Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Qupperneq 17
Erlent | 17Miðvikudagur 9. febrúar 2011 Árleg íshöggmyndahátíð hófst í Sapporo í Japan á mánudag: Íshöggmyndir í öndvegi Á mánudaginn hófst árleg íshögg- myndahátíð í Sapporo á Hokkaído- eyju í Japan. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar og hefur verið hald- in árlega síðan árið 1950 og stendur yfir í eina viku. Yfir 250 íshöggmyndir eru sýndar á hátíðinni og búast heimamenn við að gestir á hátíðinni verði rúmega 2,5 milljónir. Hátíðin í Sapporo kost- ar borgaryfirvöld talsverða fyrir- höfn, en í þetta sinn þurfti að flytja hundruð tonna af snjó með vöru- flutningabifreiðum svo hátíðin gæti farið fram. Verkin sem eru til sýnis eru af ýmsum toga, þó asísk þemu séu mjög áberandi í þetta sinn. Al- gengt er að högglistamenn búi til nákvæmar eftirlíkingar af frægum byggingum, en eitt slíkt verk sem vakti hvað mesta eftirtekt var ná- kvæm eftirlíking af Himnahofinu í Peking, höfuðborg Kína. Heiðursgestur hátíðarinnar er heimamaðurinn Akira Suzuki, próf- essor við Hokkaído-háskóla, sem fékk Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 2010. Þess má til gamans geta að Suzuki á sjálfur eitt listaverkanna á hátíðinni. Þá eiga hermenn úr jap- anska hernum einnig nokkur verk á sýningunni. Hátíðin í Sapporo hefur not- ið sívaxandi vinsælda undanfar- in ár. Árið 2006 voru þeir rétt inn- an við tvær milljónir en það ár var hún fyrst haldin í Sapporo. Sem fyrr segir er búist við að 2,5 milljón- ir manna leggi leið sína á hátíðina í ár. Skipuleggjendur hátíðarinnar vonast til þess að enn fleiri muni leggja leið sína til Sapporo á kom- andi árum. Nákvæmnisvinna Hér má sjá nákvæma eftirlíkingu af borginni Daejon í Suður-Kóreu. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands síðan árið 1981, gæti verið á förum frá Egyptalandi á næstu dögum og um leið látið af stjórnartaumun- um í landinu. Orðrómur hefur ver- ið uppi um leynilegar viðræður milli bandarískra stjórnarerindreka og egypskra stjórnvalda, um hvernig megi tryggja að Mubarak hverfi frá völdum án þess að tapa allri reisn. Líklegasta niðurstaðan gæti verið sú að Mubarak flytji sig á einkasjúkra- hús utan Egyptalands til að gang- ast undir ítarlega læknisskoðun og fái þar sömuleiðis læknismeðferð ef þurfa þykir. Samkvæmt fréttum New York Times um helgina munu þessar leynilegu viðræður vera langt komnar og fullyrðir blaðið að orðr- ómurinn um viðræðurnar hafi verið á rökum reistur. Orðrómur um krabbamein Það var tillaga Bandaríkjamanna að Mubarak skráði sig á einkasjúkra- hús. Munu þeir hafa fengið hug- myndina þar sem heilsa Mubaraks hefur lengi verið milli tannanna á stjórnarerindrekum í Egyptalandi, ekki síst eftir að forsetinn gekkst undir erfiða skurðaðgerð í fyrra- vor. Þá var Muba rak lagður inn á háskólasjúkrahúsið í Heidelberg í Þýskalandi, þar sem skurðlækn- ar fjarlægðu bæði gallblöðru hans, sem og æxli sem var að finna í þörm- um forsetans. Síðan aðgerðin fór fram hafa gengið sögur um að Mubarak væri tæpur til heilsunnar og reyndu fjöl- miðlar að grennslast fyrir um málið í fyrra. Þá sögðu læknarnir við sjúkra- húsið í Heidelberg hins vegar að að- gerðin hefði heppnast fullkomlega. Sögðu þeir að Mubarak væri heilsu- hraustur sem aldrei fyrr. Lúxussjúkrahús í Þýskalandi líklegast Samkvæmt heimildum þýska frétta- tímaritsins Der Spiegel er talið lík- legast að Mubarak leggist inn á Max- Grundig-einkasjúkrahúsið í bænum Bühl í suðvesturhluta Þýskalands, skammt frá bænum Baden-Baden. Á vefsíðu sjúkrahússins segir að það bjóði „fyrsta flokks læknisþjónustu“ en jafnframt „þægindi og þjónustu á við bestu hótel“. Ekki myndi væsa um Mubarak, yrði af því að hann flytti sig til Bühl, en þar er búið um sjúklinga í 200 fermetra lúxussvítum með herbergisþjónustu. Ef Mubarak er í raun með krabbamein, eins og margir telja, þá gæti hann ekki ver- ið á betri stað til að fá meðferð við sjúkdómnum því sjúkrahúsið í Bühl er þekkt á heimsvísu fyrir góðan ár- angur í barðáttunni við krabbamein. Þýsk stjórnvöld jákvæð Samkvæmt heimildum þýskra fjöl- miðla er Angela Merkel meðvituð um viðræðurnar sem fara nú fram milli fulltrúa Bandaríkjanna og Egyptalands. Á síðustu dögum hafa meðlimir úr ríkisstjórn Merkel tjáð sig um málið og ljóst er að hún er opin fyrir því að taka við Mubarak. „Við þurftum á friðsamlegum stjórn- arskiptum að halda í Egyptalandi,“ sagði Andreas Schockenhoff, þing- maður Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel. „Geti Þjóðverjar á einhvern hátt hjálpað til við stjórn- arskiptin, ættum við að taka við Mu- barak – ef hann vill það.“ „Ekki myndi væsa um Mubarak, yrði af því að hann flytti sig til Bühl, en þar er búið um sjúklinga í 200 fermetra lúxussvítum. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is MUBARAK Á FÖRUM n Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, gæti verið á förum eftir allt saman n Leynilegar viðræður hafa farið fram n Mun líklega leggjast inn á einkasjúkrahús í Þýskalandi Hosni Mubarak Hér er hann í sjónvarpsávarpi í síðustu viku. Nú lítur út fyrir að hann gæti verið á förum eftir allt saman.Öskubuskuævintýri Huffington Post Silja Bára Ómarsdóttir aðjunkt Hún skrifar reglulega á Huffington Post en hefur áhyggjur af breyttu hlutverki í kjölfar sölunnar til AOL.„Ég heyri á róttækari vinum mínum vestanhafs að þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þetta Fornminjar skemmdust Komið hefur í ljós að um 70 ómetan- legir fornmunir á egypska þjóð- minjasafninu hafa skemmst og þurfa á viðgerð að halda. Zahi Hawass, fornminjamálaráðherra í ríkisstjórn Hosnis Mubaraks, hefur staðfest að engin múmía hafi skemmst þegar mótmælendur ruddust inn á safnið en sagði jafnframt að aðrir munir hefðu ekki sloppið jafn vel. Meðal fornmuna sem skemmdust var stytta af Tútankamon, faraó af Egypta- landi, sem barni. Þó það hafi ekki verið staðfest, leikur grunur á því að þeir sem brutust inn á safnið hafi í raun verið skjaldsveinar Omars Su- leimans varaforseta og hafi unnið skemmdir til að valda innbyrðis deilum meðal mótmælenda. Skógareldar í Ástralíu Enn og aftur þurfa Ástralir að glíma við náttúruhamfarir. Nú geisa alvar- legir skógareldar í vesturhluta Ástr- alíu, á sama tíma og íbúar Queens- land-fylkis í norðurhlutanum reyna að koma lífi sínu í skorður eftir gíf- urleg flóð og einn kraftmesta felli- byl sögunnar sem reið yfir svæðið í síðustu viku. Í skógareldunum, sem umlykja að hluta til borgina Perth, hafa að minnsta kosti 40 hús brunn- ið til grunna auk þess sem 4.000 hektarar skóglendis hafa orðið eld- unum að bráð. Ekki hefur tekist að slökkva eldana en engin tíðindi hafa borist af mannfalli. Berlusconi fyrir dóm Saksóknaraembættið í Mílanó á Ítalíu mun í dag, miðvikudag, skila inn formlegri beiðni til dómsyfir- valda um að Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, svari til saka fyrir rétti. Með beiðninni fylgdi um 660 síðna skjalabunki sem hef- ur að geyma afrit af skýrslutökum fjölmargra vitna sem styrkja grun- semdir um sekt forsætisráðherrans. Eftir að beiðninni hefur verið skilað geta dómsyfirvöld í Mílanó tekið sér fimm daga umhugsunarfrest áður en þau taka afstöðu til beiðninnar. Það ætti því að koma í ljós í síðasta lagi í næstu viku hvort glaumgosinn frá Sikiley þurfi að mæta fyrir rétt fyrir að hafa keypt kynlífsþjónustu af ófullveðja stúlku. Tvíeggjað sverð Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, hefur skrifað reglulega á Huffington Post um íslensk stjórn- mál. Hún segir söluna á Huffpost vera tvíeggjað sverð, sameiningin við AOL gæti til að mynda haft nei- kvæð áhrif á sjálfstæða fjölmiðla- umfjöllun. „HuffPo var óháð rödd í fjölmiðlaheiminum vestanhafs. Með þessari yfirtöku breytist það og vefurinn verður hluti af almennum fjölmiðlamarkaði, þrátt fyrir að Ari- anna Huffington hafi lagt áherslu á það í pósti til bloggara vefsins í gær að hún fengi ritstjórnarhlutverk. Ég heyri á róttækari vinum mínum vestanhafs að þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þetta og eru efins um að þeir haldi áfram að senda efni inn. Vefurinn hefur reyndar verið að breytast frá því sem hann var upp- haflega og hefur sífellt verið að þró- ast í að verða meiri dægurmálavefur á kostnað hlutverks síns sem óháður fréttamiðill og vettvangur skoðana- skipta. Þá gæti ef til vill opnast tæki- færi fyrir aðra vefi til að fylla í tómið sem HuffPo skilur eftir sig við þessa sameiningu. Svo er auðvitað hinn möguleikinn að þetta styrki vefinn, sjálfstæða fjölmiðlun og samfélags- umræðu á honum, en einhvern veg- inn þykir mér það ólíklegt,“ sagði Silja Bára í samtali við DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.