Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Side 6
6 | Fréttir 9. febrúar 2011 Miðvikudagur Vanhæfur landsdómari skilar málflutningsréttindum: Dögg hættir lögmennsku Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmað- ur ætlar sér að hætta í lögmennsku og skila málflutningsréttindum sín- um. Þetta hefur DV eftir áreiðanleg- um heimildum. Dögg hóf störf hjá Læknafélagi Íslands um áramótin en þar hefur hún veitt félaginu lög- fræðiráðgjöf. Hún mun nú einbeita sér að störfum sínum sem lögfræði- ráðgjafi Læknafélagsins. Fjármál Daggar hafa verið í svið- sljósinu að undanförnu. Frétta- tíminn greindi frá því síðastliðinn föstudag að Saga verktakar hefðu ekki haft erindi sem erfiði við að inn- heimta skuld sem nemur 31 milljón króna vegna framkvæmda við tvær íbúðir í eigu Daggar og sonar henn- ar. Héraðsdómur dæmdi í málinu í desember 2009 og Hæstiréttur stað- festi þann dóm í fyrrasumar. Dögg er hins vegar komin í skuldaaðlög- un hjá umboðsmanni skuldara, sem þýðir að Saga grípur í tómt – en þeir geta ekki innheimt skuldina á með- an mál Daggar er til umfjöllunar hjá umboðsmanni skuldara. Verði lögmaður úrskurðaður gjaldþrota þýðir það að hann miss- ir málflutningsréttindi sín sjálfkrafa. DV hafði samband við Dögg en hún vildi ekki tjá sig um fjármál sín né nokkuð annað. Á sunnudag greindi Dögg frá því í viðtali við Vísi að hún hefði ritað Ingibjörgu Benediktsdóttur, forseta Hæstaréttar, bréf þar sem hún vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu til að sitja í landsdómi, en Dögg var skip- uð í landsdóm árið 2005. Lands- dómur kemur nú saman í fyrsta sinn síðan hann var stofnaður árið 1905 og var Dögg einn átta landsdómara. Vanhæfi hennar kemur þó fjármál- um hennar ekkert við. Dögg sat sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á árunum 2007 til 2009, þar sem hún leysti meðal annars Geir H. Haarde tvisvar af hólmi. Hún tel- ur sig því vanhæfa vegna tengsla við hinn ákærða. bjorn@dv.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dögg Pálsdóttir Lýsti yfir vanhæfi vegna tengsla við Geir H. Haarde og er nú hætt lögmennsku. Ísland er ekki lengur karlaland Kreppan hefur gert þjóðina yngri og fjölgar kvenmönnum í hlutfalli við karla. Konur voru aðeins 49 prósent af íbúum Íslands í árslok 2008 en nú hef- ur hlutur þeirra í íbúafjöldanum hækk- að töluvert, eða í 49,8 prósent. Forsagan er sú að erlendir verka- menn streymdu til landsins í góðær- inu. Þeir voru flestir karlkyns og á miðj- um aldri. Nú hafa margir þeirra flutt burt, sem jafnar aftur kynjahlutfall á landinu og lækkar meðalaldur. Á sama tíma og erlendir karlar streyma úr landi flytja fleiri erlendar konur til landsins en frá því. Kynjahlutfallið er því óðum að jafnast út. Þetta kemur fram í frétta- bréfi Greiningar Íslandsbanka. Árið 2009 var Ísland vel yfir með- allagi í fjölda karlmanna í hlutfalli við fjölda kvenna. Það árið voru 105 karl- ar á hverjar hundrað konur á Íslandi. Meðaltalið í heiminum var 102 karlar á hverjar 100 konur. Mestur var munur- inn í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum og í Katar. Í fyrrnefnda landinu eru 205 karlar á hverjar 100 konur, en því síðarnefnda eru 307 karlar fyrir hvert hundrað kvenna. Ofbeldisfullur skokkari Tólf ára drengur varð fyrir barð- inu á ofbeldisfullum skokkara fyrir utan útibú Arion banka við Breiðumörk í Hveragerði á mánu- dagskvöld. Drengurinn var ásamt tveimur félögum sínum á ferðinni þegar þeir sáu til manns á skokki. Drengirnir tóku upp á því að grínast og elta manninn. Skokkar- inn var ekki sáttur við þetta og brást við með því að stoppa snarlega og veitast að umræddum dreng. Í til- kynningu frá lögreglu segir að hann hafi meðal annars slegið drenginn í andlitið, tekið hann kverkataki áður en hann keyrði hann niður í gangstéttina. Maðurinn hélt síðan áfram að skokka. Drengurinn hlaut minniháttar áverka en var nokkuð skelkaður. Lögreglan lýsti eftir manninum á þriðjudag og gaf hann sig fram í kjölfarið. Í tilkynningu sem barst frá lögreglu á þriðjudagskvöld kom fram að hann hafi útskýrt mál sitt fyrir lögreglu. Kom þar ennfremur fram að hann sé bú- settur á höfuðborgarsvæðinu en hafi gert sér ferð til Hveragerðis til að skokka. Samkvæmt heimildum DV verð- ur lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson kallaður til skýrslutöku hjá skiptastjóra þrotabús félags- ins SAM 10 ehf. í næstu viku. SAM 10 var í eigu Sveins Andra. Skipta- stjóri SAM 10 er hæstaréttarlög- maðurinn Einar Sigurjónsson. „Ég mæti bara hjá skiptastjóra eins og aðrir fyrrum fyrirsvarsmenn gera,“ sagði Sveinn Andri í samtali við DV. Hann svaraði því neitandi þeg- ar blaðamaður spurði hvort hann teldi sig hafa eitthvað fela fyr- ir skiptastjóranum. Verður Sveini Andra gert að gera grein fyrir bók- haldi SAM 10 hjá skiptastjóranum. Ógreidd gjöld Talið er að tollstjórinn í Reykja- vík hafi farið fram á gjaldþrotaúr- skurð yfir SAM 10 vegna ógreiddra opinberra gjalda. Sveinn Andri gat í samtali við DV ekki svarað því hvort ógreidd opinber gjöld væru ástæða þess að tollstjórinn hefði farið fram á gjaldþrotaúrskurð yfir félaginu. „Ég man ekki, eða veit ekki, út á hvað gjaldþrotaúrskurð- urinn gengur,“ sagði Sveinn Andri. DV sagði frá því á mánudaginn að félagið Reykvískir lögmenn, sem nú heitir SAM 10, hefði skuldað um 20 milljónir króna í opinber gjöld árið 2009. Sveinn Andri tók sér hins vegar nærri 50 milljóna króna arð út úr félaginu á árunum 2008 og 2009. 17 milljóna fasteign Í ársreikningi Reykvískra lögmanna árið 2009 kemur fram að helsta eign félagsins sé 17 milljóna króna fasteign. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Sveinn Andri hafi fært fasteignina yfir í nýja félagið sitt eða skilið hana eftir í hinu gjaldþrota félagi. Líklega er þetta eitt þeirra atriða sem Sveinn Andri þarf að gera Ein- ari Sigurjónssyni, þrotabússtjóra SAM 10, grein fyrir í næstu viku. „Fasteign félagsins var ekkert inni í þessu félagi, hún var löngu farin,“ sagði Sveinn Andri í samtali við DV á sunnudaginn spurður um afdrif fasteignarinnar. Árið 2010 seldi Sveinn Andri Sigtryggi A. Magnússyni félagið. Sigtryggur er titlaður stjórnarfor- maður SAM 10. Sveinn Andri og Sigtryggur hafa áður stundað við- skipti saman. Árið 2006 var greint frá því að Sigtryggur hefði náð samningi við St. Calos Group á Taílandi um samrekstur hótels og heilsulindar á Lálandi í Danmörku. Er Sveinn Andri titlaður talsmaður hópsins í grein um málið í Morg- unblaðinu árið 2006. Ekki er vit- að hvernig þessi fjárfesting þeirra gekk. „Mannleg mistök“ Sigtryggur var einnig eigandi að félaginu Í skilum ehf. sem fór á hausinn í apríl 2008. Fyrir- tækið átti raðhúsin Hólavað 1 til 11 í Norðlingaholti sem Heilsu- verndarstöðin ætlaði að nota sem meðferðarheimili. „Þetta voru bara mannleg mistök sem varð til þess að þetta fór á þessa leið,“ sagði Sigtryggur um gjald- þrotið í samtali við Fréttablað- ið árið 2008. Bætti hann því við að gjaldþrotið hefði komið flatt upp á hann. Sigtryggur virðist nota sama orðalag um gjaldþrot sitt og Sveinn Andri gerði. „Þetta var bara pínulítið,“ sagði Sveinn Andri í samtali við DV.is á fimmtudag. Sigtryggur vildi ekki tjá sig um félagið SAM 10 þegar DV hafði samband við hann. KALLAÐUR FYRIR SKIPTASTJÓRA n Seldi vini sínum gjaldþrota félag n Gefur skýrslu hjá skiptastjóra þrotabús SAM 10 í næstu viku n Tollstjórinn í Reykjavík gerir stærstu kröfuna Hefur ekkert að fela Sveinn Andri mætir óhræddur í skýrslutöku hjá skiptastjóra í næstu viku. „Ég man ekki, eða veit ekki, út á hvað gjaldþrotaúrskurðurinn gengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.