Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Page 32
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80
MIÐVIKUDAGUR
OG FIMMTUDAGUR
19.–20. JANÚAR 2011
8. TBL. 101. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 395 KR.
Svavar
svaðalegi!
Svavar Halldórsson braut gegn Vottum Jehóva:
Siðanefnd skammar Svavar
Lofthræddur
Henry Birgir
n Íþróttafréttamaðurinn skeleggi
hjá Fréttablaðinu Henry Birgir Gunn-
arsson dvelur þessa dagana í Sví-
þjóð og fjallar um heimsmeist-
aramótið í handbolta. Strákarnir
okkar léku leikinn gegn Japan og
Austurríki í Linköping en fyrstu
tveir leikirnir fóru fram í Norrköp-
ing. Úr blaðamannaaðstöðunni í
Linköping er stutt að fara að stiga
í svonefnt „mixed zone“, svæð-
ið þar sem hægt er að ræða við
leikmenn eftir leik. Stiginn er þó
samansettur úr grindum og sést
alla leið niður í kjallarann þar sem
viðtölin eru tekin úr rjáfrinu þar
sem blaðamenn stunda vinnu sína.
Er Henry það lofthræddur að hann
fer frekar lengri leið
að viðtalssvæðinu
en að taka stig-
ann stutta. Hafa
aðrir íslenskir
blaðamenn haft
gaman af þessum
göngutúrum
Henrys.
Fullt hús stiga fyrir
herramennsku
n Ofurpiparsveinninn Sveinn
Andri Sveinsson fékk góð meðmæli
frá fyrirsætunni Bryndísi Gyðu
Michel sen eftir stefnumót þeirra
á veitingastaðnum Nítjánda sem
vefurinn bleikt.is fékk að fylgj-
ast með. Bryndís var spurð eftir
stefnumótið hvernig henni hefði
líkað. „Hann var bæði kurteis og
skemmtilegur, alveg með herra-
mennskuna á hreinu. Hann gæti
eflaust kennt íslenskum strákum
margt í sambandi við það. Hann
fær fullt hús stiga fyrir kurteisi og
herramennsku. Hann sótti mig, ég
þurfti ekki að minn-
ast á það að fyrra
bragði og færði
mér blómvönd
og fínerí. Hann
opnaði dyr, dró
fram stólinn og
allan pakkann,“
sagði Bryndís
Gyða. Ekki ama-
leg með-
mæli
það!
Sérverslun veiðimannsins - Laugaveg 178 - sími 551 6770 - www.vesturrost.is
- ALLAR VEIÐIVÖRUR -
- haglabyssur - rifflar - kaststengur -
- flugustengur - hjól - línur o.fl. -
ÚTSALA 10 -70%
Vesturröst
Siðanefnd Blaðamannafélags Ís-
lands hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að Svavar Halldórsson,
fréttamaður RÚV, hafi gerst sekur
um ámælisvert brot á siðareglum
blaðamanna með umfjöllun sinni
um meint kynferðisofbeldi hjá Vott-
um Jehóva. Fram kemur í umfjöllun
nefndarinnar að upplýsingaöflun
RÚV hafi verið í lagi og að umfjöll-
unin hafi átt rétt á sér, en úrvinnsl-
an ekki verið sem skyldi. Svavar telst
hafa brotið gegn þriðju grein siða-
reglnanna og segir í úrskurði nefnd-
arinnar að brotið hafi verið ámælis-
vert.
Málið snýst um frétt Svavars frá
7. nóvember í fyrra þar sem fjallað
var um þöggun innan safnaðarins
gagnvart kynferðisbrotum. Fréttin
var byggð á frásögn tveggja kvenna
sem sögðu að kynferðisleg misnotk-
un hefði viðgengist í söfnuðinum.
Málin hefðu aldrei farið til lögreglu
heldur verið þögguð niður innan
safnaðarins. Vottar kvörtuðu til
Blaðamannafélagsins sem tók mál-
ið til meðferðar.
Það er mat siðanefndarinnar
að staðhæfing í fréttayfirliti um
að stjórnendur komi í veg fyrir að
kynferðisbrotamál rati til lögreglu
eigi sér ekki stoð í orðum viðmæl-
enda. Siðanefndin mat það einnig
að Svavar hefði gengið of langt þeg-
ar hann fullyrti í inngangi að aldrei
væri leitað til lögreglu enda byggð-
ist hluti fréttarinnar á máli sem kært
hafði verið til lögreglu. Í þessu fælist
mótsögn.
Óhætt er að segja að öll spjót
standi á Svavari nú um stundir.
Þannig hefur Jón Ásgeir Jóhannes-
son krafist þriggja milljóna króna í
miskabætur frá Svavari vegna fréttar
hans um fjármagnsflutninga til Pan-
ama. Þá hafði Pálmi Haraldsson
stefnt honum vegna sambærilegra
frétta.
ristinn Ö
0-3
1/-3
3-5
3/1
5-8
5/2
10-12
7/4
5-8
4/1
5-8
7/4
10-12
6/4
0-3
0/-3
0-3
3/-1
0-3
5/2
5-8
8/6
3-5
4/1
8-10
7/4
8-10
6/3
-1/-3
-9/-12
-5/-7
-8/-11
4/1
2/-1
-1/-4
20/18
11/9
-1/-4
-9/-12
-5/-8
-8/-11
4/1
2/-1
-5/-7
18/16
10/7
-1/-4
-4/-7
-2/-5
-2/-4
4/2
4/0
1/-2
19/17
13/10
2/-2
-4/-7
-2/-5
-1/-3
2/-1
3/0
2/-1
11/8
13/10
Fim Fös Lau Sun
vindur í m/s
hiti á bilinu
Stykkishólmur
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
Fim Fös Lau Sun
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
Höfn
Reykjavík Egilsstaðir
Ísafjörður Vestmannaeyjar
Patreksfjörður Kirkjubæjarkl.
Akureyri Selfoss
Sauðárkrókur Þingvellir
Húsavík Keflavík
3-5
7/4
8-10
2/-1
10-12
2/-2
3-5
1/-3
8-10
-1/-2
3-5
2/-1
5-8
2/-2
5-8
1/-2
3-5
2/-2
5-8
3/1
10-12
5/2
8-10
3/0
3-5
3/0
10-12
3/0
3-5
4/2
8-10
3/0
10-12
1/-3
0-3
0/-3
3-5
-2/-5
0-3
1/-2
3-5
0/-3
3-5
6/4
3-5
3/0
5-8
4/1
0-3
5/1
3-5
-1/-2
0-3
4/1
3-5
1/-2
0-3
1/-2
0-3
3/-1
0-3
6/4
5-8
8/5
3-5
3/-1
3-5
7/3
8-10
7/3
3-5
7/3
3-5
4/0
5-8
5/2
0-3
5/1
8-10
0/-3
0-3
5/2
3-5
3/0
Mið Fim Fös Lau
hiti á bilinu
Kaupmannahöfn
hiti á bilinu
Osló
hiti á bilinu
Stokkhólmur
hiti á bilinu
Helsinki
hiti á bilinu
London
hiti á bilinu
París
hiti á bilinu
Berlín
hiti á bilinu
Tenerife
hiti á bilinu
Alicante
VEÐRIÐ ÚTI Í HEIMI Í DAG OG NÆSTU DAGA
5
6
78
6
5 4
2
8
8
15
8
10
10
8
13
15
18
20
20
15
13
10 8
6
Hitakort Litirnir
í kortinu tákna
hitafarið á landinu
(sjá kvarða)
Asahláka á landinu öllu
Höfuðborgarsvæðið Asahláka er í veðurkort-
unum og er þetta að segja má fyrsta almennilega
hlákan síðan 3. janúar. Það verður rigning eða
skúrir lengst af í dag og hitinn að 8 stigum.
Hins vegar verður strekkingur eða jafnvel
allhvasst.
Landsveðurspá Sunnan 5 -10 m/s, en
10-18 m/s á austanverðu landinu. Mikil
rigning suðaustanlands annars rigning eða
skúrir en úrkomulítið á Norðausturlandi
lengst af í dag. Hiti 5-10 stig.
Á morgun Suðvestan 10-15 m/s, stífastur
vestanlands og við austurströndina. Rigning
eða skúrir en slydda eða él til fjalla, en úrkomu-
lítið austanlands. Hiti 3-6 stig en vægt frost til
landsins fyrir norðan og austan.
Varað er við miklu vatnsveðri á Suðausturlandi
með tilheyrandi vatnavöxtum í jökul- og dragám.
<5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst,
fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.Veðrið með Sigga stormi siggistormur@dv.is
Veðrið í dag kl. 15... ...og næstu daga
Svavar Halldórsson Umfjöllun
Svavars um málefni Votta Jehóva
þótti ámælisverð að mati siðanefndar
Blaðamannafélags Íslands.