Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Síða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 2. mars 2011 Miðvikudagur
Tveir koma inn frá EM en Sigurbergur Sveinsson verður eftir heima:
Valið fyrir Þjóðverjaleikina
Guðmundur Þórður Guðmunds-
son, landsliðsþjálfari í handbolta,
valdi í gær átján leikmenn sem mæta
Þýskalandi í tveimur leikjum í und-
ankeppni EM 2012. Fyrri leikurinn
fer fram í Laugardalshöllinni á mið-
vikudaginn í næstu viku en seinni
leikurinn fer svo fram ytra fjórum
dögum síðar.
Fátt óvænt er í vali Guðmundar
en hann skilur þó skyttuna Sigur-
berg Sveinsson eftir heima. Sigur-
bergur fékk mjög lítið að spila á EM,
þrátt fyrir að vinstri vængurinn væri
nánast ónothæfur lengi vel á mót-
inu.
Guðmundur kallar inn tvo aðra
leikmenn sem ekki voru á HM. Skytt-
una Ólaf Guðmundsson úr FH sem
hefur verið að vakna til lífsins í N1-
deildinni og markvörðinn Svein-
björn Pétursson hjá Akureyri sem lék
sína fyrstu landsleiki undir lok síð-
asta árs.
Leikirnir tveir eru Íslandi gríðar-
lega mikilvægir í ljósi tapsins gegn
Austurríki í riðlinum. Fari illa gegn
Þjóðverjum eru allar líkur á að Ís-
landi fái frí næsta janúar þegar EM í
Serbíu fer fram. Auk leikjanna gegn
Þýskalandi á Ísland eftir heimaleik
gegn Austurríki og útileik gegn Lett-
landi.
Fékk treyjur nokkurra
úrvalsdeildarleik-
manna
n Englendingurinn Mark Doninger
sem leikur með ÍA í 1. deildinni
í sumar er í áhugaverðu viðtali á
knattspyrnuvef-
síðunni fótbolti.
net. Donin-
ger lék upp alla
yngri flokka
Newcastle og
fékk nokkr-
um sinnum að
verma tréverk-
ið hjá liðinu auk
þess sem hann hefur spilað fyrir
liðið í efstu deild enska boltans. „Að
standa við hliðina á mönnum eins
og Rooney var ótrúlegt og ég náði að
fá treyjur frá nokkrum leikmönn-
um. Að leika minn fyrsta aðal-
liðsleik gegn Hull var líka sérstakt
augnablik,“ segir Doninger meðal
annars í viðtalinu.
Sverre og félagar
til Frakklands
n Í gær var dregið í átta liða úrslit
Evrópukeppni félagsliða og Evrópu-
keppni bikarhafa í handboltanum.
Sverre Jakobsson
og félagar í þýska
liðinu Gross-
wallstadt mæta
franska liðinu
Saint Raphael í
fyrri keppninni.
Tvö Íslendinga-
lið eru enn í
Evrópukeppni
bikarhafa. Sænska liðið Drott með
Gunnar Stein Jónsson innanborðs
sem mætir franska liðinu Trembley
og norska liðið Elverum sem Sigurð-
ur Ari Stefánsson leikur með en það
mætir þýska stórliðinu Gummers-
bach.
Endurtekið efni
á Akureyri
n Sextánda umferðin í N1-deild
karla hefst á fimmtudagskvöldið
með þremur leikjum. Á Akureyri fá
heimamenn kærkomið tækifæri til
að hefna ófaranna í bikarúrslita-
leiknum en þeir taka þá á móti bik-
armeisturum Vals. Botnlið Selfoss á
erfiðan leik fyrir höndum í Kópa-
vogi þar sem það heimsækir HK en
liðið mættust fyrir aðeins tveimur
vikum síðan og þá valtaði HK yfir
nýliðana. Þá fær Afturelding Hauka
í heimsókn en Haukar verða með
nýjan spilandi þjálfara í brúnni,
Gunnar Berg Viktorsson.
Stórleikur í
Vesturbænum
n Þriðja síðasta umferðin í Iceland
Express-deild karla verður leikin á
fimmtudag og föstudag. Á föstudag-
inn er boðið upp
á endurtekningu
á bikarúrslita-
leiknum þar sem
KR og Grindavík
mætast í DHL-
höllinni. Grind-
víkingar náðu
loksins að hrista
af sér slenið og
leggja Hamar í síðustu umferð eftir
fjóra tapleiki í röð. KR-ingar virðast
þó óstöðvandi og hafa ekki tapað leik
eftir áramót. Leikurinn hefst klukkan
19:15.
Njarðvík í heimsókn
hjá Haukum
n Á fimmtudag tekur Keflavík á móti
KFÍ, Fjölnir fær Tindastól í heimsókn
og Hamar mætir ÍR. Allir leikirnir hefj-
ast klukkan 19:15. Á föstudagskvöldið
eru svo tveir aðrir stórleikir. Haukar
mæta Njarðvík en sigurvegari þess
leiks verður í bílstjórasætinu hvað
varðar sjötta sætið í deildinni. Upp-
risa Njarðvíkinga hefur verið mikil í
undanförnum leikjum en ekki er langt
síðan þetta stórveldi var í fallsæti. Þá
fara Snæfellingar einnig í heimsókn í
Garðabæinn en Snæfell hefur tveggja
stiga forystu á toppi deildarinnar.
Molar
Landsliðið
MARKVERÐIR:
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten
Hreiðar Leví Guðmundsson, Emsdetten
Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
AÐRIR LEIKMENN:
Alexander Petersson, Fücshe Berlin
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannov.-Burgdorf
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löw.
Ingimundur Ingimundarson, AaB
Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar
Oddur Gretarsson, Akureyri
Ólafur Guðmundsson, FH
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Sverre Jakobsson, Groswallstadt
Þórir Ólafsson, Lübbecke
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf
2-1 Ísland vann tvo æfingaleiki gegn Þýskalandi í byrjun janúar en tapaði svo á HM.
MYND RÓBERT REYNISSON
Fyrir tuttugu árum, 2. mars 1991, lék
sautján ára piltur, Ryan Joseph Giggs,
sinn fyrsta leik fyrir Manchester Un-
ited. Þó að pilturinn væri gríðarlega
hæfileikaríkur óraði varla nokkurn
mann, þá síst hann, hvernig færi fyr-
ir honum. Margir ungir og efnilegir
leikmenn hafa komið upp á sjónar-
sviðið og horfir jafnfljótt. Þetta hefur
gerst hjá Manchester United jafnoft
og hjá öðrum liðum. Ein saga á Eng-
landi er þó án nokkurrar hliðstæðu.
Saga velska vængmannsins Ryans
Giggs. Í dag, 2. mars, eru tuttugu ár
liðin frá því hann spilaði sinn fyrsta
leik fyrir Manchester United. Leik-
irnir eru í dag orðnir 863 og verð-
launin nær óteljandi. Giggs er hamp-
að sem einum mesta atvinnumanni
sem fyrirfinnst. Hann hugsar ótrú-
lega vel um sjálfan sig og notar jóga
óspart til að halda sér gangandi.
Kom á réttum tíma
Sögu Ryans Giggs þekkja flestir.
Hann var á meðal efnilegustu leik-
manna enskrar knattspyrnu og á að
baki leiki fyrir ensku ungmenna-
landsliðin þótt hann hafi valið Wales
á endanum. Manchester City sá sér
ekki fært að nota hann og nýtti Sir
Alex Ferguson því tækifærið og tók
hann upp á sína arma aðeins fjórtán
ára gamlan. Ferguson vissi nákvæm-
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
n Ryan Giggs lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United fyrir tuttugu árum n Hefur
unnið ellefu Englandsmeistaratitla auk fjölda annarra verðlauna n Heldur sér gang-
andi með jóga og leiðindum n Verður enn pirraður þegar hann sér önnur lið vinna titla
TUTTUGU ÁRA FERILL
ÁN HLIÐSTÆÐU
Sprækur Giggs lék sinn fyrsta
leik árið 1991 fyrir tuttugu árum
en það tímabil notaði United
þessa hryllilegu varabúninga
þegar þess þurfti. MYND REUTERS