Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Síða 16
16 | Erlent 21. febrúar 2011 Mánudagur Að minnsta kosti 140 manns hafa fallið í blóðugum átökum mótmæl- enda og hersins í Líbíu. Bylting- araldan sem hefur farið um gjör- vallan Arabaheim á síðustu vikum hefur nú skollið af miklum þunga á Líbíu, en þar situr Muammar al- Gaddafi sem fastast – en hann hef- ur verið leiðtogi Líbíu síðan 1969. Gaddafi virðist staðráðinn í því að fara ekki sömu leið og starfsbræð- ur hans í Túnis og Egyptalandi, þar sem þeir Zine El Abidine Ben Ali og Hosni Mubarak hrökkluðust frá völdum í kjölfar kröftugra mót- mæla. Gaddafi hefur mætt mót- mælendum með hörðu og ætlar sér að berja byltinguna miskunnar- laust niður. Sérsveitir á vettvang Gaddafi sendi meðal annars sér- sveit úr hernum til hafnarborgar- innar Bengasi, sem er jafnframt næststærsta borg Líbíu. Notuðu hermennirnir skriðdreka þegar þeir brutu sér leið inn í borgina. Vef- útgáfa þýska fréttatímaritsins Der Spiegel náði tali af Abellah al-War- fali, sem sá þegar sérsveitin kom til borgarinnar. „Ég sá það með ber- um augum þegar skriðdreki ók yfir bifreið með tveimur í. Skriðdrekinn kramdi bókstaflega bifreiðina.“ Fréttastofa BBC ræddi einnig við mann sem sá herflokk ráðast að mótmælendum, þar sem hermenn voru vopnaðir vélbyssum. Upphófst mikil skothríð þar sem tugir féllu og enn fleiri særðust. Hermennirnir höfðu einnig á sér hamra, sem þeir notuðu til að lumbra á þeim sem voru svo heppnir að verða ekki fyrir skothríðinni. Öll sjúkrahús í Beng- asi fylltust á örskotsstund og götur borgarinnar eru svo gott sem þakt- ar í blóðslettum. Allt að 200 fallnir Í höfuðborginni Tripólí var það sama uppi á teningnum. Her- menn notuðu vélbyssur og skrið- dreka til að dreifa mannfjöldan- um sem mótmælti hástöfum. Þá notaðist herinn einnig við þyrlur til að gera loftárás á mótmælend- ur. Vitni á staðnum greindu frá því í viðtali við fréttastofu Reuters að þau hefðu séð konur og börn í sjálfheldu á miðri umferðarbrú. Til að komast hjá því að verða skotin stukku þau fram af brúnni í opinn dauðann. Gaddafi hafði einnig sig- að óeinkennisklæddum hermönn- um á mótmælendur, en þeir beittu hömrum, steinum og hnífum. Læknar í Tripólí telja að allt að 200 manns hafi fallið á síðustu dögum vegna ofbeldis hermanna og stiga- manna Gaddafis. Enginn verið leiðtogi lengur Það myndi teljast til tíðinda ef mót- mælin í Líbíu hefðu svipaðar af- leiðingar og mótmælin í Túnis og Egyptalandi. Þeir Ben Ali og Mu- barak voru þó engir aukvisar þegar kom að því að hanga lengi á valda- stóli. Ben Ali hafði verið forseti síð- an árið 1987 og Mubarak síðan árið 1981, eða í þrjá áratugi. Gaddafi hefur hins vegar verið leiðtogi Líbíu síðan árið 1969, eða í 42 ár. Enginn þjóðarleiðtogi í heiminum hefur haldið lengur í stjórnartaumana en Gaddafi, en hann afsalaði sér titli forsætisráðherra árið 1972. Hann vill heldur láta titla sig sem „bróð- urlegan leiðtoga og leiðsögumann byltingarinnar.“ n Muammar al-Gaddafi, leiðtogi Líbíu, ætlar sér að berja niður byltinguna í blóði n Allt að 200 manns hafa fallið á síðustu dögum n Hermenn hafa skotið á konur og börn 5 2 31 4 1,000 km 1 2 4 5 Síðustu atburðir HEIMILD: REUTERS Ólga síðan í janúar Síðustu atburðir Mahmoud Ahmadinejad hefur skipað hermönnum og öryggislögreglu á mótmælendur. Hann hefur einnig lokað fyrir öll vefsamskipti. Á síðustu dögum hafa allt að 200 manns fallið í átökum mótmælenda og hersins í höfuðborginni Trípólí sem og í hafnarborginni Benghasi Á laugardag hörfuðu lögreglumenn undan tugum þúsunda mótmælenda í höfuðborginni Manama. Mótmælendur kreast afsagnar Khalifa prins. Bahrein Íran 3 Talið er að mótmælin í Írak hafi enn ekki náð hámarki. Í síðustu viku féllu að minnsta kosti fimm eftir átök við lögreglu. Írak Í kjölfar mótmæla háskólanema fyrir tíu dögum í höfuðborginni Sana, sem beinast Ali Abdullah Saleh, hafa verið óeirðir á götum borgarinnar dag hvern. Jemen Líbía Miðjarðarhaf Óman Jemen Alsír Túnis Jórdanía Líbía Níger Tsjad Súdan Sádi-Arabía Egypta- land Íran Ólga í Afríku og Mið-Austurlöndum Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Ég sá það með berum augum þegar skriðdreki ók yfir bifreið með tveimur í. Skriðdrekinn kramdi bók- staflega bifreiðina. Muammar al-Gaddafi Enginn þjóðarleiðtogi hefur verið við völd lengur en Gaddafi. Hann ætlar sér að stjórna áfram með því að kæfa byltinguna í blóði. BLÓÐBAÐ Í LÍBÍU Fórnarlamb hersins Þessi mynd er úr myndbandi sem sýnir líbíska her- menn hefja skothríð á mótmælendur. Mótmæli Líbíumenn hafa mótmælt ákaft þrátt fyrir harkaleg viðbrögð hers landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.