Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Síða 16
16 | Erlent 9. febrúar 2011 Miðvikudagur Herferð í Bretlandi til að vara við svæsnum myndskilaboðum: Engin dónaskilaboð Í Bretlandi er nú að fara af stað her- ferð til þess að minna börn og ung- linga á hætturnar sem fylgja svæsn- um myndskilaboðum sem senda má með farsíma eða tölvupósti. Fyr- irbærið, sem jafnan er kallað „sex- ting,“ verður sífellt algengara með- al barna og unglinga á Bretlandi. Herferðin mun fara fram undir ein- kunnarorðunum „hugsaðu áður en þú sendir“ og nú þegar hefur ver- ið framleidd áhrifamikil stuttmynd sem verður sýnd í breskum skólum. Í stuttmyndinni er söguhetjan táningsstúlka sem hefur sent kær- asta sínum nektarmyndir af sér með myndskilaboðum. Skömmu seinna kemst hún að því að kærast- inn hefur brugðist henni, hann hlóð myndunum á veraldarvefinn – að- gerð sem ekki er hægt að draga til baka. Söguhetjan gerir áhorfendum ljóst að með því að senda vafasam- ar myndir, eigi þeir alltaf á hættu að myndirnar rati á vefinn. Geti slíkur leki jafnvel haft áhrif á atvinnuhorf- ur í framtíðinni auk þess að valda ómældum skaða á sálarlífi þeirra sem verða fyrir slíkum trúnaðar- bresti og berskjöldun. Það eru barnaverndarsamtökin CEOP (Child Exploitation and On- line Protection) sem standa fyrir herferðinni. Peter Davies er formað- ur samtakanna. „Við vitum að börn og unglingar nota nýja samskipta- tækni í æ meira mæli, en á sama tíma eru þau að uppgötva sig sem kynverur innan nýju tækninnar. Því eru bæði strákar og stelpur að senda hvort öðru svæsnar myndir án þess að gera sér grein fyrir afleiðingun- um.“ bjorn@dv.is Unglingar senda skilaboð Átta sig ekki alltaf á hættum nýrrar samskiptatækni. Internetrisinn AOL hefur fest kaup á vefmiðlinum Huffington Post. Þetta var tilkynnt aðfaranótt mánudags. Kaupverðið er 315 milljónir dollara, sem samsvarar tæplega 37 milljörð- um íslenskra króna. Huffington Post, sem var upprunalega vettvangur fyrir bloggsíður frjálslyndra Banda- ríkjamanna, var stofnaður árið 2005 af Ariönnu Huffington, Kenneth Lerer og Jonah Peretti. Vefurinn tók fljótlega að vinda upp á sig og er nú ein öflugasta fréttaveitan á netinu. Í Bandaríkjunum fær vefurinn um 25 milljónir heimsókna á dag og stefnt er að því að hækka þá tölu umtals- vert. AOL hefur stofnað nýtt eignar- haldsfélag utan um fjárfestinguna, Huffington Post Media Group, en þar mun Arianna Huffington halda áfram starfi sínu sem ritstjóri og stjórnarformaður. Öskubuskuævintýri Salan á Huffington Post, eða Huff- post eins og síðan er gjarnan kölluð, er talin mikill sigur fyrir ritstjórann og stofnandann Ariönnu Huffington. Vefurinn var stofnaður fyrir sáralít- ið fé sem hefur nú margfaldast og ljóst er að fjárfestar sem hafa lagt síð- unni til fé undanfarin ár hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum. Huffpost er þekktur sem miðill þar sem umfjöll- unarefnin eru frjálslyndum Banda- ríkjamönnum mjög að skapi, og líta margir svo á að Huffpost sé nokkurs konar málgagn vinstrivængs stjórn- mála í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að Huffpost sé nú þegar einn vinsælasti vefmiðillinn í Banda- ríkjunum ætlar AOL honum enn stærra hlutverk í framtíðinni. Stefnt er á að fjórfalda fjölda heimsókna inn á síðuna innan Bandaríkjanna á næsta ári og stefnt að því að hún nái 100 milljónum í hverjum mán- uði. Þá mun verða farið í herferð til að fjölga lesendum utan Bandaríkj- anna, en gangi allt eftir gæti Huffpost fært AOL ómældar auglýsingatekjur á næstu árum. Draumasíða demókrata Lesendur Huffpost eru mikið til þeir sömu og eru líklegir til að kjósa demó- krataflokkinn en meðal þess sem er í brennidepli hjá Huffpost eru frétt- ir og pistlar um umhverfismál, heil- brigðis- og menntamál sem og fréttir af tísku, tónlist og kvikmyndabrans- anum. Af þessum sökum á síðan fjöl- marga aðdáendur meðal stjarnanna í Hollywood, sem og þekktra stjórn- málamanna, sem bjóða iðulega fram krafta sína til að blogga um hin ýmsu málefni á síðunni. Meðal þekktra bloggara á Huffpost má nefna stjórn- málamennina Barack Obama, Hillary Clinton, Nancy Pelosi og John Kerry, ásamt skemmtikröftum á borð við Larry David, Madonnu, John Cusack og Robert Redford. Öskubuskuævintýri Huffington Post n Bandaríski vefmiðillinn Huffington Post var seldur til AOL fyrir 37 milljarða króna n Var stofnaður fyrir sáralítið fé n Hluthafar fá væna fúlgu n Hefur verið vettvangur óháðrar fjölmiðlunar, nú gæti það breyst Arianna Huffington Verður áfram ritstjóri og fær væna greiðslu. Vilja afsögn Alliot-Marie Stjórnarandstæðingar í Frakklandi krefjast þess að utanríkisráðherrann Michèle Alliot-Marie segi af sér hið snarasta. Ástæðan er óviðeigandi flugferðir sem hún þáði með einka- þotum í lok desember síðastliðins, en þoturnar voru í eigu vildarvina Zine el-Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseta Túnis. Ben Ali hrökklaðist frá völdum í Túnis eins og kunnugt er og flúði því næst til Sádi-Arabíu. Frönsk stjórnvöld gáfu þá út yfirlýs- ingu þess efnis, að hvorki Ben Ali né skjólstæðingar hans eða viðskiptafé- lagar væru velkomnir til Frakklands. Alliot-Marie lét hafa eftir sér: „Þegar ég er í fríi, þá er ég ekki utanríkisráð- herra Frakklands.“ Drepinn af hana José Luis Ochoa, 35 ára maður frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, var úr- skurðaður látinn við komu á sjúkra- hús í Tulare-sýslu fyrir rúmri viku. Dánarorsök Ochoa var í skrýtnari kantinum, svo ekki sé meira sagt. Var Ochoa viðstaddur ólöglegan hanaslag, þar sem hanar voru látnir berjast til síðasta blóðdropa og við- staddir veðjuðu um úrslitin. Í einum slagnum höfðu eigendur hananna límt hnífsblöð framan á gogg þeirra, til að auka enn meir á ofbeldið. Í hamaganginum varð Ochoa fyrir snarpri árás frá öðrum hananum, með þeim afleiðingum að hann fékk djúpan skurð á kálfa sem bæddi mikið úr. Þegar á sjúkrahús var kom- ið hafði maðurinn misst það mikið blóð að ekki reyndist unnt að bjarga honum. Vísindakirkjan í vanda Meðlimir Vísindakirkjunnar eru frá- vita af reiði vegna ummæla óskars- verðlaunahafans Pauls Haggis um yfirmann kirkjunnar, David Misca- vige – sem var meðal annars svara- maður í brúðkaupi Toms Cruise og Katie Holmes. Haggis sagði sig úr Vísindakirkjunni árið 2009 eftir að hafa verið meðlimur í 34 ár. Hafði hann verið þögull sem gröfin um reynslu sína af kirkjunni, allt þang- að til nú fyrir skömmu. Í tímaritinu New Yorker birtist á mánudag löng grein þar sem Haggis, sem fékk ósk- arsverðlaun fyrir myndina Crash, sakar meðal annars Miscavige um að beita ofbeldisfullri hegðun í garð trúbræðra sinna og -systra, til að fá sínu framgengt. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.