Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 19. janúar 2011 Miðvikudagur
Fyrrverandi Landsbankamaður vann fyrir ráðherra:
1,4 milljónir í ráðgjafalaunBRIDS
SKÓLINN
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Byrjendur ... 24. janúar ... átta mánudagar frá 20-23
Framhald ... 26. janúar ... átta miðvikudagar frá 20-23
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
• Fyrir hvern? Flestir kunna á spilin, en meiri þekkingu þarf
ekki til að vera gjaldgengur á byrjendanámskeiði. Framhaldið
hentar breiðum hópi, bæði þeim sem hafa nýlokið byrjenda-
námskeiði og eins reyndari spilurum sem vilja læra Standard-
kerfið vel.
• Þú getur mætt stök/stakur og æskilegur aldur er 18-90 ára.
• Námskeið skólans fara fram í Síðumúla 37 í Reykjavík.
• Nánari upplýsingar á Netinu undir bridge.is/fræðsla.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri verðbréfasviðs
Landsbankans, fékk alls 1,4 milljónir
króna í laun frá félags- og trygginga-
málaráðuneytinu vegna ráðgjafa-
vinnu sinnar vegna skuldavanda
heimilanna. Þetta kemur fram í svari
Guðbjarts Hannessonar um að-
keypta þjónustu hjá ráðuneytinu.
Yngvi Örn var meðal annars yf-
irheyrður af sérstökum saksókn-
ara vegna rassíunnar sem gerð var
í síðustu viku. Hann hefur þó ekki
réttarstöðu grunaðs manns. Eftir að
Landsbankinn fór í þrot fékk hann
vinnu hjá Árna Páli Árnasyni sem
sérfræðingur í skuldamálum heimil-
anna. Á sama tíma og hann vann að
lausnum fyrir skuldug heimili stefndi
hann þrotabúi Landsbankans vegna
230 milljóna króna krafna sem aðal-
lega voru til komnar vegna kauprétta
sem voru í vanskilum af hálfu bank-
ans frá árinu 2007. Eftir að kröfurnar
komust í hámæli sendi Yngvi frá sér
yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir
að ástæða þess að hann sækti þess-
ar kröfur væri sú að hann vildi ekki
styrkja Breta og Hollendinga frek-
ar. „Sjálfur hef ég ákveðið að komi
til þess að kröfur mínar verði sam-
þykktar af þrotabúinu renni þær, að
frádregnum sköttum, til velferðar-
mála,“ sagði Yngvi Örn í yfirlýsing-
unni.
Yngvi Örn sótti bæði um sem
seðlabankastjóri árið 2009 og sem
forstjóri Íbúðalánasjóðs, en fékk
hvorugt starfið.
valgeir@dv.is
Yngvi Örn Kristinsson Var
ráðinn í félagsmálaráðuneytið
eftir fall Landsbankans.
Skora á
ríkisstjórnina
Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í
Suðurkjördæmi hélt aðalfund sinn
í Landbúnaðarháskóla Íslands að
Reykjum í Ölfusi laugardaginn 15.
janúar. Á fundi kjördæmisráðsins
var lögð fram ályktun um að nátt-
úruauðlindir skyldu vera í þjóðar-
eign. „Kjördæmisráð Samfylking-
arinnar í Suðurkjördæmi skorar á
ríkistjórnina að tryggja þjóðareign
á auðlindum landsins. Ráðið fagn-
ar boðuðum breytingum á stjórn
fiskveiða sem fela í sér varanlegt
eignarhald og fullt forræði þjóðar-
innar yfir auðlindum hafsins, sjálf-
bæra nýtingu, jafnræði við úthlutun
veiðiheimilda, trygg rekstrarskilyrði
sjávarútvegs og það að arðurinn af
auðlindinni renni með sanngjörn-
um hætti til þjóðarinnar.“
Eyraroddi
gjaldþrota
„Mér líst ekkert á blikuna. Það
er engin framtíð án þeirra, alls
ekki,“ segir Sigurður H. Garðars-
son, útgerðarmaður á Flateyri, um
gjaldþrot Eyrarodda. Héraðsdóm-
ur Vestfjarða úrskurðaði útgerðar-
fyrirtækið gjaldþrota á mánudag.
Sigurður, sem sjálfur gerir út tíu
tonna bát og er með harðfiskverk-
un á Flateyri, segir að gjaldþrotið sé
mikið áfall fyrir þorpsbúa. Starfs-
menn fyrirtækisins voru 42 talsins
en þeim var öllum sagt upp í októb-
er. Íbúar Flateyrar voru 250 í upphafi
síðasta árs samkvæmt Hagstofunni
og því ljóst að áfallið er mikið fyrir
atvinnustarfsemi í þorpinu. Stjórn
Eyrarodda hafði unnið að fjárhags-
legri endurskipulagninu fyrirtækis-
ins í samvinnu við kröfuhafa þess að
undanförnu. Nauðasamningur var
samþykktur en ekki tókst að útvega
nægt fjármagn til að halda rekstr-
inum áfram. „Það verður erfitt fyrir
aðra að lifa í þessari grein án þess að
hafa þá,“ segir Sigurður sem hefur
nýtt sér þjónustu Eyrarodda. Hann
bætir við að svartsýnin sé mikil en
bendir þó á að sögur séu á kreiki í
bænum þess efnis að mikill áhugi sé
á 300 tonna byggðakvóta Flateyrar.
Eru bundnar vonir við að einhverjir
byrji þar atvinnurekstur frá grunni.
Kvikmyndaskólinn
í deilu við leigusala
Kvikmyndaskóli Íslands, sem að
hluta til er fjármagnaður með op-
inberum fjárframlögum, flutti fyrr í
þessum mánuði í nýtt húsnæði við
Ofanleiti í Reykjavík úr Víkurhvarfi í
Kópavogi í kjölfar langvinnra deilna
við fyrri leigusala sinn, eignarhalds-
félagið Votaberg. Deilurnar standa
enn og munu líklega enda fyrir dóm-
stólum
Lögmaður Votabergs, Guðbjarni
Eggertsson, segir að Kvikmyndaskól-
inn hafi ekki greitt leigu af húsnæð-
inu síðan í apríl árið 2009 og að skól-
inn skuldi leigusalanum gríðarlega
fjármuni. Heimildir DV herma að
þessar skuldir nemi á annað hundr-
að milljónum króna að mati Vota-
bergs.
Böðvar Bjarki Pétursson, stjórn-
arformaður Kvikmyndaskólans og
stofnandi, segir að málið sé í sátta-
ferli og að lögmenn skólans og Vota-
bergs muni hittast í dag, miðvikudag,
og ræða málin. Hann segir ekki úti-
lokað að skólinn og Votaberg komist
að samkomulagi.
Reynt að semja
Guðbjarni segir að þar til nýlega hafi
samningaviðræður á milli Votabergs
og Kvikmyndaskólans um uppgjör
á skuldunum staðið yfir en þá hafi
eigendur eignarhaldsfélagsins séð
greint frá því í fjölmiðlum að skólinn
væri fluttur í Ofanleiti. „Við höfum
reynt að semja um leigugreiðslur en
við höfum ekki náð saman. Svo lás-
um við um það í fréttunum að skól-
inn væri fluttur í Ofanleiti. Við vorum
eiginlega teknir í bakaríið.“
Kvikmyndaskóli Íslands hefur rök-
stutt mál sitt gegn Votabergi á þann
hátt að leigusalinn hafi ekki staðið við
þá samninga um eðli húsnæðisins
sem skrifað var undir á sínum tíma.
Votaberg byggði húsið fyrir Kvik-
myndaskólann og leigði skólanum
það svo. Forsvarsmenn skólans vilja
því meina að vanefndir hafi verið á
leigusamningnum af hálfu Votabergs
og að slíkt réttlæti riftun á samningn-
um. Skólinn mun jafnframt íhuga
að fara í skaðabótamál við Votaberg
vegna meintra samningsbrota.
Ágreiningurinn mun að öllum
líkindum enda fyrir dómstólum
því ekki virðist vera mikill sátta-
grundvöllur í málinu og hvorug-
ur aðilinn virðist reiðubúinn að
gefa tommu eftir. Deilan virðist
því vera hin erfiðasta ef marka má
málflutning Kvikmyndaskólans og
Votabergs.
Tekist á um kyrrsetningarbeiðni
Guðbjarni segir að í lok desember
hafi verið reynt að kyrrsetja eign-
ir Kvikmyndaskólans með hjálp
sýslumanns en að kyrrsetning-
in hafi verið árangurslaus þar sem
eigendur skólans hafi borið því
við að hann væri eignalaus. „Það
var gerð árangurslaus kyrrsetning,
sem er undanfari gjaldþrotaskipta.
Það eru engar eignir þarna,“ seg-
ir hann. Kvikmyndaskólinn hefur
mótmælt kyrrsetningargerðinni fyr-
ir dómstólum og hræðist ekki með-
ferð málsins fyrir dómi samkvæmt
heimildum DV. Guðbjarni segir
að stjórn Votabergs hafi ekki tekið
ákvörðun um hvort farið verði fram
á að Kvikmyndaskólinn verði tekinn
til gjaldþrotaskipta eða hvort skól-
anum verður stefnt.
Eina eign Votabergs er fasteignin
að Víkurhvarfi 1. Fasteignin er tæp-
lega 7.000 fermetrar að stærð. Eig-
ið fé félagsins er neikvætt um nærri
1,5 milljarða, rúmlega 400 milljóna
króna tap var af rekstrinum árið
2009 og heildarskuldirnar nema 2,8
milljörðum króna – þar af eru gjald-
fallin lán nærri 2,6 milljarðar. Skuld-
irnar eru við Landsbanka Íslands.
Félaginu veitir því ekkert af því að fá
leigutekjurnar af fasteigninni.
Guðbjarni segir að fasteign Vota-
bergs standi auð um þessar mund-
ir eftir brotthvarf Kvikmyndaskól-
ans og að engar leigutekjur fáist því
á meðan. Samkvæmt þessari stað-
reynd og ársreikningnum fyrir 2009
stendur Votaberg því tæpt um þess-
ar mundir.
Um 40 milljónir frá ríkinu
Samkvæmt ársreikningi Kvik-
myndaskólans fyrir árið 2009 nam
hagnaður hans rúmum sjö hundr-
uð þúsund krónum á árinu. Eigið
fé skólans er neikvætt um rúmar 35
milljónir króna. Eignir skólans eru
skráðar nærri 22 milljónir króna í
ársreikningnum.
Skólinn er fjármagnaður með
skólagjöldum – skólaárið kostar 1,2
milljónir króna á hvern nemanda –
og styrkjum frá hinu opinbera sam-
kvæmt samningi við menntamála-
ráðuneytið. Um það bil einn fimmti
af rekstrartekjum skólans kemur frá
hinu opinbera í formi styrkja – skól-
inn fékk 43 milljónir á fjárlögum
ársins 2009 og 42 milljónir króna
í fyrra. Áætlað er að skólinn fái 39
milljónir króna á ári næstu fjögur
árin. Skólinn er því einkaskóli sem
fær opinberan styrk. Um 150 nem-
endur eru í skólanum um þess-
ar mundir en frá stofnun hans árið
1995 hefur skólinn útskrifað um 700
nemendur.
Votaberg hefur haft samband við
menntamálaráðuneytið vegna deil-
unnar við Kvikmyndaskólann og
hefur ráðuneytið rætt við stjórnend-
ur skólans. Ráðuneytið fylgist því vel
með stöðunni í deilunni og er alls
ekki útséð um hvernig hún endar.
n Kvikmyndaskólinn og fyrrverandi leigusali eiga í erfiðri deilu n Deilan mun líklega enda fyrir
dómstólum n Leigusalinn vill fá 200 milljónir frá skólanum vegna meintrar vangoldinnar leigu
n Kvikmyndaskólinn hafnar málflutningi leigusalans og íhugar að höfða skaðabótamál
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Við höfum reynt
að semja um
leigugreiðslur en við höf-
um ekki náð saman.
Hörð deila Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi og
stjórnarformaður Kvikmyndaskólans, segir að málið
sé í samningaferli. Fyrrverandi leigusali skólans vill
sækja allt að tvö hundruð milljónir króna til skólans.