Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Page 15
Matarsódi í stað hreinsiefna Eflaust fallast mörgum hendur þegar
kominn er tími til að affrysta ísskápa og frysta. Það þarf hins vegar ekki að vera mikið mál ef
gengið er rösklega til verks. Á heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna eru leiðbeiningar
um slík þrif en þar segir að best sé að byrja á því að henda öllum gömlum afgöngum. Ekki
skal nota sterk hreinsiefni en matarsódi út í volgt vatn er ágætis kostur til að þrífa með. Gott
er að setja gamalt handklæði í botninn eða annað sem dregur í sig mikinn raka og setja skal
skál með heitu vatni í botninn til að flýta fyrir affrystingu. Eins er hægt að nota hárblásara.
Ef þrálát lykt er úr kæliskáp getur sítrónuvatn í skál leyst vandann. Sé sápuvatn notað skal
muna að skola vel og þurrka af því sápan getur skilið eftir sig lykt sem sest í matvælin.
Útbúum innkaupalista fyrir búðarferðir Flestir
lenda í því að fara út í búð án þess að vita hvað þá í rauninni vantar. Þegar heim
er komið kemur svo í ljós að helmingur þess sem var keypt til fyrir á heimilinu.
Þegar kemur að sparnaði er gott ráð að vera búinn að útbúa innkaupalista
þegar farið er að matarinnkaup. Á heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna
er hægt að prenta út innkaupalista til að hafa við höndina og merkja við eftir
þörfum. Þar segir að skipulag auki hagkvæmni í innkaupum en með því móti
taki maður síður skyndiákvarðanir og spari þannig pening. Gott sé að merkja á
blaðið með blýanti svo hægt sé að nota það aftur og aftur.
Neytendur | 15Mánudagur 31. janúar 2011
Matvælaöryggisstofnun Evrópu hefur áhyggjur:
Varasöm litarefni í umferð
Orkusparnaður
Þegar harðnar á dalnum reyna allir
að spara hverja krónu og mikilvægt
er að vita hvar hægt sé að lækka þá
reikninga sem greiða þarf. Á Orku-
setrinu má finna góð ráð til þess að
draga úr orkukostnaði heimilsins en
þar segir að bæta megi orkunýtni án
aukakostnaðar.
Tíu ráð Orkusetursins sem kosta
ekkert en geta dregið verulega
úr orkukostnaði heimila:
1. Lækka innihita niður í 20°C
2. Slökkva alveg á raftækjum, ekki skilja
þau eftir í biðstöðu
3. Hafa glugga lokaða nema við gagngera
loftun
4. Ganga eða hjóla styttri vegalengdir
5. Fylla ávallt þvottavél og uppþvottavél
6. Hafa lok á pottum og pönnum og þekja
alla helluna
7. Setja gluggatjöld fyrir glugga að
næturlagi
8. Vistakstur með mjúkum akstri og
réttum loftþrýstingi í dekkjum
9. Ekki byrgja ofna með húsgögnum eða
gluggatjöldum
10. Fara í sturtu frekar en bað
Niðurstöður rannsóknar á skað-
semi litarefna sem kennd er við
Southampton var birt árið 2007 og
sýndi að algeng litarefni geta haft
óæskileg áhrif á hegðun barna
auk þess sem efnin geta valdið of-
næmisviðbrögðum. „Matvælaör-
yggisstofnun Evrópu taldi þó að
það væri ekki hægt að túlka niður-
stöðurnar á þann veg. Evrópusam-
bandið setti samt í kjölfarið inn
í aukefnareglur að matvæli með
þessum litarefnum með E-númer-
in 110, 104, 122, 129, 102, 124 ættu
að vera merkt sérstaklega með
setningunni „Getur haft óæski-
leg áhrif á hegðun og einbeitingu
barna“,“ segir Jónína Þ. Stefáns-
dóttir, matvælafræðingur hjá Mat-
vælastofnun. Þetta er ekki komið
inn í íslenska reglugerð ennþá.
Hún segir að framleiðendur
megi merkja litarefni á tvo vegu,
annars vegar með E-merkingu
og hins vegar með nafni efnis-
ins. Seinni kosturinn sé ekki eins
augljós fyrir neytendur. Jónína
bendir á að nöfn efnanna eru mis-
jöfn eftir tungumálum og því geti
verið erfitt fyrir fólk að vara sig á
þeim efnum sem það vill forðast.
Besta ráðið sé þá að borða minna
af matvælum með litarefnum en
hún segir að það fylgi oft óhollum
vörum að innihalda litarefni, svo
sem sælgæti og frostpinnum. Þó
sé það orðið algengara að fram-
leiðendur reyni að nota hráefni
sem gefi lit í stað litarefna.
Á heimasíðu Neytenda-
samtakanna segir að samtök-
in hvetji íslenska framleiðend-
ur til að hætta notkun á þessum
umdeildu litarefnum hið fyrsta og
verslanir eru einnig hvattar til að
selja ekki matvæli sem innihalda
efnin. Neytendur geta kynnt sér
nöfn yfir litarefni svo og E-merk-
ingar á heimasíðu Matvælastofn-
unar, mast.is.
Varasamt
Litarefni geta
verið skaðsöm og
best er að forðast
þau í mat.
í tímann og þegar fólk hefur komist
að samkomulagi um skipti er ekki
hægt að hætta við. Það er ekki gerður
samningur sem er undirritaður held-
ur gert samkomulag eða „heiðurs-
mannasamkomulag“ eins og Sess-
elja kemst að orði.
Pínulítil ferðaskrifstofa
Undirbúningurinn fyrir að lána öðr-
um húsnæði sitt þarf ekki að vera
mikill. Sesselja segir að best sé að
nota eitt af herbergjum heimilis-
ins til þess að geyma sitt dót á með-
an. Það herbergi geti verið lokað og
ekki fyrir gestina að nota. „Þegar ég
hef skilið við húsið mitt hef ég keypt
brauð og ost og ávaxtasafa sem fólk-
ið getur fengið sér þegar það kemur.
Jafnvel eina rauðvínsflösku og mikil-
vægt er að fólki finnst það velkomið.“
Hún segist einnig hafa útbúið lista
yfir það sem sé að gerast í hverfinu
eða borginni, númer hjá nágranna
eða fjölskyldumeðlimi sem hægt er
að hafa samband við og almennar
upplýsingar. „Maður leikur í raun-
inni pínulitla ferðaskrifstofu.“
Besta nágrannavarslan
„Núna í kreppunni er þetta algjör
snilld. Þetta er mun ódýrari ferða-
kostur og þetta er hvatning fyrir er-
lenda ferðamenn að koma til Íslands.
Auk þess er þetta besta nágranna-
varslan sem til er en á meðan þú ert
úti er einhver sem passar húsið þitt,
ljós eru kveikt, pósturinn er tekinn,
blómin eru vökvuð og þú færð jafn-
vel einhvern sem vill passa hundinn
þinn eða kött. Fyrir utan þetta þarf
maður að vanda sig og sýna að mað-
ur sé almennileg manneskja svo að
þetta eru mannbætandi, persónuleg
samskipti við umheiminn og sjálf-
bær ferðamennska.“ Sesselja segir
einnig að það sé ótrúleg upplifun að
koma inn á heimili annarra í ókunn-
ugri borg, fá sér kaffi og brauð og ein-
hvern veginn finnast strax að maður
sé heima hjá sér.
Byrjaði hjá austurevrópsk
um kennurum
Sesselja útskýrir að forsaga intervac.
com sé sú að vefurinn byggist á hug-
myndum sem fram komu árið 1953,
þegar kennarar í Evrópu voru á leið í
sumarleyfi og vildu ferðast. Hún segir
að þetta hafi byrjað með bréfaskrift-
um í Mið-Evrópu en síðan hafi þetta
hlaðið utan á sig. Þegar heimurinn
fór svo að tölvuvæðast hafi orðið til
þessi vefur sem sé í stöðugri þróun.
Í dag séu um 7.000 virkar fjölskyld-
ur skráðar á vefinn og boðið sé upp
á eins árs áskrift sem kostar 9.500
krónur eða tveggja ára áskrift á tæp-
ar 16.000 krónur. „Eftir hrun náðum
við að semja um örlítið lægra verð en
gengur og gerist. Þetta eru ekki ódýr-
ustu samtökin en ég veit þó ekki til
þess að það séu fleiri umboðsmenn
hér á Íslandi.“
Þann 6. febrúar fer fram kaffi-
húsafundur um íbúðaskiptaferðalög
í Farfuglaheimilinu í Laugardal. Þar
mun Hildur Kjartansdóttir segja frá
sinni upplifun af þess konar ferða-
lögum og Sesselja mun kynna vefinn.
„Það eru allir velkomnir að koma og
kynna sér þetta og athuga hvort þeir
þori,“ segir Sesselja.
Erum við tryggð?
Þær upplýsingar fengust hjá trygg-
ingarfélögum að best væri að kanna
hvort maður væri með fjölskyldu-
tryggingu sem inniheldur ferða-
tryggingar en ef svo er getur mað-
ur ferðast í allt að 92 daga og verið
tryggður. Ef um innbústryggingu er
að ræða, á meðan gestirnir dvelja
í húsinu, þá er það tryggt eins og
vanalega og brunatrygging er lög-
boðin svo allir ættu að vera með
þær. Bótaréttur breytist ekkert nema
ef um til dæmis íkveikju er að ræða.
Varðandi bílinn, þá þarf ekki að gera
neitt nema að treysta ferðalöngun-
um sem munu nota hann. Gott er
að vera með kaskótryggingu ef til
dæmis ef keyrt er á staur eða ef ann-
að óhapp verður. Fólk er hvatt til að
hafa samband við tryggingarfélag
sitt áður en farið er af stað til að fara
yfir stöðu mála.
Sparaðu með íbúðaskiptum
Ferðalangur
Margrét Gunnarsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur sem starfar einnig sem
fararstjóri af og til og er forfallinn ferðalangur, að eigin sögn, heldur úti síðunni ferda-
langur.net. Þar hefur hún sett inn upplýsingar um íbúðaskipti þar sem hún vill vekja
athygli á þessum ferðamöguleika. Margrét segir þetta hafa gífurlegan sparnað í för með
sér þar sem ekki þurfi að kaupa hótelgistingu erlendis. „Þetta er líka svo skemmtileg
nálægð við þann stað sem maður er á. Það er góð tilfinning að vera inni á heimili, í miðju
íbúðahverfi, og þetta verður til þess að maður skoðar betur nærumhverfið. Fólk setur
sig meira inn í einn stað í stað þess að flakka út um allt. Ég mæli hiklaust með þessum
ferðamáta,“ segir hún. Hún hvetur fólk til að kynna sér vel þær síður sem bjóða upp á
íbúðaskipti en á ferdalangur.net má finna ýmsar upplýsingar um heimasíður sem og
rafrænan bækling sem Margrét tók saman.
„Núna í kreppunni er
þetta algjör snilld.
Þetta er mun ódýrari ferða-
kostur og þetta er hvatning
fyrir erlenda ferðamenn að
koma til Íslands.
Kaupmannahöfn Fjölskylda gæti dvalið til dæmis í Kaupmannahöfn án þess að greiða
fyrir gistingu. Flug og gisting erlendis getur kostað fjölskyldu heila formúu. Íbúðaskipti gætu
verið lausnin fyrir þá sem vilja svala ferðaþorstanum en hafa ekki efni á dýru ferðalagi.