Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Síða 11
Fréttir | 11Miðvikudagur 19. janúar 2011 Skráning í áheyrnarprufur í dag kl. 16:15 Við efnum til hæfileikadaga þar sem við leitum að krökkum til að taka þátt í uppfærslu á Galdra- karlinum í Oz sem frumsýnt verður næsta haust. Við leitum að krökkum sem geta leikið, dansað eða sungið – eða hvað annað sem sem kemur sér vel á ferðalaginu til Oz. Allir á aldrinum 8–18 ára geta tekið þátt. Prufurnar sjálfar fara fram dagana 24. janúar til 14. febrúar. Skráning fer fram í Borgarleikhúsinu í dag kl. 16.15–17.30. Hlökkum til að sjá ykkur! Skráningablað og nánari upplýsingar á borgarleikhus.isanum fyrir 180 milljónir króna. Viðskipti Birkis voru um tíu sinnum stærri en viðskipti Baldurs og hann var háttsettur starfsmaður í bankanum sem hlutabréfin sem hann seldi voru í. Júlí 2008: 120.931.452 hlutir Ágúst 2008: 0 hlutir Hlutabréfaeign BK 1. Seldir þú nærri 121 milljón hluti í Glitni í frá tímabilinu frá því í júlí 2008 og fram í ágúst 2008? 2. Voru þessi viðskipti þín eðlileg að þínu mati, miðað við þá stöðu sem þú gegndir í bankanum? 3. Hver seldi bréfin og hver keypti þau? Spurningar til Birkis Yfirmaður í Glitni seldi bréf sín rétt fYrir hrun Seldi á heppilegum tíma Birkir Kristinsson, starfsmaður Glitnis og fyrr- verandi landsliðsmaður í knattspyrnu, seldi rúmlega 1.800 milljóna króna hlut í Glitni tveimur mánuðum fyrir hrun. Hann sést hér fyrir leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Óvissan er mikil á Flateyri eftir gjaldþrot Eyrarodda: Flateyringar sendu út neyðarkall Óvissa ríkir nú á Flateyri eftir að út- gerðarfyrirtækið Eyraroddi var úr- skurðað gjaldþrota á mánudag enda áttu þorpsbúar mikið undir því að fyrirtækið lifði af. En Flateyringar sýndu samstöðu á þriðjudag þegar þeir komu saman og sendu út neyð- arkall frá bryggjunni. Tugir íbúa komu þá saman og kveiktu á neyðarblysum í táknrænni aðgerð fyrir þá neyð sem Flateyri stendur nú frammi fyrir. Íbúar halda þó í vonina um áframhaldandi byggð á Flateyri og vonast til að neyð- arkall þeirra í dag berist til þeirra sem málið varðar. Starfsmenn Eyrarodda voru 42 tals- ins en þeim var öllum sagt upp í októb- er. Íbúar Flateyrar voru 250 í upphafi síðasta árs samkvæmt Hagstofunni og því ljóst að áfallið er mikið fyrir at- vinnustarfsemi í þorpinu. Stjórn Eyrarodda hafði undanfar- ið unnið að fjárhagslegri endurskipu- lagningu fyrirtækisins í samvinnu við kröfuhafa þess. Nauðasamningur var samþykktur en ekki tókst að útvega nægt fjármagn til að halda rekstrinum áfram. DV ræddi við Sigurð H. Garðarsson útgerðarmann á þriðjudag um gjald- þrot Eyrarodda og var hann ekki bjart- sýnn. „Mér líst ekkert á blikuna. Það er engin framtíð án þeirra, alls ekki.“ Sigurður, sem sjálfur gerir út tíu tonna bát og er með harðfiskverkun á Flateyri, segir að gjaldþrotið sé mikið áfall fyrir þorpsbúa. „Það verður erf- itt fyrir aðra að lifa í þessari grein án þess að hafa þá,“ segir Sigurður sem hefur nýtt sér þjónustu Eyrarodda. Hann bætir við að svartsýnin sé mik- il en bendir þó á að sögur séu á kreiki í bænum þess efnis að mikill áhugi sé á 300 tonna byggðakvóta Flateyrar. Eru bundnar vonir við að einhverjir hefji þar atvinnurekstur frá grunni. Að- spurður hvort viðbúið sé að fólksflótti fylgi gjaldþrotinu segist Sigurður ekki búast við því. „Nei, í rauninni ekki. Við höngum í voninni um að einhverj- ir hafi áhuga á þessu. Það gefur okkur byr undir báða vængi. En maður veit svo sem ekki mikið á þessari stundu.“ mikael@dv.is Neyðarkall af bryggjunni Tugir Flateyringa komu saman við bryggjuna á þriðjudag og kveiktu á neyðarblysum í táknrænni athöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.