Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 21. mars 2011 Mánudagur
Sat saklaus í fangaklefa í sólarhring og vill 700 þúsund í bætur:
Vill bætur eftir handtöku
Filippseyskur karlmaður hefur höfð
að mál gegn íslenska ríkinu vegna
meintrar ólögmætrar handtöku. Mál
ið á rætur sínar að rekja til atviks sem
átti sér stað í Hraunbæ í október 2008.
Tveir lögreglumenn voru kvaddir að
húsi í hverfinu vegna þess að kvartað
hafði verið undan hávaða í einni íbúð
inni. Lögregluþjónarnir báðu húsráð
anda að vísa gestum sínum út og biðu
þeir eftir því að gestirnir yfirgæfu íbúð
ina. Í stigahúsi fjölbýlishússins réðust
nokkrir menn á lögregluþjónana og
veittu þeim alvarlega áverka. Frétta
blaðið greindi frá því í október 2008 að
annar lögreglumannanna sem kom á
vettvang hefði verið afleysingamaður
og ekki haft réttindi til að bera kylfu og
piparúða. Hann hlaut skurð á höfuð
sem þurfti að sauma saman. Lögreglu
þjónunum tókst að ýta á neyðarhnapp
og barst liðsauki skömmu síðar. Alls
voru ellefu einstaklingar handteknir í
tengslum við rannsókn málsins. Fjórir
af þeim voru úrskurðaðir í gæsluvarð
hald en hinum var sleppt.
Sex menn voru dæmdir í málinu
og hlutu þrír mannanna níu mán
aða fangelsisdóm í Hæstarétti í jan
úar á þessu ári. Einn var dæmdur í sjö
mánaða fangelsi en tveir í sex mánaða
fangelsi.
Maðurinn sem höfðaði málið
gegn íslenska ríkinu var handtekinn í
tengslum við rannsókn málsins og var
haldið í fangaklefa í um það bil sólar
hring. Rannsókn málsins leiddi til þess
að ekki þótti tilefni til að gefa út ákæru
og ákvað hann því að leita réttar síns í
kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum frá
verjanda mannsins fer hann fram á
700 þúsund krónur í bætur. Málið var
þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á
föstudag.
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
Handtekinn Maðurinn
var grunaður um árás á lög-
regluþjóna.
Reyndi að stinga
lögreglu af
29 ára karlmaður hefur verið
dæmdur í 45 daga óskilorðsbundið
fangelsi. Maðurinn var sakfelldur
fyrir að aka bifreið um götur Egils
staða undir áhrifum fíkniefna. Lög
regla stöðvaði akstur mannsins en
þegar þeir hugðust færa manninn
á lögreglustöð flúði hann af vett
vangi á bifreiðinni og ók henni
um götur bæjarins yfir almennum
hraðamörkum. Samkvæmt ákæru
raskaði hann þannig umferðar
öryggi á alfaraleið og stofnaði lífi
og heilsu vegfarenda í augljósan
háska. Auk þess að sæta fangelsi í
45 daga var maðurinn sviptur öku
rétti í sex mánuði. Þá var honum
gert að greiða rúmar 350 þúsund
krónur í sakarkostnað.
Dæmdur fyrir fólskulega árás:
Áfram í
varðhaldi
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur þess
efnis að karlmaður, sem sakfelld
ur var fyrir fólskulega líkamsárás
í Laugardalnum í fyrrahaust, sæti
gæsluvarðhaldi uns Hæstiréttur
kveður upp dóm í málinu. Mað
urinn var sakfelldur í héraðsdómi
í síðustu viku og dæmdur í þriggja
ára fangelsi fyrir að ráðast á sextán
ára stúlku. Atvikið átti sér stað
þann 11. október síðastliðinn og
sló maðurinn stúlkuna meðal ann
ars með hörðu áhaldi í höfuðið og
tók hana hálstaki uns hún missti
meðvitund. Afleiðingar árásarinn
ar voru þær að hún hlaut meðal
annars skurð á hnakka og enni auk
þess sem hún fingurbrotnaði.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarð
haldi frá 12. nóvember síðast
liðnum en hann áfrýjaði dómi
héraðsdóms sem kveðinn var upp
í síðustu viku. Var það niðurstaða
Hæstaréttar að maðurinn skuli
sæta varðhaldi uns dómur fellur í
málinu, þó ekki lengur en til mið
vikudagsins 13. apríl næstkom
andi.
Í kjölfar mikillar umræðu og funda
þar sem lagðar hafa verið fram álykt
anir gegn fyrirhuguðum sparnað
araðgerðum meirihluta borgar
stjórnarinnar hafa verið sett á fót
grasrótarsamtök foreldra. Á sunnu
dag opnaði hópurinn vefinn börn.is
þar sem safna á undirskriftum undir
áskorun á borgarstjórn Reykjavíkur
um að falla frá tillögum um breyting
ar í leik og grunnskólum borgarinn
ar. Agnar Már Jónsson er talsmaður
samtakanna og segir hann að með
þessu átaki séu ráðamenn minntir
á að samstarf við foreldra eigi ekki
að vera orðin innantóm. „Það hef
ur aldrei verið ráðist í jafnstórt sam
einingarverkefni eins og þetta,“ segir
Agnar Már og bendir á að um 8.000
einstaklingar verði fyrir áhrifum
sameiningar og niðurskurðar.
Hugdirfska eða heimska
Á fundum í Hlíðaskóla og Réttar
holtsskóla á laugardag svaraði Jón
Gnarr borgarstjóri gagnrýni foreldra
og sagðist trúa því að starfshópurinn
sem vann sameiningartillögurnar
hefði staðið sig afar vel og skilað fag
legu starfi. Hann ítrekaði að niður
skurðurinn væri nauðsyn enda stæði
Reykjavíkurborg höllum fæti í kjölfar
efnahagshrunsins.
Agnar Már segir það hafa verið
foreldra í Breiðholti sem byrjuðu að
vinna saman að því að koma í veg fyr
ir þann gjörning sem skýrslan kveður
á um og segir hópinn sameinast um
að telja sparnaðaraðgerðirnar grófa
aðför að framtíð barna í borginni „Við
erum óháð og ópólitísk og teljum það
algert brjálæði að fara út í þessar að
gerðir. Það er annað hvort hugdirfska
eða heimska að leggja í svo stórfelld
an niðurskurð og sameiningar meðan
ávinningurinn af verkefninu er aðeins
150 milljónir á ári.“
Sparnaðarmarkmið lítil
Hópurinn, og átakið sem hann
stendur fyrir, hefur fengið nafn eftir
léninu sem hýsir undirskriftasöfn
unina, börn.is. Agnar segir nafnið
vera táknrænt fyrir þau málefni sem
samtökin berjast fyrir. „Við berjumst
fyrir börnin okkar í leikskólum og
grunnskólum borgarinnar. Það er
verið að storka samstarfi við borgar
búa með því að keyra þessar tillögur í
gegn án samráðs. Skýrslan sem er til
lögunum til grundvallar er illa unnin
og ég tel persónulega að ef menn ætli
sér að fara í svona stórt verkefni þá
þurfi sparnaðarmarkmið að vera 3–6
prósent en ekki undir einu prósentu
stigi eins og raunin er í dag.“
Á þeim fundum sem haldnir hafa
verið með foreldrum hefur reiði
þeirra verið augljós og beinst að
ráðamönnum. Á fundi í Grafarvogi
gengu fundarmenn út þegar formað
ur menntaráðs, Oddný Sturludóttir,
tók til máls og á öðrum fundum
brugðust foreldrar við máli ráða
manna með því að spotta þá með
hlátri. Óskar Sandholt, verkefnis
stjóri starfshópsins, segir álag á borg
arfulltrúa hafa verið töluvert á þess
um tíma. „Þetta þykir öllum sem að
koma gríðarlega erfitt verkefni og sú
staða sem við erum í er sorgleg. Álag
á þá sem að verkefninu koma og þá
sérstaklega borgarfulltrúa hefur ver
ið mikið. Vegna þess að niðurskurð
urinn snertir börn þá eru viðbrögðin
persónulegri en annars,“ segir Óskar
sem ítrekar það að skýrslunni hafi
komið fagfólk með mikla reynslu af
leikskólamálum borgarinnar.
Lofa málefnalegri gagnrýni –
ekkert persónulegt
Agnar Már segir aðspurður um þenn
an mikla hita í foreldrum mikilvægt að
gagnrýni á ráðamenn sé málefnaleg
og fagleg. „Það er mikilvægt að um
ræðan falli ekki niður á það plan að
verða persónuleg. Það er ómaklegt.
Aðalatriðið er að mæta gagnrýni for
eldra og viðurkenna þau mistök sem
hafa verið gerð í vinnslu skýrslunnar.
Það er hins vegar ekki staðan í dag. Við
erum tilbúin til samráðs og vitum að
það þarf að skera niður og viljum fá að
setjast niður og ræða málin.“
Undirskriftir af börn.is verða af
hentar borgarstjóra á fimmtudaginn
í þessarri viku.
„VIÐ BERJUMST
FYRIR BÖRNIN“
n Harðar ályktanir samþykktar á fundum með foreldrum um efni tillagna
meirihluta borgarstjórnar n Hörkuleg gagnrýni og mikil reiði foreldra
n Borgarstjóri ítrekaði nauðsyn niðurskurðarins í skólamálum
n Mikið álag er á borgarfulltrúum meirihlutans, segir Óskar Sandholt
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Agnar Már Jónsson, talsmaður
grasrótarsamtaka foreldra
heldur tölu Til að gera atburðinn
táknrænan var fundurinn haldinn á
þakinu á Æsufelli 4, þar sem Besti
flokkurinn og Samfylkingin kynntu
stefnumál sín.
MYND RÓBERT REYNISSON