Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 15
Það er nánast sama í hvaða kvik- myndahús er farið, það kostar fimm manna fjölskyldu 8.000– 9.000 krón- ur að fara saman í bíó. Það getur ver- ið hin besta skemmtun og afþreying fyrir fjölskyldur að skella sér sam- an á barnamyndir um helgar. Kvik- myndahúsin eru iðin við að sýna góð- ar barnamyndir sem jafnt ungir sem aldnir hafa gaman að. Það er hins vegar farið að verða ansi dýrt að fara með alla fjölskylduna í bíó, sér í lagi ef boðið er upp á veitingar í hléi. DV gerði könnun á miðaverði í helstu kvikmyndahúsum landsins. Lítill verðmunur Eins og sjá má í töflunni þá er ekki mikill verðmunur á verði á millli ís- lenskra kvikmyndahúsa. Einungis munar 50 krónum á almennu verði á barnamyndir og sama á við um verð fyrir átta ára og yngri. Mestur er mun- urinn 100 krónur á þrívíddarmynd fyrir sama aldursflokk. Sama á við um veitingar sem keyptar eru á staðnum en helsti munurinn er á Nóakroppi/ Freyju-hrískúlum en verðið á því er lægst í Borgarbíói á Akureyri. Há- skólabíó er eina kvikmyndahúsið sem leyfir ekki að þrívíddargleraugu séu tekin með að heiman en gleraugun eru innifalin í verðinu og ber að skila þeim að sýningu lokinni. Ekki fengust nein svör frá Sambíóunum við spurn- ingum DV. Má ekki koma með veitingar að heiman Öll kvikmyndahúsin, fyrir utan Borg- arbíó, banna kvikmyndahúsagest- um að koma með veitingar að heim- an. Ástæður sem gefnar voru fyrir því voru meðal annars að það yki á óþrifnað í kvikmyndasölunum og eins og forsvarsmaður eins sagði „ekki er leyfilegt að koma með veit- ingar í bíóið þar sem veitingar eru seldar á staðnum, samanber að þú kemur ekki með kaffi á kaffihús eða tekur vín með þér á barinn.“ Þau svör fengust hins vegar hjá Borgarbíói að þar væru ekki gerðar athugsemdir ef fólk kæmi með sínar eigin veiting- ar, með tilliti til bágborins efnahags margra fjölskyldna. Undantekning frá þessu væri þó ef um sterkt lyktandi matvæli væri að ræða. Bíóferð kostar tæpar 9.000 krónur Ef þetta er sett í samhengi getum við tekið dæmi um fimm manna fjöl- skyldu sem ákveður að nýta laugar- dagseftirmiðdag til að fara á nýjustu barnamyndina. Miðaverð fyrir full- orðna er 1.250 krónur á þrívíddar- mynd og 850 krónur fyrir börn 8 ára og yngri. Segjum svo að tvö af börn- unum séu undir 8 ára svo kaupa þarf þrjá fullorðinsmiða og tvo barna- miða. Miðakostnaður er því 5.450 krónur. Ef fjölskyldan á ekki gleraugu bætast við 750 krónur. Ákveði for- eldrarnir að kaupa popp og kók á lín- una þá gera það 2.500 krónur. Sam- tals kostar þessi bíóferð fjölskylduna 8.700 krónur. Hagstæðast að kaupa DVD-disk Ódýrasta ferðin væri þá líklega í Borg- arbíó fyrir Akureyringa. Hagkvæmast væri þá að senda ömmu eða afa með börnin með heimapopp og sóda- stream á flösku og þrívíddargleraugu á nefninu. Sú bíóferð myndi kosta 4.850 krónur. Enn hagstæðara er að bíða eftir að myndirnar komi út á DVD-diski. Þá er annaðhvort hægt að leigja hann á myndbandaleigu eða kaupa hann. Sem dæmi má nefna að í netverslun Hagkaups fást nýlegir diskar á 2.499 krónur. Til gamans má geta að verð bíó- miða í nágrannalöndum okkar er töluvert hærra en hér á landi. Í Dan- mörku kostar miði á barnamynd 1.935 krónur fyrir börn og 2.150 krón- ur fyrir fullorðna. Í Svíþjóð er barna- verð fyrir 12 og yngri 1.835 krónur en fullorðinsverðið er 2.291 krónur. Engifer er meira en krydd Löngum hefur verið talið að engiferrótin stuðli að bættri líðan og að hún hafi jafnvel lækningamátt. Á síðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna segir að rótin hafi verið notuð í meira en 4.000 ár sem krydd og bragðefni í matargerð. Ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á henni og fundist hafi um 500 virk efni í henni sem stuðla að bættri heilsu. Á vefsíðunni eru talin upp þau áhrif sem rótin hefur en þau eru; vatnslosandi, bólgueyðandi, blóðþynnandi og blóðþrýstingslækkandi áhrif, auk þess sem rótin er talin hafa bætt áhrif á meltinguna. Áhrifamest er að nota ferska rót, gott er að rífa hana eða sneiða og hella sjóðandi vatni yfir. Taupokar Hægt er að spara og verða örlítið umhverfisvænni með því að kaupa ekki plastpoka við matarinnkaupin. Ráð þetta má finna á matarkarfan.is en þar segir að tilvalið sé að kaupa margnota taupoka sem fást í ýmsum verslunum. Þeir eru væntanlega fljótir að borga sig þar sem plastpokar kosta allt að tuttugu krónum þessa dagana. Gott er að geyma taupokann í forstofunni hjá skónum. Þannig man maður eftir honum þegar haldið er í búðina. Eins skal maður afþakka fría poka í búðum en frekar kaupa rúllu af pokum í rusladallinn. Með þessu má spara smápening á ári hverju. Neytendur | 15Miðvikudagur 2. mars 2011 Jóhannes Gunnarsson formaður neytendasamtakanna: Forverðmerking liðin tíð Munum eftir smáfuglunum Á þessum árstíma er mikilvægt að muna eftir fuglunum en þessi tími getur verið þeim erfiður. Margir venja sig á að setja út fuglafóður eða matvæli af borði sínu, svo sem epli, fitu og aðra matarafganga. Fugla- verndarféalg Íslands gefur ráð um hvað sé best að gefa þeim en þar seg- ir að í kuldum og frosthörkum þurfi fuglarnir mikla orku til að halda á sér hita og því sé fita ein besta fæðan handa þeim. Gott sé að gefa fuglum fitu sem fellur til á heimilinu eins og tólg, flot, kjötsag og mör en sú fæða er afar vinsæl hjá þeim. Eins sé hægt að nota aðra kjötafganga og jafnvel hægt að blanda fitu saman við brauð og jafnvel korn. Slík fæða getur haldið lífi í fuglunum sem reyna að þreyja þorrann og góuna. Styrkja ónæmis- kerfi og bæta meltingu Fjallagrös hafa verið notuð um aldir hér á landi og þá hefur helst verið soðið af þeim seyði. Einnig hafa grösin verið notuð sem krydd í blóðmör, grauta og brauð. Þau hafa löngum verið talin styrkja ónæmis- kerfið og bæta meltinguna en auk þess eru þau einkar næringarrík. Á heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna segir að seinni tíma rannsóknir bendi nú til að grösin geti haft hemjandi áhrif á alnæm- isveiruna. Grösin fást þurrkuð í heilsubúðum en hægt er að tína þau sjálfur á sumrin. Fjölmörg námskeið í boði Holl næring og innihald matvöru og bætiefna er heiti á einu hinna fjölmörgu námskeiða sem hægt er að finna á vefsíðunni namskeid.is. Á síðunni eru upplýsingar um flest námskeið sem haldin eru á Íslandi en þar getur hver sem er skráð námskeið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru flokkuð niður í fjölmarga flokka svo sem bíla og véla, mannleg samskipti, skóla, listnám, dansnámskeið, tölvur og hugbúnað og tungumál. Enginn verðmunur í kvikmyndahúsum Barnamyndir Borgarbíó Háskólabíó Smárabíó Laugarásbíó Almennt verð 1.100 kr. 1.150 kr. 1.150 kr. 1.100 kr. Börn 8 ára og yngri 600 kr. 650 kr. 650 kr. 650 kr. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar 800 kr. - - - Verð á þrívíddarmyndir 1.250 kr. 1.300 kr. 1.300 kr. 1.250 kr. Börn 8 ára og yngri 900 kr. 800 kr. 800 kr. 850 kr. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar 900 kr. - - - Þrívíddargleraugu 150 kr. Innifalin 150 kr. 150 kr. (má koma með að heiman) já nei já já Kókglas 0,4l 250 kr. 280 kr. 280 kr. 280 kr.(500 ml) Fylltar lakkrísreimar 300 kr. 300 kr. 300 kr. 250 kr. Nóakropp/Freyju-hrískúlur 320 kr. 540 kr. 540 kr. 400 kr. Risa Ópal 280 kr. 300 kr. 300 kr. 250 kr. Lítill popppoki 230 kr. 250 kr. 250 kr. 220 kr. (má koma með að heiman) já nei nei nei Hvað kostar í bíó? n Lítill sem enginn verðmunur er á miðaverði hjá kvikmyndahúsunum n Það kostar fimm manna fjölskyldur tæplega 9.000 krónur að fara í bíó n Samt er ódýrara að kaupa bíómiða hér á landi en í nágrannalöndunum n Borgarbíó leyfir fólki að taka mat með í bíó„Hagkvæmast væri þá að senda ömmu eða afa með börnin með heimapopp og sódastream á flösku og þrívíddargleraugu á nefninu. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Kvikmyndahús Það er ódýrara að fara í bíó á Íslandi en í nágrannalöndunum. MYND: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON „Við höfum litið sem svo á það að forverðmerking á vörum sé ekki í takt við eðlilega samkeppni og við bindum vonir við að þetta komi til með að auka samkeppni og þar með lækka verðið til neytenda,“ seg- ir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Betra sé að það sé ákvörðun hverrar verslunar hvaða álagning sé sett á vörurnar. Á þriðjudag tóku gildi breyt- ingar á verðmerkingum á ýms- um kjötvörum í matvöruverslun- um. Nú mega kjötvinnslufyrirtæki ekki lengur forverðmerkja vörurnar en með forverðmerkingu er átt við þegar kjötvinnslufyrirtæki eða aðr- ir birgjar merkja vörur með smá- söluverði sem verslun notast við og verðið því hluti af þeim upplýs- ingum sem koma fram á merkingu birgjans. Jóhannes segir það gífurlega mikilvægt að verslanir komi verð- merkingum í lag í samræmi við reglur sem skylda verslanir til að gefa upp kíló- eða lítraverð auk þess sem farið er fram á að versl- anir komi upp skönnum þar sem viðskiptavinir geta fengið ná- kvæmt verð á vöru. „Ég legg gíf- urlega áherslu á að verslanir komi verðmerkingum í lag þannig að það fari ekki á milli mála fyrir neyt- endur, hvað kílóverð vörunnar er og að þeir geti skannað vöruna og séð hvað einingin kostar. Neytend- ur eiga rétt á að vita þetta til að geta borið saman verð á mismunandi vörumerkjum innan sömu vöru- tegundar. Hann á ekki að þurfa að sjá verðið fyrst á kassanum,“ segir hann. Hann segir þessar breytingar hafa verið í bígerð lengi svo það sé krafa samtakanna að ferlið sé langt komið hjá verslunum. gunnhildur@dv.is Pakkaðar kjötvörur Mega ekki lengur vera forverðmerktar. MYND: STEFÁN KARLSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.