Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Page 25
Sport | 25Miðvikudagur 19. janúar 2011 Völlurinn það hættu- legasta við Birnina n Green Bay Packers heimsækir Chicago Bears næsta sunnudag í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL. Bears verður þar á heimavelli á hinum ógn- vænlega Soldier Field-velli. Út herji Packers, Greg Jennings, segir það hættulegasta við heimavallarrétt Bjarnanna vera völlinn sjálfan. „Þarna myndast gífurlegur hávaði og stuðningsmenn þeirra hætta aldrei að öskra. Þeir eru ótrúlega sterkir á heimavelli og hann mun hjálpa þeim mjög mikið. Við verðum að reyna að láta þetta hafa sem minnst áhrif á okkur en ég veit ekki hvort það sé hægt,“ segir Jenning. Ekki hægt að skipta á milli markvarða n Írski markvörðurinn Shay Given hjá Manchester City hefur verið í ókunnu hlutverki á þessu tímabili. Hann hefur leikið hlutverk vara- markvarðar en síðustu tíu árin hefur hann verið einn af betri markvörð- um ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er ekki gaman fyrir mig að láta Shay alltaf vera á bekknum. Það er samt ekki hægt að vera alltaf að skipta á markvörðum þó það sé hægt með útileikmenn,“ segir Roberto Mancini, stjóri City, sem gerði Joe Hart að aðalmarkverði liðsins fyrir tímabilið. Talið er næsta víst að Given fari frá félaginu í janúar, í það minnsta á láni. Vill Fabregas áfram hjá Arsenal n Franski framherjinn Thierry Henry vill að Cesc Fabregas verði áfram hjá Arsenal. Barcelona er búið að taka frá treyju númer fjögur og ætlar að landa miðju- manninum í eitt skipti fyrir öll í sumar. „Cesc er frábær leikmaður og fyrirliði liðs- ins. Ef Arsenal vinnur titilinn verður sagt að hann hafi átt frábæra leiktíð. Ég vil að hann verði áfram hjá Arsenal og hætti að spá í annað. Hjá Arsenal er hann elskaður og þar spilar hann lykilhlutverk,“ segir Henry. Molar Alfreð á skotskónum Besti leikmaður Pepsi-deildar karla, Alfreð Finnbogason, sem samdi við belgíska félagið Anderlecht í fyrra skoraði fyrir varalið félagsins í 2–1 tapleik gegn Standard Liege. Alfreð er orðinn löglegur með Anderlecht en má þó ekki spila næsta leik þar sem hann átti að spilast áður en Alfreð fékk leikheimild. Hann gæti þó verið kominn í leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Racing Gent sem fram fer á sunnudaginn. Van der Vaart ánægður í Tottenham Rafael van der Vaart hefur verið einn albesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi leiktíð. Honum líkar lífið vel á White Hart Lane og er hæstánægður með að spila fótbolta aftur eftir erfiða tíma hjá Real Madrid. „Ég er búinn að finna ástina á fótboltanum aftur. Hjarta mitt er hjá Tottenham í dag. Þetta er ekki risastórt félag heldur bara rótgrótið og gott félag. Þannig umhverfi hef ég vanist bæði hjá Ajax og hjá Hamburg og mér líkar þetta vel,“ segir Hollendingurinn knái. David Beckham hefur reynt að færa sannanir fyrir því að hann hafi aldrei sofið hjá gleðikonunni Irmu Nici árið 2007. Hann segist hafa verið við sjúkrabeð föður síns í einu af þeim skiptum sem Nici segist hafa verið að gera vel við hann. Allt varð vitlaust á síðasta ári þegar Nici kom fram í tíma- ritinu In Touch og sagðist hafa sofið tvívegis hjá Beckham gegn greiðslu. Beckham var ekki lengi að neita því og kærði blaðið og heimtar 25 milljónir Bandaríkjadala vegna rógsins. Beckham segist hafa ætlað sér að fá nudd þegar hann hitti Nici fyrst árið 2007. Segir Nici að þau hafi sof- ið saman á Claridge-hótelinu í Lond- on mánuði seinna en Beckham segist þá hafa verið að heimsækja föður sinn á sjúkrahús þar sem hann lá eftir að hafa fengið hjartaáfall. tomas@dv.is Beckham reynir að sanna mál sitt: Var hjá pabba Berst við gleðikonu Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Beckham er sakaður um að hafa sofið hjá vændiskonu. Mynd ReuTeRS Fimmtán manna hópur keppir í undankeppni EM um helgina: Fyrsta íslenska futsal-landsliðið Lokaleikur Íslands í B-riðli heims- meistaramótsins í handbolta fer fram á fimmtudagskvöldið en þá mæta strákarnir okkar liði Norðmanna. Nor- egur hefur lengi verið með mjög gott lið en aldrei tekist að taka skrefið til fulls og spila til verðlauna. Best eiga þeir sjötta sæti, bæði á HM og EM. Guðjón Guðmundsson, íþróttafrétta- maður á Stöð 2 Sport og handbolta- spekingur, býst við erfiðum leik. „Per- sónulega hef ég verið hrifinn af norska liðinu í mörg ár og undrast það hrein- lega að það hafi ekki náð betri árangri. Þarna er valinn maður í hverri stöðu og liðið hefur sett sér það markmið að komast í undanúrslit,“ segir Guðjón. Þrír frábærir línumenn Noregur hefur á að skipa góðu liði en það er best mannað inni á lín- unni. Þar eru Bjarte Myrhol, leik- maður Rhein-Neckar Löwen, og Frank Löke, tveir af betri sóknar- línumönnum heims. „Þá er ekki öll sagan sögð. Það broslega við þetta er að þarna er einn strákur til viðbótar, Einar Sand Koren. Hann er liðsfélagi Snorra og Arnórs hjá AGK og er ekk- ert síðri en hinir tveir,“ segir Guðjón sem varar sérstaklega við markvörð- um Noregs. „Bæði Steinar Ege og Ole Erevik eru í heimsklassa. Það er bara þannig.“ Óvinur Íslands númer eitt, nítj- án marka maðurinn Kjetil Strand, er tæpur en útilína Norðmanna er þó vel skipuð. „Fyrst og fremst ber að nefna Kristian Kjelling sem er ein besta skytta Evrópu. Hann er gríð- arlega fjöhæfur leikmaður og getur bæði skotið af gólfi og brotist í gegn. Leikstjórnandinn Borge Lund er frá- bær varnarmaður og sér línuna vel. Hann vinnur vel saman með Myr- hol og Löke. Ég hef samt aldrei ver- ið hrifinn af honum í þessari stöðu,“ segir Guðjón. Ísland á betri möguleika „Á góðum degi vinnur Ísland Noreg. Ég myndi segja að fyrirfram væru möguleikarnir svona 60 á móti 40. Þá eru samt allir óvissuþættirnir eftir,“ segir Guðjón um möguleika Íslands gegn Noregi. En hvernig handbolta spilar liðið? „Það spilar týpískan sænskan handbolta. Vörn- in er útfærð alveg eins og 6:0-vörn Svía allar götu frá því 1984. Þeir spila ekki kerfisbundinn handbolta, það er að segja þeir spila litla taktík. Ég hef aldrei verið hrifinn af því. Ég tel að ef þeir væru með þjálfara á borð við Guðmund eða Alfreð Gísla væru þeir löngu búnir að vinna til verð- launa,“ segir Guðjón Guðmunds- son. n Strákarnir okkar mæta noregi í lokaleik B-riðils n Valinn maður í hverri stöðu, segir Guðjón Guð- mundsson n Þrír frábærir línumenn í norska liðinu Vinnum Noreg á góðum degi Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is einn sá besti Steinar Ege, markvörður Norðmanna, er með þeim betri í heiminum. Mynd ReuTeRS Hamraborg 11 w 200 Kópavogur w Sími: 554 2166 w www.catalina.is Við s ýnum alla leik ina frá H M í h andb olta Um helgina leikur Hljómsveitin sín Snyrtilegur klæðnaður áskilin n AllAr veitingAr í boði s.s: n BBQ svínarif, hamborgarar, steikarsamlokur n Hádegismatur m/súpu og kaffi n Hópamatseðlar fyrir veislur, smáréttaborð og fleira Verður haldið þann 5.febrúar næstkomandi og hljómveitin Feðgarnir spila fyrir dansi. Borðapantanir í síma 554-2166 Sjá nánar www.catalina.is ÞorrAblót vestfirðingA Hefndin er sæt! laminn í andlitið og kom lítið á óvart þegar Bernd Friede, sá er sá um að valda Alexander, fékk rautt spjald fyr- ir þrjár brottvísanir. Ein hetjan enn er þó Þórir Ólafs- son sem ber ávallt lítið á. Hornamað- urinn hávaxni brennir varla af færi og má alltaf treysta á hann. Þórir skoraði fimm mörk í gær, þar af tvö úr vítum eftir að Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn höfðu brennt af úr sínum víta- skotum. Þórir hefur verið frábær á mótinu og er algjör ás í ermi fyrir ís- lenska liðið. Íslenska liðið fær nú eins dags hvíld áður en lokaleikur riðilsins verður spilaður gegn Noregi. Þar verður barist um tvö stig til viðbót- ar inn í milliriðilinn. Til að fræðast meira um Norðmenn má lesa grein- ina hér til hægri þar sem Guðjón Guðmundsson fer yfir leik þeirra. Ís- land efst í B-riðli með átta stig. Fullt hús stiga. Óli mættur aftur Ólafur Stefánsson spilaði aftur eftir meiðslin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.