Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Blaðsíða 23
ÚTTEKT | 23Mánudagur 31. janúar 2011 ríkjanna situr Phoenix/Scottsdale. Við fyrstu sýn virðist sem borgin hafi ekki upp á mikið að bjóða því hverfiskrár og kaffihús sitja í 31. sæti auk þess sem lítið er um áhugaverð hverfi í borginni sam- kvæmt könnun AFC; 30. sæti. En hinkrum við því borgin er í 6. sæti hvað varðar vel þekkt lúxushótel og í sama sæti með tilliti til heimilis- hönnunar og hönnunarverslana fyrir þá sem áhuga hafa á því sviði. Menn- ingarlega er borgin ekki hátt skrifuð og er í 28. sæti yfir menningarleg afdrep. Í könnuninni kemur fram afgerandi munur á kurteisi almennra borgara og þeirra sem vinna í þjónustugeiran- um. Borgin er í 2. sæti yfir „all-in-one resorts“, gististaði þar sem allt er innan seilingar, og nokkuð víst að starfsfólk leggi sig fram við að veita viðskiptavin- um bestu mögulegu þjónustu. Þó að jólin séu nýliðin er vert að geta þess fyrir jólafólk að Phoenix er í 5. sæti í flokknum vetur/jól og í 6. sæti í nýárskvöldi. Grunnt á Suðurríkjasjarmanum Suðurríkjasjarminn virðist hafa snið- gengið Atlanta sem er í 11. sæti yfir ókurteisustu borgirnar og í 29. sæti hvað varðar rómantík. Einnig virð- ist sem borgaryfirvöldum sé eitthvað í nöp við börn því hún er ekki talin barnvænni en svo að hún siur í 27. sæti í þeim flokki. Hvað öryggi snertir fær Atlanta ekki háa einkunn og er í 29. sæti. At lanta státar þó af ágætum hótelum fyrir kaupsýslumenn og lenti í 8. sæti í þeim flokki í könnuninni og kom hún ekki betur út í nokkrum öðrum flokki. Sem menningarlegt afdrep fær borgin líka frekar dapra einkunn og situr í 29. sæti af 35, sama sæti og í rómantík og öryggi. Hvað kræsingar varðar er barbikjúið í Atlanta í 10. sæti, pítsan í 23. sæti og hamborgarinn í 19. sæti. Ekki mikið augnakonfekt Stóra D-ið, Dallas, virðist ekki hljóta náð fyrir augum þátttakenda í könnun AFC og benda einkunnirnar til þess að Dallasbúar séu allt annað en gleðifólk. Dallas er í 10. sæti hvað varðar ókurt- eisi. Almennt fær næturlífið dapra einkunn – tónlistarlífið er í 34. sæti og barirnir eru í 29. sæti. Besta einkunn Dallas var fyrir barbi kjúið sem er í 9. sæti yfir barbi- OG ÓKURTEISI kjú, en hamborgararnir standa Hous- ton-hamborgurum greinilega langt að baki og lentu í 14. sæti. Til að bíta höfuðið af skömminni eru Dallasbúar ekki taldir vera smart og eru í 28. sæti í þeim flokki og eins og það væri ekki nógu slæmt þá settu þátttakendur Dallasbúa í botnsætið hvað varðar augnakonfekt – varla þess virði að gjóa á þá augum. Snautleiki í tísku Orlando er í 9. sæti hvað varðar vin- semd og kurteisi sem kann að vekja furðu í ljósi þess hve vinsæll ferða- mannastaður borgin er. Annað sem stingur í augun í niðurstöðum könn- unarinnar er að borgin situr í 30. sæti sem ákjósanlegur staður að ferðast til að sumri til. Íbúar Orlando eru greinilega ekki mikið í tískunni því borgin vermir 30. sætið í tísku. En hvað sem öllu öðru líður þá er borgin í efsta sæti sem áfangastaður fyrir fjölskyldur þar sem hægt er að finna gististaði þar sem allt er innan seilingar; „all-in-one resorts“. Hægt ætti að vera um vik að finna gist- ingu á viðráðanlegu verði því borgin er í 8. sæti með tilliti til þess. Þeir sem kjósa íburðarmeiri híbýli ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum heldur því Or- lando er í 11. sæti hvað vel þekkt lúxus- hótel áhrærir. Menningarvitar kynnu hugsanlega að verða fyrir einhverjum vonbrigðum því í flokkunum söfn/gallerí og sögu- frægir staðir/minnismerki virðist ekki vera um auðugan garða að gresja; 35. sæti í þeim fyrrnefnda og 24. sæti í þeim síðarnefnda. Einnig vermir Orlando næstneðsta sætið hvað varðar þjóðlega rétti og hverfiskrár og kaffibari auk þess sem næturlífið almennt er ekki hátt skrifað. Frábær en lítt friðsæl Las Vegas hefur löngum verið talin frá- bær borg, en eitthvað virðist skorta á kurteisi og vingjarnlegheit íbúa hennar því hún vermir 8. sætið yfir þær borgir sem státa af ókurteisum íbúum. En borgin kemur vel í út í fjölda þeirra flokka sem um ræddi í könnun AFC. Villtar helgar gerast víst ekki betri annars staðar í Bandaríkjunum og sit- ur Las Vegas í efsta sæti þar. Lítill skort- ur virðist einnig vera á lúxushótelum, og skyldi engan undra að borgin er í 1. sæti í þeim flokki og 2. sæti hvað varð- ar verslanir sem bjóða upp á hágæða- vörur. Að sama skapi skyldi engan undra að borgin fær ekki háa einkunn fyrir friðsæld og rólegheit, bændamarkaði eða ból og bita en hún er í neðsta sæti í öllum þremur flokkunum og sömu sögu er að segja um hverfiskrár og kaffi- bari. Fátt um fína drætti Það er óumflýjanlegt að syrti í álinn þegar nær dregur botni listans yfir ókurteisustu borgir Bandaríkjanna og sú er raunin hjá Baltimore sem er í 7. sæti. Svo virðist sem afar fátt sem borg- in hefur upp á að bjóða hljóti náð fyrir augum þátttakenda í könnun AFC. Baltimore er í einhverju af tíu botn- sætunum í öllum flokkum sem taka til „fólks“ nema einum. Undirflokkarnir í „fólk“ eru fjölbreytileiki, útlit, vingjarn- legheit, gáfur, stíll og „active/athletic“. Það er eingöngu í fjölbreytileika sem Baltimore skríður upp fyrir tíu neðstu sætin. Íbúar Baltimore eru í 33. sæti hvað varðar stíl og 34. sæti hvað varðar út- lit. Því er kannski ekki að undra að lif- andi tónlist í borginni og það sem snýr að stöðum fyrir einhleypa sitji hvort tveggja á svipuðum slóðum; 32. sæti. Klassísk tónlist og söfn Hlýja virðist ekki einkenna Bostonbúa, samkvæmt könnun AFC, en borgin er í 6. sæti yfir ókurteisustu borgir Banda- ríkjanna. En það segir ekki nema hálfa söguna því andstætt Baltimore kemur borgin vel út að mörgu öðru leyti, þrátt fyrir að veðrið fái ekki góða einkunn; 30. sæti, og ferðamenn hnjóti ekki um ódýr hótel; 33. sæti. Boston hefur greinilega upp á að bjóða fjölda sögufrægra staða og áhugaverðra minnisvarða og situr að því leyti í 4. sæti. Einnig ætti áhugafólk um söfn og gallerí ekki að verða fyr- ir vonbrigðum því Boston er í 6. sæti í þeim efnum. Ef allt annað þrýtur má alltaf leita huggunar í framleiðslu örbrugghúsa; 7. sæti, og hlýða á klassíska tónlist sem er hvorki meira né minna en í 2. sæti. Fáðu þér hund Ef þú vilt upplifa faðmlag í Wash- ington geturðu víst allt eins faðmað minnisvarða Abrahams Lincolns, því samkvæmt könnun AFC hafa íbúar borgarinnar, sem er í 5. sæti yfir ókurt- eisustu borgir Bandaríkjanna, um ým- islegt annað að hugsa en að dreifa vina- legum brosum á báða bóga. En það sem borgarbúa skortir í kurt- eisi bæta þeir upp í gáfum; 4. sæti, auk þess sem borgin er í 1. sæti hvað varð- ar sögufræga staði og minnisvarða og einnig söfn og gallerí, þannig að þeim sem er þannig sinnaður ætti ekki að leiðast. Sagan segir að Truman Bandaríkja- forseti hafi einhvern tímann látið þau orð falla að ef maður vildi eignast vin í Washington ætti viðkomandi að fá sér hund. Enginn misskilningur Sólarparadísin Miami er í 4. sæti yfir ókurteisustu borgir Bandaríkjanna. Margir kynnu að ætla að öfund ætti einhvern þátt í dapurlegri einkunn Miami-búa fyrir vinsemd, en sú er ekki raunin því þeir sjálfir settu sig í neðsta sæti yfir óvinsamlegasta fólk Bandaríkj- anna. Íbúar Miami eru í 3. sæti hvað tísku- vitund snertir og í 4. sæti hvað varð- ar útlit almennt en næturlífið fær ekki góða einkunn nema með tilliti til kráa og valkosta fyrir einhleypa; 6. sæti. Ef niðurstöður könnunarinnar eru marktækar þá missir fólk ekki af neinu þó að það sleppi því að fá sér hamborg- ara og eitthvað virðist sem menning- arlífið sé snautlegt, hvort sem um er að ræða klassíska tónlist; 32. sæti, leik- húslífið; 32. sæti, eða söfn og gallerí; 33. sæti. Ódýr hótel virðast ekki vera á hverju strái; 29. sæti, og sömu sögu er að segja um ból og bita; 31. sæti. Söfn og sögufrægir staðir Philadelphiu virðist ekki alls varnað þó að íbúar borgarinnar hafi ekki riðið feit- um hesti frá könnuninni hvað vingjarn- legheit varðar, þar sem borgin er sú þriðja ókurteisasta að mati þeirra sem þátt tóku. Henni er hins vegar talið til tekna að hún státar af sagnfræðilegum stöðum; 6. sæti, söfnum og galleríum; 8. sæti, og er í tíunda sæti hvað varðar klassíska tónlist. En þess utan virðist fátt um fína drætti. Snyrtimennsku í borginni virðist vera áfátt því þar er hún í næstneðsta sæti; 34., og barbikjúið er ekki hátt skrif- að og lenti einnig í 34. sæti. Íbúar borg- arinnar geta þó leitað huggunar í því að pítsan á þeim bæ virðist vera yfir með- allagi góð því hún lendir í 4. sæti. Sé skoðað hvar borgin stendur með tilliti til gistingar lendir hún í 26. sæti hvað hótelgistingu á viðráðanlegu verði áhrærir, en gerir aðeins betur í ból og bita-flokknum og er þar í 25. sæti. Áhugafólk um þjóðlega rétti kynni að verða fyrir vonbrigðum en þar situr borgin í 17. sæti – gæti verið verra þó. Íbúar Philadelphiu virðast hvorki vera gáfaðir né aðlaðandi því í þeim flokkum lenda þeir í 30. sæti og 33. sæti af 35. Fleira jákvætt en neikvætt Sem fyrr segir situr New York-borg ekki á botninum yfir ókurteisustu borgir Bandaríkjanna, en gæti ekki verið nær honum. En þó að borgin sé ekki hátt skrifuð, samkvæmt könnun AFC, fyrir kurteisi og vingjarnlegheit hefur hún svo margt annað. New York-borg situr í fimm efstu sætunum í sex flokkum og geri aðrar borgir betur; lúxusverslanir, leikhús og leiklist, klassísk tónlist, þjóðleg mats- eld, þekkt veitingahús og fjölbreytileiki íbúa. En borgin virðist vera dýr heim að sækja með tilliti til gistingar því hún situr í neðsta sæti, því 35., með tilliti til hagkvæmrar gistingar og því 34. í ból og bita-flokknum. Sé fólk hins vegar á höttunum eftir vel þekktum lúxushót- elum þarf það ekki að kvarta því þar er New York-borg í 2. sæti og sömu sögu er að segja um hótel fyrir kaupsýslumenn. Barbikjúið í New York er í 31. sæti, hamborgarinn í 9. og pítsan í 2. sæti, ekki alslæmt í Stóra eplinu. Sýndur fingurinn Los Angeles var í könnun AFC kjör- in ókurteisasta borg Bandaríkjanna og í umsögn á vefsíðu Travel and Leis- ure eru leiddar að því líkur að ástæðan kunni að vera sú að of margir gestkom- andi hafi verið boðnir velkomnir með því að vera sýndur „fingurinn“ og borg- in ekki talin væn fyrir gangandi vegfar- endur og situr einnig í neðsta sæti hvað það varðar. Los Angeles er í 4. sæti neð tilliti til lúxusverslana, sem ætti ekki að koma á óvart og í 6. sæti hvað áhrærir þekkt veitingahús og í því 8. í vel þekktum lúxushótelum. Hún er hvergi fyrir ofan miðbik í menningarflokknum – 20. sæti í klassískri tónlist, 32. sæti í sögufræg- um stöðum og minnisvörðum, 23. sæti í söfnum og galleríum og 21. sæti í leik- húsum og tengdri list. Ódýr gisting virðist ekki vera á hverju strái – hagkvæm hótel; 32. sæti, ból og biti; 33. sæti, en borgin er í 8. sæti hvað varðar vel þekkt lúxushótel. Byggt á könnun AFC Það skal tekið fram, og ítrekað, að um er að ræða samantekt á niðurstöðum könnunar Travel and Leisure Magazine – America's Favorite Cities. Eflaust sýn- ist sitt hverjum og er það vel. HEIMILD: TRAVELANDLEISURE.COM Tónninn sendur í L.A. Íbúar borgarinnar mega temja sér hlýlegra viðmót í garð annars fólks, samkvæmt könnun AFC.„En hinkrum við því borgin er í 6. sæti hvað varðar vel þekkt lúxushótel og í sama sæti með tilliti til heimil- ishönnunar og hönnun- arverslana fyrir þá sem áhuga hafa á því sviði. Menningarlega er borg- in ekki hátt skrifuð og er í 28. sæti yfir menningar- leg afdrep. 1. Nashville 2. Salt Lake City 3. Houston 4. San Antonio 5. Savannah 6. Denver 7. Kansas City 8. Orlando 9. Minneapolis/ St. Paul 10. New Orleans 11. Phoenix/ Scottsdale 12. Portland 13. Austin 14. Las Vegas 15. Providence 16. San Juan 17. Charleston 18. Portland 19. Dallas/Fort Worth 20. Atlanta 21. San Diego 22. Memphis 23. Chicago 24. Honolulu 25. Seattle 26. Philadelphia 27. Anchorage 28. Baltimore 29. Miami 30. San Francisco 31. Santa Fe 32. Los Angeles 33. Boston 34. Washington, D.C. 35. New York City Hagkvæm gisting 1. Charleston 2. San Diego 3. Savannah 4. Miami 5. Salt Lake City 6. Honolulu 7. San Juan 8. Austin 9. Denver 10. Nashville 11. San Francisco 12. Phoenix/ Scottsdale 13. New York City 14. Los Angeles 15. Providence 16. Minneapolis/ St. Paul 17. Portland 18. Chicago 19. Las Vegas 20. Seattle 21. Dallas/Fort Worth 22. Atlanta 23. New Orleans 24. San Antonio 25. Boston 26. Santa Fe 27. Kansas City 28. Houston 29. Portland 30. Washington, D.C. 31. Orlando 32. Anchorage 33. Philadelphia 34. Baltimore 35. Memphis Fallegasta fólkið 1. Seattle 2. Portland 3. San Francisco 4. Providence 5. New York City 6. Denver 7. Savannah 8. New Orleans 9. Austin 10. Minneapolis/ St. Paul 11. Portland 12. San Diego 13. Charleston 14. San Juan 15. Chicago 16. Nashville 17. Boston 18. Anchorage 19. Washington, D.C. 20. Los Angeles 21. Phoenix/ Scottsdale 22. Santa Fe 23. Houston 24. Atlanta 25. Philadelphia 26. Honolulu 27. Miami 28. Kansas City 29. San Antonio 30. Salt Lake City 31. Baltimore 32. Las Vegas 33. Orlando 34. Dallas/Fort Worth 35. Memphis Kaffibarir 1. Charleston 2. Savannah 3. Nashville 4. Honolulu 5. Salt Lake City 6. New Orleans 7. Minneapolis/ St. Paul 8. Austin 9. Portland 10. San Juan 11. San Antonio 12. Portland 13. Denver 14. Kansas City 15. San Diego niður að Anchorage – sjá grein Vinalegasta fólkið 1. Nashville 2. Austin 3. New Orleans 4. Las Vegas 5. New York City 6. Chicago 7. Providence 8. Memphis 9. Portland 10. San Francisco 11. Denver 12. Savannah 13. Charleston 14. San Juan 15. Los Angeles 16. Seattle 17. Minneapolis/ St. Paul 18. Kansas City 19. San Diego 20. Miami 21. Boston 22. Honolulu 23. Philadelphia 24. Houston 25. San Antonio 26. Atlanta 27. Washington, D.C. 28. Orlando 29. Salt Lake City 30. Phoenix/ Scottsdale 31. Portland 32. Baltimore 33. Santa Fe 34. Dallas/Fort Worth 35. Anchorage Lifandi tónlist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.