Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 21. mars 2011 Mánudagur Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen, sendi leyniskyttur gegn mótmælendum: Leyniskyttur myrtu 52 Sláandi myndskeið hafa birst frá mótmælafundum í Jemen frá því á föstudag. Í þeim sjást, svo ekki verð- ur um villst, leyniskyttur skjóta á óbreytta borgara frá þökum háhýsa í höfuðborginni Sana. Á eftir bæna- stund síðastliðinn föstudag safnað- ist saman mikill mannfjöldi í mið- borg Aden. Mannfjöldinn öskraði eftir afsögn forseta Jemen, Ali Ab- dullah Saleh, en hann hefur verið forseti landsins í 32 ár. Í síðustu viku hafði Saleh lagt blátt bann við því að skipulagðir mótmælafundir færu fram. Fólkið lét sér ekki segjast og mótmælti hástöfum. Lögreglumenn reyndu að dreifa mannfjöldanum, meðal annars með því að kveikja elda á háskólatorginu í Sana. Skyndi- lega fóru að heyrast skothvellir og tóku mótmælendur, þá sérstaklega ungir karlmenn, að falla í hrönnum. Áður en yfir lauk hafði leyniskyttun- um tekist að fella 52 mótmælendur en þeir voru miskunnarlaust skotnir í annað hvort hálsinn eða höfuðið. Fjöldi særðra var á annað hundraðið. Mótmælendur tvíefldust við of- beldið en á laugardag hafði mót- mælendum fjölgað og töldu þeir tugi þúsunda. Saleh forseti gaf út samúð- aryfirlýsingu á laugardag og kvaðst finna til með fjölskyldum fórnar- lamba fjöldamorðanna. Yfirlýsing- in virkaði skiljanlega sem salt í sár þeirra sem misstu vini og vanda- menn, en augljóst þykir að leyni- skytturnar – sem kunnu greinilega vel til verka – hafi verið á snærum forsetans. Morðin vöktu mikinn óhug í Jemen, meira að segja meðal sam- herja Saleh. Í kjölfar morðanna er einn ráðherra nú þegar búinn að segja af sér auk þess sem Nasr Taha Mustafa, yfirmaður ríkissjónvarpsins og eiginlegur áróðursmálaráðherra Saleh, sagði einnig af sér. Hörmungar Japana halda áfram eft- ir risajarðskjálftann og flóðbylgjuna sem fylgdi í kjölfarið þann 11. mars síðastliðinn. Tala látinna er nú kom- in upp fyrir 7.500 manns, og er búist við því að hún eigi eftir að hækka enn frekar. Á þeim svæðum sem urðu verst úti í kjölfar hamfaranna er farið að bera á skorti, bæði á lyfjum sem og mat. Á fjölmörgum stöðum er enn rafmagnslaust og það sem er alvar- legra er að rennandi vatn er af skorn- um skammti. Nú búa um 450 þús- und manns í neyðarskýlum eftir að hafa misst heimili sín. Neyðarskýlin eru oftar en ekki skólabyggingar eða íþróttahús sem urðu einnig illa úti í jarðskjálftanum. Til að bæta gráu ofan á svart virðist vorið síst vera á næsta leiti í norðurhluta Japan. Ekki er mögulegt að hita húsin upp og því þurfa þúsundir að hírast í nístings- kulda allan liðlangan daginn. Mikil sjúkdómahætta Heilbrigðisyfirvöld óttast mjög út- breiðslu farsótta á þeim svæðum sem illa hafa orðið úti. Vegna mikils kulda er fólkið í norðurhluta Japan mjög berskjaldað fyrir farsóttum. Þar sem vatn er af skornum skammti hef- ur einnig reynst erfitt að gæta hrein- lætis, bæði í neyðarskýlunum sem og á sjúkrahúsum. Ef farsótt eins og inflúensa greindist í neyðarskýlun- um gæti það haft skelfilegar afleið- ingar. Þar sefur fólk í stórum opnum rýmum sem væru ákjósanleg fyrir farsótt til að breiðast út. Eldri borgarar í hættu Blaðamaður breska blaðsins Sunday Telegraph náði tali af Masaru Yanai, lækni á sjúkrahúsi Rauða krossins í Ishinomaki – borg sem hafði um 200 þúsund íbúa en er nú næstum jöfnuð við jörðu. „Eftir skjálftann og flóðbylgjuna var helsti vandinn að fjöldi fólks hafði orðið fyrir ofkæl- ingu. Síðan þá höfum við hlúð að þeim sem hlutu beinbrot, mar eða alvarlega skurði. Nú erum við hins vegar einnig að sjá sjúkdóma eins og lungnabólgu, bronkítis og astma. Við getum ekki einu sinni sinnt sjúkling- um sem þjást af sykursýki sem dæmi, lyfin handa þeim eru á þrotum.“ Alvarlegt ástand Erfitt er að gera sér í hugarlund hve neyð Japana er mikil um þess- ar mundir. Þá er ennþá alvarlegt ástand í Fukushima Daiichi-kjarn- orkuverinu og gæti það versnað á hverri stundu. Vegna mikillar geislavirkni í nágrenni við kjarn- orkuverið hefur björgunarsveitar- mönnum reynst ómögulegt að nálgast þéttbýlisstaði sem urðu jarðskjálftanum og flóðbylgjunni að bráð. Það fólk sem lifði af náttúru- hamfarirnar glímir því við miklar raunir, án matar, lyfja, rafmagns og rennandi vatns. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Við getum ekki einu sinni sinnt sjúklingum sem þjást af sykursýki sem dæmi, lyfin handa þeim eru á þrotum. n Farið er að bera á matar- og lyfjaskorti í norðuhluta Japan n Óttast er að farsóttir breiðist út n Hreinlæti er af skornum skammti vegna skorts á vatni n Nístingskuldi og ómögulegt að hita upp húsin SKORTIR VATN, MAT OG LYF Blóðbað í Sana Mótmælendur bera særðan félaga sinn í skjól. Allt í kös Svona er umhorfs á spítala Rauða krossins í Ishinomaki. Þyngsti maraþon- hlaupari sögunnar Bandaríkjamaðurinn Kelly Gneiting, fertugur tölfræðingur frá Arizona, ætlar sér að setja nýtt heimsmet og verða þyngsti einstaklingur frá upp- hafi sem nær að ljúka maraþon- hlaupi. Hlaup er reyndar ekki kjör- íþrótt Gneitings, sem leggur stund á súmó-glímu í frítíma sínum. Gneit- ing stundaði áður ólympíska glímu en eftir að hann varð tvítugur byrjaði hann að þyngjast mikið. Þegar hann var orðinn meira en 130 kíló mátti hann ekki lengur keppa í ólympískri glímu og skipti því í súmó. „Matur er minn veikleiki,“ sagði Gneiting. Hann ætlar sér að hlaupa maraþon- hlaupið á minna en níu klukku- stundum. Eftirlitsmenn frá heims- metabók Guinness verða á svæðinu til að vigta Gneiting fyrir og eftir hlaupið. Guttenberg biðst afsökunar Karl Theodor zu Guttenberg, sem sagði nýlega af sér sem varnarmála- ráðherra Þýskalands, hefur beðið svissnesku blaðakonuna Klöru Obermüller opinberrar afsökunar vegna ritstuldarhneykslisins sem kostaði hann að lokum embættið. Guttenberg lauk við doktorsgráðu í lögfræði frá háskólanum í Bayreuth árið 2007. Fyrir skömmu kom í ljós að Guttenberg stundaði alvarleg- an ritstuld í doktorsritgerð sinni og tók hann þar heilu efnisgreinarnar óbreyttar frá öðrum höfundum án þess að geta heimilda. Obermüller hafði lýst því yfir að henni fyndist eðlilegt að Guttenberg bæðist afsök- unar og hefur hann nú orðið við þeirri beiðni. Ný stjórnarskrá í Egyptalandi Það tók Egypta ekki langan tíma að kjósa um breytingar á stjórnar- skránni, en aðeins eru liðnar um sex vikur frá því að Omar Suleiman, fyrrverandi varaforseti, tilkynnti að Hosni Mubarak myndi hverfa frá völdum. Mubarak svaraði þar loks kalli mótmælenda sem höfðu krafist afsagnar hans með því að fylkja liði á Tahrir-torgi í miðborg Kaíró. Egypski herinn tók við stjórnartaumunum og voru bæði þingið og ríkisstjórnin leyst upp. Breytingarnar á stjórnar- skránni snúa aðallega að því að auka pólitísk réttindi almennings og banna ritskoðun, en 77 prósent kjós- enda veittu nýrri stjórnarskrá braut- argengi. Stefnt er að því að almennar kosningar fari fram í Egyptalandi í ágúst eða september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.