Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Qupperneq 14
Apótekarinn stendur vaktina n Íbúi í Grafarholti vildi benda á og lofa nýtt apótek sem var opnað í Grafarholti í október síðastliðnum. „Apótekið er í einkaeigu Guðrúnar Pálsdóttur lyfjafræðings, kærkomin viðbót í hverfið. Þar er með ein- dæmum góð og persónuleg þjónusta enda Guðrún sjálf sem stendur vaktina. Og auð- vitað skiptir máli að verði er stillt í hóf og keypti ég til dæmis nokkrar vörur með lág- marki 15 prósenta mun miðað við heilsurisana Lyfju og Lyf og heilsu.“ Skyndihjálp Það getur verið spurning um líf eða dauða að kunna skyndihjálp og allir ættu að fara á námskeið í helstu atriðum skyndihjálpar. Hún kemur ekki í stað viðeigandi læknishjálpar en er fyrsta aðstoð sem veitt er slösuðum eða bráðveikum ein- staklingum. Hæfni til að greina alvarlegan sjúkleika og vitneskjan um hvort og hvernig kalla eigi eftir hjálp er bókstaflega lífsnauðsynleg en greining tefst oft vegna þess að hvorki sá sem er veikur eða slasaður né nærstaddir þekkja alvarleg einkenni sjúkdóma eða slysaáverka. Á heimasíðum Rauða krossins og doktor.is má finna leiðbeiningar um skyndihjálp en allir eru hvattir til að sækja námskeið þar sem kennd er viðurkennd skyndihjálp. Símalaus í tvær vikur n Símaeigandi vil koma eftirfar- andi lasti á framfæri en hann fór með síma sinn í viðgerð í Nova. Hann er ekki alls kostar sáttur við þá þjónustu sem hann fékk. „Í fyrsta lagi gátu þeir ekki lánað mér síma á meðan hinn væri í viðgerð. Eftir að hafa verið með símann í tvær vikur voru þeir ekki búnir að hafa samband við mig, eitthvað sem af- greiðslumaðurinn í verslun þeirra talaði um að yrði gert eftir viku,“ seg- ir hann og bætir við að að lokum hafi hann hringt og beðið um upplýsing- ar. Þá fékk hann loks að vita að beðið væri eftir að fá nýjan minniskortales- ara í símann og að það tæki einhvern tíma í viðbót. Viðskiptavin- urinn er ósáttur við að hafa ekki verið látinn vita af þessu í upphafi. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Fölsuð vara Hver kannast ekki við það að vera staddur í erlendri borg og vera boðin merkjavara til sölu á ótrúlega lágu verði, hvort sem það eru skartgripir, leðurvörur eða snyrtivörur. Á heimasíðu Evrópsku neytendaaðstoðarinnar, sem hægt er að finna á síðu Neytendasamtakanna, eru ferðamenn hvattir til að vera vakandi fyrir því að ekki er allt sem sýnist. Eins eru þeir hvattir til að kynna sér hvaða reglur gilda í því landi sem ætlunin er að heimsækja því kaup á slíkum vörum geta verið refsiverð. Gott er að biðja um kvittun fyrir kaupunum og geyma hana. Slíkt getur auðveldað kaupanda að leita réttar síns ef þörf kref- ur. Sérstaklega þarf að hafa varann á þegar verslað er á mörkuðum eða af götusölum. Eins og segir á heimasíðunni, ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt er það yfirleitt raunin! 14 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 31. janúar 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 214.5 kr. Verð á lítra 214,5 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 214,1 kr. Verð á lítra 214,1 kr. Verð á lítra 216,2 kr. Verð á lítra 215,2 kr. Verð á lítra 214,0 kr. Verð á lítra 214,0 kr. Verð á lítra 214,1 kr. Verð á lítra 214,1 kr. Verð á lítra 214,5 kr. Verð á lítra 214,5 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Höfuðborgarsv. Melabraut Algengt verð Díoxíðsmengaðar vörur frá Þýskalandi virðast ekki hafa borist til Íslands: Engar mengaðar vörur til Íslands Þótt við lifum á krepputímum og dýr- ara sé að ferðast til útlanda en áður er það ekki ómögulegt. Það fær- ist í aukana að fólk nýti sér svoköll- uð íbúðaskipti en þá skiptir maður á húsnæði og jafnvel bíl við bláókunn- uga útlendinga. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mörgum vel og eflaust margir sem munu skoða þennan möguleika af alvöru nú þegar krepp- ir að buddunni. DV skoðaði hvernig þessi skipti fara fram og hvaða kostir eru í stöðunni. Sjálfbær ferðamennska „Fólk hefur alveg fundið sig í þessu því þetta er leið til að eiga farsæl sam- skipti við útlönd sem gefur manni kost á að ferðast með fjölskylduna og um leið að bjóða fram sitt eigið hús- næði. Það má því segja að þetta sé sjálfbærasta ferðamennskan sem við getum hugsað okkur,“ segir Sesselja Traustadóttir, umboðsmaður interv- ac.com á Íslandi en vefsíðan er vett- vangur fyrir fólk sem vill ferðast á ódýran máta. Lykilforsendan er traust Aðspurð hvernig svona íbúða- skipti virki og hvort það sé ekki óþægilegt að vita af ókunnugu fólki heima hjá sér segir Sesselja að lykilforsendan í íbúðaskiptum sé traust. Þú byggir upp traust til þess sem þú hyggst skipta við og hann verður að treysta þér. „Við erum að opna heimili okkar fyr- ir bláókunnugu fólki og þú verð- ur að spyrja sjálfan þig hvern- ig þú ætlar að fara með heimili þeirra.“ Hún bendir á að ekki sé um ferðaskrifstofu að ræða heldur eins konar vettvang fyrir fólk til að skipuleggja slík ferða- lög. Fólk geri samkomulag sín á milli en síðan bjóði upp á ýmis tól svo sem samninga en beri í raun ekki ábyrgð á neinu. „Við reynum að gefa góð ráð og styðja ferðamennina en ábyrgðin er þín og ánægjan líka,“ bætir hún við. Heiðursmannasamkomulag Hún segir að skiptin fari fram með þeim hætti að fólk fer á vefinn og skráir sig. Sumir eru með ákveðnar hugmyndir um hvert þeir vilja fara en aðrir eru opnir fyrir öllu og bíða eftir að fá tilboð. „Maður byrjar á því að kynnast á netinu áður en skiptin fara fram en oft er líka um að ræða símtöl þar sem samkomulag er gert og eins samningur um hvernig allir vilja hafa hlutina,“ segir hún og bæt- ir við að oft skiptist fólk líka á bílum og þá er gerður sérstakur samningur um það. Það sem þurfi að hafa í huga er að skipuleggja þarf ferðalagið fram Evrópusambandið hefur birt stöðu- mat á díoxíðsmenguninni hjá fóð- ur- og matvælakeðju í Þýskalandi í kjölfar frétta af slíkri mengun þar í landi. Gefa niðurstöðurnar til kynna að engar mengaðar dýra- eða fóður- afurðir hafi verið fluttar til Íslands. Staðfest hefur verið að hráefni í fóð- ur og fóðurblöndur hér á landi eigi ekki uppruna að rekja til umræddr- ar matvæla- og fóðurkeðju og sam- kvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa mengaðar búfjárafurðir ekki borist hingað til lands. Frá þessu segir á vef Matvælastofnunar. Áður hafði verið sagt frá því að mengunina mætti rekja til iðnað- arolíu sem notuð var til fóðurgerð- ar frá nóvember síðastliðnum og fannst síðar í svínakjöti, eggjum og alifuglum auk fóðurs. Díoxíð og fleiri þrávirk lífræn mengunarefni geta fundist í feitum matvælum eins og fiski, kjöti og mjólk. Díoxíð safn- ast fyrir í fituvef í líkamanum og langvarandi neysla getur haft áhrif á ónæmiskerfi, æxlunarfærin, horm- ónastarfsemi og taugakerfið. Díox- íðsmengunin í Þýskalandi var rak- in til eins fyrirtækis sem framleiðir fitu til notkunar í fóðurblöndur. Fyr- irtækið fékk sendingar af fitusýrum frá lífdísilsframleiðanda sem voru að hluta mengaðar af díoxíði. Um- ræddar sendingar voru afhentar síðari helming nóvembermánaðar og var gengið út frá því að öll fóður- fita frá fyrirtækinu frá 12. nóvember væri mögulega menguð. gunnhildur@dv.is Díoxíðsmengun Íslenskur búfénaður hefur ekki fengið mengað fóður. Sparaðu með íbúðaskiptum Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Það má því segja að þetta sé sjálfbærasta ferðamennskan sem við getum hugsað okkur. Íbúðaskipti Ferðamátinn býður upp á nýja upplifun af landinu sem heimsótt er. MYND SIGTRYGGUR ARI Sesselja Traustadóttir ásamt eiginmanni sínum Fjölskyld- an hefur ferðast víða með því að nýta sér íbúðaskipti. Kaíró Sesselja og Inga Rún Tryggvadóttir á ferðalagi um Egyptaland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.