Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 15
Sparnaður í kaffikaupum Í kreppu má hugsa upp
hin ýmsu ráð til að spara krónur hér og þar. Eitt af þeim ráðum má
finna á matarkarfan.is en þar er bent á að þótt kaffi sé ekki með dýrari
drykkjum megi spara talsvert í kaffikaupum. Þar sem flestir geta ekki
hugsað sér að sleppa kaffinu algjörlega má benda á að ef búið er að
hella upp á og kaffið orðið volgt má skerpa á því í örbylgjunni í stað
þess að hella upp á nýtt. Þar segir einnig að vel megi rökræða um
hvort það sé betra að láta kaffið haldast heitt á hellunni og brenna
smám saman eða bara hita það upp eftir þörfum í örbylgjunni.
Samkaup-Úrval dýrast ASÍ kannaði verð í 4 lágvöruverðverslunum og 4
stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 14. mars. Í niðurstöðum könnunar-
innar kemur í ljós að Bónus var oftast með lægsta verðið en hæsta verðið var oftast að
finna í Samkaupum-Úrvali. Af þeim 78 vörutegundum sem skoðaðar voru var Samkaup-
Úrval með hæsta verðið í 38 tilvikum, Nóatún í 26 tilvikum og Hagkaup í 18 tilvikum. Hjá
Bónus var verðið lægst á 31 vörutegund af þeim 78 sem skoðaðar voru. Kostur var með
lægsta verðið í 20 tilvikum. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð
vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum. Hér er aðeins um beinan
verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Sjóðum sokkana
í sítrónu
Eftir nokkra þvotta hætta hvítir
sokkar að vera eins skjannahvítir
og þegar þeir voru nýkeyptir. Á
heilsubankinn.is má finna ráð við
því án þess að nota klór en til þess að
fá þá hvíta aftur er hægt að sjóða þá í
vatni með nokkrum sítrónusneiðum.
Þá ættu þeir að verða skjannahvítir
en sítrónan virkar sem náttúrulegt
bleikiefni. Ódýrt og náttúruvænt
húsráð sem allir geta tileinkað sér.
Neytendur | 15Mánudagur 21. mars 2011
Hver Íslendingur borðar 18,5 kíló af sælgæti að meðaltali á ári:
Óhollusta slæm fyrir náttúruna
Við vitum að sælgæti, skyndibitar
og gosdrykkir eru slæmir fyrir heils
una. Nú sýnir hins vegar ný rann
sókn að þessi matvæli eru einn
ig skaðlegri en holl matvæli fyrir
umhverfi okkar og hafa slík um
hverfisáhrif aldrei verið skjalfest
áður. Þessar upplýsingar má finna
á heimasíðu Norrænu ráðherra
nefndarinnar, norden.org.
Í rannsóknarskýrslu ráðherra
nefndarinnar kemur fram að eitt
kíló af kartöfluflögum veldur tutt
ugu sinnum meiri koltvísýrings
losun en sama magn af nýjum kart
öflum. Sælgæti hefur enn verri áhrif
á umhverfið þó sætir drykkir valdi
ekki eins miklum skaða. Umhverfis
mengun er því ekki einungis háð því
hvað framleiðslufyrirtækin og land
búnaðurinn losar út í náttúruna.
Það sem einstaklingar borða hefur
einnig áhrif.
Íslendingar borða langmest
Norðurlandaþjóða af sælgæti og
óhollri fæðu en að meðaltali inn
byrðir hver Íslendingur 18,5 kíló af
sælgæti og súkkulaði og 151 lítra af
gosdrykkjum á ári. Danir eru í öðru
sæti í sælgætisáti, þeir innbyrða
16,8 kíló af sælgæti og drekka 74
lítra af gosdrykkjum að jafnaði á ári.
Þá borðar meðal Daninn 1,1 kíló af
kartöfluflögum á ári. Svíar og Norð
menn eiga hins vegar metið í kart
öfluflöguáti; hver Svíi borðar 1,6
kíló yfir árið og hver Norðmaður
hvorki meira né minna en 2,7 kíló.
Ekki eru til tölur yfir kartöfluflöguát
Íslendinga.
Rannsóknin, sem er byggð á lífs
ferlagreiningu ofangreindra fæðu
hópa, sýnir að að meðaltali borð
um við helmingi meira sælgæti nú
en fyrir 50 árum og drekkum fjórum
sinnum meira af gosdrykkjum. Það
má því segja að þegar þú nýtur þess
að borða helgarnammið eða færð
þér poka af kartöfluflögum streymi
gróðurhúsalofttegundir út í and
rúmsloftið.
gunnhildur@dv.is
Koltvísýringslosun Umhverfismengun er
ekki einungis háð því hvað framleiðslufyrir-
tækin losa út í náttúruna. MYND PHOTOS.COM
Hugsum málið
í 20 daga
Spara má umtalsverðar upphæðir
nái maður tökum á svokallaðri 20
daga reglu. Matarkarfan.is fjallar
um þessa reglu og þar segir að hún
virki á þann veg að þegar óstjórnleg
löngun til að kaupa einhvern hlut
hellist yfir þig skuli merkja við á
dagatalinu hvaða dag það var. Svo
tekur við 20 daga bið. Að henni
lokinni skaltu íhuga hvort þig langi
enn í umræddan hlut. Ef svo er
skaltu tvímælalaust kaupa hann. Hjá
flestum hefur þó löngunin óstjórn
lega hjaðnað það mikið að hægt er að
spyrja sjálfan sig á skynsamlegum
nótum: „Þarf ég þennan hlut eða
ekki? Það er spurningin.“ Oftast er þá
svarið nei.
Engar innihalds-
lýsingar við
nammibari
Reglum um innihaldslýsingar
er sjaldan fylgt við nammibari í
verslunum. Þetta kemur fram í
nýútkomnu Neytendablaði en þar
segir að nær undantekningalaust
sé slíkum merkingum ábótavant
við nammibari. Samtökin hafi því
sent heilbrigðiseftirlitum sveitar
félaga erindi þar sem óskað er eftir
að ástandið verði kannað og bætt úr
málum þar sem þess er þörf.
BÖRN FÁ ÓHOLLAN MAT Í SKÓLANUM
sé það orðið þannig að margir, ef
ekki flestir, foreldrar fái heitan mat
í hádeginu á sínum vinnustöðum
og finnist gott að vita að börnin fái
hið sama. Eins sé staðan í samfé
laginu þannig að margir hafi ein
faldlega ekki efni á heitum mat á
hverju kvöldi. Því líst þeim illa á þá
hugmynd að leggja niður eldhúsin
og láta börnin koma með nesti að
heiman. „Heitur matur í hádeginu
í skólum landsins er því það síðasta
sem ætti að skera niður. Það þarf
þvert á móti að efla vegsemd hans
og gera hann að mikilvægari þætti í
skólastarfinu.“
Koma málinu í réttan farveg
„Málaflokkar barna og gamalmenna
eiga það til að gleymast dálítið í um
ræðunni sem okkur finnst sorglegt.
Kannski er það af því að raddir þess
ara hópa eru ekki háværar. Er ekki
okkar, sem erum þarna mitt á milli
þessara hópa í aldri, að hugsa um
slík mál fyrir þessa hópa? Hvernig
væri þá að sameinast um að koma
þessu eina máli í réttan farveg og
fara svo að vinna í hinum?“ spyrja
þær og benda á að þetta sé í raun
óskiljanlegt þar sem við vorum öll
einu sinni börn, eigum flest börn og
verðum vonandi öll gamalmenni.
Lítil viðbrögð frá
borgaryfirvöldum
Þær stöllur hafa kynnt mál sitt með
al annars fyrir borgarstjóranum og
boðið fram aðstoð sína en segjast
ekki hafa fengið nein viðbrögð að
ráði. Þær ræddu einnig við mennta
ráð og hafa átt skoðanaskipti þar við
ýmsa. „Við vitum ekki alveg hve mik
ill vilji er fyrir hendi að taka á málum
þar. Helsti misskilningurinn þar, að
okkar mati, er að þau gera sér ekki
grein fyrir alvarleika málsins heldur
reiða sig um of á sömu aðilana sér til
ráðleggingar. Þessir aðilar hafa verið
þar í mörg ár og ákveðin stöðnun er
því í gangi. Stundum tekur það fólk
svolítinn tíma að átta sig á hlutun
um og við vonum að svo sé í þessu
tilfelli.“
Auðvelt að laga ástandið
Sigurveig, Margrét og Sigurrós eru
sannfærðar um að það sé ekki flókið
að laga ástandið og tryggja að börnin
okkar fái góðan og hollan mat í skól
unum. Þær segja þetta of miðstýrt og
því lítið hægt að gera í hverjum og
einum skóla. Undarlegt sé að skóla
maturinn sé ekki í höndum skólanna
sjálfra. „Það eru allir skólar með sína
menntastefnu. Af hverju geta þeir ekki
verið með sína matarstefnu og borið
ábyrgð á henni?“ segja þær og nefna
sem dæmi að á haustin þegar skólar
hefjast sé haldinn fundur með kenn
urum. Þar er vetrarstarfið kynnt og
spurningum svarað. Að þeirra mati
gæti verið svipað fyrirkomulag með
kokkana og matreiðslufólkið. Starfs
fólk mötuneytanna gæti kynnt sitt
vetrarstarf og hver stefnan verði í mat
armálum barnanna þann veturinn.
Rammasamningarnir slæmir
Þær hafa fengið heilmikil við
brögð við skrifum sínum og um
mælum, bæði frá foreldrum al
mennt en einnig frá starfsmönnum
skólamötu neyta sem hafa tekið
þessu eins og árás á þá. „Við viljum
taka það fram að við erum alls ekki
að gagnrýna kokkana og matreiðslu
mennina sjálfa. Það er allt kerfið sem
þarf að laga og breyta. Til dæmis eru
rammasamningarnir um innkaup
á hráefnum slæmir og skrýtið að
kokkarnir fái ekki að ráða hvað þeir
kaupa.“ Þeim hafa borist hvatningar
póstar frá fólki sem þakkar þeim fyrir
að hafa komið umræðunni af stað og
foreldrar eru farnir að vera meðvit
aðri, spyrja spurninga og gera kröf
ur. Þær hvetja foreldra til að gera það
í skólunum. „Það virðist ekki vera
hægt að fara í málin fyrr en þrýst
ingurinn er orðinn óþægilega mikill
fyrir þá sem eiga að taka á málunum.
Kannski verður þessu eitthvað farið
að miða áfram þegar líður að næstu
kosningum.“
Þetta er á boðstólum
Nú eru matseðlar skólanna
venjulega á heimasíðum þeirra og
auðvelt að skoða þá. Hins vegar
verður að segjast eins og er að
fyrir foreldra getur verið erfitt að
gera sér grein fyrir hvað stendur
á bak við hvern rétt. Sigurveig,
Margrét og Sigurrós taka sem
dæmi matseðil sem fenginn var
úr grunnskóla í Reykjavík en þær
vilja taka fram að hann er hvorki
verri né betri en aðrir sem þær hafa
skoðað. Fyrir aftan hvern rétt eru
athugasemdir eða spurningar sem vöknuðu hjá þeim þegar þær sáu matseðilinn. Þær
segja þetta spurningar sem foreldrar ættu að einnig að spyrja:
n Steiktar fiskbollur - Hvaðan? Úr hverju? Hvað er með þeim annað en hrísgrjón og
hvernig hrísgrjón eru þetta?
n Plokkfiskur - Í lagi ef hann lagaður á staðnum.
n Steiktur fiskur með kartöflum og remúlaði - Er fiskurinn panneraður á staðnum
eða kemur hann tilbúinn í raspinu og jafnvel forsteiktur?
n Gufusoðinn lax með spínatsósu - Fínn matur. Hljómar ekkert ótrúlega girnilega en
er hollari en margt annað þarna.
n Nætursaltaður fiskur með kartöflum - Nætursaltaður er bara annað nafn yfir fisk
sem er ekki nógu góður til að selja ferkan. Alltof mikið salt í honum. Eru kartöflurnar
forskrældar og næringarlausar?
n Djúpsteiktur fiskur með kokteilsósu og hrísgrjónum - Djúpsteiktur! Kokteilsósa!
n Kjúklinga cordon bleu - Kemur liklegast tilbúið, foreldað og blandað alls kyns
aukadrasli.
n Kjötfarsbollur - Kjötfars! Segir allt sem þarf.
n Sænskar kjötbollur - Þær eru yfirleitt einu kjötbollurnar sem eru úr hakki. En hvernig
hakki? Yfirleitt koma þær tilbúnar og forsteiktar.
n Blómkálssúpa - Er hún gerð frá grunni? Er hún bökuð upp og blómkál notað í hana
eða er hún úr pakka með aukaefnum og salti?
n Pastaréttir - Hvað? Hvernig? Ansi oft er um að ræða beikonpasta eða skinkupasta á
matseðlum. Erum við að tala um það?
n Salatbar - Þetta er hið besta mál en það strokar ekki út hina óhollustuna. Hljómar
vel en eru öll börnin að fá sér?
n Kakósúpa
n Grillaðar pylsur