Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 21. mars 2011
Iðnfyrirtækið Sigurplast í Mos-
fellsbæ greiddi 15 milljónir króna
fyrir viðskiptavild fyrirtækis sem var
í eigu Rögnvaldar Pálmasonar, sem
starfaði fyrir fyrirtækið sem verktaki.
Kaupin á viðskiptavildinni voru lið-
ur í rúmlega 25 milljóna viðskiptum
með eignir fyrirtækis Rögnvaldar,
R.P. Consulting, þann 30. apríl 2008.
Auk viðskiptavildarinnar festi Sig-
urplast kaup á lager R.P. Consult-
ing í viðskiptunum. Þetta kemur
fram í endurskoðendaskýrslu Ernst
og Young um starfsemi Sigurplasts
sem unnin var fyrir þrotabú félags-
ins. Sigurplast greiddi fyrir viðskipt-
in með útgáfu skuldabréfs.
DV hefur greint frá því að Sigur-
plastsmálið hafi verið sent til efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra
vegna gruns um að ýmiss konar
lögbrot hafi átt sér stað í starfsemi
félagsins áður en það var gefið upp
til gjaldþrotaskipta í lok september
í fyrra. Sigurplast skuldaði Arion
banka þá 1.100 milljónir króna og
leikur grunur á að Sigurður, og aðr-
ir stjórnendur hjá Sigurplasti, hafi
gengið á fjármuni og eignir fyrir-
tækisins í aðdraganda gjaldþrotsins
með því að færa þessar eignir yfir í
annað nýstofnað félag sem þeir áttu,
Viðarsúlu, án þess að tilhlýðileg
greiðsla kæmi fyrir.
Viðskiptavildin óútskýrð
Í skýrslu Ernst og Young kemur fram
að Rögnvaldur Pálmason hafi byrj-
að að starfa hjá Sigurplasti um það
leyti sem viðskiptin áttu sér stað á
milli eignarhaldsfélags hans og Sig-
urplasts. Tekið er fram að Rögnvald-
ur hafi verið starfsmaður Sigurplasts
frá þessum tíma og þar til fyrirtæk-
ið var gefið upp til gjaldþrotaskipta
í lok september í fyrra. Jafnframt er
tekið fram í skýrslunni að Rögnvald-
ur sé helsti starfsmaður Viðarsúlu í
dag.
Endurskoðendur Ernst og Young
benda á það í skýrslunni að engar
skýringar liggi fyrir um verðmatið á
viðskiptavildinni eða í hverju hún
fólst. „Ekki er ljóst í hverju framan-
greind viðskiptavild fólst.“ Endur-
skoðendurnir telja viðskiptin því
einkennileg enda voru umrædd við-
skipti á milli Sigurplasts og félags
Rögnvaldar eitt af þeim atriðum
sem Grímur Sigurðsson, skiptastjóri
Sigurplasts, benti Ernst og Young á
að athuga sérstaklega.
Um þetta atriði segir í skýrslunni
þar sem fjallað er um þau atriði sem
skoða átti í rekstri Sigurplasts: „Kaup
Sigurplasts á rekstri og birgðum R.P.
Consulting, kt. 411102-3270, og við-
skipti Sigurplasts ehf. við félagið,
en eigandi félagsins (Rögnvaldur
Pálmason, kt. 050660-2819) starfar
nú hjá Viðarsúlum ehf. og hefur ver-
ið aðalstarfsmaður þess sl. ár.“
Tók lán fyrir kaupunum
Í skýrslunni kemur jafnframt fram
að Sigurplast hafi tekið lán til að
kaupa lagerinn og viðskiptavildina
af R.P. Consulting. „Um mitt ár 2008
tók félagið tæpar 25 mkr. að láni, til
kaupa á birgðum og viðskiptavild
af RP Conculting ehf. [sic, innskot
blaðamanns].“ Líkt og áður hefur
komið fram greiddi Sigurplast fyr-
ir lagerinn og viðskiptavildina með
skuldabréfi sem greiða átti af.
Vekja endurskoðendurnir athygli
á að Sigurplast greiddi einungis tvær
afborganir af tíu af skuldinni við R.P.
Consulting, samtals 7,5 milljónir
króna. Þetta var samt mun meira
en félagið greiddi í afborganir af um
400 milljóna króna skuldum sam-
kvæmt skýrslunni. Þessar afborgan-
ir af skuldum námu ekki nema 3,1
milljón króna af einum lánasamn-
ingi frá því 2007 og þar til félagið var
úrskurðað gjaldþrota í fyrrahaust.
Vanskil Sigurplasts hófust því löngu
fyrir bankahrun og var fyrirtækið
fjármagnað áfram með yfirdráttarl-
ánum. Í skýrslunni segir: „Af öðrum
lánasamningum virðast engar af-
borganir hafa verið greiddar.“
Af einhverjum ástæðum virð-
ist Sigurplast því frekar hafa ákveð-
ið að greiða afborganir af lánum
vegna kaupanna á R.P. Consulting
en vegna skulda sinna við Sparisjóð
Mýrasýslu, sem síðan færðust yfir til
Nýja-Kaupþings og Arion banka.
Sigurplast tók því yfirdráttar-
lán fyrir viðskiptunum við Rúnar,
greiddi honum þó ekki nema hluta
upphæðarinnar en sleppti því á
sama tíma að greiða afborganir af
öðrum mun hærri lánum við fjár-
málafyrirtæki.
n Sigurplast keypti viðskiptavild og lager fyrir 25 milljónir af starfsmanni fyrir-
tækisins n Starfsmaðurinn starfar hjá Viðarsúlu í dag n Efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra rannsakar meint lögbrot í starfsemi Sigurplasts n Tók yfir-
dráttarlán fyrir lagernum og viðskiptavildinni n Bankinn fékk bara 3,1 milljón
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
5. hluti „Ekki er ljóst í hverju
framangreind
viðskiptavild fólst.
Grunur um fjárdrátt
Skiptastjóri Sigurplasts óskaði eftir því
að viðskipti Sigurplasts og Viðarsúlu yrðu
könnuð af Ernst og Young. Í erindisbréfi
til Ernst og Young bað skiptastjórinn
sérstaklega um að öll viðskipti
Sigurplasts og Viðarsúlu yrðu skoðuð
en grunurinn um mögulega refsiverða
háttsemi í fyrirtækinu beinist fyrst og
fremst að því hvernig eignir og fjármunir
Sigurplasts voru færð yfir til Viðarsúlu
án þess að greitt væri fyrir þessar eignir með eðlilegum hætti. Orðrétt segir um þetta
atriði í skýrslunni: „Kaupsamningar, veðsamningar, viðskiptasamningar og hvers konar
löggerningar milli Sigurplasts ehf. og Viðarsúlu ehf. (félags í eigu Sigurðar L. Sævarsson-
ar, framkvæmdastjóra hins gjaldþrota félags). Óskað er rannsóknar á því hvort viðskipti
hafi átt sér stað á milli félaganna, og ef svo er, hvort umsamið kaupverð og greiðslumáti
geti talist eðlileg í viðskiptum tveggja ótengdra aðila (arms length). Komi í ljós að bein
viðskipti hafi ekki átt sér stað á milli félaganna er óskað rannsóknar á því hvort óeðlileg
skörun hafi orðið í rekstri þessara tveggja félaga, m.a. með hliðsjón af hjálagðri kæru
sem send hefur verið Ríkislögreglustjóra vegna meints fjárdráttar og annarra brota í
rekstri Sigurplasts ehf.“
fimmtán
milljónir
í óútskýrða
viðskiptavild
Starfstöð Viðarsúlu Rögnvaldur
Pálmason er starfsmaður Viðarsúlu
en félagið átti í miklum viðskiptum
við Sigurplast frá því 2009 og þar til
Sigurplast var tekið til gjaldþrotaskipta
í fyrrahaust.
Mynd róBErT rEyniSSon
Ætlar að stefna dV
Jón Snorri Snorrason,
fyrrverandi stjórnar-
formaður Sigurplasts
og þriðjungshluthafi
í félaginu, hefur gefið
það út að hann ætli að
stefna DV.Legg til að „ég
taki við hlutverki
stjórnarformanns“
DV1101044104.jpg
Horn stórtækt í
hlutabréfaviðskiptum
Horn er fjárfestingarfélag í eigu Landsbankans
sem heldur utan um skráð og óskráð hlutabréf í
eigu bankans. Á heimsíðu Horns kemur fram að
helsti tilgangurinn með stofnun félagsins hafi
verið að aðgreina hlutabréfaviðskipti Lands-
bankans frá kjarnastarfsemi hans, viðskipta-
bankastarfsemi.
Fyrir helgi seldi Horn tæplega 14 prósenta hlut
sinn í hátæknifyrirtækinu Marel en þar áður hafði
félagið selt sjö prósenta hlut. Horn er burðugt
félag því í fundargerð félagsins er einnig að finna
umræðu um arðgreiðslu til hluthafa félagsins,
Landsbanka Íslands, vegna síðasta rekstrarárs.
Meðal þess sem er til skoðunar hjá Horni er að
greiða eignarhlut Horns í Marel – fyrir helgi kom
fram að um 12 milljarðar króna hefðu fengist fyrir
hlutinn – út sem arð til Landsbanka Íslands. Gert
er ráð fyrir að arðgreiðslan verði um 10 milljarðar
króna en eigið fé Horns var jákvætt um rúmlega
33 milljarða um síðustu áramót. „Þurfum að
skoða hvort við greiðum ekki út eignarhluta
Horns í Marel sem arð til NBI. Gerum ráð fyrir
að greiða um 10 ma.kr í arð. Eigið fé Horns er
um 33,3 ma.kr. og þarf af óráðstafað eigið fé
rúmlega 12 ma.kr.“
Horn stórtækt
í hlutabréfa-
viðskiptum
Horn er fjárfestingarfélag í eigu Lands-
bankans sem heldur utan um skráð
og óskráð hlutabréf í eigu bankans. Á
heimsíðu Horns kemur fram að helsti
tilgangurinn
með stofnun
félagsins hafi
verið að aðgreina
hlutabréfavið-
skipti Lands-
bankans frá
kjarnastarfsemi
hans, viðskipta-
bankastarfsemi.
Fyrir helgi seldi
Horn tæplega 14
prósenta hlut sinn í hátæknifyrirtækinu
Marel en þar áður hafði félagið selt sjö
prósenta hlut. Horn er burðugt félag því
í fundargerð félagsins er einnig að finna
umræðu um arðgreiðslu til hluthafa
félagsins, Landsbanka Íslands, vegna
síðasta rekstrarárs. Meðal þess sem
er til skoðunar hjá Horni er að greiða
eignarhlut Horns í Marel – fyrir helgi
kom fram að um 12 milljarðar króna
hefðu fengist fyrir hlutinn – út sem arð
til Landsbanka Íslands. Gert er ráð fyrir
að arðgreiðslan verði um 10 milljarðar
króna en eigið fé Horns var jákvætt
um rúmlega 33 milljarða um síðustu
áramót. „Þurfum að skoða hvort við
greiðum ekki út eignarhluta Horns í
Marel sem arð til NBI. Gerum ráð fyrir að
greiða um 10 ma.kr í arð. Eigið fé Horns
er um 33,3 ma.kr. og þarf af óráðstafað
eigið fé rúmlega 12 ma.kr.“
Líkt og DV greindi frá á mánudaginn er
Horn sömuleiðis að velta því fyrir sér að
kaupa um 13 prósenta hlut Landsbank-
ans í Stoðum, móðurfélagi Trygginga-
miðstöðvarinnar og Refresco, sem og
um 20 prósenta hlut í sjávarútvegs-
fyrirtækinu Icelandic Group. Þá íhuga
stjórnendur Horns að selja 25 prósent
hlutabréfa í félaginu í Kauphöll Ís-
lands. Horn er því nokkuð stórtækt
á hlutabréfamarkaði og verður það
væntanlega áfram miðað við þetta.
Framkvæmdastjóri Horns er Hermann
Már Þórisson, en stjórnarformaður
félagsins er Steinþór Pálsson.
Steinþór Pálsson
Miklar breytingar eru því yfir-
vofandi hjá Promens því auk eig-
endabreytinganna mun að öllum
líkindum verða skipt um tvo helstu
stjórnendur félagsins, forstjórann
og stjórnarformanninn.
Viðskipti Horns með hlutabréf-
in í Promens eru einungis einn
hluti af miklum viðskiptum Horns
með hlutabréf nýlega. Félagið seldi
sem kunnugt er hlutabréf sín í há-
tæknifyrirtækinu Marel fyrir helgi
og stefnir að því að kaupa hlutabréf
Landsbankans í Stoðum og hugs-
anlega einnig Icelandic Group.
Horn stefnir svo einnig að skrán-
ingu á hlutabréfamarkað á næst-
unni.