Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Page 15
Geislavarnir fylgjast með Geislavarnir ríkisins fylgjast grannt með gangi mála í Fukushima- kjarnorkuverinu. Verði alvarlegt kjarnorkuslys myndi það hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir Japani, en einnig heims- byggðina alla. Þar er Ísland ekki undanskilið. Geislavarnir ríkisins vinna náið með systurstofnunum á Norður- löndum við að leggja stöðugt mat á ástandið í Japan. Samkvæmt síð- asta hættumati Geislavarna kem- ur þó fram að engar vísbendingar séu um að stórt kjarnorkuslys sé á næsta leiti, þó ætíð verði að hafa varann á. „Þótt ástand í kjarnorku- verinu sé greinilega enn alvarlegt, þá eru samt engar vísbendingar um það enn að geislavirk efni muni berast til umhverfis í því magni að það hafi marktækar heilsufarslegar afleiðingar,“ sagði í fréttatilkynn- ingu frá Geislavörnum ríkisins á sunnudag. Erlent | 15Mánudagur 14. mars 2011 Hillary Clinton finnur til með Bradley Manning: Manning látinn sofa nakinn Bradley Manning, óbreytti hermað- urinn sem er sakaður um að hafa lekið trúnaðargögnum bandaríska utanríkisráðuneytisins til uppljóstr- unarsíðunnar Wikileaks, þarf að þola einstaklega erfiðar aðstæður þar sem honum er haldið í fangelsi. Manning hefur verið í einangrun í herfangelsi í Quantico í Virginíu-ríki, og þar þarf hann meðal annars að sofa nakinn, því hann er flokkaður sem fangi sem gæti unnið sjálfum sér skaða. Manning tókst í fyrsta sinn að tjá sig opinberlega í síðustu viku, þegar lögfræðingur hans sendi 11 síðna bréf frá Manning til fjölmiðla. Þar lýsir Manning furðulegri fram- komu fangelsisyfirvalda í sinn garð, þar sem hegðun hans í fangelsi hafi ætíð verið til fyrirmyndar. Þá hafi geðlæknir, sem Manning þarf að hitta í viku hverri, einnig stað- fest að Manning eigi ekki að flokka sem einstakling sem líklegur sé til að vinna sér skaða. Mannréttinda- samtök á borð við Amnesty Int- ernational hafa gagnrýnt yfirvöld bandaríska hersins fyrir að virða ekki grunnréttindi Mannings sem fanga. Nú hefur utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sjálft bæst í hóp þeirra sem gagnrýna heryfirvöld „Meðferðin á Manning er fá- ránleg og vinnur gegn okkur og er heimskuleg af hálfu varnarmála- ráðuneytisins,“ sagði P.J. Crowley, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Vonast lögfræðingur Mannings til þess að þetta gefi til kynna að skjól- stæðingur hans muni hljóta betri meðferð á næstunni. Hingað til hef- ur meira að segja Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, varið heryf- irvöld þegar þau hafa verið gagn- rýnd fyrir slæma meðferð á Mann- ing. Obama sagði í síðustu viku að hann gæti ekki mikið tjáð sig um málið en að „meðferðin á honum tengist því sem er honum sjálfum fyrir bestu.“ Risaskjálftinn í japan Skip úti í garði Þetta skip barst með flóðbylgunni alla leið í íbúðahverfi. Allt á floti Þessum gervihnattamyndum af borginni Sendaí hefur verið skeytt saman til sýna hvernig borgin varð úti eftir flóðbylgjuna. Í Sendaí býr rúmlega milljón manns. Alger eyðilegging Lítið stendur eftir í Minamisanriku. Bradley Manning Þarf að þola ömurlegar aðstæður í varðhaldi. Fjórtán ára ók í skólann Fjórtán ára bandarískur drengur var þreyttur á því að ganga í skól- ann. Hann tók því upp á því að stela sendibifreið kirkju og ók í skólann á föstudag að sögn lögreglu. Lögreglu- maður ók fyrir aftan drenginn en sá ekkert athugavert við aksturslag hans. „Ég hélt að það væri einhver lágvaxinn að keyra bílinn,“ sagði lög- reglumaðurinn. Starfsmaður skól- ans sá drenginn hinsvegar aka bíln- um og lét lögreglu vita. Móðir hans telur að hann hafi stolið bíllyklun- um á kóræfingu og þannig tekist að komast á bílnum í skólann. Skutu á mótmælendur Lögreglumenn staðsettir á húsþök- um skutu byssukúlum og táragasi á mótmælendur í Jemen um helgina. Að minnsta kosti 100 manns ssærð- ust fyrir utan Sanaa-háskólann eftir að skothríðin hófst. Átök hafa staðið yfir á milli mótmælenda og lögregl- unnar í um það bil mánuð. Mót- mælendur krefjast þess að forsetinn Ali Abdullah Saleh fari frá völdum eftir að hafa stjórnað landinu í um 32 ár. Forsetinn situr hins vegar sem fastast og beitir vopnuðum lögreglu- mönnum af krafti gegn mótmælend- um. Um það bil 20 manns slösuðust af völdum gassins og að minnsta kosti einn mótmælandi er illa særð- ur eftir að hafa verið skotinn. Fréttir hafa verið sagðar af því að hópar á vegum ríkisstjórnarinnar, sem lýst hefur verið sem „ólátabelgjum í boði stjórnarinnar“, hafi ráðist á mótmæl- endur og barið þá með kylfum. Baldwin brýnir Sheen Hollywood-leikarinn Alec Baldwin hefur sent vandræðagemsanum Charlie Sheen skýr skilaboð, eftir að sá síðarnefndi var rekinn úr þátt- unum Two and a Half Men. „Þegar kemur að yfirmönnum upptökuvera, þá ertu ekkert að fara að leggja þá að velli. Það er bara þannig,“ skrifar Baldwin í Huffington Post. Í ljósi þeirrar staðreyndar ráðleggur Bald- win Sheen: „Fáðu þér blund. Farðu í sturtu. Hringdu í handritshöfund- inn. Farðu til Davids Letterman þar sem þú átt að biðjast afsökunnar. Farðu svo og grátbiddu um starfið þitt aftur.“ Baldwin bætti einnig við: „Hættu að drekka og drífðu þig aftur í sjón- varpið, ef það er ekki þegar orðið of seint. Þetta er Ameríka. Ef þú vilt ergja Warner Brothers og CBS skaltu biðja þjóðina afsökunar. Þér verður fyrirgefið. Þú ert frábær sjónvarps- stjarna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.