Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Page 18
18 | Umræða 19. janúar 2011 Miðvikudagur Er einhver frægur ... „Ég gat séð að maðurinn var geðveikur en var samfélagið geðveikt?“ n Anna Bentína Hermansen sem kærði nauðgun en málinu var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum. – DV „Dómskerfið á Ítalíu er sjúkdóm- ur.“ n Silvio Berlusconi er ákærður fyrir kynlífskaup og segist vera ofsóttasti maður mannkyns- sögunnar. – Í sjónvarpsviðtali við ítalska sjónvarpsstöð. „Maður sá hann oft ganga um gangana með fangið fullt af skjölum.“ n Fyrrverandi starfsmaður Sigurjóns Árnasonar bankastjóra sem segir hann einnig vera með pappírstætara í stofunni hjá sér. – DV „Þetta silfur verður að gulli.“ n Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um HM í handbolta. – DV „Eftir markið kom bara skita.“ n Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Japan. Eftir það klúðraði hann tveimur skotum og var ósáttur við sjálfan sig. – visir.is Auðmýkt, ekki hroka Helstu skapgerðareinkenni sem vart verður hjá útrásar-víkingum eru iðrunarleysi og hroki. Þannig svara þeir af hroka í fjölmiðlum, þegar þeir svara yfir- höfuð. Verstir verða þeir þegar þeir eru teknir til rannsóknar eða þeim er stefnt vegna gjaldþrotanna á heims- mælikvarða sem urðu í bönkum sem þeir stýrðu. Jón Ásgeir Jóhannes- son ætlar í mál við slitastjórn Glitn- is vegna þess að hún stefndi honum í New York í tilefni af því að hann færði fjármuni úr bankanum yfir í sinn eig- in vasa og til fjölskyldunnar. Sigurður Einarsson neitaði beinlínis að mæta í yfirheyrslu hjá sérstökum saksókn- ara. Þegar hann kom til landsins var snúður á honum og hann sneri út úr spurningum fréttamanna með snubbóttum svörum. Hann sagðist vera „algerlega“ með hreina sam- visku. Hreiðar Már hundsaði frétta- menn sem spurðu hann spurninga. Það er sjaldnast að sjá á eigendum bankanna að þeir hafi sett þá í gjald- þrot á kostnað þjóðar sinnar. Gjald- þrotin mátti að stórum hluta rekja til misheppnaðra og líklega glæpsam- legra útlána bankanna til eigend- anna, vina, ættingja og starfsmanna. Ekki verður vart við iðrun vegna þess hjá þeim sem báru ábyrgðina og þeim sem ollu okkur öllum tjóni. Nánast aldrei er að sjá auðmýkt þess sem hefur gert mistök, þvert á móti birtist yfirleitt yfirlæti og hroki. Það eru hins vegar undantekn- ingar. Pálmi Haraldsson í Fons lýsti beinlínis iðrun í viðtali við DV í fyrra- vor. Sumir aðrir hafa beðist afsök- unar með fyrirvara um takmarkaða ábyrgð, eða með takmörkun á því til hverra afsökunarbeiðnin nær. Hreið- ar Már Sigurðsson bað til dæmis hluthafa afsökunar en ekki þjóðina. Í síðustu viku kom svo bankastjóri til landsins sem hafði allt annað fas og viðmót en kollegar hans. Halldór J. Kristjánsson virðist vera sá eini þeirra sem gengst við því að eðlilegt sé að rannsaka gjörningana og fjalla um þá. „Ég skil ykkar áhuga á mál- inu,“ sagði Halldór við fréttamenn. Með því setur hann sig í fótspor ann- arra og gefur til kynna að aðrir hafi rétt á því að spyrja hann út í ábyrgð hans. „Ég tjái mig um þetta seinna, já, já. Og allt sem ég hef komið ná- lægt er gert, er gert í fullu samræmi við lög og reglur. Það, það er mín skoðun,“ sagði Halldór. Athyglisvert er að Halldór setur þann fyrirvara á sakleysi sitt að það byggi á hans skoðun. Þetta gefur ekki endilega til kynna sekt, heldur sýnir að Halldór heldur því opnu að það geti verið satt að hann hafi gert mis- tök og brotið af sér. Þetta viðhorf fel- ur í sér ákveðna auðmýkt, sem hef- ur ekki birst í framkomu annarra bankastjóra og eigenda bankanna. Sá sem setur banka á hausinn á að sýna auðmýkt, en ekki hroka. Jafnvel þótt hann sé fullviss um að hann sé saklaus af brotum gegn lögum á hann að vera auðmjúkur, einfaldlega vegna þeirra mistaka sem hann gerðist sekur um og þess vanda sem hann kallaði yfir alla samlanda sína. Það má ekki verða viðurkennt í samfélaginu að fólk sýni hroka og yfirlæti þegar það gerir mistök og veldur öðrum tjóni. Þetta er al- gert grundvallaratriði í mannlegum samskiptum. Þetta snýst um lág- marksviðurkenningu á tilvist ann- arra. Sá sem setur sig í fótspor ann- arra við slíkar aðstæður skynjar strax þá vanlíðan sem hann veldur og veit að hann á að bregðast við með auð- mýkt. Sá sem ekki setur sig í fótspor þeirra sem hann skaðar er annað- hvort sama um aðra eða skilur ekki hvað hann hefur gert. Hvort tveggja ber vott um djúpstæðan skort á sið- ferði. Að sýna hroka eftir að maður hefur skaðað aðra með mistökum sínum felur í sér róttækt sinnuleysi gagnvart velferð annarra. Leiðari Er nóg pönk í íslenska hand- boltalandsliðinu? „Eins og staðan er í hálfleik, akkúrat núna, þá er greinilega ekki nóg pönk í liðinu, en það stendur til bóta því Guðmundur var að fá lagið í dag,“ segir Björn Kristjánsson tónlistarmaður, þekktur undir nafninu Borko. Hann og félagar hans, meðlimir í pönkhljómsveitinni Blóð og kennarar í Norðlingaskóla, gerðu pönkútgáfu af laginu Áfram Ísland eftir Ómar Ragnarsson. Þeir hafa nú þegar látið Guðmund landsliðsþjálfara hafa sína útgáfu af laginu og vonast til að það komi að gagni á HM. Spurningin Bókstaflega Svarthöfði er einlægur að-dáandi vinstristjórnarinn-ar í landinu og þá ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra. Sú góða kona bókstaf- lega geislar af kærleika í garð þjóðar sinnar og allra þeirra ólíku einstakl- inga sem Ísland byggja. Það er ekki að ósekju sem Jóhanna hefur verið kennd við Örk. Hún er sú sem bygg- ir skjaldborg um suma þeirra sem glíma við kulda eða kvöl. En Jóhanna og Steingrímur gera sér ágætlega grein fyrir að sumt fólk er frægt og ann- að ekki. Og það er sjálfsögð kurteisi að gera vel við þá frægu. Í vikubyrj- un kom sjálf Björk í mótmælaham á lóð Stjórnarráðsins með undir- skriftir tugþúsunda Íslendinga gegn skúffu fyrirtækinu Magma. Mikill fjöldi frægðarmenna fylgdi söngkon- unni upp á tröppur Stjórnarráðsins og flutti söfnuðurinn keðjusöng. Svo mikill var fyrirgangurinn að mávager sem heldur sig gjarnan á blettinum framan við húsið lagði á flótta með tilheyrandi gargi og vængjaslætti. Og mótmælandi sem staðið hafði afskiptur, ef frá er talin ein handtaka, ákvað að hypja sig. Jóhanna er einkar varkár í starfi sínu. Það hvarflaði ekki að henni að fara út úr þinghúsinu á sín- um tíma til að ræða við átta þúsund mótmælendur sem börðu tunnur og heimtuðu skjaldborg. Hún hafði ekkert við fólkið að tala. Og Jóhanna var ekkert að skipta sér af einmana mótmælanda sem leitaði réttlætis utan við Stjórnarráðið og gaf mávum í leiðinni. Mótmælandinn var ekki frægur og fjölmiðlar myndu ekki veita því eftirtekt ef forsætisráðherr- ann gæfi málstað hans gaum. Þar sem keðjusöngurinn ómaði inn í hásali valdsins hrökk Steingrímur við. „Er einhver frægur úti ... ?“ gæti hann hafa hálfhrópað. Og þá hefur Jóhanna líklega hrokkið við. Báðir stjórnarherrarnir brugðu sér út á hlað. Viti menn. Þarna var Björk og heill hópur af öðru frægðarfólki. Jóhanna táraðist af hrifningu yfir dugnaði fólksins sem stóð úti í frostinu vegna hug- sjóna sinna. Hún varð þegar í stað sammála boðskapnum. „Er einhver frægur hér ...?“ spurði Steingrím- ur. Jóhanna sussaði á hann og flutti mótmælendunum ávarp sem fól í sér hálfgildings loforð um lagabreyt- ingar. Að því loknu spurði hún auð- mjúk hvort ekki mætti bjóða þeim í kaffi. Í fjarlægð mátti sjá einmana mótmælanda staulast eftir Lækjar- götunni; í burt frá valdinu. Og þeir sem litu til himins sáu máva hnita hringa hátt á lofti. Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar.„Sá sem setur banka á hausinn á að sýna auðmýkt en ekki hroka. Handbendið í bankanum n Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er svo sannarlega í kastljósinu þessa dagana sem eins konar Svarti-Pétur bankans. Til eru þeir sem hafa með honum ákveðna samúð þar sem hann hafi verið handbendi. Bent er á að þeir sem raunverulega fóru með völdin í bank- anum voru Björgólfur Guðmundsson, gjaldþrota athafnamaður, og Kjartan Gunnarsson, varaformaður banka- ráðsins, sem var með aðra hönd á stýri bankans en hina við stjórn Sjálfstæðisflokksins. Svo var það auðvitað Björgólfur Thor Björgólfsson sem að eigin sögn hafði engin áhrif. Fórnir Höllu n Baráttukonan Halla Gunnarsdóttir, sem fórnaði ferli sínum á fjölmiðl- um til að vinna þjóð sinni gagn innan Vinstri grænna, hefur vakið athygli að und- anförnu vegna eindreginna skoðana sinna á staðgöngu- mæðrun. Halla er aðstoðarmað- ur Ögmundar Jónassonar og stendur í ströngu sem slíkur. Hún á ekki langt að sækja baráttuviljann og ákveðnina, enda dóttir Gunnars Sigurðssonar leikstjóra heimildarmyndarinnar Maybe I should have. Vinur greifanna n Einn helsti talsmaður þess innan stjórnarflokkanna að kvótakerfið verði að mestu óbreytt er skipstjórinn og þingmaðurinn Björn Valur Gíslason. Hann er einn af höfundum svokall- aðrar samningsleiðar sem felur í sér lítið breytt ástand. Á dögunum var skipuð fjögurra manna nefnd þingmanna VG og Samfylkingar til að vera sjávarútvegsráðherra til ráðgjafar um breytingar á kerfinu. Skyndilega og fyrirvaralaust dúkkaði upp fimmti maðurinn í nefndinni, Björn Valur, að frumkvæði Steingríms J. Sigfússonar. Þykir sýnt að hann sé þar til að gæta þess að allt fari vel fram. Enginn bilbugur n Vefritið Pressan undir stjórn Björns Inga Hrafnssonar glímir við erfiðan rekstur og þarf á öllum sínum útrásarvinum að halda. Eignar- haldið á fyrirbær- inu er nokkuð á huldu og fæst ekki uppgefið þótt vitað sé að Exista-bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafi komið að málum í gegnum VÍS sem á stóran hlut. En þrátt fyrir leynd og bágindi er enginn bilbugur á Birni Inga sem stofnar hvern vefinn af öðrum. Nú hyggst hann blása lífi í boltinn.is og hefur ráðið ævisagnarit- ara Jóns stóra sem ritstjóra. Sandkorn tRyGGvAGötu 11, 101 REykJAvÍk Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johannh@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Svarthöfði „En Jóhanna og Steingrímur gera sér ágætlega grein fyrir að sumt fólk er frægt og annað ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.