Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Síða 26
26 | Fólk 31. janúar 2011 Mánudagur
É
g fékk einhvern tölvupóst frá
Noregi, í honum stóð einfald-
lega: „Fuck you!“,“ segir Árni
Johnsen sem hefur látið mál
hinnar rússnesku Maria Amelie sem
var vísað frá Noregi sig varða og fékk
heldur óvinsamlega kveðju frá ónafn-
greindum Norðmanni. Kveðjuna fékk
hann eftir umfjöllun norskra fjölmiðla
um frumvarp sem dreift var á Alþingi
á föstudag þar sem þeir Árni Johnsen
og Sigmundur Ernir Rúnarsson lögðu
það til að Maria Amelie, sem heitir í
raun Madina Salamova, fái íslenskan
ríkisborgararétt. Henni var nýlega vís-
að frá Noregi þar sem hún hefur verið
ólöglegur innflytjandi í níu ár og send
aftur til Rússlands.
Lítilmannlegt
Árni segir framkomu Norðmanna
í máli Mariu Amelie lítilmannlega.
„Mér finnst þetta sérstakt mál, þetta
er þekktur, norskur einstaklingur og
eftir að hafa fest rætur í norsku samfé-
lagi er henni hent úr húsi. Mér finnst
þetta ekki í samnorrænum anda og
þess vegna vildum við láta í okkur
heyra.“
En hefur Árni heyrt um mál Jussanam
Da Silva, sem fékk ekki dvalarleyfi á
Íslandi en hefur gefið íslensku menn-
ingarlífi innspýtingu með fallegum
söng?
„Máli Jussanam er ekki lokið skilst
mér og þótt ég þekki ekki nægilega vel
til hennar máls þá skilst mér að vand-
kvæðin hafi eitthvað með meðferð
málsins að gera,“ segir hann.
Eitt lítið skref í einu
En mega landsmenn vænta fleiri
baráttumála hvað varðar mannrétt-
indi frá Árna? „Það er aldrei að vita,
maður ruglar aldrei saman málum.
Ég tek eitt lítið skref í einu. Það eru
mörg fordæmi fyrir því að listamenn
og íþróttamenn hafi fengið dvalarleyfi
hér með skemmri skírn, eins og mað-
ur segir. Mér finnst bara að maður eigi
að horfa aðeins út fyrir pakkann og
láta fólk njóta vafans. Tala ekki um ef
fólk hefur lifað í takti við land og þjóð.
Það þarf að auka flóruna.“
En þú hefur verið sakaður um lýð-
skrum?
Það er vandi að fjalla um svona mál
því það eru þúsundir sem eiga undir
högg að sækja. Ég hef ekkert lesið af
þessari gagnrýni, les ekkert svona síð-
ur. En vonandi hugsa Norðmenn sinn
gang. Mér finnst þetta mjög ómann-
eskjulegt og þetta er subbulegt mál.“
kristjana@dv.is
í tölvupósti
Fékk „fingurinn“
n Fékk heldur óvinsamlega kveðju frá ónafngreindum Norðmanni
n Er umhugað um að bæta í flóru samfélagsins n Fjöldi lista- og
íþróttafólks hefur fengið dvalarleyfi með skemmri skírn
Árni Johnsen: Mannréttindafrömuðurinn Árni Árni gat ekki á sér setið vegna lítilmannlegrar framkomu
Norðmanna. Um mál hans hefur verið fjallað í
erlendum miðlum og fékk hann í framhaldinu heldur
óvinsamlega kveðju frá Norðmanni. MYND SIGTRYGGUR ARI
Sögupersónur bókar Tobbu Marinós,
Makalaus, lifna við á netinu en Tobba
Marinós hefur sett aðalleikarana í
aukavinnu við að tjá sig á Facebook í
gervi aðalsöguhetjanna. Þar talar Tobba
við sköpunarverk sín um uppskriftir og
djamm. „Ég veit að þetta er svolítið
steikt,“ viðurkennir Tobba. „En Facebook
er stór hluti af uppákomum í bókinni
og þáttunum sjálfum. Áhorfendur sjá
færslur á Facebook sem þeir sjá svo
settar í samhengi í þáttunum en það er
auðvitað alltaf eitthvert drama tengt
stöðufærslum sem kemur aðalsöguhetj-
unni í mikið uppnám.“
á Facebook
Sögupersónurnar
GEFUR ÚT
LÍFSSTÍLSBÓK
Hildur Knútsdóttir, tískubloggari með
meiru, er heldur betur stórtæk því tvær
bækur koma út eftir hana á þessu ári. Önnur
er fyrsta skáldsaga Hildar sem gefin verður
út af Forlaginu. Hin er lífsstílsbók alter-egós
Hildar, tískubloggarans á tiskublogg.blog-
spot.com sem hefur valdið usla og deilum
við aðra lífsstílsbloggara að undanförnu.
Sú bók verður gefin út af Ókei-bæ-kur.
„Bókin verður byggð á blogginu,“ segir
Hildur og ætlar ekki að fara í harðan slag við
lífsstílsbókarhöfunda eins og Tobbu og Gillz
og hefur reyndar ekki lesið bækur þeirra.
É
g er ekki á Facebook þannig að ég hef
ekkert orðið var við umræðuna þar,“
segir Hörður Magnússon íþróttafrétta-
maður aðspurður hvort hann hafi orð-
ið var við viðbrögð landsmanna á lýsingum
sínum á leikjum Íslands á HM í handbolta
sem lauk í Svíþjóð um helgina. Hörður hefur
oft og tíðum farið hamförum í lýsingu sinni á
leikjum Íslands og þótt standa sig með prýði.
„Ég hef þó fengið mikið af SMS-skilaboðum
og tölvupóstum frá fólki sem er ekki vant því
að senda og það var bara ánægjulegt. Ann-
ars er ég ekki mikið fyrir það að leita eftir ein-
hverju áliti, hvorki jákvæðu né neikvæðu.“
Hörður segist að sjálfsögðu klár í slaginn
fyrir næsta stórmót landsliðsins. „Já, ekki
spurning. Ég er í klár í slaginn.“ Umfjöllun
Stöðvar 2 Sport hefur þótt með besta móti og
hefur Hörður orðið var við jákvæð viðbrögð
frá fjölmörgum aðilum. „Það hafa menn frá
HSÍ komið að máli við mig og sagt að það
hafi ný viðmið verið sett.“
Hörður segir það óneitanlega hafa ver-
ið sérstaka upplifun að lýsa leikjum á stór-
móti þar sem Ísland sé á meðal þáttakenda.
„Ég hef aldrei lýst svona móti sem snertir alla
þjóðina og allir eru að fylgjast með. Ég hef
lýst af vettvangi úrslitaleik Meistaradeildar-
innar í fótbolta, Manchester United–Chel-
sea, í Moskvu og ég hef lýst beint frá Heims-
meistaramótinu í fótbolta en þetta var alveg
sérstakt.“
Hörður var farinn að sjá það í hillingum
að lýsa undanúrslitunum á mótinu og jafnvel
úrlslitaleiknum sjálfum eftir frábæra byrjun
íslenska liðsins. „Árangur liðsins á mótinu er
auðvitað góður á heildina litið en eftir þessa
byrjun þá var niðurstaðan óneitanlega nokk-
ur vonbrigði.“
Hörður segist hafa tekið þann pól í hæð-
ina fyrir mót að reyna fyrst og fremst að
halda uppi stemningunni í lýsingum
sínum. „Maður vildi fyrst og fremst
reyna að fanga stemninguna fyrir
fólkið heima á Íslandi í stað þess
að fara í einhverja leikgreiningu
eins og maður er kannski vanari
að gera. Það var verk sérfræðing-
anna að gera það. Það er svo bara
hvers og eins að dæma hvort að
það hafi tekist.“ asgeir@dv.is
Klár í næsta stórmót
Hörður Magnússon ánægður með viðbrögðin:
Hörður Magn-
ússon Vildi fyrst
og fremst koma
stemningunni til skila.