Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 2. mars 2011 Miðvikudagur
„Að Gunnar Rúnar
skuli vera sýkn-
aður af þessum
glæp er í alla staði
óásættanleg niðurstaða
fyrir fjölskyldu og að-
standendur Hannesar.“
n Fjölskyldu Hannesar Þórs Helgasonar
fannst dómur yfir morðingja hans, Gunnari
Rúnari Sigurþórssyni, alltof vægur. – DV.is
„Ég er að spá í að reyna, ef
ég get, að mæta á mynd-
ina og hugsanlega vera þá
seinastur til að troða upp í
kjallarnum.“
n Uppistandarinn Ari Eldjárn þarf að
mæta á frumsýningu Okkar eigin Osló
sama kvöld og hann er með uppistand
ásamt Mið-Íslandi í Þjóðleikhúskjallaran-
um. – Fréttablaðið
„Við erum efstir
og ég er að skora
– það er ekki
hægt að biðja um
mikið meira.“
n Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson
hefur verið sjóðheitur með QPR í ensku
Championship-deildinni að undanförnu en
liðið er í efsta sæti. – Fréttablaðið
„Mér fannst ekki erfitt að
koma fram á nærfötun-
um.“
n Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, nýkrýnd
ungfrú Ísland, fór létt með að afklæðast og
spranga um á nærfötunum. – DV
„Ég hef lengi talið, að
yfirmenn á skrifstofu
Alþingis séu óhæfir til að
gegna starfi sínu.“
n Ritstjórinn fyrrverandi Jónas
Kristjánsson sendir starfsmannastjóra
Alþingis, Karli M. Kristjánssyni, væna sneið.
– Bloggsíða Jónasar á DV.is
Björg er hetja
B
jörg Ásdísardóttir á að baki
þá sáru lífsreynslu að hafa
verið misnotuð með gróf-
um hætti í æsku. Björg,
sem er systir Thelmu Ásdísardótt-
ur, lýsti hrikalegri lífsreynslu sinni
í helgarblaði DV. Saga hennar er
auðvitað af sama toga og Thelmu
systur hennar sem var svo eftir-
minnilega sögð í bókinni Mynd-
inni af pabba sem Gerður Kristný
skrásetti. Bókin vakti í senn mikla
athygli og óhug hjá þjóðinni. En
það er ekki endilega þessi hluti frá-
sagnar Bjargar sem vekur mesta
athygli. Hún lýsir því hvernig of-
beldið í æsku mótaði hana og hafði
áhrif á samskiptin við hennar eig-
in börn sem hún beitti andlegu of-
beldi. Þegar hún nú horfist í augu
við mistök sín kemst hún að þeirri
niðurstöðu að ástæðan sé sú að
hún „fór vitlaust forrituð út í lífið“.
Björg er hetja. Það þarf kjark til
þess að stíga það skref sem Björg
gerir og uppljóstra því sem flestir
reyna að fela. Og í þessu felst styrk-
leiki Bjargar sem hiklaust lýsir því
hvernig henni sjálfri varð á í lífinu.
„Svona manneskjur eins og ég eru
hættulegar umhverfi sínu,“ sagði
Björg í viðtalinu. Ef allir hugsuðu
eins og hún er víst að samfélagið
allt myndi breytast til hins betra.
Vandinn er hins vegar sá að afneit-
unin er til staðar.
Stjórnmálamenn og útrásarvík-
ingar sem áttu stærstan hlut í hrun-
inu eru flestir sammála um eigið
sakleysi. Ein af fáum undantekn-
ingum er Pálmi Haraldsson í Fons
sem sýndi vott af iðrun í viðtali við
DV. Arkitektar hrunsins eru sak-
lausir. Ekki vottur af iðrun. Sama er
uppi á teningnum hjá eftirlitsaðil-
um og fræðasamfélaginu sem hafna
eigin ábyrgð. Og á meðan stend-
ur allt í stað. Ekkert uppgjör. Engin
fyrirgefning.
En það er einmitt þessi fádæma
einlægni sem gerir Björgu svo stóra.
Í stað þess að einblína á eigin örlög
horfist hún í augu við það sem á eftir
kom. Það er örugglega erfitt að við-
urkenna að hafa beitt börnin sín of-
beldi. En sú hreinskilni er risastórt
skref til þess að ná bata og sátt við
sjálfan sig og aðra. Útrásarvíkingar
og spilltir stjórnmálamenn ættu að
taka Björgu sér til fyrirmyndar og
viðurkenna að hafa brugðist þjóð
sinni með skelfilegum og sýnilegum
afleiðingum. Slíkt gæti orðið grunn-
ur að sátt milli þjóðar og þeirra sem
steyptu þjóðarbúinu í háska. Þessi
leið gæti fært skúrkana nær því að
öðlast fyrirgefningu þjóðarinnar.
Leiðari
Er 1. mars sérstakur
dagur hjá vertum?
Kormákur
Geirharðsson
er vert á
Ölstofunni. Í
gær, 1. mars,
voru liðin 22
ár síðan sala á
áfengum bjór
varð heimil hér
á landi.
„Já, hann er það heldur betur. Hann er
stóri sannleikurinn og minnir á þegar
lífið hófst fyrir 22 árum í Reykjavík.“
Spurningin
Bókstaflega
Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Arkitektar hruns-
ins eru saklausir.
Gissur játar
n Eins og sagt var frá í sandkorni á
mánudaginn telur Gissur Sigurðsson
sig hafa heimsótt hvert byggðarlag
á Íslandi að einu
undanskildu.
Hefur þetta verið
talsvert umrætt
í Bítinu á Bylgj-
unni þar sem
fréttamaður-
inn er fastagest-
ur. Umsjónar-
menn Bítisins
hafa undanfarna mánuði hringt af
handahófi í þorp og bæi og rætt við
heimamenn. Hefur Gissur jafnan
aðspurður lýst yfir heimsókn sinni
þangað. En nú er komið á daginn
að þótt umsjónarmenn hafi hringt
á Vopnafjörð er það einmitt týnda
bæjarfélagið. Það játar Gissur en
staðhæfir að gleymst hafi að spyrja
hann eftir það samtal.
Vinur og VIP
n Heldur var fátt um fræga á VIP-
kvöldi sem haldið var á skemmti-
staðnum Re-play um síðustu helgi.
Sá þekktasti var líklega Ásgeir
Davíðsson, súlukóngur og eigandi
staðarins. Þétt við hlið hans var
reyndar blaðamaður Fréttatímans,
Þórarinn Þórarinsson, sem er stór-
vinur Ásgeirs. Þórarinn myndaði
samkvæmið í gríð og erg með far-
síma sínum. Hann hefur verið dug-
legur að koma vini sínum á fram-
færi í fjölmiðlum.
Hundasund Bjarna
n Teitur Atlason, bloggari á DV.is,
hefur verið duglegur að skúbba
einu og öðru. Hann lagði leið sína
til Oslóar á dög-
unum og fann
þar 300 milljóna
króna hús Bjarna
Ármannsson-
ar, fyrrverandi
bankastjóra,
sem stendur við
Hundasunds-
veg. Bloggarinn
myndaði í bak og fyrir og vakti at-
hygli á því hve laust húsið væri við
íburð. „Húsið er byggt í snarbrattri
brekku og virkar látlaust. Ég átti
amk von á meiri íburði en raun bar
vitni,“ bloggaði Teitur um Hunda-
sundsveginn.
Hæðist að Heiðari
n Fjárfestirinn Heiðar Már
Guðjónsson, sem lagt hefur upp
meiðyrðamál á hendur DV, þver-
tekur fyrir að
vilja stefna
Bubba Morth ens
tónlistarmanni.
Bubbi skrifaði
pistil á Pressu-
blogg sitt þar
sem hann kall-
aði Heiðar full-
um fetum krón-
uníðing. En það er einmitt sama
orð og var notað í leiðara DV og
Heiðar stefnir fyrir. Það skondna er
að í leiðaranum er sú niðurstaða
fengin að Heiðar sé ekki endilega
krónuníðingur, heldur aðrir. Heið-
ar Már hefur lagt pistil Bubba fram
fyrir dóm en segist nú ekki vilja
stefna poppkónginum.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Íslendingar eru meðal auðugustu
þjóða heims – þrátt fyrir kreppu.
Í angist okkar og depurð í kjölfar
bankahruns og þrenginga megum
við ekki horfa framhjá því að í mörg-
um löndum heims býr fólk við miklu
verri aðstæður en við höfum nokkru
sinni kynnst. Okkur ber siðferðileg og
pólitísk skylda til að leggja af mörk-
um til að vinna gegn fátækt og hungri
í heiminum. Við erum fullvalda ríki,
og getum ekki skorast undan þeirri
skyldu að taka þátt í alþjóðlegum
aðgerðum annarra ríkja heims sem
miða að efnahagslegum og félagsleg-
um framförum fátækra þjóða.
Þverpólitísk samstaða
Nú sér fyrir endann á okkar eigin
kreppu. Þá er við hæfi að Íslending-
ar bæti niðurskurð kreppuáranna á
framlögum til þróunarríkja með því
að setja fram skýra stefnu um hvern-
ig við náum því markmiði alþjóða-
samfélagsins að láta 0,7 prósent af
vergum þjóðartekjum renna til þró-
unarmála. Þrjár frændþjóðir okkar á
Norðurlöndum náðu því fyrir löngu:
Svíar, Danir og Norðmenn. Ísland lét
undan síga í efnahagsþrengingum
síðustu ára eftir að hafa um skeið bætt
drjúgum í framlög til þróunarmála á
góðærisárunum. Við erum nú langt á
eftir, með um fimmtung úr prósenti af
þjóðartekjum miðað við fjárlög árs-
ins.
Á Alþingi hef ég fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar kynnt tíu ára áætlun
um hvernig Ísland slæst í hóp 0,7
prósent ríkjanna. Að þeim tíma liðn-
um er stefnt að því að Ísland standi
við þær yfirlýsingar, sem margar fyrri
ríkisstjórna landsins hafa gefið fyrir
hönd þjóðarinnar. Áætlunin er vissu-
lega metnaðarfull, og gerir ráð fyrir
að efnahagur þjóðarinnar rétti hress-
ilega úr kútnum þegar líður á áratug-
inn.
Á Alþingi spunnust eðlilegar um-
ræður um hvort raunhæft væri að ná
þessu marki á aðeins tíu árum. Niður-
staðan varð sú, að um markmiðið var
þverpólitísk samstaða sem skar á alla
flokka. Sá ríki skilningur sem formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Bene-
diktsson, sýndi málinu, var mér sér-
stakt ánægjuefni. Hann lýsti því sem
yfirveguðu mati sínu að raunhæft
væri að ná því marki að Íslendingar
létu 0,7 prósent af vergum þjóðartekj-
um renna til þróunarsamvinnu innan
tíu ára.
Árangursrík liðveisla
Þau lönd sem Ísland hefur valið til
tvíhliða þróunarsamvinnu gegnum
Þróunarsamvinnustofnun Íslands,
Malaví, Mósambík og Úganda, eiga
það sammerkt að vera meðal fá-
tækustu landa heims. Aðstoð okkar
beinist að fátækustu héruðum þess-
ara landa, þar sem þörfin er mest.
Liðsinni Íslands beinist að brýnustu
grunnþjónustu einsog menntun,
heilsugæslu, hreinlætisaðstöðu, öfl-
un hreins vatns og fráveitum.
Öllum löndunum þremur er líka
sameiginlegt að byggja lífsviðurværi
sitt að stórum hluta á fiskveiðum. Í
tveimur þeirra, Úganda og Mósamb-
ík, er útflutningur á fiskafurðum mik-
ilvæg tekjulind. Þróunaraðstoð Ís-
lands beinist meðal annars að því að
byggja upp fiskveiðar og –vinnslu í
þessum löndum, þar sem sérþekking
Íslendinga hefur skilað sér mjög vel
inn í samfélögin.
Ísland hefur jafnframt víða tekið
þátt með ýmsum hætti í þróunarverk-
efnum sem byggjast á ríkri reynslu
Íslands á sviði jarðhitavinnslu og
fiskveiða. Þau hafa skilað góðum ár-
angri, sem nú er fyrst að koma í ljós.
Það gildir ekki síst um jarðhita þar
sem frumkvæði Íslendinga hefur víða
opnað augu heimamanna fyrir mikl-
um möguleikum á framleiðslu dýr-
mætrar, ódýrrar orku.
Skólarnir þrír, sem Ísland rekur
hér heima undir hatti Háskóla Sam-
einuðu þjóðanna, eru þó líklega það
framlag Íslands, sem mestu hefur
skipt á þeim ríflega 30 árum frá því
sá fyrsti, Jarðhitaskólinn, var settur á
stofn, og í kjölfar hans Sjávarútvegs-
skólinn og Landgræðsluskólinn. Á
sjöunda hundrað manns hafa farið
um skólana og skilað sér í ómetan-
legri færslu dýrmætrar þekkingar til
heimalandanna. Innan tíðar vonum
við að Jafnréttisskólinn verði kominn
í hóp skóla Sameinuðu þjóðanna.
Öflugur liðsmaður
Þróunarsamvinnustofnun Íslands
hefur verið merkisberi í tvíhliða þró-
unaraðstoð og um langt skeið unnið
frábær störf án þess að blása í her-
lúðra. Björn Dagbjartsson og síðar
Sighvatur Björgvinsson voru farsæl-
ir leiðtogar stofnunarinnar. Í gær, 1.
mars, tók nýr framkvæmdastjóri við
kyndlinum, Engilbert Guðmunds-
son, sem ég óska velfarnaðar í mik-
ilvægu starfi. Hann nýtur í senn víð-
tækrar reynslu og alþjóðlegrar
þekkingar. Gæfa stofnunarinnar hef-
ur ekki síst falist í því að hún nýtur
starfskrafta öflugra og vel menntaðra
Íslendinga, sem auk þekkingar og
reynslu hafa sýnt í verki að þau bera
eldmóð hugsjóna gagnvart viðfangs-
efninu.
Íslenskt átak í
þróunarmálum
Kjallari
Össur Skraphéðinsson
utanríkisráðherra skrifar