Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Page 14
Lipur þjónusta
n Starfsfólk bókaverslunar Ey-
mundsson í Austurstræti fær lofið í
þetta skiptið. „Þar fékk ég frábæra og
lipra þjónustu. Ég þurfti að fara með
skólatösku sem ég hafði keypt ný-
lega og vildi skila henni. Hún
hafði slitnað óvenjulega mik-
ið frá því að hún var keypt í
haust. Starfsmennirnir end-
urgreiddu vöruna með
bros á vör, án nokk-
urra málalenginga,“
segir viðskiptavinurinn
ánægði.
Banna ætti
þungmálma
Þungmálmar hafa ekkert líffræðilegt
gildi en aftur á móti mengandi áhrif
bæði á heilsu og umhverfi. Þetta
kemur fram á nattura.is. Þar segir að
þungmálmar geti verið mjög skað-
legir umhverfinu og heilsu manna.
Auk þess séu þeir frumefni sem ekki
sé hægt að eyða eða brjóta niður í
náttúrunni. Fjölmörg efnasambönd
af blýi, kadmíum og kvikasilfri eru
á bannlista Umhverfisstofnunar. Á
vef nattura.is segir einnig að hætta
ætti allri notkun þungmálma og
að neytendur eigi rétt á að vita ef
vara sem keypt er, innihaldi þessa
málma. Farið er fram á að seljendur
geri grein fyrir því hvort vörur þeirra
innihaldi þungmálma, í hvaða
hlutum og í hvaða magni.
Höfðu ekki
áhuga á starfinu
n Lastið fær Ellingsen að þessu sinni.
Kona fór í verslunina um daginn og
vildi skoða fellihýsi og fá upplýsing-
ar um það sem væri í boði. „Þar var
fullt af afgreiðslufólki sem sat bara
og spjallaði. Ekkert þeirra virtist hafa
áhuga á því að sinna okkur en á end-
anum náðum við athygli
þeirra. Okkur fannst þau
ekki sýna starfinu mik-
inn áhuga og svöruðu
ekki vel þeim spurn-
ingum sem við höfð-
um,“ segir hún að lokum.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
LOF&LAST
Grænn apríl Stofnuð hafa verið samtökin Grænn
apríl með það það markmið að hvetja ríkisstjórnina,
sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga
til að vinna saman að því að gera apríl að grænum
mánuði. Fólk er hvatt til að nýta mánuðinn til að hrinda
í framkvæmd umhverfisvænum verkefnum, kynna
þau sem eru í framkvæmd eða kynna vöru, þekkingu
og þjónustu sem snýr að grænni og sjálfbærri framtíð.
Hægt er að lesa meira um átakið á graennapril.is.
14 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 2. mars 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 226,9 kr. Verð á lítra 231,7 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 225,7 kr. Verð á lítra 230,6 kr.
Verð á lítra 226,9 kr. Verð á lítra 231,8 kr.
Verð á lítra 225,6 kr. Verð á lítra 230,5 kr.
Verð á lítra 225,9 kr. Verð á lítra 230,8 kr.
Verð á lítra 225,9 kr. Verð á lítra 230,8 kr.
Algengt verð
Almennt verð
Algengt verð
Akureyri
Melabraut
Algengt verð
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Verð á metani hækkaði í síðustu viku
úr 114 krónum á rúmmetra í 120 krón-
ur. Frá því fyrsta metanstöðin opnaði
á Bíldshöfða árið 2007 hefur verðið
hækkað um 32 krónur eða um rúm 36
prósent. Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir að þeir sem hygg-
ist breyta bílum sínum þannig að þeir
gangi fyrir metani geti treyst því að
metanið verði ekki skattlagt verulega
næstu misseri. Stjórnvöld ætli sér ekki
að stöðva metanvæðinguna heldur
stuðla að útbreiðslu hennar áfram.
Metanverð fylgir verðlagi
Fram kemur á vef Metans hf., metan.
is, sem er í eigu N1, Sorpu, Orkuveitu
Reykjavíkur og REI, að verðhækkun-
ina megi rekja til hækkunar vísitölu
neysluverðs. Vísitalan hafi hækkað
um 38 prósent frá því metanstöðin
var opnuð árið 2007 en eldsneytið hafi
hækkað um 36 prósent, eins og áður
segir. „Ef unnt verður að að miða verð-
þróun á metaneldsneyti á næstu árum
við þróun neysluverðs í landinu þyk-
ir ljóst að almenningur í landinu og
þjóðarbúið muni ríkulega njóta þeirr-
ar innlendu framleiðslu á metanelds-
neyti sem verið er að skoða víða um
land,“ segir þar enn fremur.
Borgar sig upp á tveimur árum
Eins og DV greindi frá í febrúar getur
fjárhagslegur ávinningur þess að láta
breyta bensínbíl þannig að hann gangi
einnig fyirr metani verið gríðarlegur.
Kostnaðurinn við breytinguna nemur
yfirleitt um 400 þúsund krónum ef um
fólksbíl er að ræða. Sá sem ekur um 20
þúsund kílómetra á ári á bíl sem eyðir
10 lítrum á hundraðið greiðir 440 þús-
und krónur á ári í bensín, miðað við
núverandi bensínverð. Ef hann skipt-
ir yfir í metan greiðir hann 228 þúsund
krónur á ári, sé miðað við sömu orku
og í bensíni. Með öðrum orðum er
sparnaðurinn á ári 212 þúsund krónur.
Breytingin borgar sig upp á minna en
tveimur árum.
Lægri bifreiðagjöld og frítt í stæði
En fleira kemur til. Ef bíllinn er yngri
en 6 ára fást vörugjöld að hluta endur-
greidd þegar búið er að breyta bílnum.
Hámarksendurgreiðsla er 100 þúsund
krónur. Til viðbótar kemur að bifreiða-
gjöld geta lækkað verulega. Eigend-
ur fólksbíla sem eyða 10 til 12 lítrum
á hundraðið greiða nú oft á bilinu 28
til 36 þúsund krónur á ári í bifreiða-
gjöld. Þessi gjöld lækka niður í 10 þús-
und krónur eftir breytingu yfir í met-
an. Þannig má spara allt að 26 þúsund
krónur árlega – til viðbótar eldsneytis-
sparnaði og endurgreiðslu vörugjalda
þar sem það á við.
Við allt þetta bætist að eigend-
ur metanbíla njóta ókeypis bílastæða
í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem þar
vinna geta því sparað enn meira. Ótal-
in eru þau jákvæðu, umhverfisvænu
áhrif sem akstur á metanbílum hef-
ur í för með sér. Metan er gastegund,
unnin úr sorpi, sem beinlínis þarf að
brenna. Metanbílar menga því því sem
næst ekkert.
Metanstöðvar í öll pláss
Þess má geta að metanstöðvar eru enn
sem komið er aðeins tvær. Önnur er á
Bíldshöfða í Reykjavík en hin við Tin-
hellu í Hafnarfirði. Til stendur að opna
stöð í Reykjanesbæ en á heimasíðu
Metans kemur fram að vonir standi
til að metaneldsneyti verði í boði í
öllum helstu byggðarkjörnum lands-
ins á komandi árum og að unnt verði
að tryggja verulegan rekstrarávinning
fyrir bíleigendur með notkun á meta-
neldsneyti í stað annarra valkosta.
Þess má einnig geta að lítill sem eng-
inn munur er á því að aka bíl sem er
knúinn metani í stað bensíns eða olíu.
Kraftur bílsins minnkar reyndar um 5
til 15 prósent en að öðru leyti er mun-
urinn enginn.
Segjast ekki maka krókinn
N1 hefur frá upphafi verið dreifingar-
aðili metans en fram kemur á metan.
is að Metan hf. hafi í upphafi leitað til
allra olíufélaganna um samstarf um
að bjóða almenningi að nýta meta-
neldsneyti á bíla. N1 (þá ESSO) hafi
eitt fyrirtækja verið tilbúið að greiða
sjálft þann búnað sem til hafi þurft og
hafi frá upphafi greitt með verkefn-
inu. „Það væru því mikil öfugmæli að
væna ESSO/N1 um að leitast við að
mata krókinn af metanvæðingu í land-
inu,“ segir þar, en bætt við að félagið
hafi ekki gert kröfu um arðsemi af
þessu verkefni, enda sé um samfélags-
og umhverfislega ábyrgt verkefni að
ræða. „Framtíð farsællar og stórauk-
innar metanvæðingar getur hins vegar
vart grundvallast á öðru en sjálfbæru
fjármagnsflæði,“ segir að lokum.
Óhjákvæmilegt að skattleggja
síðar
DV spurði Steingrím J. Sigfússon fjár-
málaráðherra hver stefna stjórnvalda
væri í metanmálum og hvort til stæði
að skattleggja metan á komandi árum
til jafns við bensín eða olíu. Steingrím-
ur segir að ekkert hafi verið gefið af-
dráttarlaust út um skattlagningu met-
ans, rafmagns eða íblöndunarefna.
Þó liggi fyrir að stjórnvöld vilji stuðla
að þróun yfir í slíka umhverfisvæna
og innlenda orkugjafa. Því séu þeir
enn undanþegnir sköttum. Hann seg-
ir hins vegar að þegar fram líði stund-
ir og þegar umhverfisvænir orkugjaf-
ar verði orðnir umtalsverður hluti af
heildarnotkun þá verði óhjákvæmilegt
að skattleggja þá, metanbílum sé ekið
á vegum landsins eins og öðrum bíl-
um. „Þess vegna verður fólk að reikna
með að að því komi að einhverjir skatt-
ar leggist smátt og smátt á þessar teg-
undir orkugjafa,“ segir hann en bætir
við að skattlagning á ökutæki fari eftir
GPS-mældri umferð. Fólk greiði skatta
í samræmi við notkun á vegakerf-
inu. „En meðan við erum að ná þess-
ari þróun í gang af krafti verður þetta
skattfrjálst,“ segir hann.
Vilja ekki stöðva þróunina
Í athugasemdum með þeim laga-
breytingum á skattlagningu ökutækja,
sem tóku gildi um áramótin, segir
að skynsamlegt sé að eigi síðar en að
fimm árum liðnum verði endurskoðað
hvernig til hafi tekist að ná fram um-
hverfismarkmiðum með umhverfis-
vænum orkugjöfum. Skattlagningin
verði stillt af á nýjan leik miðað við sett
markmið og breytta samsetningu bif-
reiðaflotans.
Spurður hvort bifreiðaeigend-
ur sem hyggist nú breyta yfir í met-
an geti treyst því að eldsneytið verði
ekki skattlagt á næstu misserum seg-
ir Steingrímur: „Það má treysta því að
ekki verður komið í bakið á þeim sem
breyta yfir í metan með verulegri skatt-
lagningu á næstu misserum, því þá
myndum við einfaldlega stöðva þessa
þróun og það viljum við ekki.“ Hann
lofar því eigendum metanbíla skjóli
fyrir skattlagningu næstu misseri.
Því má ljóst vera að þeir bifreiða-
eigendur sem vilja breyta yfir í metan
ættu ekki að sitja uppi með svartapétur
– í þeim skilningi að metan verði skatt-
lagt að ráði áður en breytingin borgi
sig upp. Ef marka má orð Steinríms og
fyrirheit Metans hf. má ljóst vera að
metan verður áfram mun ódýrari val-
kostur en bensín og dísilolía.
Þess má geta að fjöldi metanknú-
inna bíla í umferð jókst um meira en
helming á milli áranna 2009 og 2010.
Samkvæmt metan.is gera áætlanir ráð
fyrir því að í árslok verði yfir 1.000 met-
anknúin ökutæki á landinu.
Engar álögur
á metan í bráð
n Metanverð hækkaði í síðustu viku n N1 segist ekki hagnast á metansölu n Breyting
borgar sig upp á innan við tveimur árum n Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
lofar því að skýla metannotendum fyrir sköttum næstu misseri„Kostnaðurinn við
breytinguna nem-
ur yfirleitt um 400 þús-
und krónum ef um fólks-
bíl er að ræða.
Metankútar Ekkert kostar að leggja
metanbíl í bílastæði í miðborg Reykjavíkur.
MYND: RÓBERT REYNISSON