Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Side 12
12 | Fréttir 14. mars 2011 Mánudagur Fjárfestingafélagið Horn, sem er í eigu Landsbankans, vill kaupa 13,4 prósenta hlut bankans í Stoðum, áður FL Group. Hluturinn er met- inn á bilinu 6 til 11 milljarða króna samkvæmt verðmati nokkurra að- ila, sem DV hefur undir höndum. Tilboð Horns í hlutinn hljóðar upp á tæpa 6,4 milljarða króna en verð- matið á Stoðum er tæpur 41 milljarð- ur króna. Þessar upplýsingar koma fram í fundargerð Horns frá því 25. febrúar síðastliðinn sem DV hefur undir höndum. Stærsta eign Horns um þessar mundir er tæplega 14 pró- senta hlutur í Marel en félagið seldi 7 prósenta hlut í lok síðasta árs. Svo virðist sem hvatinn að hluta- bréfasölunni til Horns sé kominn frá Landsbankanum sjálfum en í fund- argerðinni segir: „Fyrir liggur vilji NBI hf. til að selja dótturfélagi sínu Horni fjárfestingarfélagi ehf. (Horn) eign sína í Stoðum.“ Aðrir helstu eigendur Stoða eru Glitnir og Arion banki. Stoðir var eitt helsta fjárfest- ingarfélagsins landsins á árunum fyrir hrun. Félagið var meðal ann- ars stærsti hluthafinn í Glitni þegar bankinn féll um haustið 2008. Helstu stjórnendur félagsins voru Jón Sig- urðsson, sem var forstjóri þess, og Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var stjórnarformaður og stærsti hluthafi Stoða. Félagið er þó einna þekkt- ast vegna Hannesar Smárasonar en hann var forstjóri félagsins þegar fé- lagið var í hæstu hæðum og eins þeg- ar hlutabréfaverð í félaginu byrjaði að hrynja svo um munaði á seinni hluta árs 2007. Hannesi var þá ýtt út úr félaginu og Jón Sigurðsson tók við forstjórastólnum. Hyggjast skrá félagið Af fundargerðinni að dæma ætl- ar Horn sér stóra hluti á árinu 2011 því auk hugsanlegra kaupa á hlut Landsbankans í Stoðum hyggst fé- lagið fá skráningu í Kauphöll Íslands. Starfsmenn Horns, þeir Hermann Már Þórisson og Steinar Helgason, hafa fundað um skráninguna með Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphall- ar Íslands, og kemur fram að starfs- menn kauphallarinnar hafi tekið vel í erindið. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að starfsmenn kaup- hallarinnar hafi tekið vel í að leyfa skráningu á 25 prósenta hlut í Horni til að byrja með. Þetta þýðir að ein- ungis fjórðungur af hlutabréfum Horns verður boðinn til sölu á hluta- bréfamarkaði; 75 prósent bréfanna mun því væntanlega verða áfram í eigu Landsbankans. Einnig er sá möguleiki reifaður í fundargerðinni að Horn kaupi 19 prósenta eignarhlut Landsbankans í sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic Group. Stoðir sagt áhugavert félag Í fundargerðinni kemur fram að Horn telji Stoðir eiga mjög áhuga- vert eignasafn. Þar segir meðal annars: „Stoðir er með mjög áhuga- vert eignasafn. Verðmætasta eign félagsins er rúmlega 40% hlutur í Refresco sem við metum á tæpa 27 ma.kr. TM er einnig mjög áhuga- verð eign sem við metum upp á 7,5 ma.kr. Royal Unibrew er rúm- lega 5% eignarhlutur sem ætti að vera hægt að selja fljótlega metinn á tæpar 4,2 ma.kr.“ FL Group keypti hlutinn í Re- fresco, sem er hollenskur drykkj- arvöruframleiðandi, árið 2006. Hjá fyrirtækinu starfa 2.300 manns í nítján verksmiðjum í átta Evrópu- löndum. Velta fyrirtækisins var 1,4 milljarðar evra, meira en 200 millj- arðar íslenskra króna, árið 2009. Fjárfestingin í Refresco var ein af fáum fjárfestingum FL Group sem telja má hafa verið góða þegar lit- ið er til baka. Önnur góð fjárfesting FL Group var kaup á hlutabréfum í Easy Jet en bréfin voru seld með miklum hagnaði fyrir hrun. Af fjár- festingum FL Group sem skiluðu ekki hagnaði voru meðal annars kaup á hlutabréfum í danska flugfé- laginu Sterling, kaup á hlutabréfum í Glitni, þýska bankanum Comm- erzbank, bandaríska flugfélaginu American Airlines og Trygginga- miðstöðinni. Bréfin í Trygginga- miðstöðinni voru keypt á marg- földu yfirverði árið 2007 þegar litið er til þess að verðmat hluta Stoða í félaginu er einungis 7,5 milljarðar króna um þessar mundir. Til stendur að selja Í fundargerðinni kemur fram að til Stoðir ætli sér að selja hlutina í Tryggingamiðstöðinni og Refresco á næstu árum en jafnframt að ákveðin skilyrði séu á sölu eigna hjá félaginu. „Samkvæmt upplýsing- um frá félaginu eru mörk og skilyrði á eignasölum; líklega sala á TM er árin 2012 eða 2013 og líklega tíma- setning sölu á Refresco hlut er árin 2013 eða 2014.“ Fjárfesting Horns í Stoðum byggir því væntanlega á því mati að gott verð muni fást fyrir þessar helstu eignir félagsins þegar þær verða seldar innan nokkurra ára. Horn Landsbankans vill kaupa í Stoðum n Fjárfestingafélagið Horn vill eignast hlut Landsbankans í Stoðum n Horn er dótturfélag Landsbankans n Til stendur að skrá Horn á hlutabréfamarkað n Félagið skoðar einnig kaup á 19 prósenta hlut í Icelandic Group„Stoðir er með mjög áhugavert eignasafn. Verðmætasta eign félagsins er rúmlega 40% hlutur í Refresco sem við metum á tæpa 27 ma.kr. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Horn vill inn í Stoðir Fjárfestingarfélagið Horn vill kaupa 13,4 prósenta hlut Landsbankans í Stoðum, áður FL Group. Myndin var tekin á aðalfundi Stoða árið 2008. Í púlti má sjá Jón Sigurðsson, for- stjóra Stoða, en til hliðar við hann eru meðal annars þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.