Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Page 10
10 | Fréttir 19. janúar 2011 Miðvikudagur Birkir Kristinsson, yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis og fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, seldi nánast öll hluta- bréf sín í Glitni á tímabilinu frá því í júlí 2008 og fram í ágúst sama ár. Þetta var einungis einum til tveim- ur mánuðum fyrir upphaf íslenska efnahagshrunsins sem hófst með falli Glitnis í lok september árið 2008. Birkir er viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu Íslandsbanka í dag. Verðmæti hlutabréfanna í Glitni sem Birkir seldi á þessum tíma nam nærri 1.840 milljónum króna miðað við að meðallokagengi hlutabréfa í Glitni hafi verið 15,19 á þessu tveggja mánaða tímabili. Birkir átti bréfin í gegnum einka- hlutafélag sitt BK-44 ehf. Í júlí 2008 átti BK 44 nærri 121 milljón hluti í Glitni eða sem nam tæplega 0,41 prósenti af hlutafé bankans. Í ág- úst 2008 átti félagið hins vegar ekki nema 0,03 prósent af hlutabréfum bankans. Þessi upphæð bætist við þær tæpu 500 milljónir króna sem Birkir fékk þegar hann seldi hluta bréfa sinna í Glitni í febrúar 2008. Samtals seldi hann því bréf í Glitni fyrir rúmlega 2,3 milljarða króna árið 2008. Á töflu sem fylgir rannsóknar- skýrslu Alþingis, og sem hægt er að skoða á netinu, sést að Birkir hefur selt nánast öll bréf sín í bankanum rétt fyrir miðjan júlí árið 2008. Missti trúna á bankanum Einkabankaþjónusta Glitnis, sem og einkabankaþjónustur almennt séð, hafa það hlutverk að ráðleggja viðskiptavinum sínum að fjárfesta í tilteknum hlutabréfum, skulda- bréfum, afleiðusamningum eða öðrum fjármálaafurðum. Meðal þess sem starfsmenn í einkabanka- þjónustu geta gert er að ráðleggja viðskiptavinum sínum að kaupa bréf í fyrirtækinu sem þeir starfa hjá. Starfsmenn þessara deilda eiga því að vera mjög vel upplýst- ir um stöðu þess fjármálafyrirtæk- is sem þeir vinna hjá og jafnframt um stöðuna á fjármálamarkaði al- mennt. Erfitt er því að draga aðra álykt- un um sölu Birkis á hlutabréfun- um í Glitni en þá að hann hafi verið búinn að missa trúna á bankan- um sem hann vann fyrir rúmum tveimur mánuðum fyrir hrun hans og hafi byggt þá ákvörðun sína að selja bréfin á traustum upplýsing- um innan úr bankanum. Glitnir hélt hins vegar áfram að selja hlutabréf í bankanum til að fjárfesta fram að hruninu, fræg- asta dæmið um slíkt eru kaup fé- lags Róberts Wessmann á eignar- hlut í Glitni nokkrum dögum fyrir upphaf hrunsins. Jafnframt reyndu starfsmenn einkabankaþjónustu Glitnis að tala máli bankans þegar viðskiptavinir deildarinnar vildu draga sig út úr fjárfestingum sem þeir höfðu lagt í í gegnum deild- ina, meðal annars í hlutabréfum í bankanum og ýmsum sjóðum sem Glitnir bauð upp á. Þessar ráðlegg- ingar byggðu á því að staða bank- ans væri í reynd traustari en raun bar vitni. Glitnir keypti mikið magn bréfa DV hefur sent Birki fyrirspurn vegna málsins. Meðal þess sem DV lék hugur á að vita var hver hefði selt bréf eignarhaldsfélags hans í Glitni og hver hefði keypt þau. Birk- ir svaraði ekki fyrirspurninni. Áhugavert er hins vegar að á sama tíma og Birkir seldi keypti Glitnir banki um 330 milljón hluti í sjálfum sér í gegnum þá deild bankans sem sá um eigin viðskipti svokölluð, það er að segja viðskipti með hlutabréf bankans í sjálfum sér. Verðmæti þessara viðskipta hefur verið rúmlega fimm millj- arðar króna, samkvæmt meðal- lokaverði hlutabréfa í Glitni í júlí og ágúst árið 2008. Ekkert er hins vegar hægt að fullyrða um hver það var sem keypti bréf Birkis. Ljóst er hins vegar að það hefði ekki kom- ið sér vel ef enginn kaupandi hefði fundist að þetta stórum eignarhlut í bankanum. Hlutabréfasalan komst ekki í rannsóknarskýrsluna Sala Birkis á hlutabréfum sín- um í bankanum komst ekki inn í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis í umfjöllun um kaup og sölu starfsmanna Glitnis á hluta- bréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins 2008. Ástæðan er sú að athugun rannsóknarnefndarinn- ar á viðskiptum starfsmanna með hlutabréf í bönkunum náði aðeins aftur til 1. ágúst 2008. Birkir seldi hlutabréf sín í bankanum í júlí 2008 og var salan meira en tíu sinnum stærri en heildarsala starfsmanna Glitnis á bréfum í bankanum frá því í byrjun ágúst og fram að hruninu. Í rannsóknarskýrslunni segir um þetta: „Hjá Glitni banka seldu starfsmenn hlutabréf í bankanum fyrir um 150 milljónir króna á tíma- bilinu 1. ágúst 2008 fram að falli bankanna.“ Ársreikningur BK-44 ehf. fyr- ir árið 2009 liggur ekki fyrir en fé- lagið hefur ekki skilað ársreikningi síðan árið 2007. Birkir hefur sömu- leiðis dregið sig úr stjórn félagsins en hann sat þar árið 2008. Félagið er hins vegar enn skráð til heimilis heima hjá Birki. Þess skal getið að nú er í gangi fyrir dómstólum dómsmál gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu, vegna meintra innherja- viðskipta með hlutabréf hans í Landsbankanum rétt fyrir hrun. Baldur sat í nefnd um fjármála- stöðugleika á vegum hins opinbera og leikur grunur á að hann hafi búið yfir upplýsingum um veikleika íslenska fjármálakerfisins og hafi því getað séð hrun bankanna fyrir. Baldur seldi bréf sín í Landsbank- Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Viðskiptin tekin til skoðunar *Svar Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn DV um hvort sala stjórnenda fjármálafyr- irtækja á hlutabréfum í bankanum rétt fyrir hrun flokkist sem innherjaviðskipti: „Án þess að vísa til ákveðinna einstaklinga eða viðskipta getur Fjármálaeftirlitið svarað því að hafi stjórnandi einhvers af íslensku fjármálafyrirtækjunum, sem fóru í þrot í tengslum við fjármálaáfallið sem reið yfir landið, selt stóran hlut í fyrirtækinu fáum vikum eða mánuðum fyrir fall þess hafa þau viðskipti verið tekin til skoðunar af Fjármálaeftirlitinu enda kunna stjórnendur fjármálafyrirtækja að búa yfir innherjaupplýsingum og eru bundnir lögum og skyldum í samræmi við það.“ Úr rannsóknarskýrslu Alþingis: Innra eignarhald í Glitni „Hugtakið innra eignarhald fyrirtækis (e. internal ownership) vísar til þess hversu stóran hlut starfsmenn eða þeir sem koma að starfi fyrirtækis með beinum hætti, svo sem stjórnarmenn, eigi í fyrirtækinu. Tekið skal fram að innra eignarhald kann að vera vanmetið í þessari greiningu þar sem rannsóknarnefnd hafði ekki aðgang að gögnum sem veittu fullnægjandi upplýsingar um hluti starfsmanna sem geymdir voru á safnreikningum í dótturfélögum bankanna erlendis. Innra eignarhald skilgreint með þessum hætti var hátt í Glitni, eða um 18% af bankanum þegar mest var í lok árs 2004. Stærstur hluti var þó í eigu stjórnarmanna sem áttu samanlagt um 4% hlut á þeim tíma. Athyglisvert er að 5% bankans voru í eigu starfsmanna þegar bankinn féll en aðeins um 0,39% hlutur var í eigu stjórnarmanna á sama tíma.“ „Hjá Glitni banka seldu starfs- menn hlutabréf í bank- anum fyrir um 150 millj- ónir króna á tímabilinu 1. ágúst 2008 fram að falli bankanna. Yfirmaður í Glitni seldi bréf sín rétt fYrir hrun n Birkir Kristinsson seldi hlutabréf í Glitni í júlí 2008 fyrir rúmlega 1.800 milljónir króna n Virtist ekki hafa trú á bankanum sem hann vann hjá n Viðskiptin komust ekki inn í rannsóknarskýrslu Alþingis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.