Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Page 8
8 | Fréttir 31. janúar 2011 Mánudagur
Þitt er valið
www.lydheilsustod.is
Stöldrum við og kynnum okkur innihaldið
áður en við svölum þorstanum.
Verndum tennurnar!
Kynnið ykkur veggspjald Lýðheilsustöðvar
Steingrímur og Jóhanna:
Ekki krukka í
innyflunum
Steingrímur J. Sigfússon gaf ekki
mikið fyrir harðorða ræðu Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra á
þingflokksfundi Samfylkingarinn-
ar á laugardaginn. Þar gagnrýndi
hún meðal annars „pólitískan ein-
leik“ sumra aðila innan VG. Þá hefði
ósamstaða innan hins áðurnefnda
flokks tekið sinn toll af ríkisstjórnar-
samstarfinu. Jóhanna bætti um betur
og sagði: „Þeir stjórnarliðar sem líta
á samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokk-
anna sem plagg sem ekki þarf að taka
mark á eru að leika sér að eldinum.“
Steingrímur kvaðst í samtali við
Smuguna á laugardaginn ekki vilja
blanda sér í innri málefni Sam-
fylkingarinnar. „Við eigum ekki að
hræra í innyflum hvert annars,“ sagði
formaðurinn. „Ég held að forysta
Samfylkingarinnar ætti að taka unga
jafnaðarmenn sér
til fyrirmynd-
ar sem eru
að borða
með ungum
Vinstri græn-
um í kvöld.
Það er mun
vænlegra að fólk
reyni að tala og
vinna saman en
að hræra í innyfl-
um hvert ann-
ars. Við getum
öll lært af
unga fólkinu.“
Sama verð á
bensíni
Athyglisverða niðurstöðu var að sjá
á vefnum gsmbensin.is á sunnudag.
Vefurinn heldur utan um bensínverð
hjá helstu bensínstöðvum landsins.
Í ljós kom að á sunnudag var nánast
sama verð á bensíni og dísilolíu um
allt land. Þannig kostaði bæði lítri
af 95 oktana bensíni og dísilolíu alls
staðar á bilinu 214,10 krónur til 214,50
krónur. Aðeins eina undantekningu
var að finna, en það var hjá Shell þar
sem algengt verð var 215,20 krónur
á lítrann. Langalgengasta verðið var
214,10 krónur á lítrann. Sama verð var
hjá Atlantsolíu og ÓB, en verðið var 40
aurum hærra hjá N1 og Olís.
Embætti ríkislögreglustjóra, sérstaks
saksóknara og Fjármálaeftirlitið hafa
öll fengið málefni fjárfestingarfélags-
ins Giftar til rannsóknar. Þá hafa fyr-
irsvarsmenn félagsins einnig verið
kallaðir fyrir slitastjórn Kaupþings.
Samkvæmt heimildum DV kannar
slitastjórnin hvort efni séu til riftunar-
mála. Grunur leikur á að 20 milljarða
króna lánveiting Kaupþings til Giftar
áður en bankinn féll hafi í raun verið
dulbúin lánveiting bankans til sjálfs
sín og því hafi verið um markaðs-
misnotkun að ræða til að halda uppi
hlutabréfaverði. Samkvæmt heimild-
um DV voru auk þess um 4 milljarðar
af láninu stóra án nokkurra veða eða
trygginga af nokkru tagi.
Gift hefur ekki verið úrskurðað
gjaldþrota þrátt fyrir óyfirstíganlegar
skuldir að því er virðist. Samkvæmt
ársskýrslu félagsins fyrir árið 2009,
sem dagsett er í september í fyrra,
voru skuldir félagsins umfram eignir
liðlega 50 milljarðar króna. Sama ár,
2009, tapaði félagið liðlega 11 millj-
örðum króna þrátt fyrir enga starfsemi
á árinu. „Félagið hefur á undanförn-
um mánuðum verið í viðræðum við
kröfuhafa sína um fjárhagslega fram-
tíð félagsins og eftir atvikum möguleg-
an nauðasamning. Viðræður standa
enn yfir og hefur engin endanleg
ákvörðun verið tekin,“ segir í ársskýrsl-
unni.
Haldið uppi hlutabréfaverði
Málefni Giftar tengjast S-hópnum og
Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga
en Gift er að öllu leyti í eigu sjóðsins.
Staða Giftar nú tengist falli Fjárfesting-
arfélagsins Gnúps snemma árs 2008.
Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
er hægt að skilja svo að lánardrottn-
ar Gnúps hafi tekið saman höndum
um að forða félaginu frá gjaldþroti, en
það átti drjúgan hlut í Glitni, FL Group
og Kaupþingi. Hluti af lausninni var
að Kaupþing lánaði Gift fjárfesting-
arfélagi um 20 milljarða króna til að
kaupa hlutabréf Gnúps í Kaupþingi.
Fléttunni svipar til ákvarðana ráða-
manna Kaupþings á síðustu stigum
fyrir bankahrunið um að fá Al-Thani
til þess að kaupa milljarðahluti í bank-
anum.
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar
er meðal annars vitnað í Hreiðar Má
Sigurðsson, þáverandi forstjóra Kaup-
þingis, um fall Gnúps og málefni Gift-
ar. „Við sáum hvað gerðist með Gnúp,
þetta litla félag sem var þarna, sem við
töldum að yrði ekki mikil frétt, hvaða
áhrif það hefði, það lokaði á fjármögn-
unar-, það var að minnsta kosti eitt af
því sem lokaði á fjármögnunarmögu-
leika Glitnis í Ameríku á þeim tíma,“
sagði Hreiðar.
Um lán Kaupþings til Giftar til
kaupa á Gnúpsbréfunum í sjálfum
bankanum segir í skýrslu rannsókn-
arnefndarinnar: „Í lok árs 2007 var
Gnúpur kominn í greiðsluerfiðleika. Í
desember 2007 voru seld út úr félag-
inu öll hlutabréf þess í Kaupþingi til að
bæta lausafjárstöðuna.“
Mörg spjót standa á Gift
Gift ehf. var stofnað í júní 2007 með
yfirfærslu eigna og skulda frá Eignar-
haldsfélagi Samvinnutrygginga inn í
hlutafélagið. Eignarhaldsfélagið var
á sínum tíma stofnað þegar Bruna-
bótafélagið og Samvinnutryggingar
runnu saman í Vátryggingafélag Ís-
lands, VÍS, í lok níunda áratugarins.
Í árslok 2007 var eigið fé Gift-
ar um 20 milljarðar króna en eignir
þess voru metnar á allt að 60 millj-
arða króna. Þetta saman ár nam tap
Giftar liðlega 12 milljörðum króna.
Stærstu eignir Giftar voru í Exista,
Kaupþingi, Landsbankanum og
Straumi. Félagið tapaði þar af leið-
andi nánast öllum eigum sínum í
bankahruninu. Tryggjendur, sem að
áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands
áttu rétt á að fá hluti sína greidda út
við slit félagsins, sitja því eftir með
sárt ennið. Talið er að þeir hafi ver-
ið nálægt 50 þúsund. Listinn yfir
eigendahópinn, fyrrverandi tryggj-
endur, er ekki í vörslu VÍS en ætti að
vera til í fórum Giftar. Tvö sveitar-
félög, Vopnafjarðar- og Djúpavogs-
hreppur, hafa höfðað mál gegn Gift
og freista þess að ná hlutum sínum í
tryggingarfélaginu.
Í stjórn Giftar nú sitja Jafet Ólafs-
son, Jóhann Ásgeir Baldurs og Guð-
steinn Einarsson, kaupfélagsstjóri í
Borgarnesi. Benedikt Sigurðsson er
titlaður framkvæmdastjóri.
Margrét Guðjónsdóttir áritar árs-
skýrslu Giftar fyrir hönd endurskoð-
unarfyrirtækisins KPMG, en hún
hefur jafnframt áritað ársskýrslur
Milestone og Sjóvár og fleiri félaga
á undanförnum árum sem tengjast
efnahagshruninu.
Eins og fram kemur í efnahags-
reikningi er eigið fé félagsins í árs-
lok neikvætt sem nemur 50,1 millj-
arði króna. Í ljósi þess að starfsemi
félagsins hefur falist í eignarhaldi
verðbréfa, sem nú eru að mestu töp-
uð, leikur verulegur vafi á áfram-
haldandi rekstrarhæfi félagsins, en
félagið á nú í viðræðum við kröfu-
hafa sína um fjárhagslega framtíð
félagsins. Ekki er víst að mat eigna
og skulda félagsins væri með sama
hætti ef rekstur félagsins færi í þrot.
Framsetning eigna og skulda í efna-
hagsreikningi miðast þó við áfram-
haldandi rekstur,“ segir Margrét í at-
hugasemd með áritun sinni.
n Kaupþing lánaði Gift milljarða án veða n Skuldir umfram
eignir meira en 50 milljarðar n Mál eignarhaldsfélagsins er
til rannsóknar n Slitastjórn Kaupþings íhugar riftunarmál
KAUPÞING LÁNAÐI
GIFT ÁN VEÐA „ Í ljósi þess að starfsemi fé-lagsins hefur falist í eignarhaldi verðbréfa, sem nú eru að mestu
töpuð, leikur verulegur
vafi á áframhaldandi
rekstrarhæfi félagsins.
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
Forstjórinn Hreiðar Már Sig-
urðsson var forstjóri Kaupþings
þegar bankinn lánaði Gift 20
milljarða til kaupa á hlutabréfum í
bankanum sjálfum. Allt tapaðist.