Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Side 14
Skanni í miðri búð n Lofið fær Bónus fyrir að brydda upp á þeirri nýjung að koma fyrir skanna í miðri búð á Korputorgi. Blaðamanni er ekki kunnugt um hvort þeir séu víðar en með þessu móti geta viðskiptavinir athug- að verð á hverri þeirri vöru sem kann að vera ómerkt í búðinni. Vitanlega ættu allar vörur að vera merkt- ar en þannig er það aldrei. Því er þetta stórsniðugt framtak hjá Bónus. Spergilkál er ofurfæði Í spergilkáli er mikið af andox- unarefninu sulforaphane sem stuðlar að aukningu ensíma sem aðstoða líkamann við að losna við krabbameinsvaldandi efni. Þessar upplýsingar má finna á heilsubank- inn.is en þar segir einnig að ensímið í raun drepi óeðlilegar frumur og dragi úr oxun í líkamanum. Nú hefur komið í ljós að spíruð spergilkálsfræ innihalda 30 til 50 sinnum meira af sulforaphane en venjulegt spergilkál en sýnt var fram á þetta í rannsókn sem framkvæmd var í John Hopkins- háskólanum í Bandaríkjunum. Heilsubankinn hvetur því fólk til að bæta spírðuðum spergilkálsfræjum í mataræðið og borða auk þess venjulegt spergilkál til að styrkja ónæmiskerfið. Síhringikort ekki möguleiki n Eigandi platínudebetkorts lét vita af óánægju sinni með að geta ekki haft kortið síhringikort. Þess í stað þarf hann að fylgjast með því sjálfur að ekki sé farið yfir á kortinu með tilheyrandi FIT-kostnaði en hann er 750 krónur í hvert skipti sem farið er yfir á kortinu. Viðkom- andi er í viðskiptum við Íslandsbanka og fékk þau svör að kerfið biði ekki upp á að hafa slík kort sem síhringikort og að fólk þyrfti að fylgjast með þessu sjálft. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Úrgangur verður auðlind Um áramótin hækkaði skilagjald á flöskum og dósum hjá Sorpu úr 12 krónum í 14 krónur. Það er því enn ríkari ástæða til þess að endurvinna þessar vörur, en auk þess að vera vænt fyrir náttúruna þá getur skilagjald á áldósum og gosflöskum verið góð tekjulind fyrir börnin. Flokkun á rusli og úrgangi heimafyrir getur einnig verið skemmtileg fyrir alla fjölskylduna ef skipulagið er gott. Þetta kemur fram á heimasíðunni nattura.is en þar segir einnig að það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 19. janúar 2011 Miðvikudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 212,9 kr. Verð á lítra 213,4 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 197,9 kr. Verð á lítra 198,4 kr. Verð á lítra 213,6 kr. Verð á lítra 213,4 kr. Verð á lítra 197,8 kr. Verð á lítra 198,3 kr. Verð á lítra 212,7 kr. Verð á lítra 213,2 kr. Verð á lítra 197,9 kr. Verð á lítra 198,4 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð „Það er ljóst að erindum frá leigjend- um sem leita upplýsinga um réttar- stöðu sína fjölgar gríðarlega hér hjá Neytendasamtökunum og við sjáum í hendi okkar að það vantar aðila sem getur leiðbeint og aðstoðað leigj- endur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin hafa sent Guðbjarti Hann- essyni velferðarráðherra erindi þar sem lýst er áhyggjum Neytendasam- takanna vegna stöðu leigjenda hér á landi enda eru engin hagsmunasam- tök leigjenda starfandi og skortur er á leiðbeiningarþjónustu fyrir þennan hóp. Heildstæð húsnæðisstefna til framtíðar Á sama tíma hefur Guðbjartur Hannes son velferðarráðherra skip- að samráðshóp sem falið er að móta heildstæða húsnæðisstefnu til fram- tíðar með það markmið að tryggja landsmönnum fjölbreytta og örugga valkosti í húsnæðismálum. Formað- ur hópsins er Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir og segir hún að á Íslandi sé óvenju lítill almennur leigumarkað- ur og það liggi ljóst fyrir að fjölmarg- ir, sem höfðu ekki efni á því eða vildu jafnvel ekki kaupa, hafi keypt sér hús- næði því að það var ekkert annað í boði. „Við erum að kanna leiðir til þess að skjóta styrkari stoðum und- ir almennan leigumarkað og það er margt sem þarf að skoða í því sam- hengi,“ segir hún. Ekki náð fótfestu á Íslandi Á Íslandi hefur myndast sú hefð að fólk eigi sitt húsnæði en leigumark- aðir hafa aldrei náð fótfestu eins í nágrannalöndum okkar. Eftir efna- hagshrunið hafa húsnæðismál lands- manna verið mikið í umræðunni en margir hafa lent í vandræðum með að greiða af himinháum lánum sem hækkuðu upp úr öllu valdi við fall krónunnar. Á sama tíma hafa hús- næðiseigendur ekki getað losað sig við eignir sínar vegna þess að hús- næðismarkaðurinn hrundi einnig. Tekjulágir njóta ekki húsnæðis- öryggis Sigríður bendir á að vaxtabótakerfið og húsaleigubótakerfið hafi ekki verið jafnsett og það hafi virkað sem hvati í stuðningskerfum hins opinbera til kaupa á húsnæði í stað leigu. Hún segir að huga þurfi að viðkvæmari hópum í samfélaginu, svo sem ungu fólki sem ekki á pening til að setja í húsnæði. Eins séu það þeir sem eru tekjulægri sem njóti ekki húsnæðis- öryggis. „Það verður að vera sérstök stefna fyrir þessa viðkvæmari hópa en hún verður samt að vera hluti af hinni almennu stefnu. Svo eru það þeir sem eiga húsnæði sem þeir ráða ekki við og fyrir þá skiptir máli að það sé til raunverulegur leigumarkaður, þar sem þú hefur aðgang að húsnæði á viðráðanlegu verði.“ Steinsteypan var öruggasta fjárfestingin Töluvert hefur breyst á síðustu ára- tugum að mati Sigríðar. Áður fyrr hafi fólki fundist öruggasta fjárfest- ingin vera í steinsteypu og litið var á húsnæði sem lífeyrissjóð fólks. „Nú á fólk ekki íbúðirnar heldur leigir þær af bankanum eða Íbúðalánasjóði. Við erum auk þess komin með lífeyr- issjóðakerfi þar sem þú þarft ekki að eiga skuldlausa eign til þess að lifa af í ellinni,“ segir Sigríður. Samráðshópn- um er nú falið að móta húsnæðis- stefnu til framtíðar og vinnur hann út frá markmiðum strjórnarsáttmálans og með það að leiðarljósi að það verði fjölbreyttara framboð af búsetuformi. Fjölga þarf íbúðarkostum „Mér líst mjög vel á samráðshópinn því við hjá Neytendasamtökunum höfum verið með kröfu um að hætt yrði að byggja svona mikið á séreign- arstefnunni og höfum hvatt til þess að hafa fleiri kosti í boði, svo sem bú- seturéttarfyrirkomulag, öflugri leigu- markað og jafnvel að verkamanna- bústaðakerfið verði tekið upp á ný,“ segir Jóhannes. Hann segir það ljóst að fjölga þurfi kostum varðandi íbúð- arhúsnæði því það sé vaxandi fjöldi fólks sem geti ekki keypt sér á hinum frjálsa markaði. Hann segir að við stöndum frammi fyrir þeirri nöturlegu stað- reynd að margir séu að missa heim- ili sín og hann gangi út frá því að þeir sem leysi til sín þessar eignir muni láta það standa til boða að fólkið geti leigt heimili sín áfram. Þá sé ljóst að leigumarkaðurinn muni vaxa til muna á næstu árum. Þörf fyrir ráðgjöf og aðstoð mikil Jóhannes segir það ekki keppikefli samtakanna að sjá um málefni leigj- enda en ljóst sé að leigjendur telji sig geta leitað til þeirra. Þó séu samtökin tilbúin til að sinna þessu verkefni en þá verði að koma fjárhagslegur stuðn- ingur frá stjórnvöldum. „Ef það eru hins vegar áhugasamir aðilar út í bæ sem vilja stofna leigjendasamtök þá stöndum við ekki í vegi fyrir því. Við sjáum þó ekkert í farvatninu í sam- bandi við það en við sjáum þörfina fyrir ráðgjöf og aðstoð.“ n Á Íslandi hefur aldrei verið öflugur leigumarkaður n Frá hruni hefur þeim fjölgað sem geta ekki keypt sér húsnæði n Viðkvæmari hópar samfélagsins búa ekki við húsnæðisöryggi Verðum að efla leigumarkaðinn Samfelld rannsókn á útgjöldum heimilanna á Íslandi, en alls tóku 1.850 heimili þátt í rannsókninni. Útgjöld heimilanna 2006–2008 % 2007–2009 % Eigið húsnæði 1.354 78,4 1.423 76,9 Leiguhúsnæði 374 21,6 427 23,1 Alls 1.728 1.850 Nágrannalöndin árið 2008 Danmörk Eigið húsnæði 53% Leiguhúsnæði 47% Noregur Eigið húsnæði 76% Leiguhúsnæði 17% England Eigið húsnæði 67,9% Leiguhúsnæði 32,1% Leigumarkaður Velferðarráðherra hefur skipað samráðshóp til að móta heildstæða húsnæðisstefnu til framtíðar. MYND SIGTRYGGUR ARI Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Formaður samráðshóps um húsnæðismál. Formaður Neytendasamtakanna Segir mikla þörf fyrir talsmann leigjenda. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.