Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Side 19
Á
rið 1853 var mótmælt víðs
vegar um Evrópu. Í London
og í París var farið í kröfu-
göngur, fólk krafðist þess að
Evrópuveldin færu í stríð til stuðn-
ings Tyrkjum. Skömmu áður höfðu
Rússar ráðist á tyrkneska flotann að
tilefnislausu og sökkt honum, en fjöl-
miðlar í Bretlandi og Frakklandi lýstu
þeim atburð í myrkum tón.
Það varð úr að Bretar og Frakkar
sendu herlið á svæðið, en stríðið sem
fylgdi í kjölfarið, Krímstríðið svokall-
aða, kostaði um milljón manns lífið.
Það sem gerði að verkum að þetta
stríð var öðruvísi en önnur var þó
ekki mannfallið, blóðugri stríð hafa
verið háð bæði fyrr og síðar, held-
ur að þetta var fyrsta eiginlega fjöl-
miðlastríðið. Umfjöllun fjölmiðla átti
sinn þátt í að koma því af stað, og ný
uppfinning, ritsíminn, gerði að verk-
um að almenningur gat nú í fyrsta
sinn fylgst með því sem fram fór á
vígstöðvunum nánast jafnóðum og
það gerðist.
Bretaprins og hermenn með
pípur
Yfirmenn breska hersins höfðu tals-
verðar áhyggjur af þessari þróun, þar
sem blaðið The Times birti greinar er
fjölluðu um hrylling stríðsins á afar
gagnrýninn hátt. Til þess að bregð-
ast við þessu sendi Albert Bretaprins
ljósmyndara af stað sem átti að sýna
jákvæðari myndir af stríðinu. Ljós-
myndarinn Robert Fenton varð með
þessum hætti fyrsti stríðsljósmynd-
ari sögunnar. Hann forðaðist að taka
myndir af sundurskotnum líkum,
en myndaði þess í stað hermenn
reykjandi pípur í hrikalegu landslagi
Krímskaga. Þessar ljósmyndir, þær
fyrstu sem voru teknar á átakasvæði,
eru í dag ómetanleg heimild ásamt
greinaskrifum Times.
Þetta stríð á milli fjölmiðla og
hernaðaryfirvalda um birtingar-
myndir átaka hefur haldið áfram
æ síðan. Stundum hafa fjölmiðl-
ar hvatt til stríða, eins og þegar fjöl-
miðlakóngurinn William Randolph
Hearst hrósaði sjálfum sér fyrir að
hafa orðið valdur að innrás Banda-
ríkjamanna í Kúbu árið 1898. Oftar
er því þó þannig farið að hernaðar-
yfirvöld reyna að hafa áhrif á þá með
einhverjum hætti.
Nasistaútvarp á íslensku
Ef Krímsstríðið var fyrsta ritsíma- og
ljósmyndastríðið, þá var fyrri heims-
styrjöldin fyrsta kvikmyndastríðið.
Heimildar- og áróðursmyndin Batt-
le of the Somme var ein vinsælasta
myndin árið 1916, en skoraðist ekki
undan að sýna hrylling stríðsins sem
átti að undirbúa hermenn undir þá
erfiðleika sem þeir myndu mæta.
Þeir sem andæfðu stríðinu, til dæm-
is skáldin Wilfred Owen og Siegfried
Sassoon, gerðu það með hefðbundn-
ari aðferðum ritlistarinnar.
Í seinni heimsstyrjöldinni var ný
tækni komin til sögunnar, útvarpið,
og var það notað til áróðurs af öll-
um stríðsaðilum. Jafnvel útvörpuðu
Þjóðverjar 15 mínútum af fréttum
á íslensku á dag, enginn átti að vera
undanskilinn hinni nýju tækni. Kvik-
myndatækninni var sem fyrr beitt, og
nú með enn áhrifaríkari hætti.
Fyrsta sjónvarpsstríðið og
fyrsta tölvuleikjastríðið
Víetnam var fyrsta sjónvarpsstríðið,
og í þetta sinn misstu hernaðaryfir-
völd tökin á því sem fyrir augu áhorf-
enda bar. Enda má segja að Víetnam
sé eitt af fáum stríðum sögunnar
sem var stöðvað sökum þverrandi
fylgis á heimavelli. Þegar Bandarík-
in tóku næst þátt í meiriháttar átök-
um, í Persaflóastríðinu árið 1991,
höfðu yfirvöld lært sína lexíu. Að-
eins blaðamenn sem voru hliðholl-
ir stríðsrekstrinum fengu aðgang að
vígstöðvunum, og það tölvuleikja-
stríð sem birtist í sjónvarpinu naut
hylli almennings en átti lítið skylt við
raunveruleikann.
Í næstu innrás árið 2003 átti leik-
urinn að endurtaka sig, og í fyrstu
virtist slíkt verða raunin. En nú hafði
ný tækni komið til skjalanna, inter-
netið, sem erfiðara var að ná utan
um en sjónvarpið. Wikileaks þjónar
því sama tilgangi nú og ritsíminn og
The Times gerðu í Krímstríðinu, það
birtir aðra og raunsannari mynd af
vígstöðvunum heldur en hernaðar-
yfirvöld myndu kjósa.
Lygarnar hefjast á nýjan leik
Því eru Wikileaks-skjölin ekki aðeins
mikilvæg sagnfræðileg heimild fyrir
framtíðina, heldur gætu einnig haft
áhrif á gang mála í samtímanum.
Bæði túlkun okkar á fortíðinni sem
og á nútíðinni hlýtur að byggja á því
sem við vitum, og því meiri upplýs-
ingar sem við höfum, því upplýstari
ákvarðanir getum við tekið.
Hvaða áhrif Wikileaks kemur til
með að hafa á stríðsrekstur í nán-
ustu framtíð á eftir að koma í ljós.
En hitt er þó víst, að hernaðaryfir-
völd eiga ekki eftir að samþykkja
þessa nýju tækni þegjandi, heldur
eiga eftir að reyna að bregðast við
henni með öllum tiltækum ráðum.
Líklega mun ekki takast að þagga
niður í Wikileaks með öllu, en það
verður áhugavert að sjá hvaða áhrif
það mun hafa á áróðurstæknina.
Eða, eins og einn bandarískur hers-
höfðingi á að hafa sagt þegar fyrra
Persaflóastríðið hófst: „Let the lies
begin!“
Umræða | 19Miðvikudagur 19. janúar 2011
„Leggst
fáránlega
vel í mig“
1 Sigurjón Brink bráðkvaddur: „Þetta er ægilegur harmur“
Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink lést
á heimili sínu 17. janúar.
2 Sigurjón Árnason með pappírs-tætara í stofunni Bankastjórinn
fyrrverandi þykir afar duglegur og
vinnusamur maður – stundum jafnvel
um of.
3 Pöddusvartur snjór á Siglufirði Snjórinn fullur af litlum svörtum
pöddum sem kallast mordýr eða
stökkmor.
4 Halla trompaðist Halla Gunnars-dóttir reiddist þegar DV rifjaði upp
skrif hennar um staðgöngumæðrun
sem hún líkti við vændi og barnasölu.
5 Til minningar um Sigurjón Brink: „Hann var virkilega góður vinur“
Rætt við Jóhannes Ásbjörnsson, vin
Sigurjóns sem varð bráðkvaddur á
heimili sínu 36 ára gamall.
6 Vafasamri bloggsíðu lokað Slúðurbloggsíðu, þar sem finna mátti
upplýsingar um kynlíf nafngreindra
barna undir lögaldri, var lokað á
föstudag.
7 Peter Fonda fann lík Leikarinn fann lík í bíl í Los Angeles.
Sólmundur Hólm Sólmundar-
son mun stjórna Ha?, nýjum þætti á
Skjá Einum ásamt Jóhanni G. Jóhanns-
syni og Eddu Björgu Eyjólfsdóttur.
Þáttunum, sem hefjast í næstu viku,
mun svipa til þátta Stephens Frys Q.I.
sem sýndir eru á BBC.
Hver er maðurinn?
„Það er Sólmundur Hólm Sólmundarson,
Sóli Hólm, það er ég.“
Hvaðan ertu?
„Ég er fæddur sem Hvergerðingur, en
breyttist í Reykvíking við fjögurra ára aldur
og hef verið það síðan.“
Hvernig leggst nýi þátturinn í þig?
„Bara frábærlega, það hefur aldrei annað
eins komið í íslenskt sjónvarp og þetta
leggst bara fáranlega vel í mig.“
Þekkir þú Eddu Björgu og Jóhann G. vel?
„Ég þekkti þau ekki fyrir, en Edda er svona
stóra systirin sem ég eignaðist aldrei og
Jóhann er litli bróðirinn sem ég að vísu á en
það var fínt að eignast annan.“
Út á hvað gengur þátturinn?
„Þetta er svona skemmtiþáttur með
spurningaívafi. Það er yfirskriftin á honum,
en aðalatriðið er að hafa gaman.“
Hver verður fyrsti gesturinn þinn?
„Guðmundur baggalútur verður fyrsti
gesturinn minn og gestur Eddu verður Karl
baggalútur svo að þetta er ekkert slor.“
Stefnir þú á feril í sjónvarpinu?
„Já, þetta er bara byrjunin, blessuð vertu.“
„Já, það væri fínt að hafa hann.“
Arnór Guðmundsson
26 ára, veitingamaður
„Nei, ekkert sérstaklega.“
Elfa Eðvaldsdóttir
23 ára, nemi
„Hver er það?“
Sólbjört Vera Ómarsdóttir
17 ára, nemi
„Nei, get ekki sagt það.“
Alexandra Jónsdóttir
17 ára, vinnur á Súfistanum
„Ég sakna hans klárlega.“
Ragnar Mete
23 ára, sölumaður
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Saknar þú handboltalýsinga Adolfs Inga Erlingssonar?
Vitnaleiðslur í máli níumenninganna Stuðningsfólk níumenninganna bauð upp á mat fyrir utan héraðsdóm á
meðan vitnaleiðslur yfir níumenningunum stóðu yfir. MyNd RÓBERt REyNiSSoN
Myndin
Fjölmiðlar fara í stríð
Dómstóll götunnar
„Hvaða áhrif
Wikileaks kemur
til með að hafa á
stríðsrekstur í nánustu
framtíð á eftir að koma í
ljós.
Kjallari
Valur
Gunnarsson