekki lengur
Þjóðverjar, Finna, sem hafa misst öll
sín þjóðareinkenni, eða jafnvel Íra,
sem eru farnir að tala með ítölskum
hreim.“ Karl segir að fátt bendi til
þess að Alfreð geri sér fyllilega grein
fyrir innihaldi samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið, miðað við
viðtalið, og setur einnig út á spyril-
inn Þórhall. bjorn@dv.is
Alfreð Gíslason Alfreð á hliðarlínunni í leik með Kiel.
Sagan loks tilbúin
Eftir rúm tíu ár og tæpar 100
milljónir króna fékk Akranesbær
á þriðjudag loksins afhent hand-
rit að sögu bæjarins. Höfund-
urinn, Gunnlaugur Haraldsson
þjóðháttafræðingur, hafði marg-
sinnis fengið framlengdan frest til
verksins og lofaði síðast að hafa
þetta klárt í fyrra.
Í samtali við DV í lok árs 2009
lýsti Gunnlaugur því yfir að hann
væri að leggja lokahönd á verkið
og að hann myndi skila því af sér
sumarið þar á eftir. „Ég hef alveg
þokkalega samvisku út af mínum
störfum. Auðvitað finnst mér leitt
að þetta hafi ekki gengið hraðar
hjá mér,“ sagði hann.
Íslandspóstur kærir Ágústa Hrund
Steinarsdóttir segir að starfsmaðurinn
fyrrverandi verði kærður til lögreglu og farið
verði fram á bætur.