Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 21. mars 2011 Mánudagur
Klisjukenndur kóngur
Fight Night-boxserían er búin að sanna sig sem sú allra besta sinn-ar tegundar í tölvuleikjaheim-
inum. Fight Night Champion gefur
fyrri leikjum ekkert eftir í spilun, graf-
ík, gæðum og blóðugri skemmtun. En
framfarirnar og breytingar eru litlar og
í raun ekkert rothögg. Það er hins veg-
ar ein mergjuð nýjung við Fight Night
Champion sem gerir leikinn frábrugð-
inn fyrirrennurum sínum.
Það er Champion Mode sem set-
ur þig í hlutverk boxarans Andres
Bishops. Hérna er hreinlega um að
ræða bíómynd þar sem þú spilar þig
í gegnum allt frá efnilegum áhuga-
manni á ólympíuleikum til atvinnu-
manns. En inn í spilast ýmsar fléttur,
þó fyrirsjáanlegar séu, sem gefa leikn-
um dýpt.
Fyrir utan að berjast er lítið sem
þú sem spilari getur gert á meðan
gríðarlega flottar og vel leiknar sen-
ur (cut scenes) útlista söguþráðinn.
Þú ert efnilegast boxari heims í þín-
um þyngdarflokki, lendir í klóm sauð-
spillts umboðsmanns sem vill fá þig í
sínar raðir og lætur henda þér í fang-
elsi þegar þú neitar. Þar gefst þér tæki-
færi til að berja nýnasista í ólöglegum
boxbardögum í fangelsinu á meðan
sagan flakkar fram og til baka í ferli
þínum. Skemmtilegt mjög að blóðga
nokkra skinnhausa.
Þessar bíómyndasenur, sem
óþekktar eru í heimi íþróttaleikja, eru
frábærar og eins og í bestu Hollywood-
mynd. En það eina sem þú gerir er að
berjast. Þú þarft engar ákvarðanir að
taka sem breyta gangi leiksins. Þú ert
fangi í söguþræðinum sem er svo fyr-
irsjáanlegur að ef þú hefur séð Rocky-
myndirnar og Hurricane þá veistu
hvað er að gerast. Ég kláraði þann
pakka í einni setu á 2–3 tímum.
Þegar þú hefur lokið Champion
Mode bíða þín sömu gömlu möguleik-
arnir með nýjum og gömlum hetjum
hnefaleikanna. Netspilun, Career
Mode og bardagi við félagana heima í
stofu. Engu hefur verið við bætt þar og
virðist allt púður EA Sports hafa farið í
flugeldasýninguna í Champion Mode
sem því miður er allt of stutt.
Enn er Fight Night flottasti, besti,
raunverulegasti boxleikur sem allir
hnefaleikaáhugamenn verða að eiga.
En það er kalt á toppnum og auðvelt
að setja tíu tær upp í loft þegar þú ert
óskoraður meistari. Ef ekki hefði ver-
ið fyrir Champion Mode hefði þessi
dómur gengið inn í höggið og legið í
gólfinu. mikael@dv.is
S
köpunarverk Jo Nesbø, Harry
Hole, er klassísk steríótýpa
rannsóknarlögreglumanns,
drykkfelldur, feitur, óstöðug-
ur, kaldhæðinn og eldklár sem þrátt
fyrir ógæfuna alla hefur lag á því að
ná sér í fagrar og gáfaðar konur sem
hafa einstakt þol gagnvart óheflaðri
framkomu hans.
Ógæfumenn eiga það enda til að
sanka að sér mjúku fólki sem er til-
búið að grípa það þegar verst lætur.
Harry Hole er þar engin undantekn-
ing, yfirmaður hans, Bjarne Møller,
heldur stöðugt yfir honum hlífiskildi.
Hann veit líka sem er að innsæi hans
er ómetanlegt og að engin aðferða-
fræði rannsóknarlögreglumanns
kemur í stað þeirrar næmni sem
Harry Hole virðist búa yfir. Hann rað-
ar vísbendingum á morðstað saman í
svefni sem vöku, leyfir undirmeðvit-
undinni að rasa frjálsri, bæði í einka-
lífinu og vinnunni og hleypir sárs-
aukanum sjóðbullandi upp þangað
til hann flæðir upp úr. Harry er eitt
flakandi sár.
Heimsfrægð í uppsiglingu
Í gegnum bækurnar allar liggur þráð-
ur sem bindur þær saman. Tveir sam-
starfsfélaga Harry Hole eru drepnir
við skyldustörf og böndin berast að
háttsettum en spilltum samstarfs-
manni. Harry verður heltekinn af
dauðsföllum samstarfsfélaga sinna
og sá söguþráður hlykkjast ávallt
með öðrum þráðum bókanna.
Jo Nesbø hefur átt gríðarleg-
um vinsældum að fagna um allan
heim á síðustu árum og hefur unn-
ið til fjölda verðlauna og viðurkenn-
inga. Bækur hans eru gefnar út í vel á
fjórða tug landa og hafa selst í millj-
ónum eintaka. Um þessar mundir er
að auki unnið að tveimur kvikmynd-
um eftir bókum hans.
Nú er komin út Djöflastjarn-
an, fimmta bókin í bókaröðinni en
sú þriðja sem kemur út í íslenskri
þýðingu. Rauðbrystingur sló í gegn
þegar hún kom út á Íslandi 2009 og
Nemesis snemma árs 2010. Í Djöfla-
stjörnunni er Harry falin rannsókn í
máli raðmorðingja sem leikur laus-
um hala í Oslóarborg ásamt Tom
Waaler vinnufélaga sem hann hefur
sterklega grunaðan um vopnasmygl
og morð.
Vann sem blaðamaður, verð-
bréfasali og leigubílstjóri
Nesbø skrifar ekki bara um siðblinda
misyndismenn því hann skrifar
barnaævintýrin um Doktor Proktor
sem minna mjög á skemmtileg ævin-
týri Roalds Dahl.
Jo vann sem blaðamaður og verð-
bréfasali áður en hann ferill hans
sem rithöfundur fór á flug. Fyrsta
bók hans, Flaggermusmannen, kom
út árið 1997 sló strax í gegn og varð
metsölubók í Noregi.
Á heimili Jo voru sagðar sögur.
Fyrsta skáldsagan sem faðir hans
las fyrir hann í fullri lengd var Lord
of The Flies eftir William Golding. Jo
segir frá því að faðir hans hafi verið
efins um að lesa svo spennuþrungna
sögu fyrir sjö ára dreng en Jo segist
hafa þrábeðið hann því hann hafi
heillast af blóðugum svínshausnum
á bókarkápunni.
Hann segist hafa ætlað sér að
verða rithöfundur frá barnæsku en
hann beið hins vegar þangað til hann
var orðinn 37 ára þangað til hann
skrifaði sína fyrstu bók. Hann segir
ástæðuna einfaldlega hafa verið þá
að hann hafi vitað að hann væri ekki
tilbúinn og honum hafi þess vegna
fallið illa sú hugmynd að reyna rit-
smíðar þótt löngunin hafi búið innra
með honum allan þennan tíma.
Jo vitnar í Bruce Springsteen
þegar hann talar um feril sinn sem
söngvari rokksveitarinnar Di Derre,
hann fær borgað fyrir að gera það
sem er honum eðlilegt. Það sama
getur hann ekki sagt um starf sitt
sem verðbréfasali og hagfræðingur.
„Þetta er vinna, en ofmetin og of-
launuð, en samt vinna...“ Það starf
sem gaf honum mesta ánægju var
þó þegar hann starfaði sem leigubíl-
stjóri. Honum hafi fallið vel að fylgj-
ast með fólki.
Jo hefur sagt frá því að fyrirmynd-
in að Harry sé einn félaga hans sem
hann kynntist þegar hann vann
sem leigubílstjóri. Hann segist líka
nota aðrar klassískar fyrirmyndir úr
glæpasögum. Sú nærtækasta er að
sjálfsögðu sjálfur Sherlock Holmes
sem dró stórar ályktanir af litlum at-
riðum, reykti ópíum og notaði undir-
meðvitund sína í bland við kalda
rökhugsun.
Þeir sem kunna að meta góða
glæpasögu falla yfirleitt fyrir sögun-
um af Harry Hole og kannski er það
einmitt vegna þess hversu vandlega
rithöfundurinn hefur leitað í minni
og heimildir klassískra glæpasagna.
Það er enda ekki hægt að lesa eina
bók án þess að þyrsta í frekari fréttir
af honum. Hér á landi sló Rauðbryst-
ingur í gegn þegar hún kom út 2009,
eins Nemesis sem kom út 2010 og nú
virðist Djöflastjarnan trekkja lesend-
ur út í bókabúðir landsins.
Næsta bók sem gefin verður út á
íslensku kallast Redeemer á ensku.
kristjana@dv.is
n Hver er lykillinn að dæmalausum vinsældum bókaraðarinnar um rannsóknarlögreglu-
manninn Harry Hole? Harry er aðalsöguhetjan í bókaröð sem telur nú fimm bækur. Þrjár
þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu og allar þeirra hafa selst eins og heitar lummur. Rit-
höfundurinn Jo Nesbø er hagfræðingur, rokksöngvari og gaf út sína fyrstu bók 37 ára gamall.
Jo Nesbø skrifaði sína fyrstu bók 37 ára
Harry Hole, söguhetja rithöfundar, hefur notið mikilla
vinsælda. Þessi steríótýpa drykkfellda gáfumannsins
virðist seint verða þreytt en Jo Nesbø leitar í klass-
ískar fyrirmyndir við persónusköpun sína.
RITHÖFUNDUR,
ROKKSTJARNA OG
HAGFRÆÐINGUR
„Þetta er vinna,
en ofmetin og
oflaunuð, en samt vinna...
Tölvuleikur
Sigurður Mikael
Jónsson
Fight Night Champion
GameRankings 87% Metacritic 85
Tegund: Boxleikur
Spilast á: PS3, Xbox 360
Útgefandi: EA Sports
Manny Pacquiao Er sjaldnast blóðgaður
svona rosalega enda einn sá allra besti í
heimi. Meðal fjölmargra sem hægt er spila
í leiknum.
Reykjavík
Slides í London
Á fimmtudag opnaði sýningin
Reykjavíkurmyndirnar eða Reykjavík
Slides eftir Dieter Roth í einu virtasta
listasafni heims, Hauser & Wirth í
Lundúnum. Það er Björn Roth, son-
ur Dieters, sem setur upp sýninguna
en hún telur hvorki fleiri né færri en
31.035 myndir af húsum í Reykjavík.
Sýningin er í 400 fermetra sal og er
myndunum rúllað á hvorki fleiri né
færri en 20 skjávörpum. Þessi sama
sýning vakti mikla athygli þegar hún
var fyrst sýnd á Listahátíð árið 2005.
Þá var hún hluti sýningarinnar Lest
þar sem stiklað var á stóru frá ferli
Dieters. Þá var Björn einnig sýn-
ingarstjóri en sýningin hlaut meðal
annars Menningarverðlaun DV í
flokki myndlistar það árið. Sýningin
stendur til 30. apríl í Hauser & Wirth.
Kammer-
tónleikar
í Hofi
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
heldur kammertónleika á þriðju-
dagskvöld þar sem fram koma
málmblásarakvintett og strengja-
kvartett. Tónleikarnir verða
haldnir í minni salnum í Hofi,
Hömrum. Með tilkomu menn-
ingarhússins Hofs hefur viðburð-
um í tónlistarlífi Akureyrjarbæjar
snarfjölgað og með aðstöðunni
hafa möguleikar á að halda stóra
viðburði batnað mjög. Miðaverð
á tónleikana er 2.500 krónur.
Top Gun í
mánudagsbíó
Mánudagsbíó í boði Háskólabíós
og Háskóla Íslands verður að þessu
sinni kvikmyndin Top Gun. Í tilefni
af aldarafmæli Háskóla Íslands og
hálfrar aldar afmæli Háskólabíós
verða á mándögum endursýndar
valdar myndir úr safni kvikmynda-
hússins. Myndirnar verða sýndar
í stóra salnum á mánudögum, en
áður fyrr var einmitt boðið upp á
Mánudagsmyndir í bíóinu og því var
sá dagur valinn.