Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Page 10
10 | Fréttir 31. janúar 2011 Mánudagur
ÚtibÚsstjóri flÚði land
í kjölfar líflátshótana
Starfsmenn Securitas hafa vaktað
heimili sjö starfsmanna Landsbank-
ans að undanförnu vegna alvar-
legra hótana tveggja bræðra á miðj-
um aldri. Þeir sem hafa þurft á gæslu
að halda eru nær allir yfirmenn
hjá bankanum auk lögfræðings en
heimildir innan Securitas herma
að gæslan hafi staðið yfir í tvo mán-
uði en nú um helgina mun hún hafa
verið aukin. Ekki liggur nákvæmlega
fyrir hvað varð til þess að ákveðið var
að herða öryggisgæsluna, en ljóst
má vera að eitthvað hefur gerst sem
hefur orðið þess valdandi að hótan-
irnar voru teknar alvarlega og þessi
ákvörðun var tekin. Samkvæmt
gögnum sem DV hefur undir hönd-
um þóttu hótanirnar komnar langt
yfir öll mörk í síðustu viku.
Hótuðu starfsmönnum lífláti
Mennirnir tveir sem höfðu hótan-
irnar í frammi eru bræður og fyrr-
verandi viðskiptamenn bankans.
Ráku þeir saman fyrirtæki sem varð
gjaldþrota og svo virðist sem ábyrgð
vegna þess sé nú að falla á fjölskyld-
urmeðlimi þeirra. Bræðurnir hafa
verið í samskiptum við bankann
sem gengur nú að sjálfsábyrgðum
ættingja og mun það vera ástæða
þess að bræðurnir byrjuðu að hóta
starfsmönnum lífláti og eignaspjöll-
um. Var þá tekin ákvörðun um að
öryggisfyrirtækið Securitas myndi
vakta heimili starfsmannanna.
Engin kurteisisheimsókn
DV hefur heimildir fyrir því að úti-
bússtjóra hjá Landsbankanum hafi
borist hótunarbréf þar sem hann er
meðal annars spurður hvort hann
muni beita sér fyrir því að ábyrgð-
ir verði felldar niður. Ef ekki eigi
hann von á undirrituðum ásamt
litháískum vinum hans í útibúið og
tekið er fram að slík heimsókn yrði
ekki kurteisisheimsókn. Eins viti
undirritaður hvar hann á heima og
segir að útibússtjórinn gæti átt von
á honum þangað og tilgreinir heim-
ilisfangið. Þar að auki gæti hann
setið fyrir honum á heimleið eða
hann lent í slysi. Í lokin lýsir bréfrit-
ari því yfir að undirritaður sé hvorki
hræddur við kærur né lögreglu-
heimsóknir.
Eldflaug á bankann
Annar bræðranna hafði orð á því að
réttast væri að skjóta eldflaug inn í
Landsbankann. „Hvernig væri nú
að fá sér BASÚKKU og senda eins
og eina eldflaug í Landsbankann,“
sagði hann á Facebook-síðu sinni.
Samkvæmt heimildum blaðsins
bárust bankanum tvö bréf þar sem
starfsmönnum bankans var hótað
lífláti. Þá voru hótanirnar nægilega
alvarlegar til þess að öryggisgæsla
við heimili nokkurra starfsmanna
var stórefld. Þá var hætt við starfs-
mannasamkomu á föstudaginn
vegna hótananna.
Flúði undan hótunum
Útibússtjórinn ákvað á laugardag-
inn að fara úr landi ásamt fjölskyldu
sinni og mun það hafa verið til að
komast undan mönnunum tveim-
ur og hótunum þeirra. Samkvæmt
heimildum var konu útibússtjór-
ans einnig hótað og fengu þau hjón
bréf þar sem bréfritararnir segjast
vita hver hún sé, hvar hún vinni og
hvar þau hjónin búi. Munu öryggis-
verðir á vegum Securitas hafa verið
við heimili þeirra þar til þau fóru af
landi brott um helgina. Bræðurnir
hafa enn ekki gert meira en að hafa
í hótunum en ástæða hefur þótt til
þess að vakta heimili umræddra
starfsmanna bankans og eins og
fyrr segir þóttu hótanirnar komnar
langt yfir öll mörk.
n Bræður í útistöðum við Landsbankann vegna ábyrgða sem falla á fjölskyldumeðlimi n Hafa hótað
starfsmönnum bankans eignaspjöllum og lífláti n Starfsmennirnir þurfa stöðuga öryggisgæslu
Bræðurnir segjast ekki ætla að standa við hótanirnar:
Vona að hann hafi verið hræddur
Bræðurnir tveir gangast við því að hafa haft í hótunum við starfsfólk Landsbankans. „Ég sagði
nú við hann í Landsbankanum að ég myndi koma með litháíska vini míni og að það yrði ekki
kurteisisheimsókn,“ segir annar bræðranna í samtali við DV. „En það er bara rugl – það stenst
vart fyrir rétti sem ég hef sagt í þessum tölvupóstum.“ Bræðurnir hafa ekki í hyggju að fylgja
hótunum sínum eftir, enda segjast þeir ekki vera ofbeldismenn: „En ef þeir eru svona rosalega
hræddir, búnir að ráða Securitas út af rúmlega fertugum fjölskyldumanni og öryrkja, þá er það
bara fínt,“ segir annar þeirra.
Bræðurnir höfðu tekið lán vegna fyrirtækis á þeirra vegum. Allt gekk vel að þeirra sögn, þar
til kom að efnahagshruninu, en þá fór að syrta í álinn. „Fyrirtækið fór á hausinn og lánið
margfaldaðist,“ segir annar bróðirinn.
Núna stendur lán annars þeirra í um tveimur milljónum króna, en lán hins, sem er öryrki,
stendur í tæpum 500.000 krónum. „Það er allt á sömu bókina lagt í þessu – ég vil ekki láta
Landsbankann vaða yfir mig á skítugum skónum. Ég vil réttlæti.“ Hann segir bankann ekki hafa
viljað semja, heldur einfaldlega farið í hart.
„Ég er í greiðsluaðlögun og þeir ætla að sækja á móður mína vegna lánsins. Hún er öryrki, hún
getur ekki borgað þetta. Það verður þá bara að taka af henni húsið. Af hverju á að taka þetta af
þeim á meðan menn eins og Magnús Kristinsson í Toyota fá allt niðurfellt?“ Hann bætir einnig
við að vinir og kunningjar bankamannanna fái sérmeðferð, það sitji ekki allir við sama borð þar.
Aðspurður um hótanirnar segir yngri bróðirinn að þær hafi verið skrifaðar í mikilli reiði og í
ljósi vanmáttar gagnvart bankanum. „Þessi maður sem ég talaði við er orðinn holdgervingur
bankans fyrir mér. Ég var að tala við bankann, ekki manninn. En ég vona bara svo sannarlega
að hann hafi verið hræddur. Og ef ég þarf að sitja í fangelsi fyrir þessa tölvupósta, þá verður
bara að hafa það.“ Eldri bróðirinn kinkar kolli: „Ég er öryrki. Ég get alveg setið í fangelsi eins og
heima hjá mér.“
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Símon Örn Reynisson
blaðamaður skrifar simon@dv.is
Seðlabankastjóri með lífverði
Ekki mun þetta vera í fyrsta skipti sem menn í áberandi stöðum hafa
þurft á öryggisgæslu að halda. Stuttu eftir hrun árið 2008 greindi DV
frá því að Davíð Oddsson, þá seðlabankastjóri, færi allra sinna ferða
í fylgd lífvarða frá ríkislögreglustjóra. Höfðu ráðamenn orðið fyrir
aðkasti og því var sú ákvörðun tekin að efla öryggisgæsluna til muna
en lögreglan fylgdist náið með heimili Davíðs á þeim tíma. Heimili
hans var einnig vaktað með fjölda myndavéla utan á húsinu.
Sérþjálfaðir lífverðir fylgdu Geir
Á svipuðum tíma var talið að líf Geirs H. Haarde væri í hættu en
öryggisgæslan í kringum þáverandi forsætisráðherra var gífurleg.
Sérþjálfaðir lífverðir frá sérsveit ríkislögreglustjóra fylgdu Geir hvert
sem hann fór og keyrðu um á ómerktum bifreiðum til að vekja ekki
athygli. Fylgst var með öllum mannaferðum í kringum Stjórnarráð Ís-
lands og sérsveitin kölluð út ef einhverjir þóttu grunsamlegir. Vegna
ástandsins í fjármálaheiminum þótti nauðsynlegt að vernda Geir en
samkvæmt heimildum DV á þeim tíma var Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra líka með lífverði en afþakkaði þá eftir tvo daga.
Ríkislögreglustjóri skipaði vernd yfir Jóhönnu
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur einnig þurft á örygg-
isgæslu að halda en í október síðastliðnum fylgdi sérsveitarmaður
á vegum ríkislögreglustjóra Jóhönnu eftir. Var það embætti ríkis-
lögreglustjóra sem fyrirskipaði verndina eftir að hundruðum kílóa
af fiskúrgangi hafði verið dreift við heimili Jóhönnu og Steingríms
J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Ætla má að í kjölfar þeirrar árásar,
sem og harðra mótmæla nokkrum dögum áður, hafi ríkislögreglu-
stjóri metið það sem svo að öryggi Jóhönnu væri ógnað og því fylgdi
henni óeinkennisklæddur sérsveitarmaður hvert fótmál.
Stöðug gæsla við sjö heimili
Öryggisgæslan mun hafa byrjað
fyrir um það bil tveimur mánuð-
um en DV hefur traustar heimild-
ir fyrir því að Securitas vakti nú sjö
heimili bankamanna. Um er að
ræða annars vegar staðbundna ör-
yggisvörslu þar sem öryggisvörð-
ur er staðsettur á heimilinu eða
með vöktun þannig að bíll Securit-
as komi þar við eins oft á klukku-
tíma og mögulegt er. Fyrir helgina
mun svo gæslan hafa verið auk-
in. Af því má ætla að vægi hótan-
anna eða alvarleiki þeirra hafi auk-
ist fyrst ákvörðun um aukna gæslu,
á heimilum starfmanna bankans,
var tekin.
Litið alvarlegum augum
Kristján Kristjánsson, upplýsinga-
fulltrúi Landsbankans, staðfestir að
umræddar hótanir hafi borist starfs-
mönnum bankans. Hann segir málið
litið alvarlegum augum og að þetta
séu grafalvarlegar hótanir. „Þetta
hefur gengið allt of langt og mál-
ið hefur gengið mjög nærri starfs-
mönnunum,“ segir hann en aðspurð-
ur segir hann bankann hafa verið í
sambandi við lögregluna. „Að sjálf-
sögðu er haft samband við lögregl-
una þegar svona alvarlegar hótan-
ir berast starfsmönnum,“ segir hann
og bætir við að Landsbankinn geti
ekki lagt fram kæru fyrir hönd starfs-
manna, það þurfi þeir að gera sjálfir.
Securitas Fyrirtækið sinnir gæslu við
heimili útibússtjóra vegna hótana sem
hann hefur fengið. Mynd RóBERt REyniSSon