Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Page 23
Lífið | 23Miðvikudagur 2. mars 2011
S
éra Þórhallur Heimisson
hefur starfs síns vegna tek-
ið á móti fjölda fólks sem vill
ræða við hann um framhjá-
hald eða mál því tengd. Eftir hrun-
ið hefur þó talsvert dregið úr slíkum
viðtölum en flestir leituðu til hans á
árunum 2006, 2007 og 2008. Hans
reynsla er sú að framhjáhald sé allt-
af sárt, jafnvel svo sárt að það lík-
ist því einna helst að missa ástvin.
„Þetta er alltaf erfitt eins og annar
missir. Sorgin er svipuð og ef fólk
missir ástvin. Þú getur ímyndað þér
það að þú kemst allt í einu að því
að allt sem þú hélst er lygi, að þú
lifir í blekkingu. Þú missir fótanna
og missir allt. Margir upplifa þetta
þannig. Framhjáhald er eitt af því
versta sem getur hent í hjónabandi
eða sambúð. Allt of margir leiðast út
í það en gera sér enga grein fyrir af-
leiðingunum.“
Grái fiðringurinn
Margir lenda í erfiðleikum vegna
framhjáhalds þegar þeir komast á
miðjan aldur vegna gráa fiðringsins.
„Erfitt getur verið að sætta sig við að
hrukkunum fjölgi, hárunum á höfð-
inu fækki og björgunarhringurinn
safnist um miðjuna. Þá er stundum
eins og það vakni einhver þörf fyrir
staðfestingu á því að maður sé enn
gjaldgengur. Margir leita eftir viður-
kenningu annarra, þeir vilja finna
fyrir því að þeir séu eftirsóknarverð-
ir og spennandi. Ófáir freistast til að
sanna sjálfan sig með því að taka
hliðarspor í hjónabandinu. Oftast
kemur hins vegar í ljós að það er erf-
itt að lifa í sjálfsblekkingu og marg-
ir hafa glatað bæði maka sínum og
viðhaldinu þegar glansmyndin og
nýjabrumið fer af. Þá kemur í ljós að
aldur og útlit hefur ekki allt að segja
og að makinn fyrrverandi og fjöl-
skyldan var í raun og veru það sem
gaf lífinu gildi. Enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur.“
En þetta gerist ekki bara á þessu
tímabili. Samkvæmt Þórhalli teng-
ist framhjáhald oft breytingum á
heimilisaðstæðum, til dæmis því
þegar börnin fara að heiman eða
nýtt barn fæðist og fólki finnst allt
ómögulegt heima hjá sér.
Þrá eftir fjölbreytni og spennu
Allir hafa ákveðnar væntingar til
hjónabands og sambúðar, vænting-
ar um tryggð, trúnað og fullnægj-
andi kynlíf, segir Þórhallur. „En lífið
stendur ekki alltaf undir vænting-
um. Ástarbríminn hverfur í gráan
hvunndaginn og spennan hverfur
smám saman. Flestir hafa í nægu
að snúast, þurfa að sinna börnum,
vinnu, áhugamálum og heimilis-
haldi, svo lítil orka verður eftir fyrir
ástarsambandið. Allir upplifa til-
breytingarsnauð tímabil í lífi sínu,
þar sem kaffiþamb og sjónvarps-
gláp tekur yfir kynlífið, sem er þá
slappt og jafnvel ekkert. En vani
hversdagsins veitir okkur öryggis-
kennd og það er bæði okkur og
börnunum mikilvægt.“
Síðan kemur að því að hvers-
dagslífið nægir ekki og við viljum
fjölbreytni, spennu og eftirvænt-
ingu. Þá kvikna spurningar eins og:
Er þetta allt og sumt sem lífið hefur
upp á að bjóða? og: Hvað er ég eig-
inlega að gera hér?“
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Þórhallur varar við tortryggni og
ótta um eitthvað sem gæti orðið en
mælir með fyrirbyggjandi aðgerð-
um. „Í stað þess að leita að vísbend-
ingum um að makinn gæti farið að
halda framhjá er skynsamlegra að
rækta sambandið. Halda spenn-
unni og ástinni gangandi þannig
að fólk líti ekki á maka sinn sem
sjálfsagðan hlut. Til að það gerist
þarf fólk að vera meðvitað um það
og gefa sér tíma fyrir hvort annað.
Þetta kostar vinnu.
Með tímanum getur hjónaband-
ið orðið svo hversdagslegt fyrirbæri
að fólk nánast hættir að taka eftir
maka sínum. Allir hafa þörf fyrir at-
hygli, að vera metnir að verðleikum.
Það getur því verið spennandi að
hitta manneskju sem sýnir manni
áhuga og hefur ef til vill sömu
áhugamál og maður sjálfur. Þá get-
ur maður líka talað um vandamál-
in heima fyrir án skuldbindinga,
orðað það sem maður leggur ekki í
að segja við maka sinn. Ef úr verð-
ur ástarsamband bætast enn fleiri
lygar og enn meira samviskubit við
vandamálin sem fyrir voru í sam-
bandinu og að því getur komið að
sá sem heldur framhjá upplifi maka
sinn sem fyrirstöðu, hindrun á vegi
hans að hamingjuríkara lífi. Eftir
það er stutt í upplausn gömlu fjöl-
skyldunnar.“
Ógn á vinnustað
„Stundum er makanum kennt um
með frösum eins og: Ég hef orðið
fyrir vonbrigðum með sambandið.
Þess vegna tók ég þetta hliðarspor.
Sumir kvarta undan tilbreytingar-
leysi, einmanaleika, skilningsleysi
og leita að öðrum félaga,“ segir Þór-
hallur. „Þeir eru að takast á við sín
venjulegu verkefni heima hjá sér
þegar einhver á vinnustaðnum
blikkar þá og þeir upplifa sig sæta
og eftirsóknarverða og finna fyrir
spenningi. Þannig hefur til dæmis
samband við vinnufélaga af gagn-
stæðu kyni orðið mörgum hjóna-
böndum ógnun, sérstaklega þar
sem haldin eru makalaus vinnu-
staðapartí og veislur. Blekkingarnar
eru margar. Vinnufélaginn er allt-
af hress og spennandi og gerir eng-
ar kröfur. Framhjáhald verður síðan
að veruleika án þess að viðkomandi
hafi beinlínis ætlað sér það.“
Tæki til að losna
Sumir upplifa hjónabandið sem
kvöð, óttast það að verða háðir maka
sínum og þar með auðsæranlegir og
ósjálfstæðir. Aðrir hafa ekki dug til
að slíta sambandinu og nota fram-
hjáhaldið sem tæki til að losna við
maka, fjölskyldu og skuldbindingar.
Það getur þó kostað það að viðkom-
andi kvelst alla ævi af samviskubiti.
Óhóflegar væntingar eins og sú
trú að makinn eigi að uppfylla alla
drauma og vonir eyðileggja mörg
sambönd. Sumir eiga erfitt með að
færa væntingar sínar í orð og loka
sig inni í skel þegar þær eru ekki
uppfylltar. „Þar með eru báðir aðilar
orðnir fangar tilveru sem er báðum
ófullnægjandi. Hvorugur aðilinn
þorir að orða hugsanir sínar af ótta
við upplausn og deilur. Í staðinn er
leitað út fyrir sambandið í þeirri trú
að grasið sé grænna hinum megin,“
segir Þórhallur og bætir því við að
hamingjuleitin sé drifkraftur lífsins.
Ekki hægt að lenda í
framhjáhaldi
Eins og hann segir eru þessi tilvik
þó eins misjöfn og þau eru mörg.
Sum standa yfir í langan tíma og
sumir stunda skyndikynni á löngu
tímabili á meðan aðrir misstíga sig
bara einu sinni. „En ég hef ekki trú
á því að fólk „lendi“ í framhjáhaldi.
Þú tekur alltaf ákvörðun og þú berð
alltaf ábyrgð á gjörðum þínum.
Auðvitað hafa þær mismunandi
afleiðingar og það fer líka eftir því
hvort viðkomandi segir maka sín-
um frá þessu og iðrast eða hvort
maki hans fréttir af þessu úti í bæ
en þú þvertekur fyrir það þar til allt
kemst upp. Þá er kannski ekki mik-
ið til að byggja á. En hvert einasta
tilfelli er of mikið.“
ingibjorg@dv.is
n Framhjáhald er eitt af því versta n Lenda í erfiðleikum þegar þeir
fá gráa fiðringinn n Mikilvægt að viðhalda spennunni í sambandinu
„Það er erfitt að lifa
í sjálfsblekkingu“
Lögskilnaðir eftir lengd hjónabands
0–2 ár 3–5 ár 6–9 ár 10–14 ár 15–19 ár 20 ár eða fleiri Meðallengd hjónabands Tíðasta lengd hjónabands
71 98 125 68 57 128 13,3 ár 5 ár
og bestu vini heldur hafa tengslin við
börnin minnkað.
Vanlíðan og vonleysi náði tök-
um á honum. „Mér líður ekkert vel.
Síðan þetta gerðist hef ég eigin-
lega ekki fengið fullan svefn. Þetta
fer svoleiðis í mig, ég er titrandi og
skjálfandi. Ég prófaði að fá mér bjór
til að slá á sársaukann en það dugði
ekki til.
Eftir að hún bað um skilnað fór
ég til Kanaríeyja og var þar í tvær vik-
ur. Ég ætlaði að gleyma mér þar. Það
dugði ekki alveg. Mér leið jafn illa og
íhugaði jafnvel að ljúka þessu. Þá vissi
ég samt ekki að hún væri með þessum
manni.
Eftir að það kom upp var ég svo vit-
laus að ljúga því að henni að ég hefði
verið með öðrum konum úti en það
var ekki satt. Ég vildi bara hefna mín.
Leyfa henni að finna fyrir því líka. Því
að þetta svíður. En það kom auðvitað
í bakið á mér. Alls konar leiðindi hafa
flogið í gegnum huga minn og stund-
um veit ég ekki alveg hvað er að ger-
ast eða hvað ég á að gera,“ segir hann.
„Hvað á ég að gera? Það er allt of seint
að byrja upp á nýtt núna.“
ingibjorg@dv.is
M
Y
N
D
R
Ó
B
ER
T
R
EY
N
IS
S
O
N
„Allir hafa þörf
fyrir athygli, að
vera metnir að verðleik-
um. Það getur því ver-
ið spennandi að hitta
manneskju sem sýnir
manni áhuga og hefur ef
til vill sömu áhugamál.