Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 21. mars 2011 Mánudagur Dæmdur í árs fangelsi: Greip í læri bílstjórans Héraðsdómur Austurlands dæmdi fyrir helgi karlmann á fimmtugs- aldri í tólf mánaða fangelsi. Mað- urinn var meðal annars ákærður fyrir að grípa um innanvert læri ökumanns bifreiðar á Norðfjarð- arvegi og slökkva aðalljós hennar í nóvember árið 2009. Afleiðing- arnar voru þær að ökumaður- inn missti stjórn á bifreiðinni sem rann yfir á rangan vegarhelm- ing. Hann var svo ákærður fyrir að leggja hníf að andliti farþega í bílnum. Sá náði að kasta sér aftur og segja höndina fyrir sig þannig að hnífurinn lenti á handarbaki hægri handar. Hlaut farþeginn sjö sentímetra langan skurð á handar- bakið fyrir vikið. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að skera ann- an farþega bifreiðarinnar í fram- handlegg. Loks var hann ákærður fyrir ölvunarakstur og í kjölfarið fyrir að hóta lögregluþjónum of- beldi. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði sofnað í bifreiðinni umrætt kvöld en vaknað þeg- ar búið var að koma strigapoka yfir andlit hans. Hann hafi heyrt farþegana í bílnum segja að það ætti að drepa hann og hann ætti að enda í höfninni. Dómara þótti framburður mannsins ótrúverð- ugur og var hann því dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fang- elsi fyrir brotin. Hann rauf skilorð dóms sem hann hlaut árið 2009 fyrir fjórar líkamsárásir. Auk þess að sæta tólf mánaða fangelsi var manninum gert að greiða 140 þús- und krónur í sekt og sæta ökuleyf- issviptingu í eitt ár. Þá var honum gert að greiða rúmar 580 þúsund krónur í sakarkostnað. Afmælistilboð Domo BBQ svínarif, franskar eða bökuð kartafla og hrásalat 1.490 kr. Þingholtsstræti 5 - Sími 552 5588 domo.is „Til grundvallar ákvörðuninni lá ennfremur fyrri samskiptasaga viðskiptavinarins gagnvart þessum starfsmanni heilsuræktarstöðvar- innar,“ segja stjórnendur Hreyfing- ar sem hafna því alfarið að ástæð- ur þess að séra Pálma Matthíassyni var meinað að koma aftur í stöð- ina, eftir að hafa stundað þar lík- amsrækt í 23 ár, hafi verið jafn sak- leysisleg og séra Pálmi gaf til kynna í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag. „Algjört óviljaverk“ Þar segir séra Pálmi: „Í tíman- um var þjálfað Body Combat, sem byggir m.a. á spörkum og kýling- um út í loftið, án snertingar, í átt að ímynduðum andstæðingi. Ég var staðsettur fremst í hópnum næst kennaranum. Í hléi milli laga var ég að huga að þessari þjálfun og sparkaði í gáleysi út í loftið. Ég gætti ekki nægilega að umhverfi mínu, og hitti með ristinni á utan- og ofanverðan afturhluta kennar- ans. Þetta var algjört óviljaverk og enginn ásetningur til staðar. Að sjálfsögðu bað ég hlutaðeigandi strax velvirðingar og afsökunar og tíminn hélt áfram.“ Brotnaði niður Eins og DV greindi frá á föstu- daginn taldi umræddur starfs- maður þetta ekki fyrsta skipti sem séra Pálmi hefði farið yfir mörkin í þeirra samskiptum. Samkvæmt heimildum DV brotnaði konan niður eftir tímann og grét sáran, en séra Pálmi fermdi hana á sínum tíma. Eftir þetta atvik ætlaði hún að láta af störfum hjá stöðinni til að komast hjá frekari samskiptum við hann. Í samtali við DV sagðist hún hafa ákveðið að tala ekki um þetta við neinn og vildi því ekki tjá sig um málið. Mið tekið af fyrri samskiptasögu Ágústa Johnson, framkvæmda- stjóri Hreyfingar, vildi heldur ekki tjá sig um málið en stjórn Hreyf- ingar sendi frá sér yfirlýsingu. Þar var tekið fram að Hreyfing tjái sig ekki um málefni einstakra við- skiptavina, en vegna yfirlýsingar séra Pálma væri óhjákvæmilegt að eftirfarandi kæmi fram: „Ekki var verið að iðka sparkæfingar í hóp- tímanum þegar viðskiptavinur- inn sparkaði í rass starfsmannsins sem var að leiðbeina í tímanum. Starfsmaðurinn, sem er kona, var að útskýra næstu æfingalotu, nán- ar tiltekið armbeygjur og spretti á staðnum þegar hann sparkaði í hana.“ Þá segir einnig að séra Pálmi hafi ekki beðist afsökunar á fram- ferði sínu líkt og hann sagði á föstudag. „Ákvörðun um lokun að- gangskortsins var tekin að vel at- huguðu máli eftir að farið hafði verið yfir atburðarás með starfs- manninum og þátttakendum í um- ræddum hóptíma, sem urðu vitni að þessu atferli viðskiptavinar- ins. Til grundvallar ákvörðuninni lá ennfremur fyrri samskiptasaga viðskiptavinarins gagnvart þessum starfsmanni heilsuræktarstöðvar- innar.“ Heldur nöturlegt Atvikið átti sér stað í Body Com- bat-tíma sem hófst klukkan sex að morgni fimmtudags þann 10. mars. Í kjölfarið var séra Pálma sent bréf þess efnis að hann væri ekki vel- kominn aftur í stöðina. Undir það skrifuðu þau Ágústa og Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Hreyfingar. Sagði séra Pálmi að enginn frá Hreyfingu hefði rætt við sig vegna málsins og gagnrýndi hann þau vinnubrögð. „Þykir mér það held- ur nöturlegt eftir að hafa verið samfellt í 23 ár í viðskiptum hjá þessari líkamsræktarstöð og for- verum hennar.“ Í yfirlýsingu frá stjórnendum Hreyfingar segir aftur á móti að það hafi verið reynt: „Reynt var ítrekað að ná í viðskiptavininn í síma til að upplýsa hann um þá ákvörðun sem óumflýjanlega hlaut að leiða af framkomu hans í garð starfsmannsins, en án árangurs. Þegar það tókst ekki var honum sendur tölvupóstur, þar sem hann var upplýstur um ákvörðunina og ástæður hennar.“ Algjört undantekningartilvik Pálmi lauk yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér á föstudag með þeim orðum að hann óskaði bæði starfsfólki Hreyfingar og þeim sem þar æfa alls hins besta í framtíð- inni: „Ég harma þetta atvik og er sorgmæddur ef ég hef valdið góð- um og dugmiklum kennara sárs- auka með gáleysislegri framkomu og árétta hér með afsökun mína til hlutaðeigandi.“ Í yfirlýsingunni frá Hreyfingu er það hins vegar tekið fram að við- skiptavini sé ekki vísað úr heilsu- ræktarstöðinni „nema í algerum undantekningatilvikum og þá að- eins ef aðrar lausnir eru ekki taldar færar.“ Lýkur henni svo með þeim orðum að yfirlýsing séra Pálma sé „ekki í nokkru samræmi við upplif- un viðkomandi starfsmanns, vitna eða annarra starfsmanna heilsu- ræktarstöðvarinnar.“ Málinu ekki vísað áfram Málinu hefur hvorki verið vísað til Biskupsstofu né fagráðs kirkj- unnar. Í siðareglum Prestafélags Íslands segir meðal annars að prestur sé fulltrúi kirkju sinnar og stéttar: „Hann gætir þess í starfi og einkalífi að hafa virðingu kirkjunn- ar og sóma stéttarinnar í heiðri.“ Biskups stofa telur þó ekki ástæðu til þess að bregðast við samkvæmt Árna Svan Daníelssyni: „Þetta ger- ist í frítíma hans og hefur ekki borist með formlegum hætti til Biskups- stofu þannig að okkur finnst ekki rétt að tjá okkur um það. Ef einhver málsaðila myndi leita til Biskups- stofu þá myndum við skoða það.“ „Yfirlýsing séra Pálma sé „ekki í nokkru samræmi við upp- lifun viðkomandi starfs- manns, vitna eða annarra starfsmanna heilsurækt- arstöðvarinnar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is n Séra Pálma Matthíassyni vísað úr Hreyfingu n Sparkaði í rassinn á kennara n „Óviljaverk,“ segir séra Pálmi n Starfsmaðurinn fékk nóg n Undantekning að viðskiptavini sé vísað frá BROTNAÐI NIÐUR OG GRÉT Séra Pálmi Matthíasson Sagði atvikið óviljaverk, hann hafi ekki gætt nægilega vel að umhverfi sínu og hitt með ristinni á utan- og ofanverðan afturhluta kennarans. Ágústa Johnson Stjórnendur Hreyfingar segja það algjört undantekningartilvik að viðskiptavini sé vísað frá. Það sé aðeins gert ef aðrar leiðir séu ekki taldar færar. Ákvörð- unin hafi verið tekin að vel athuguðu máli. Vísað frá eftir 23 ára viðskipti Atvikið átti sér stað að morgni fimmtudagsins 10. mars. Í kjölfarið fékk starfsmað- urinn nóg og ætlaði að láta af störfum til þess að komast hjá frekari samskiptum við séra Pálma. Hann var því beðinn um að koma ekki aftur, eftir að hafa stundað líkamsrækt þarna í 23 ár. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Árétting Í myndatexta um lokun bókasafna á Landspítalanum í helgarblaði DV urðu þau mistök að vitlaust nafn var skrifað við myndina. Myndin var af Oddrúnu Kristjánsdóttur en ekki Hrafnhildi Hreinsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.