Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 25
neina stæla. Eftir leiki er hann líka fyrsti maðurinn út að hliðarlínu til að gefa krökkunum sem koma til að styðja liðið eiginhandaráritanir. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum,“ segir Teitur. Líður vel í Vancouver Bandaríkjamenn kunna tvo hluti afskaplega vel. Íþróttir og sjónvarp og hvað þá að setja þá tvo hluti sam- an. Vegna þessa hefur Teitur þurft að bregða sér í allra kvikinda líki. Á myndbandavefnum YouTube má til dæmis finna stutt myndbrot þar sem Teitur heldur töflufund fyrir stuðn- ingsmenn liðsins og leiðbeinir þeim hvar þeir eigi að sitja. Fer hann þar vel með enskuna með sínum undir- liggjandi norska hreimi. „Það var svo að koma út framhald af þessu mynd- bandi hér úti um daginn. Maður þarf að gera ýmsa hluti til að vekja athygli á hliðinu,“ segir Teitur léttur. Honum líður vel í Vancouver sem hann segir eina allra flottustu borg sem hann hefur komið til. „Þetta er einn flottasti staður sem ég hef verið á. Vancouver er ótrúlega falleg borg og mjög alþjóðleg. Hér býr fólk hvað- anæva úr heiminum. Mér hefur liðið vel hér frá fyrstu mínútu,“ segir Teitur sem á leik næst á laugardaginn gegn Philadelphia Union. Teitur verður þó í smábasli í þeim leik þar sem MLS- deildin fylgir ekki landsliðshléum. „Við eru með nokkra landsliðs- menn þannig að við verðum án þriggja eða fjögurra sterkra manna í næsta leik. Við stefnum samt á sig- ur þar eins og alltaf,“ segir Teitur en hvað með markmiðin fyrir tímabilið? „Það er ekkert yfirlýst markmið hjá okkur. Við viljum bara að taka einn leik fyrir í einu. Það er þó ekk- ert launungarmál að gaman væri að komast í umspilið. Um það snýst þetta allt saman hérna. Þetta er svo- lítið nýtt fyrir okkur Evrópubúana en „the playoffs“ er eitthvað sem allir vilja komast í. Þar erum við hvergi undanskildir,“ segir Teitur Þórðar- son, þjálfari Vancouver Whitecaps. Sport | 25Mánudagur 21. mars 2011 ENDURSKRIFAR SÖGUNA Í VANCOUVER Fyrsta markið Eric Hassli skoraði fyrsta mark Whitecaps í sögu MLS. Mætir með látum Teitur Þórðar- son stýrði Whitecaps til sigurs í fyrsta leik liðsins í sögu MLS. Enska úrvalsdeildin Tottenham - West Ham 0-0 Aston Villa - Wolves 0-1 0-1 Matthew Jarvis (38.). Blackburn - Blackpool 2-2 0-1 Charlie Adam (24. víti), 0-2 Charlie Adam (28.), 1-2 Christopher Samba (49.), 2-2 David Hoilett (90.+3). Man. Utd - Bolton 1-0 1-0 Dimitar Berbatov (88.) n Jonny Evans, Man. Utd (76.). Stoke - Newcastle 4-0 1-0 Jonathan Walters (28.), 2-0 Jermaine Pennant (46.), 3-0 Danny Higginbotham (48.), 4-0 Ricardo Fuller (90.+2). WBA - Arsenal 2-2 1-0 Steven Reid (2.), 2-0 Peter Odemwingie (57.), 2-1 Andrey Arshavin (69.), 2-2 Robin Van Persie (77.). Wigan - Birmingham 2-1 0-1 Liam Ridgewell (5.), 1-1 Tom Cleverley (24.), 2-1 Maynor Figueroa (90.+2). Everton - Fulham 2-1 1-0 Seamus Coleman (36.), 2-0 Louis Saha (48.), 2-1 Clint Dempsey (62.). Sunderland - Liverpool 0-2 0-1 Dirk Kuyt (32. víti), 0-2 Luis Suarez (77.). n John Mensah (81.). Chelsea - Man. City 2-0 1-0 David Luiz (79.), 2-0 Ramires (90.) STAÐAN Lið L U J T M St 1. Man. Utd 30 18 9 3 64:30 63 2. Arsenal 29 17 7 5 59:29 58 3. Chelsea 29 16 6 7 53:24 54 4. Man. City 30 15 8 7 45:27 53 5. Tottenham 29 13 10 6 41:34 49 6. Liverpool 30 13 6 11 41:36 45 7. Bolton 30 10 10 10 42:41 40 8. Everton 30 9 13 8 40:39 40 9. Sunderland 30 9 11 10 33:37 38 10. Stoke City 30 11 4 15 36:38 37 11. Newcastle 30 9 9 12 44:45 36 12. Fulham 30 7 14 9 33:33 35 13. Blackburn 30 9 6 15 39:51 33 14. Aston Villa 30 8 9 13 37:51 33 15. Blackpool 30 9 6 15 45:60 33 16. WBA 30 8 9 13 41:56 33 17. West Ham 30 7 11 12 36:49 32 18. Wolves 30 9 5 16 35:49 32 19. Birmingham 29 6 13 10 28:41 31 20. Wigan 30 6 12 12 29:51 30 Enska Championship-deildin Sheff. United - Leeds 2-0 Barnsley - Reading 0-1 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunn- arsson léku báðir allan leikinn fyrir Reading. Bristol City - Burnley 2-0 Crystal Palace - Derby 2-2 Doncaster - QPR 0-1 Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR en var tekinn af velli á 80. mínútu. Hull - Norwich 1-1 Ipswich - Scunthorpe 2-0 Leicester - Portsmouth 0-1 Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Portsmouth sem hefur aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu níu leikjum eftir að Hermann kom aftur inn í byrjunarliðið. Middlesbrough - Watford 2-1 Millwall - Cardiff 3-3 Preston - Coventry 2-1 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry sem hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum og er í frjálsu falli niður töfluna. Swansea - Nott. Forest 3-2 STAÐAN Lið L U J T M St 1. QPR 38 21 13 4 60:23 76 2. Norwich 38 18 13 7 62:47 67 3. Swansea 38 20 6 12 53:36 66 4. Cardiff 38 18 9 11 60:46 63 5. Leeds 38 16 13 9 69:60 61 6. Nottingham F. 38 15 15 8 48:35 60 7. Reading 37 14 15 8 60:42 57 8. Burnley 37 15 12 10 53:46 57 9. Watford 38 15 11 12 68:54 56 10. Hull 38 14 14 10 42:38 56 11. Leicester 38 16 7 15 56:56 55 12. Millwall 38 14 12 12 51:40 54 13. Portsmouth 38 15 9 14 50:48 54 14. Bristol City 38 14 8 16 50:54 50 15. Ipswich 38 14 7 17 48:49 49 16. Barnsley 38 12 11 15 44:55 47 17. Derby 38 12 8 18 48:53 44 18. Middlesbro 37 12 8 17 46:54 44 19. Doncaster 38 11 11 16 49:67 44 20. Coventry 38 11 9 18 41:50 42 21. Cr. Palace 38 10 9 19 37:59 39 22. Sheffield Utd 38 9 8 21 34:59 35 23. Scunthorpe 38 10 4 24 33:68 34 24. Preston 37 7 10 20 42:65 31 Úrslit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.