Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Side 2
2 | Fréttir 21. febrúar 2011 Mánudagur Háteigsskóli Klambrar BarónsborgNjálsborg Lindarborg Sólhlíð Sólbakki Hlíðaborg Nóaborg 54 hugmyndir að sameiningu skóla Laugardalur Laugarnesskóli og Laugarlækjaskóli Laugarnesskóli: 414 nemendur í 1.-6. bekk. Haldið í grónar hefðir svo nemendur þroskist með þeim. Laugarlækjaskóli: 292 nemendur í 7.-10. bekk. Skóli án aðgreiningar, einstaklingsmiðað nám, samvinna og vellíðan. Laugaborg og Lækjaborg Laugaborg: 4 deildir og 93 börn. Umhverfismennt og skapandi starf. Lækjaborg: 3 deildir og 63 börn. Fjölmenning. Ásborg og Hlíðarendi Ásborg: 6 deildir og 119 börn. Samskipti og skapandi starf. Hlíðarendi: 24 börn. Gamalt íbúðarhús, náin og persónuleg samskipti. Brákarborg og Steinahlíð Brákarborg: 3 deildir og 51 barn. Samfélagið í einingarkubbum Steinahlíð: 2 deildir og 30 börn. Að meta og rækta tengsl við náttúru, trjárækt og matjurtagarður. Sunnuborg og Holtaborg Sunnuborg: 4 deildir og 88 börn. Gleði, agi, virðing og virkni. Holtaborg: 4 deildir og 64 börn. Frjáls leikur, skapandi hugsun og sjálfstraust barna. Langholtsskóli og Vogaskóli Langholtsskóli: 540 nemendur. Fjölbreyttir kennsluhættir. Vogaskóli: 327 nemendur. Gagnkvæm virðing, fjölbreytt tækifæri, ábyrgð, vellíðan og árangur. Laugarnesskóli og Hof Hof: 5 deildir og 104 börn. Einn elsti leikskóli borgarinnar. Hlíðar Háteigsskóli og Stakkaborg Háteigsskóli: 398 nemendur. Samstarfsskóli við Háskóla Íslands um menntun kennara, leiklist samofin kennslu. Móttökudeild en nemendur og kennarar koma frá 26 löndum. Stakkaborg: 3 deildir og 76 börn. Klambrar og Nóaborg Klambrar: 4 deildir og 88 börn. Öryggi, traust, starfsgleði og jákvæðni. Nóaborg: 3 deildir og 66 börn. Stærðfræði og fjölmenning. Sólhlíð og Hlíðaborg Sólhlíð: 4 deildir og 90 börn. Hlíðaborg: 3 deildir og 49 börn. Skapandi starf, málörvun og leikur með ritmálið. Sólbakki og Hamraborg Sólbakki: 3 deildir og 50 börn. Vinátta og frjáls leikur. Hamraborg: 4 deildir og 85 börn. Frjáls leikur. Háaleiti Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli Álftamýrarskóli: 350 nemendur. Sjálfsmyndarstyrking og nýbúakennsla. Hvassaleitisskóli: 206 nemendur Einstaklingsmiðað nám. Breiðagerðisskóli og Réttarholtsskóli Breiðagerðisskóli: 316 nemendur í 1.-7. bekk. Útikennsla, list- og verkgreinakennsla og árgang- ur sem ein heild. Réttarholtsskóli: 310 nemendur í 8.-10. bekk. Vellíðan, virðing, samskipti, einstaklingsmiðuð kennsla og jákvætt félagsstarf. Fossvogsskóli og Kvistaborg Fossvogsskóli: 313 nemendur í 1.-7. bekk. Einstaklingsmiðað nám, áhersla á lýðheilsu og umhverfi. Kvistaborg: 3 deildir og 66 börn. Þar hefur verið mikill samgangur á meðal elstu barnanna og sex ára barna í Fossvogsskóla. Skógarborg og Garðaborg Skógarborg: 3 deildir og 32 börn. Tilfinningalega styðjandi umhverfi, skapandi starf, lesþroski, ritmál og stærðfræðihugsun. Garðaborg: 2 deildir og 54 börn. Innsýn barna í samfélagið, hugsun með hjálp kubba og opið leikkerfi. Jörfi og Vinagerði Jörfi: 5 d deildir og 101 barn. Tjáning. Vinagerði: 3 deildir og 66 börn. Umhverfismennt og stærðfræði. Austurborg og Furuborg Austurborg: 4 deildir og 93 börn. Rúmgott húsnæði. Furuborg: 3 deildir og 66 börn. Útivera, þroska-, færni- og samfélagsmiðað nám. Álftaborg og Múlaborg Álftaborg: 4 deildir og 88 börn. Lífsleikni og dyggðir. Múlaborg: 4 deildir og 78 börn. Sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra, 8 börn með fötlun. Breiðholt Fellaskóli og Hólabrekkuskóli Fellaskóli: 330 nemendur. Virðing, ábyrgð og vinsemd. Sérdeild fyrir einhverfa og hugmynda- og sköpunarsmiðja. Hólabrekkuskóli: 519 nemendur. Uppeldi til ábyrgðar. Ösp og Hraunborg Ösp: 3 deildir og 54 börn. Fjölbreytni og átak gegn fordómum. Hraunborg: 3 deildir og 64 börn. Hraunborg er þriggja deilda leikskóli. Þar eru 64 börn. Hólaborg og Suðurborg Hólaborg: 3 deildir og 63 börn. Jákvæð samskipti, gleði, virðing og vellíðan. Suðurborg: 7 deildir og 119 börn. Sjálfstæði hvers barns eflt. Arnarborg og Fálkaborg Arnarborg: 3 deildir og 66 börn. Nám í gegnum leik. Fálkaborg: 3 deildir og 60 börn. Náttúrutengsl, sögur og ævintýr, hollt mataræði og góð íslenska starfsfólks. Hálsaborg og Hálsakot Hálsaborg: 3 deildir og 60 börn. Virkni einstaklings frá fæðingu. Hálsakot: 4 deildir og 73 börn. Umhverfismennt. Seljaborg og Seljakot Seljaborg: 3 deildir og 60 börn. Unnið í anda Hjallastefnunnar. Seljakot: 3 deildir og 58 börn. Skapandi starf og gagnrýnin hugsun. Arnarborg og Breiðholtsskóli Arnarborg: 3 deildir og 66 börn. Nám í gegnum leik. Breiðholtsskóli: 482 nemendur. Einstaklingsmiðað nám og árgangurinn sem ein heild. Bakkaborg og Fálkaborg Bakkaborg: 5 deildir og 114 börn. Gleði, vinátta, virðing, tákn með tali og tilfinningagreind. Árbær Ártúnsskóli og Kvarnaborg Ártúnsskóli: 154 nemendur í 1.-7. bekk. Samskiptafærni með markvissri kennslu í lífsleikni. Kvarnaborg: 3 deildir og 63 börn. Hreyfing og útivera, samvinna barna og fullorðinna, vinskapur og ákvarðanataka einstaklingsins. Árbæjarskóli og Selásskóli Árbæjarskóli: 713 nemendur. Unglingastigið er safnskóli sem nemendur úr Árbæjarskóla, Ártúnsskóla og Selásskóla sækja. Selásskóli: 239 nemendur í 1.-7. bekk. Umhverfisstefna. Selásskóli og Rauðaborg Selásskóli: 239 nemendur í 1.-7. bekk Umhverfisstefna. Rauðaborg: 3 deildir og 62 börn. Virkt nám og opið leikrými. Blásalir og Rauðaborg Blásalir: 4 deildir og 88 börn. Skapandi starf á öllum sviðum, myndlist, leiklist, tónlist og áhersla á trékubba. Rauðaborg: 3 deildir og 62 börn. Virkt nám og opið leikrými. Árborg og Rofaborg Árborg: 3 deildir og 64 börn. Að barnið njóti sín, læri af reynslunni og öðlist alhliða þroska. Samstarf við grunn- Til stendur að sameina leik- og grunnskóla í borginni. Undirbún- ingur við sameininguna er í fullum gangi og verið er að fara yfir 54 hug- myndir með tilliti til athugasemda stjórnenda, foreldra og annarra sem hafa látið sig málið varða, og fjár- hagslegs ávinnings. Þegar starfshóp- ur um greiningu tækifæra til sam- rekstrar og/eða sameingu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila hef- ur gert það mun hann taka saman til- lögur og leggja fyrir borgarráð. Stefnt er að því að gera það mánudaginn 28. febrúar. 54 hugmyndir standa eftir Starfshópurinn hefur unnið að und- irbúningi þessara tillagna frá því um miðjan nóvember en þá var borgin skoðuð úr lofti, vegalengdir mældar, skólahverfamörk endurskoðuð, út- línur dregnar og drög lögð að verk- lagsreglu. Í kjölfarið var opnað fyrir ábendingagátt á heimasíðu Reykja- víkurborgar og þangað bárust 800 athugasemdir. Eins var rætt við 124 stjórnendur, skólastjóra, leikskóla- stjóra, forstöðumenn frístunda- miðstöðva og deildarstjóra barna- starfs frístundamiðstöðva. Síðan var fundað með fulltrúum starfsmanna og foreldra þar sem farið var yfir alla kosti í stöðunni. Upp úr þess- ari undirbúningsvinnu voru mót- aðar fyrstu hugmyndir og voru þær alls 99 talsins. Ljóst var þó að sumar myndu aldrei ganga upp og fallið var frá þeim. Eftir svót-greiningu stóðu þessar 54 hugmyndir eftir og nú er verið að meta hverja einustu þeirra. Búið er að viðra þessar hugmynd- ir gagnvart mennta- og borgarráði, stjórnendum og fulltrúum foreldra og starfsmanna. Fjárhagslegur ávinningur mismikill Búið er að greina fjárhagslegan ávinning af hverri tillögu en ekki verður hægt að fá hann uppgefinn fyrr en eftir að tillögurnar hafa ver- ið lagðar fyrir borgarráð. Í sumum tilfellum kom í ljós að fjárhagsleg- ur ávinningur var lítill sem enginn, 1,7 milljónir á einum stað. Ljóst er að ekki verður lagt til að þeir skólar muni sameinast. Í öðrum tilfellum var fjárhagslegur ávinningur mun meiri, eða 12–15 milljónir á ári eða jafnvel enn meiri, allt að 20 milljón- um á ári samkvæmt Óskari Sandholt sem fer fyrir starfshópnum. Líklega verður haldið áfram að skoða mögu- leikana á að sameina þá skóla. Enda var markmið starfshóps um grein- ingu tækifæra á samrekstri og/eða sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila að greina faglegan og fjárhagslegan ávinning við hvern sameiningarkost, að kanna mögu- lega breytingu á mörkum skólahverfa með það í huga að jafna betur nem- endafjölda tiltekinna grunnskóla og móta vinnureglur og verkferla sem taka til endurskipulagningar á rekstri leikskóla, grunnskóla og frístunda- heimila. Óvíst hvað verður að veruleika Þó að þær hugmyndir sem hér eru kynntar séu ekkert annað en hug- myndir er engu að síður áhugavert að skoða þær, ekki síst í ljósi þess að ein- hverjar þeirra munu að öllum líkind- um verða að veruleika. Á þessu stigi málsins er þó ómögulegt að segja til um það hversu margar þeirra verða að veruleika eða hver fjárhagslegur ávinningur af sameiningunni verður. n Upphaflega 99 hugmyndir, eftir standa 54 n Óvíst hversu margar verða að veruleika n Verið að meta fjárhagslegan og faglegan ávinning n Tillögum skilað til borgarráðs þann 28. febrúar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „ Í sumum tilfellum kom í ljós að fjár- hagslegur ávinningur var lítill sem enginn, 1,7 millj- ónir á einum stað Grænaborg Grandaborg Dvergasteinn Drafnarborg Gullborg Grandaskóli Vesturborg HagaskóliÆgisborg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.